Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Blaðsíða 28
 „Faðir, fyrirgef þeim, því að þær vita ekki hvað þær gjöra“ 28 úttekt umsjón: INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR ingibjorg@dv.is 3. september 2010 föstudagur Áður en biskupsmálið komst í hámæli leitaði Sigrún Pálína Ingvarsdóttir til tveggja presta sem létu ógert að að-hafast nokkuð í málinu. Þetta voru þeir Vigfús Þór Árnason og Pálmi Matthías- son. En það var ekki fyrr en séra Vigfús Þór hóaði saman þrjátíu prestum sem samþykktu samhljóða yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir trausti á Ólafi Skúlasyni biskupi að Sigrún Pálína ákvað að kæra hann til siðanefndar og kvarta undan Pálma. Fundurinn fór fram í Hallgrímskirkju og var efni hans ummæli Geirs Waage, sem þá var formaður Prestafélagsins, um að trúnað- arbrestur ríkti á milli presta og biskups. Þó að yfirlýsingin sneri ekki beint að kynferðisbrot- um biskupsins þá þótti Sigrúnu Pálínu þetta heldur lélegt, þar sem hún hafði þegar hitt séra Vigfús Þór og lýst hrakförum sínum fyr- ir honum. Yfirlýsingin var svohljóðandi: „Fjölmennur fundur presta á höfuðborgarsvæðinu, haldinn í Hallgrímskirkju í janúar, lýsir yfir vanþókn- un sinni á yfirlýsingum formanns Prestafélags Íslands um trúnaðarbrest milli presta og bisk- ups og lýsir trausti á biskupi Íslands sem hirði og leiðtoga kirkjunnar. Hvetjum við presta kirkjunnar og trúnaðarmenn að gæta hófsemi og stillingar í orðum sínum og þeirrar virðing- ar sem erindi hennar sæmir.“ Við þetta tilefni var það einnig haft eftir séra Vigfúsi Þór Árna- syni að „... þó svo Geir kunni persónulega að þykja eitthvað athugavert við einhverjar at- hafnir biskups er ekki þar með sagt að trúnað- arbrestur ríki milli presta og biskups almennt.“ Yfirlýsing kirkjuráðs Eftir að Sigrún Pálína kærði séra Vigfús Þór til siðanefndar komst málið í fjölmiðla. Ólafur Skúlason naut virðingar á meðal þjóðarinnar og þegar konurnar þrjár, Sigrún Pálína Ingv- arsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir og Stefan- ía Þorgrímsdóttir, sökuðu hann um kynferðis- brot lýsti fjöldi fólks opinberlega yfir stuðningi sínum við Ólaf. Þar má fyrst nefna kirkjuráð, sem er æðsta framkvæmdavald kirkjunnar. Kirkjuráð er val- ið af kirkjuþingi, það er skipað tveimur leik- mönnum og tveimur prestum auk biskupsins sem veitir því forystu. Árið 1996 sátu í kirkju- ráði, auk Ólafs, Karl Sigurbjörnsson núver- andi biskup, séra Hreinn Hjartarson, Helgi K. Hjálmarsson og Gunnlaugur Finnsson, fyrr- verandi alþingismaður. Vék Ólafur af fundi vegna aðildar sinnar að málinu þegar meint- ar ávirðingar biskups voru ræddar. Ráðið hef- ur ekki stjórnskipulegt vald, „né heldur í þessu tilviki rökrænar forsendur til að kveða upp úr- skurð í slíkum málum, en ályktunarhæft er það að sjálfsögðu“, segir í inngangi ályktunar sem ráðið sendi frá sér þar sem það lýsti yfir stuðn- ingi við Ólaf. „Kirkjuráð harmar þær ásakanir sem bornar eru fram á hendur biskupi Íslands og eru alvarleg atlaga að æru hans og heiðri kirkjunnar þjóna og valda djúpri sorg máls- aðilum og öllum unnendum kirkju og kristni.“ Þá harmaði kirkjuráð þau sár sem sóknarbörn töldu sig hafa orðið að bera vegna framkomu kirkjunnar þjóna fyrr og síðar og fól það allt náð Guðs og fyrirgefningu á hendur. Kirkju- ráð vottaði biskupi Íslands og fjölskyldu hans dýpstu samúð og kærleika og sagði: „[Kirkju- ráð] væntir þess að honum auðnist með Guðs hjálp að leiða þau ágreiningsmál sem nú eru Þær voru ófáar yfirlýsingarnar sem birtar voru til stuðnings Ólafi Skúlasyni biskupi árið 1996 eftir að kyn- ferðisbrotamál hans komust í hámæli. Auk þess að lýsa yfir trausti og stuðningi við Ólaf gaf fólk sér alls kyns ástæður fyrir ásökunum kvennanna á hendur honum, vitnaði einn í Carl Jung, annar vísaði í vafa- sama siðferðiskennd og enn annar sagði frásagnir þeirra féþúfur fjölmiðla. Á meðal þeirra sem sendu frá sér stuðningsyfirlýsingu voru prófastar og kirkjuráð, en Karl Sigurbjörnsson sat þá í kirkjuráði. Ég hélt í einfeldni minni að Stígamót væri þjóð- þrifafélagsskapur, en þar virð- ast ofstækisöfl ráða ferðinni. Trú Ólafi sóknarbörn Bústaðakirkju reyndust ólafi vel þegar á reyndi. 99 konur í sókninni sömdu stuðningsyfir- lýsingu, sem og kórinn og fyrrverandi sóknarformaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.