Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 22
Jóhannes Jónsson í Bónus og fjölskylda hans hafa ekki gert upp 50 milljarða króna skuldir sem stofnað var til vegna versl- unarkeðjunnar Haga. Viðbrögð bankans sem þau skulda millj- arðana er að láta Jóhannes fá eins konar bónusgreiðslu, 114 milljónir króna. Sumir yrðu fullsæmdir af því að vinna sér inn ævi-laun sem jafngilda bónusi Jóhannesar. Húsnæðiseig- andi sem skuldar Arion banka 20 milljónir króna er ekki líklegur til þess að fá væna summu í vasann eftir að bankinn tekur húsnæðið af honum. Þetta er hin undarlega virkni fjármálakerfisins. Því verri sem maður er, því meira fær maður borgað. Björgólfur Thor Björgólfsson auðmaður skuldaði ótrú-legar upphæðir og var með allt niður um sig. Þá fór hann í „skuldauppgjör“. Hjá venju- legum manni hefði skuldauppgjör þýtt að bankinn stjórnaði persónu- legum útgjöldum hans þannig að hann hefði efni á mat, íbúð og jogg- ing-galla úr Hagkaupum. Hjá Björ- gólfi þýddi það að allar persónuleg- ar ábyrgðir voru afnumdar og hann hélt eigum sínum. Jón Ásgeir Jóhannesson er Íslandsmethafi í skuldum og stendur Íslendinga einna fremst í umsvifamiklum fjár- hagsörðugleikum. Erfiðleikar Jóns hefjast strax að morgni þegar hann vaknar, tveimur árum eftir efna- hagshrunið sem hann ber sjálfur stóra ábyrgð á, og þarf að velja milli þess hvort hann fer á svarta Range Rovernum eða þeim hvíta. Konan hans eignaðist með undraverðum hætti fjölmiðlaveldið 365 sem hann hafði sjálfur náð að halda þegar hann fékk einn og hálfan milljarð að láni á óútskýrðan hátt þegar allt fjármálalíf var hrunið í landinu. Fjölmiðlafyrirtæki Jóns Ás-geirs, sem hefur verið í gjör-gæslu hjá Landsbankanum, er búið að kaupa sýningar- rétt á íslenska handboltalandslið- inu. Það er líka komið með Spaug- stofuna. 365 er svo ánægt með Jón Ásgeir að hann fær 800 þúsund á mánuði bara í ráðgjafarlaun, frá fyrirtækinu. Hann er með 132 milljónir til viðbótar í laun frá ótil- greindum fyrirtækjum. Alveg eins fékk Jóhannes í Bónus tvær millj- ónir á mánuði, afnot af húsi og bíl, bara fyrir það eitt að vera stjórnar- formaður Haga. Svarthöfði óskar Jóa í Bónus alls hins besta, enda byggði hann upp Bónus frá grunni. En hvers vegna ætli venju- legt fólk, sem byggir heimili sitt frá grunni, fái ekki sömu meðferð Ar- ion banka og hann? Og hvers vegna eru útrásarvíkingarnir nánast allir sem einn á grænni grein eftir allt það sem þeir gerðu? Jói á grænni grein „Segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér.“ n Þórunn Sveinbjarnardóttir lét þessi orð falla við fréttamann eftir útvarpsviðtal á miðvikudag. Ummælin voru sögð í gríni en hún baðst afsökunar. – RÚV „Ég velti stundum fyrir mér hvernig það gerðist að ég er orðinn talsmaður hækkana á orkuverði.“ n Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar, segist aldrei áður hafa stutt hækkanir á orkuverði. – Bylgjan „Ég hefði getað hangið á samningi mínum í Mónakó; notið góða veðursins og horft á fallega báta.“ n Eiður Smári Guðjohnsen gekk til liðs við Stoke City í vikunni, fótboltans vegna. – Fótbolti.net „Ég á ekki von á öðru en að snúa aftur upp í háskóla.