Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 24
VERÐUR LOKS VINNUFRIÐUR? Nú liggur fyrir að ríkisstjórnin hyggst loka litlu lúppunni í áfengislögunum sem framleið-endur og innflytjendur hafa til fjölda ára notfært sér. Léttöls-lúpp- unni alræmdu þar sem menn hafa í ósátt við vandlætingarhersinguna get- að auglýst rammsterkan mjöð sinn sem léttöl, burtséð frá því hvort slíkur léttmjöður sé yfir höfuð fáanlegur í verslunum, hvað þá framleiddur. Þjóð- in hefur jú ekki séð til sólar síðan bjórinn var leyfður og alltaf skal okkur pöpulnum gefið það að við getum ekki hugsað um okkur sjálf. Það verður að BANN’ETTA. Sjálfur hef ég um nokkurt skeið verið þeirrar skoðunar að áfengisaug-lýsingar, jafn hrottafengnar og þær geta nú verið, gætu verið síðasta lífæð strögglandi fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Fjórða valdsins sem svo nauðsynlegt er í samfélaginu okkar, nú sem aldrei fyrr, og hver ráðherrann á fætur öðrum hefur sammælst um að þurfi að verja frá algjöru hruni. Auðmenn mega ekki eiga fjölmiðla í dag. Ný kynslóð les- enda sækir sér fréttirnar ókeypis á netið og dettur vitanlega ekki í huga að kaupa áskrift að þeim eins og mamma þeirra og pabbi, afar þeirra og ömmur gerðu. Auglýsingar eru órjúfanlegur hluti fjölmiðla sama á hvaða vettvangi þeir eru. Áfengisauglýsingar, sem ekki þurfa að fela sig bak við falsstimpla, eru ónýtt auðlind íslenskra fjölmiðla en það er bara mín skoð- un. Ríkisskoðunin er sú að það verði að BANN’ETTA. Ég er ekki hér til að taka umræðuna um börnin góðu sem talin eru kokgleypa allt sem fyrir þau er lagt í sjónvarpi, útvarpi og prentmiðlum því það er umræða sem aldrei er hægt að vinna. Ég er hér til að sjá ný tækifæri í bannhelgi siða- postulanna. Því þegar einhver lokar dyrum opnar Guð glugga. Og þegar ríkisstjórnin lokar gluggum þá verða menn að finna sér illa þétta glufu í einangrun hússins. Það var þessi hugsunarháttur sem varð einmitt til þess að menn fundu glufu í núverandi áfengislögum til að smella hinu agnar- smáa léttölsmerki á auglýsingarnar. Ríkisstjórnin gefur sig út fyrir að vera ríkisstjórn litla mannsins. Það hefur augljóslega engum dottið í hug að leggja málið þannig fyrir sig að hér sé verið að múlbinda íslenska framleiðslu. Sprotafyrir-tækin litlu líka. Hvað með framleiðendurna? Litlu, íslensku fram- leiðendurna. Sprotafyrirtækin sem byrjuðu að brugga í fjósinu heima í sveit með fimm lítra skúringafötu og garðslöngu. Unnu sig upp og inn á markað sem síðan læsir öllum gluggum, hurðum og reynir að þétta gluf- urnar. Af hverju er verið að svipta þessi fyrirtæki rétti sínum til að auglýsa vörur sínar? Er það bara sum íslensk framleiðsla og sum íslensk sprotafyr- irtæki sem eiga rétt á sér umfram stóriðjuna hjá ríkisstjórninni? Eru menn strax búnir að gleyma þeim söng öllum? Áfengissala hefur enda hrunið á kostnað ríkiskassans. Í bók Andra Snæs Magnasonar, Lovestar, segir frá tilveru þar sem fólk getur í blankheitum sínum laumað auglýsingum inn í samtöl við ann-að fólk. Fólk gat fengið meiri pening eftir því hversu brussulegt plögg-ið var. Toppurinn var „gjallarar“ þar sem viðkomandi staðnæmdust hreinlega á götum úti og hrópuðu auglýsingar upp yfir sig af lífs og sálar kröftum. Brilljant hugmynd en óhugnanleg þó. Ég velti fyrir mér hvort sami möguleiki sé til staðar í dag, í bannelskum, íslenskum raunveruleik- anum. Ég held það. Sá möguleiki heitir Facebook. Ég ætla því að nota þennan litla glugga hér til að hrinda af stað mínu eigin sprotafyrirtæki þar sem ég mun bjóða íslenskum ölframleið-endum, litlum jafnt sem stórum, að auglýsa í prófílglugganum á Facebook-síðunni minni. Ég á nokkur hundruð Facebook-vini sem allir hafa aldur til að drekka. Síðan verð ég bara nógu djöfulli aktífur á Face book. Like-a á alla statusa, kommenta á allar færslur