Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Side 27
til dæmis landslagi eða byggingum, en skemmtilegast finnst mér að taka portrett-myndir. Myndir af fólki segja manni ákveðna sögu og geta fram- kallað svo margar tilfinningar. Svo er ég mjög heppin að eiga ótrúlega skemmtilega vini og er dugleg að taka myndir af þeim. Aðspurð um hvernig þetta þróað- ist frá áhugamáli yfir í aðalstarf segir hún að það hafi í raun þróast af sjálfu sér. Það var síðan fyrir rúmi ári að hún var að vinna í verslun í Kringlunni og tók þá ákvörðun að gera ljósmyndun að aðalatvinnu sinni. „Ég tók þessa ákvörðun einn daginn þegar ég var að vinna og var við það að snappa. Ég hugsaði með mér að ég hlyti að geta fengið pening fyrir að taka myndir. Ég var orðin frekar örugg með mig sem ljósmyndara og vinir mínir hvöttu mig áfram. Ég stofnaði Facebook- síðu og setti inn fullt af myndum af dóttur minni og börnum vina minna. Nokkrum dögum síðar voru um 400 manns búnir að læka hana og hjólin fóru að snúast.“ Síðan þá hefur María mest ver- ið að taka myndir af börnum en hún hefur líka verið í tískuljósmyndun og sem dæmi um það lauk hún nýverið við svokallaða „look book“ fyrir And- erson og Lauth. Hún hefur líka tek- ið myndir fyrir Ice Wear og myndaði Láru Rúnarsdóttur fyrir Nýtt líf svo dæmi séu tekin. Aðspurð segist hún ekki hafa neinn áhuga á að vinna við grafíska hönnun þrátt fyrir að hafa háskóla- próf í þeirri grein. „Ég ákvað það þegar ég var lítil að ég ætlaði að verða lista- kona þegar ég yrði stór. Ég sótti um í grafískri hönnun í LHÍ þrátt fyrir að hafa ekki stúdentspróf og komst inn. Ég sótti um í grafíkinni þar sem það var ekkert lánshæft ljósmyndanám á Íslandi. Ég lagði alltaf meiri metnað í ljómyndunina og það var orðið hálf- gert grín hjá okkur í skólanum að ég væri frekar lélegur grafískur hönn- uður en væri alltaf að bæta mig sem ljósmyndari. Mér tókst þó að komast í gegnum námið skammlaust“, segir hún hlæjandi. Langar í framhaldsnám „Ég stefni á að fara í mastersnám í ljós- myndun næsta haust og er að vinna í því að sækja um í skóla í Gautaborg sem ég hef mikinn áhuga á. Í fram- tíðinni langar mig síðan til að stofna eigið fyrirtæki en vinna sjálfstætt fyr- ir tímarit og auglýsingastofur. Spurð út í hvað sé næst á döfinni segist hún ætla að halda áfram að taka myndir en hún er einnig að leita sér að vinnu meðfram ljósmynduninni. „En ég er búin að ákveða að ljósmyndun er það sem ég ætla að gera þegar ég er orðin stór,“ segir María og brosir. hanna@dv.is ... geisladiskn- um Skrýtin veröld með Bjartmari og bergrisunum. Veisla fyrir heilann. ... kvikmynd- inni Inception Lagskipt snilld sem talar til manns á ótal sviðum. ... kvikmyndinni The Expendables Fyrir alla KARLMENN í heiminum er þessi mynd ... kvikmyndinni Karate Kid Ekkert nýtt undir sólinni. föStudagur n Veisla í Hofi Sannkölluð tónlistarveisla verður haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í kvöld, föstudag. Norðlensku hljóm- sveitirnar Hvanndalsbræður, Helgi og hljóðfæraleikararnir og Heflarnir auk Bara-flokksins stíga þar á nýbyggðan stokk. