Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 30
30 úttekt 3. september 2010 föstudagur Tilraun Stígamóta til að nauðga mannorði biskups Stígamót eru oftar nefnd til sögunnar í aðsend- um greinum sem voru ætlaðar til stuðnings Ól- afi. Snæbjörn Ólafsson kjötiðnaðarmaður rit- aði greinina „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ þar sem hann skoðaði málið „frá öðru sjónar- horni“. Þar sagði hann að Stígamót hefðu geng- ið út yfir öll velsæmismörk. „Siðferðiskennd Guðrúnar Jónsdóttur og annarra Stígamóta- kvenna virðist á afar vafasömu plani og ber hegðun þeirra öll þess merki. Finnst Guðrúnu það ekki grafalvarlegt mál að bera á mann þær sakir sem að hún hefur nú gert sem forsvars- manneskja þessara meintu fórnarlamba, án þess að hafa neitt til þess að bakka þær upp annað en orð þeirra, vitandi það að biskup get- ur ekki með nokkru móti borið hönd fyrir höf- uð sér og afsannað þessar ásakanir, frekar en að hún virðist geta sannað þær? Guðrún hef- ur með þessu gert árangursríka tilraun til þess að nauðga mannorði biskups í bak og fyrir án þess að blikna. Það er óhætt að segja að hún hafi talað mannorð biskups í hel. Það er ekki til það þvottaefni sem getur hreinsað mannorð biskups fullkomlega og verður aldrei. Það mun alltaf loða við hann að hafa verið borinn þess- um sökum, bæði lífs og liðinn og ekkert sem hann getur gert til þess að breyta því. Guðrún Jónsdóttir, sem forsvarsmaður þessara kvenna og Stígamóta, dæmdi mannorð biskups (með- vitað – ómeðvitað) í óendanlega langa vist í dýflissu efans og það án nokkurra haldbærra sannana, þegar hér er komið sögu.“ Sagði Snæbjörn einnig að starf þeirra sem koma að málum sem þessum væri afar erfitt og rétt væri að skoða þessi mál í réttu samhengi og fordómalaust, en: „Á meðan þau hafa ekki annað í höndunum en ósannaðar fullyrðing- ar meintra fórnarlamba, ættu Stígamót að sjá sóma sinn í því að biðja biskup opinberlega afsökunar á frumhlaupi sínu, minna er ekki hægt að gera úr því sem komið er.“ Flett upp í orðabók fyrir mannorðsþjófa Mannvonska eða mannorðsþjófnaður var yf- irskrift greinar eftir Lárus Helgason í Æsu- felli, sem einnig birtist í Morgunblaðinu. Sagði hann þau hjónin furðu lostin yfir látlausum ávirðingum sem bornar væru á biskupinn og lágkúrulegri umræðu þar sem lygi og hatur væri haft að leiðarljósi. „Fólkið í landinu þarf að slá skjaldborg um biskupinn og fjölskyldu hans. Hann og fjölskylda hans verðskuldar ekki svona „kveðjur“ frá fólki sem leynt og ljóst reynir að eyðileggja mannorð og færa allt til verri vegar. Biskupshjónin hafa komið mörgu góðu til leiðar. Þjóðin veit best um það og því óþarfi að orðlengja það hér.“ Sjálfur giftist Lárus konu sem var nýbúi frá Filippseyjum og sagði hann ræðuna sem Ól- afur fór með í athöfninni hafa verið svo góða að hún myndi aldrei líða honum úr minni. „Þegar séra Ólafur var kjörinn biskup sendum við honum og fjölskyldu hans heillaóskir. Við erum ennþá sama sinnis, við vitum hvaða fólk er mannkostum búið, hjálplegt, kærleiksríkt og umburðarlynt. Það á einmitt við biskups- hjónin. Mannorðsþjófarnir hafa komið fram í dagsljósið í framhaldi af deilum í Langholts- kirkju. Er það ekki undarleg tilviljun? Mann- kostamaður er borinn þeim sökum að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni. Í Íslenskri orðabók, útgefinni af Bókaút- gáfu Menningarsjóðs, Reykjavík, 1990, merkir orðið kynferðislegur eitthvað sem tengist kyn- ferði, orðið kynferði merkir 1) náttúrulegt, líf- færðilegt kyn, það hvers kyn