og kem sjálfur með nýjan status nokkrum sinnum á dag. Auglýsingin verður sýnileg þrátt fyrir lög íslenska ríkisins. Þetta er nýjasta lúppan sem ég hef búið til. Þetta er litla glufan á einangrun hússins sem ekki hefur tekist að þétta. Í bannblindni sinni gleymir ríkisstjórnin því að það er heil hliðarveröld á vefnum sem hún hefur enga lögsögu yfir. Ef sprotafyrirtæki mitt slær ekki í gegn þá geta ölframleiðendur enn auglýst beint á Facebook. Og það sem verra er, þar hefur stóra Facebook-maskínan aðgang að aldri, kyni, stöðu, trúarskoðunum og þjóðerni hvers einasta notanda og hver og ein auglýsing getur verið sérsniðin að tilteknum markhópi. Nánast hver einasti Íslendingur er á Facebook. Hugsið ykkur hryllinginn! Með þessa vitneskju lokar ríkisstjórnin kannski Facebook næst svo við getum alfarið dottið í kínverska gírinn. Google myndi svo fylgja í kjölfarið og eini fjölmiðillinn verður fréttabréf ríkisstjórn-arinnar sem að sjálfsögðu verður gjörstrípaður öllum auglýsing- um. Smeygt inn undir nefskattinn þinn og þú neyðist til að kaupa það. Hvor framtíðin virðist nú vera óhugnanlegri? BANN’ETTA BARA Ráðherraskiptin í gær gætu lofað góðu. Ríkisstjórnin hefur alltof lengi haft á sér yfirbragð ráðleysis og verk- fælni. Sú gagnrýni hefur alls ekki verið að öllu leyti sanngjörn, en því verður þó ekki á móti mælt að tölu- vert fleira hefði verið hægt að afreka. Og einkum hefði verið ákjósanlegt ef stjórnin hefði getað blásið mönnum bjartsýni og baráttuanda í brjóst, í stað þess að virðast alltof lengi vera svo illa haldin af innanmeinum og alls konar slæmsku að hún hefði ekki þrek til neins – þvíklíkt þrek- leysi er fljótt að smitast yfir á þjóð- félagið allt. Þar er ýmsu um að kenna, en „órólega deildin” í VG getur ekki með nokkru móti firrt sig allri ábyrgð á þeim tíma sem farið hefur til spillis. Ég nenni ekki að rifja upp Icesave-söguna, en að hluti stuðn- ingsmanna ríkisstjórnarinnar skuli allt í einu hafa verið farinn að gefa því undir fótinn að taka þátt í að draga umsóknina um aðild að ESB til baka, það sýndi hvorki ábyrgð né stjórnvisku. Alveg sama hvaða skoðun mað- ur hefur á ESB og hugsanlegri aðild Íslands að þeim samtökum, þá er það auðvitað svo vitlaust að draga umsóknina til baka á þessum tíma- punkti, áður en við fáum að vita nið- urstöðu samninga við ESB, að mann sundlar eiginlega. ÓLÝÐRÆÐISLEGT Í fyrsta lagi er það auðvitað einstak- lega ólýðræðislegt. Þjóðin öll mun fá að greiða atkvæði um það hvort hún telur að aðild að ESB henti sér, þegar þar að kemur, en nú vilja sjálfstæð- ismenn og flestir framsóknarmenn fá að ráðskast með það hvernig fer fyrir þessu gífurlega hagsmuna- máli þjóðarinnar. Við vitum öll að ef svo ólukkulega færi að umsókn- in yrði dregin til baka, þá væri ekk- ert um það að ræða að það væri bara hægt að sækja um aftur á næsta ári, eða þarnæsta, ef þannig stæði í ból- ið okkar þá. Það kæmi þá áreiðan- lega ekki til minnstu mála að sækja aftur um aðild að ESB fyrr en eft- ir vel á annan áratug. Það er rangt að í Brussel bíði menn slefandi eftir næsta tækifæri til að hreppa okkur – ef við gerðum okkur sek um „bjöllu- at” í Brussel, þá myndi sambandið einfaldlega ekki virða okkur viðlits á næstunni. Þeir sem ákafastir eru gegn að- ild, þeim finnst það náttúrlega í góðu lagi, en ábyrgir stjórnmálamenn geta ekki afgreitt framtíðarhagsmuni þjóðarinnar af slíkri léttúð. Og ég trúi því raunar ekki fyrr en ég sé það að þeir sem enn vilja láta taka sig alvarlega í Sjálfstæðis- flokknum muni greiða atkvæði með því að draga þessa umsókn til baka. Geri þeir það, þá hafa þeir þar með opinberað sig sem algjöra henti- stefnumenn – sem taka skammvinn- an póli tískan ávinning fram yfir ná- kvæma og skilmerkilega athugun á mikilvægum framtíðarhagsmunum þjóðarinnar. Og það má ennþá fremur segja