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og miðaverð er 2.400 krónur. n Dúndurfréttir í Hvíta húsinu Vetrartónleikaröð Hvíta hússins hefst á föstudagskvöld þegar Dúndurfréttir halda tónleika. Á vefsíðunni helgin.is segir að hljómsveitin ætli að leika lög hljómsveita á borð við Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep. Húsið verður opnað klukkan 21.30. n Aftur í skólann Venju samkvæmt verður hörkustuð á Nasa á föstudagskvöldið. Þá fer fram svokallað Back 2 School-partí en tilefnið er að sjálfsögðu nýtt skólaár. Í kynningu segir að „fáránlega góð“ tilboð verði á barnum en plötusnúðarnir Atli Már, Frigore, Raggi Más og Yngvi Eysteins sjá um að halda fjörinu gangandi. Aðeins 500 krónur kostar inn. n Raggi Bjarna á Ljósanótt Gill gill, Breiðbandið, Retro Stefson, Bjartmar og Bergrisarnir og Raggi Bjarna verða meðal þeirra sem troða upp á útisviðinu við Ægisgötu á Ljósanótt í Reykjanesbæ á föstudagskvöldið. Þar er hægt að lofa miklu stuði en hafið regnhlífarnar með til öryggis. laugardagur n Afmælistónleikar í Salnum Sigfús Halldórsson tónskáld og heiðursborgari Kópavogs hefði orðið níræður 7. september. Af því tilefni koma söngvararnir Bergþór Pálsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi en Jónas Ingimund- arson leikur undir á píanó. Miðaverð er 2.900 krónur en eldri borgarar greiða 2.500 krónur. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00. n SSSÓL snýr aftur Helgi Björns og félagar í hljómsveitinni SSSÓL hafa engu gleymt. Það ætla þeir að sýna á Players á laugardagskvöldið þar sem öll gömlu lögin verða tekin. Konur fá frítt inn til miðnættis en frír drykkur fylgir. Pabbar geta þá líklega grátið, eftir allt saman. n Flugeldasýning á Ljósanótt Skemmtikrafturinn og stuðboltinn Páll Óskar verður í Reykjanesbæ á laugardag- inn en þar fer hin árlega Ljósanótt fram. Hann verður ekki einn á útisviðinu um kvöldið heldur koma stórhljómsveitirnar Hjaltalín, Mannakorn og Hjálmar einnig fram. Þá kemur Ellen Kristjáns einnig fram. Enginn ætti því að láta sig vanta á Ljósanótt en dagskráin á útisviðinu hefst klukkan 20.00. P.S.: Flugeldasýning innifalin ... Hvað er að GERAST? Afmælistónleikar Sigfúsar Halldórssonar: Tólfta árið í salnum Salurinn í Kópavogi er að hefja sitt tólfta starfsár en þar fer fram á ári hverju urmull tónleika. Þetta árið er byrjað á á afmælistónleikum tón- skáldsins Sigfúsar Halldórssonar, heiðursborgara í Kópavogi en hann hefði orðið níræður þann sjöunda september. Það eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson sem syngja og Jónas Ingimundar- son sem sér um undirleik. Á tón- leikunum verður flett fram og aft- ur í nótnasafni skáldsins og fjöldi laga hans fluttur, lög á borð við Lít- ill fugl, Söknuður, Við Vatnsmýrina, Íslenskt ástarljóð, Dagný og Tond- eleyó. Tónleikar í Tíbrá þetta starfsárið verða átta en um opnunartónleik- ana sjá þau Þóra Einarsdóttir sópr- an og Gissur Páll Gissurarson tenór. Þau munu flytja afar fjölþætta efn- isskrá með Jónas Ingimundarson við píanóið. Þriðja nóvember munu þau Sólrún Bragadóttir sópran og Ágúst Ólafsson barítón flytja öll sönglög franska meistarans Henri Duparc. Auk Tíbrár-tónleika verður á dagskrá fjöldi annarra tónleika í Salnum í vetur. Víkingur Heið- ar Ólafsson heldur útgáfutónleika sína 26. nóvember og Kristinn Sig- mundsson kveður sér hljóðs í jan- úar á næsta ári. Nánari upplýsingar um tónlistarárið í Salnum má finna á heimasíðu Salarins, salurinn.is. ... leikritinu Hallveig ehf. Skemmtilegt og fræðandi leikrit í öðruvísi rými. ... heimildarmyndinni Babies Stór- skemmtileg heimildar- mynd hér á ferð. föstudagur 3. september 2010 fókus 27 Diddú Syngur á afmælistónleikum Sigfúsar Halldórssonar. Fólk heillar meira en byggingar Glæsilegar Þessar þrjár mögnuðu myndir tók María.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.