eitthvað er (t.d. karl- eða kvenkyns, hvatkyn eða blauðkyn); 2) ætterni, uppruni; 3) tegund; flokkur tegunda. Í sömu bók er orðskýring á áreiti: það að vera áreitinn, er að móðga eða hrekkja einhvern. Tilvitnun lýkur. Orðabókin gefur auðvitað réttar og greinargóðar skýringar á fyrrnefnd- um orðum. Mannorðsþjófar halda því fram að biskupinn hafi áreitt þá, móðgað eða hrekkt náttúrulegt kyn þeirra einhverju sinni fyrir tíu til tuttugu árum. Hver trúir svona bulli? Hvers vegna kærði þetta fólk ekki strax til réttra yfir- valda? Það er alveg sama hver setur fram órök- studdar fullyrðingar um kynferðislega áreitni, að 10 til 20 árum liðnum, sá sem heldur slíku fram er meira en lítið undarleg persóna.“ Ólafur krossfestur saklaus Fleiri virtust á þeirri skoðun að málið kæmi fram í dagsljósið á undarlegum tíma. Kristín Sigmundsdóttir sendi til dæmis inn þá ein- földu spurningu: „Af hverju núna?“ með eft- irfarandi hugleiðingum: „Ég get ekki varist þeirri hugsun að verið sé að krossfesta herra Ólaf Skúlason, biskup, saklausan. Sú hugsun verður æ áleitnari. Hvaða hvatir liggja að baki þessari ásókn í hans garð einmitt núna, svona löngu seinna, er spurning út af fyrir sig.“ Framkvæmdastjórinn Eysteinn Helgason veltir tímasetningunni einnig fyrir sér í grein- inni „Samkvæmt ónafngreindum heimild- um...“ Þar segir hann að Íslandssagan sé full af sorglegum dæmum um ranglátt og misk- unnarlaust almenningsálit þessarar fámennu þjóðar. „Stundum hefur verið með ólíkindum af hve mikilli áfergju þjóðarsálin hefur kjams- að á rógburði og framið hvert mannorðsmorð- ið á fætur öðru án þess að hirða nokkurn hlut um réttinn til sakleysis uns sekt er sönnuð.“ Þá segir hann: „Um þessar mundir eru gróusögur um hr. Ólaf Skúlason biskup allsráðandi í sum- um fjölmiðlanna. Þeim virðist fátt heilagt í um- fjöllun sinni og jafnvel þótt hin meintu atvik séu áratuga gömul virðist enginn velta því fyrir sér af hverju þau eru skyndilega dregin fram í dagsljósið nú. Engin ákæra hefur nokkru sinni verið lögð fram í þessum málum og enginn dómur nokkru sinni verið felldur. Einhliða framburður einnar nafngreindrar konu er hið eina sem tönn á festir í öllu því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp að undanförnu. Til þessa hefur allt annað verið falið á bak við nafnlausar konur og ótilgreinda atburði sem þó virðist ætla að duga mörgum til þess að úr- skurða um afdráttarlausa sekt. Það hillir undir enn eina aftökuna án dóms og laga og í þetta skiptið er ekki einu sinni hirt um að fórnar- lambið verði ákært. Umburðarlyndi og réttlæti kristinna manna er stundum einkennilegt.“ Hneykslun almennings Eysteinn stiklaði einnig á stóru um harðví- tug átök innan þjóðkirkjunnar og innbyrðis kærleik kirkjunnar manna. Andvaraleysi fjöl- miðla olli honum einnig áhyggjum, þar sem fagleg hæfni þeirra, siðareglur og almenn virð- ing fyrir valdi sínu og áhrifum hafi vikið fyr- ir stundarhagsmunum markaðshyggjunnar. „Almenningi í landinu er nóg boðið. Hann er hneykslaður á því hvernig átök innan kirkj- unnar hafa þróast og hann undrast það per- sónuníð sem nú er í algleymingi og á sér fáar ef nokkrar hliðstæður hér á landi – og er þá langt til jafnað. Hann er hneykslaður á því hvernig fjölmiðlar kjamsa á gróusögum og hirða ekkert um þá staðreynd að engin ákæra hefur verið gefin út á hendur biskupi og að réttur manna er að teljast saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð. Saga okkar er vörðuð afdrifaríkum mistökum við aðstæður eins og nú hafa skap- ast, og enn eitt