Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Side 38
ið erfiður tími að velja lögin. Við erum búnir að hlusta á um 400 upptökur og það eru um 80 eftir. Ég er nú að verða frekar leiður á sjálfum mér að hlusta á þetta allt,“ segir Kristján og hlær dátt. Það er ekki bara plata sem Kristján er að gefa út, einnig er á leiðinni bók um ferilinn sem Kristján vill þó ekki kalla ævisögu. „Ég vil kalla það ferils- bók en ekki ævisögu því ég er snarlif- andi og ekki hættur enn,“ segir hann og hlær. „Þetta er mest um ferilinn en þó líka um lífið og tilveruna. Bókin er mjög tilfinningarík og þar skiptast á skin og skúrir. Hún gefur góða mynd af því hvað er búið að eiga sér stað á þess- um þrjátíu ára ferli,“ segir hann en það hefur ýmislegt gerst á þessum tíma og Kristján farið alla leið á toppinn og ver- ið meðal bestu óperusöngvara heims. Það er þó ekki hægt að fá hann til að segja að hann hafi einhvern tíma verið sá allra besti. „Aðalatriðið er að maður sé sáttur við sjálfan sig. Að vera og vera ekki best- ur er afskaplega teygjanlegt hugtak. Ég hef ábyggilega verið í hópi þeirra allra bestu. Ég hef nú sungið í öllum helstu óperuhúsum heims, fyrstur íslendinga í þeim mörgum og er þannig að mörgu leyti brautryðjandi,“ segir hann. Einu sinni meistari, alltaf meistari! Kristján Jóhannsson er heimsfrægur fyrir það sem hann gerir og lifði á Ítalíu sem skær stjarna. Frægðinni fylgja þó auðvitað margir kvillar og hefur Krist- ján ekki alltaf slegið í gegn hjá öllum. „Það er mjög yndislegt við Ítali og flest- ar aðrar þjóðir að þær elska sínar of- urstjörnur og það er mjög mikilvægt. Það er þó með þær eins og aðra þekkta menn að til eru þeir sem vilja sparka í þá. Það er til dæmis búið að sparka oft í Pavarotti og oft í mig. Stundum á maður það skilið eða býður upp á það. Að vera þekktur er svolítið eins og að vera hlé- barðinn í skóginum. Maður verður að stíga varlega til jarðar því ef maður brýt- ur greinina þá er bráðin farin. Ég hef nú lært það í gegnum tíðina að maður þarf að passa sig hvað maður segir,“ segir Kristján. „Ég er mjög þakklátur Guði al- máttugum því ég er búinn að syngja í fjörutíu ár. Því held ég að ég hafi hald- ið nokkuð vel á spöðunum. Auðvitað hefur þetta farið upp og niður hjá mér. Auðvitað hef ég átt mínar niðursveifl- ur en alltaf komist upp aftur. Bæði hef ég fallið niður vegna einhvers sem er mér að kenna og svo vegna þess sem er að gerast í kringum mig. En, einu sinni meistari, alltaf meistari!“ segir hann ákveðinn. Aldrei ætlað að særa neinn Þrátt fyrir að vera heimsfrægur Íslend- ingur hefur Kristjáni ekki alltaf verið tekið vel af öllum hér heima. Hefur oft verið rætt og ritað um að honum finn- ist hann of stór fyrir Ísland og sé ein- faldlega hrokafullur. Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að Íslendingar hafi ekki alltaf náð Kristjáni Jóhanns- syni. „Ég held að það hafi truflað land- ann hvað ég varð fljótt mikill Ítali en það gerði ég algjörlega óvart. Þeim þótti rosalega vænt um mig og auðvitað get ég ekki annað sagt en að íslensku þjóð- inni þyki vænt um mig líka. Ég hef átt öll met í aðsókn og plötum í hjartnær fjörutíu ár þannig að ég ætla ekki að vera að kvarta yfir því,“ segir Kristján en inni á milli eru menn sem eru ekki jafn- hrifnir og hafa sumir haft horn í síðu hans. „Ég lærði á Ítalíu að taka bara lífinu eins og það er, vera opinn og ég held ég hafi bara verið tiltölulega skemmti- legur stundum. En aftur á móti hef ég kannski verið svolítið óvarkár og þá hef ég verið svolítið misskilinn stundum. Það yrði samt mitt síðasta verk að særa nokkurn mann,“ segir hann. Hroki er orð sem Kristjáni líkar afar illa þegar menn nota það um hann. „Ég ólst upp á gamla Íslandi. Ég er ekki af auðugri fjölskyldu kominn heldur af stórri fjölskyldu þar sem þurfti sko að naga beinin. Að tala með einhverjum hroka var ekki inni í myndinni og ef það var eitthvað þannig þá átti ég mína eldri bræður sem einfaldlega ýttu manni út í horn,“ segir Kristján. DV í frost í sex ár Eðli málsins samkvæmt hefur Kristján verið tíður gestur í blöðum og tímarit- um, bæði hér heima og erlendis. „Ég hef verið svo mikill