“ n Gylfi Magnússon hættir sem efnahags- og viðskiptaráðherra og hverfur til fyrri starfa. Hrægammar með lífeyri Ísland eftir hrun er á góðri leið með að toppa þá spillingu sem átti sér stað á því tímaskeiði sem jafnan er kennt við árið 2007. Útrásarvíkingar sem áður voru hafnir upp til skýjanna eru nú flestir komn- ir að fótum fram. Í þeirra stað er kominn mökkur af hrægömmum sem leika sér með fé annarra. Sjáið skilanefndarfólkið sem fær allt að sjöföld laun forsætisráðherra. Þá er vert að skoða það hverjir eru að braska með lífeyri landsmanna. Nýverið var Framtaks- sjóði, sem er í eigu lífeyrissjóðanna, steypt út í að kaupa flugfélag og handónýta bygg- ingavöruverslun af ríkisbankanum. Engum verklagsreglum var fylgt. Örfáir umboðs- lausir einstaklingar taka þá ákvörðun að leggja út í brask og samkeppni. Lífeyririnn er notaður í valdatafli og til þess að berja niður samkeppni á hinum frjálsa markaði. Starfs- menn BYKO horfa á eftir lífeyri sínum hverfa í rekstur Húsasmiðjunnar. Samkeppnisaðil- inn notar sem sagt þá peninga til að styrkja markaðsstöðu sína. Stjórnendur lífeyrisbrasksjóðsins hafa opinberlega gortað af því að hafa fyrirvara- laust gengið til kaupanna á Vestia. Ekkert gegnsæi var við söluna. Ekkert útboð. Aðeins samningur í bakherbergi. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa um langt árabil verið misnotaðir í valdatafli einstak- linga eða til að standa undir hóglífi einhverra þeirra. Fjöldi dæma er til um það að skúrkar á framfæri sjóðanna hafa lagst í lúxusferðir og verið sem blóðsugur á lífeyrisgreiðendum. Sjóðirnir hafa miskunnarlaust verið misnot- aðir af siðleysingjum. Sumir sjóðanna fóru á hausinn en aðrir hafa lent í stóráföllum. Það er fyrir löngu tímabært að lífeyrissjóðirn- ir verði siðvæddir og tryggt að þeir séu ekki misnotaðir. Kaupin á Vestia benda til þess að sama óráðsían sé í gangi og verið hefur. Nýir hrægammar eru sestir við kjötkatlana. reynir TrausTason riTsTJóri skrifar. Ekkert gegnsæi var við söluna. leiðari svarthöfði bókstaflega Barnanna bestur Sjálfur er ég líklega ekki barn- anna bestur þegar kemur að því að dæma sanna hlandaula. Og þegar froðusnakkar fá að úða yfir okk- ur og fá jafnvel laun fyrir að míga í skóna okkar þá á ég það til að stimpla stóru orðin inn. Já, vænt- anlega má finna ýmsa formgalla á orðavali mínu þegar ég gagnrýni gjörninga þeirra sem sjálfviljug- ir taka það að sér að hafa vit fyr- ir lýðnum. En allajafna hef ég þó reynt að vera réttlátur og sann- gjarn þegar ég hef dæmt, með orð- um mínum, þá menn sem svikið hafa land og þjóð. Ég tel sjálfgefið að, t.d. prestar, þingmenn og ráðherrar — ég tala nú ekki um fólk sem gæta á pen- ingalegra hagsmuna okkar — víki, láti sig hverfa og skammist sín, þeg- ar þetta fólk hefur verið staðið að því að bregðast í starfi. Þegar prestur er staðinn að því að hundsa orð sóknarbarns, sem á í alvarlegum sálrænum vanda, þá ber að skoða grandgæfilega hvers vegna presturinn valdi að láta orð- in sem vind um eyru þjóta. Ef við erum að tala um það að viðkomandi prestur hafi vísvitandi reynt að fela hrottaleg níðingsverk, til þess eins að vernda vin sinn fyrir skakkaföll- um, þá hefur klerkurinn gerst sek- ur um glæp. Sá glæpur er þess eðlis að hann verður einungis afsakaður með afsögn. Þegar prestur gerist svo gírug- ur til hollustu við heilagan anda, að halda því fram að þagnarskylda presta sé hafin yfir landslög, þá hef- ur sá hinn sami prestur sannað fyrir alþjóð að hann er ófær um að sinna sálgæslu. Og þegar viðkomandi síra er