um þá stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar, sem tækju þátt í slíku glap- ræði. Þeir verða ómerkir um leið. Því málið snýst ekki um sannfæringu þeirra sem andstæðinga ESB, held- ur að þjóðin sjálf fái að ákveða fram- tíð sína – og það vita allir að burt- séð frá öllu öðru, sem að ESB lýtur, þá skiptir fyrirkomulag gjaldmiðils okkar á næstunni mjög miklu máli, og þar er upptaka evru einn helsti kosturinn sem við stöndum frammi fyrir. Og sem væri fráleitt annað en við fáum að ákveða sjálf í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Ég vona að ráðherraskiptin verði til þess að hægt verði að afgreiða t.d. ESB-aðildina í friði og ró. Þá verður til einhvers unnið. Þessi ríkisstjórn verður einfaldlega að fara að taka til þeirra verka sem nú eru fram und- an, og gera það af festu og einurð og dugnaði – einleikir og hik og ráðleysi einstakra ráðherra dugar ekki. EFTIRSJÁ AÐ „FAGRÁÐHERR- UNUM” Ég sé mikið eftir „fagráðherrunum” svonefndu, og vona að slíkir ráð- herrar verði aftur skipaðir hið fyrsta – vinsældir þeirra Gylfa Magnús- sonar og Rögnu Árnadóttur sýndu að þjóðin kann að meta slíkt. Enda tókst þeim, held ég, vel upp. Ég get ekki lagt almennilegt mat á viðbrögð Gylfa við gengislánadómnum fræga, en hitt veit ég að þegar Gylfi fór í heimsókn til útlanda fyrir nokkru og birt voru viðtöl við hann á Bloom- berg og fleiri erlendum fréttastöðv- um um hið erfiða árferði á Íslandi, þá var það eiginlega í fyrsta sinn sem ég hef ekki hálfskammast mín fyrir við- töl við íslenska ráðamenn erlendis. Af því þarna var kominn maður sem augljóslega vissi um hvað hann var að tala. Hvað Rögnu varðar, þá hefur Jónas Kristjánsson hamast gegn henni af því hún hafi ekki gerbreytt um pólit- ík í garð innflytjenda, og vel má vera að hún hefði mátt vera róttækari þar. En hún kom þó sem ferskur andblær inn í íslenskt stjórnkerfi, því líklega aldrei fyrr hefur maður séð íslensk- an ráðamann tala af slíkri einlægni um verk sín, viðurkenna mistök sín jafn auðveldlega, né vera jafn viljug- an til að læra af reynslunni – og öðru fólki. Flestallir íslenskir stjórnmála- menn ættu að reyna að læra eitthvað af Rögnu í þessu tilliti – það er ekki til- viljun að hún mældist ævinlega vin- sælasti ráðherrann. Ef einhver vill auka vinsældir sínar, þá er sem sagt ráðið að feta frekar í hennar fótspor en hinna pólitísku refa, sem allir eru orðnir hundleiðir á. Og sem við erum líka farin að sjá í gegnum. ÖGMUNDUR SKEMMTILEGUR DÓMSMÁLARÁÐHERRA En þó ég sjái eftir Rögnu, þá verð ég að segja að mér finnst svolítið skemmtileg tilhugsun að Ögmundur Jónasson sé kominn yfir dómsmála- ráðneytið. Ég er ekki alveg viss um að allir undirmenn hans hefðu endilega kosið hann sem sinn ráðherra! Og þar sem Ögmundur hefur allt annað sjónarhorn en flestir þeir sem gegnt hafa embætti dómsmálaráðherra síðustu áratugina, þá getur maður gert sér vonir um að hann vinni þar skemmtilegt starf. Eitt verð ég að nefna – ég veit að Ragna hafði velt fyrir sér leiðum til að taka upp aftur Guðmundar- og Geirfinnsmál, þann smánarblett á ís- lensku samfélagi. Það finnst kannski öllum þau mál vera það mest aðkall- andi í samfélaginu nú, en það væri þó afar jákvætt merki um að hrein- gerning stæði yfir ef takast mætti að koma þeim málum af stað nú þegar. Og satt að segja treysti ég engum bet- ur en Ögmundi til að halda áfram því starfi Rögnu. Illugi Jökulsson lítur ráðherraskiptin í gær mildum augum, þótt hann sjái eftir Rögnu Árnadóttur og Gylfa Magnússyni. 24 umræða 3. september 2010 föstudagur SIgURÐUR MIKaEL JóNSSON skrifar helgarpistill trésmiðja illuga En þó ég sjái eftir Rögnu, þá verð ég að segja að mér finnst svolítið skemmtileg tilhugsun að Ögmundur Jónasson sé kominn yfir dóms- málaráðneytið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.