stórslysið virðist í uppsiglingu. Ég er sannfærður um að hér er á ferðinni enn eitt mál sem koma mun í ljós að verið hafi stormur í vatnsglasi. Og hún er áleitin spurn- ingin um hvar við munum standa þegar vind- inn hefur lægt. Hvaða mannorðsmorð hafa þá verið framin og hvaða fólki hefur verið fórnað á altari þeirra nornaveiða sem nú eru stund- aðar? Ég veit að ég mæli fyrir munn þeirra fjöl- mörgu sem þekkja til verka og eiginleika hr. Ól- afs Skúlasonar biskups þegar ég lýsi yfir fyllsta trausti á bæði persónulega og faglega hæfni hans til þess að sinna því vandasama starfi sem þjóðin hefur falið honum. Vonandi er að honum veitist eðlilegur vinnufriður til þess að leysa þau erfiðu mál sem bíða kirkjunnar eftir það sem á undan er gengið.“ Óþolandi og óbærilegur áburður Sjálfur sagði Ólafur að þessi áburður væri óþolandi og óbærilegur. Álagið hefði vald- ið honum miklum þjáningum og hann hefði kviðið því að opna dagblöð og horfa á fréttir. Það hefði gengið nærri fólkinu hans, ekki síst börnunum. Sjálfur sendi hann frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann sagði meðal: „Að undan- förnu hef ég verið borinn þungum sökum í fjölmiðlum um háttsemi, sem er refsiverð. Að sakaráburði þessum hafa staðið nafngreind- ir og ónafngreindir aðilar. Sakaráburður þessi er með öllu ósannur. Með sakaráburðinum er vegið að friðhelgi einkalífs míns og æru með ólögmætum hætti og jafnframt gerast sak- aráberar sekir um rangar sakargiftir.Þá virð- ist mega ráða af ummælum í fjölmiðlum að markmiðið með hinum röngu sakargiftum sé að þvinga mig til að segja mig frá biskupsemb- ættinu. Þess vegna hef ég leitað mér ráðgjafar lögmanna. Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson og Tryggvi Gunnarsson hjá AP lögmönnum hafa tekið að sér að gæta hags- muna minna.“ Mannorðsþjófarnir hafa komið fram í dagsljósið. Yfirlýsing kirkjuráðs Sem biskup var Ólafur formaður kirkjuráðs. Hann vék þó af fundi þegar málefni hans voru rædd og kirkjuráð samdi stuðningsyfirlýsinguna við hann. Karl sat einnig í kirkjuráði. Í DV árið 2000 var gerð könnun á vinsælustu prestum landsins. Spurt var: „Á hvaða presti hefur þú mest álit um þessar mundir? Niðurstaðan var skýr en það er gaman að skoða hana í ljósi biskupsmálsins þar sem þeir prestar sem röðuðu sér í efstu sætin hafa allir tengst því með einum eða öðrum hætti. Karl Sigurbjörnsson biskup bar höfuð og herðar yfir aðra kennimenn í þessu kjöri. Í öðru sæti var séra Pálmi Matthíasson prest- ur í Bústaðasókn og í því þriðja var séra Vigfús Þór Árnason. Karl hafði ásamt Hjálmari Jónssyni, sem einnig var nefndur á nafn í þessu kjöri, milligöngu um sáttatilraunir Ólafs og kvennanna. Í kjölfarið sakaði Sigrún Pálína þá um að hafa brugðist sér og Dagbjört dró frásögn sína til baka. Hún steig svo aftur fram í síðasta helgarblaði DV og sagði sögu sína. Báðar segja þær að Karl hefði strokað út lykilsetninguna í þessum sáttmála út, þar sem sagði að þær drægju ekki sannleikann til baka. Pálma sakaði Sigrún Pálína um aðgerðaleysi og sömuleiðis Vigfús Þór. Hann kærði hún til siðanefndar fyrir að taka opinbera afstöðu með Ólafi og bregðast þannig trausti hennar. Þá má benda á að í sjötta sæti var einnig umdeildur prestur, séra Gunnar Björnsson, sem hafði þá nýverið látið af embætti í Holti í Önundarfirði og lét síðar af störfum sem sóknarprestur á Selfossi eftir ásakanir um kynferðisbrot gagnvart ungum stúlkum. Vinsælustu prestarnir allir tengdir biskupsmálinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.