svo bíræfinn að sverja af sér sið- blinduna með lygum þá gerir hann ekki annað en að opinbera hempu- klædda hræsni. Í dag er í tísku að ráðast með kjafti og klóm að hverjum þeim sem svikráð og siðblindu flíkar. Oft- ast er slíkt gert að gefnu tilefni og af yfirvegun, þó er sérkennilegt að sjá það annað veifið hvernig ráðist er að þeim sem einvörðungu eru að reyna að vera réttlátir og sann- gjarnir í öllum sínum verkum. En dæmi um mann, sem ráðist er á að ósekju, er okkar ágæti Jóhannes í Bónus. Hann hefur gefið þjóðinni meiri afslátt en aðrir menn, hefur skaffað drjúgt til líknarmála, for- varnastarfs, íþrótta, landgræðslu og yfirleitt allra góðra verka. Svo er honum legið á hálsi fyrir það eitt, að hafa hagnast á því að vera dugleg- ur. Ætli hann sé ekki sóknarbarn- anna bestur, þegar öllu er á botninn hvolft. Fjöldinn burt frá fegurð kemst, að forarpytti dreginn ef siðblindum er falið fremst að finna rétta veginn. 22 umræða 3. september 2010 FÖSTUDAGUR Okurveita reykjavíkur n Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, hefur gengið fram af festu í því að hækka verð á orku til að rétta af hið sökkvandi fley. Gegndar- laust bruðl hefur einkennt rekst- urinn allt frá því Alfreð Þorsteins- son hélt um taumana sem stjórnarformaður. Ekki er að merkja samviskubit hjá fráfarandi forstjóra Orkuveitunnar, Hjörleifi Kvaran, sem hefur það helst fram að færa að Haraldur gangi fram af miskunnar- leysi í að skera niður og hækka verð hjá fyrirtækinu sem nú er kallað Okurveitan. FOrtíðarþrá Davíðs n Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sagður vera einstaklega var um sig þessa dag- ana. Bjarni er með flokk sinn í ágætu fylgi en yfir formann- inum er skuggi Davíðs Odds- sonar, fyrrver- andi formanns og ritstjóra Moggans. Fullyrt er að Davíð, altekinn af fortíðarþrá, bíði þess aðeins að leggja til atlögu við formanninn unga og þá með það fyrir augum að taka aftur við formennskunni. Ef það gerist er víst að það yrði mikill happafengur fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. BjörgólFur Og smári n Lítið hefur farið fyrir Gunnari Smára Egilssyni, fyrrum fjölmiðla- kóngi Baugs, frá því hann reyndi að fá vinnu hjá Ólafi F. Magn- ússyni borgar- stjóra á sínum tíma. Gunnar Smári á að baki mikla fortíð í blaðaútgáfu og víst ert að seint munu Danir gleyma ævintýri hans með Nyh- edsavisen. Gunnar Smári var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en eftir hrunið slitnaði upp úr milli þeirra. Nú gengur sú saga að Gunn- ar Smári sé launaður huldupenni á vefsíðu Björgólfs Thors. Sjálf- ur þvertekur fjölmiðlakóngurinn fyrir að vera í réttlætingarteymi at- hafnamannsins. rústir runólFs n Á Bifröst eru menn ekkert alltof kátir með það að í sandkorni var því haldið fram að Ágúst Einars- son, fyrrverandi rektor, hefði ekki hagað rekstri skólans skynsam- lega. Bent er á að Ágúst hafi tekið við starfinu sem rektor árið 2007. Þá hafi allt verið í kaldakoli eftir stjórnartíð Runólfs Ágústsson- ar. Ágúst hafi verið fenginn til að hreinsa upp og það hafi tekist með þeim ágætum að reksturinn sé í jafnvægi í dag. sandkorn skáldið skrifar tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Sá glæpur er þess eðlis að hann verður einungis afsakaður með afsögn.“ KRiSTJÁn HREinSSOn skáld skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.