lukkunnar pamfíll að hafa ekki þurft að biðja um blaða- viðtal, bara aldrei, á mínum fjörutíu ára ferli. Og yfirleitt hef ég átt mjög gott samstarf við fjölmiðla,“ segir Kristján. Honum finnst þó mikill munur vera á blaðamennsku í dag og forðum. Að minnsta kosti eins og það horfir við honum. Þegar hann kom aftur heim eftir aldamótin fannst honum Ísland vera breytt. „Þegar ég kom hérna aftur sló þetta mig alveg rosalega. Þá uppgötvaði ég það líka að blaðamenn á Íslandi voru orðnir svaka naglar. Hann var ekki leng- ur þessi kunningsskapur og þetta stolt að ég væri þessi maður sem ég væri. Það var orðið auðveldara að reyna að lækka rostann í kallinum. Ég vissi þá að ég gat ekki lengur verið þessi elskulegi strákur sem ég hafði verið. Ég þurfti að fara að passa mig mikið og stemma mig af. Það fór rosalega í taugarnar á mér því það er bara ekki ég að gera svoleið- is,“ segir Kristján. Fyrir sex árum kom upp leiðinlegt mál sem tengdist góðgerðartónleik- um fyrir krabbameinsveik börn sem Krist ján söng á. Núverandi ritstjóri DV, Reynir Traustason, flutti þá fregnir af því að Kristján hefði þegið greiðslur fyrir að syngja á tónleikunum. Eftir þá dramatík sem orsakaði meðal annars goðsagnakennt viðtal í Kastljósi Ríkis- sjónvarpsins flaug Kristján aftur til Ít- alíu og kom ekki aftur í sex ár. Hann við- urkennir að það sé í eina skiptið sem hann hafi hugsað um að koma einfald- lega ekki aftur heim. „Mér fannst mjög ranglega að mér vegið og það er hægt að lesa í bókinni. Ég missteig mig og fólk í kringum mig missteig sig. Það kemur mjög víða fram hvað gerðist og hvers vegna. Mér hefur sárnað rosalega en ég tek mína ábyrgð á því,“ segir Kristján sem tekur bros- andi í höndina á blaðamanni og ósk- ar honum til hamingju með að vera sá sem brýtur múrinn hvað varðar DV. Þá má einnig geta þess að sögulegar sættir urðu þegar ritstjórinn tók á móti Krist- jáni í móttökunni og fór vel á með þeim. Tapaði miklu í hruninu Það er ekkert launungarmál að Krist- ján hefur fengið vel greitt í áranna rás fyrir störf sín enda hefur hann komist alla leið á toppinn í sínu fagi og verið þar lengi. Hann sagði sem svo í sjón- varpsþættinum Sjálfstæðu fólki að hann opnaði nú ekki á sér kjaftinn fyrir minna en milljón. Hann útskýrir að það hafi reyndar verið sagt meira í gamni en alvöru en það má draga þá ályktun að Kristján hafi haft það mjög gott á lífs- leiðinni. Hann tekur þó fyrir að hafa lifað hátt. „Nei, það gerði ég ekki. Ég keypti mér fallegt hús og þokkalegan bíl en við vorum ekki í neinum glamúr og höfum aldrei verið. Þetta voru bara laun árangurs og mikils erfiðis,“ segir hann. Því miður fyrir Kristján var hann einn af þeim fjölmörgu sem tapaði fé í hruninu. „Ég var með peninga hérna á Íslandi og það fór illa. Ég tapaði miklu í hruninu. Kannski þegar upp var staðið voru þessir snillingar búnir að heilaþvo mig eins og alla þjóðina,“ segir Kristján en hann tapaði meðal annars pening- um hjá Glitni eins og svo margir. „Þetta er bara búið og gert og þessu verður ekki breytt. Ég held bara mínu striki og vona að þjóðin geri það líka. Vonandi náum við að koma okkur upp úr þessu,“ segir hann. Aðspurður um stöðu sína núna gefur Kristján lítið upp en hann svarar spurningunni: „Gætirðu hætt að vinna í dag?“ svona: „Ég myndi sjálfsagt redda því einhvern veginn en mér dettur ekki í hug að vera aðgerðalaus. Ég er í söng og kennslu núna. Svo er þetta margra mánaða vinna með plötuna og bókina. Ég er að kenna í Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem ég er nú með nokkrar perlur undir handarkrikanum.“ Spilaði póker með Pavarotti Á lífsleiðinni hefur Kristján hitt alla stærstu söngvara heims sem er eðli- legt þegar maður hefur sungið í öllum helstu óperuhúsum heims. Blaðamað- ur spurði um stærsta nafnið í bransan- um, hinn látna Luciano Pavarotti, og hvort Kristján hefði einhvern tíma hitt þann mæta mann. „Já, já, við vorum ágætis mátar. Ég hef spilað með hon- um póker. Hann reyndar tapaði alltaf en það var í góðu lagi því hann átti nóg af peningum. Við vorum aldrei nein- ir stórvinir en alveg ágætis kunningj- ar,“ segir Kristján sem hélt mikið upp á stóra manninn. „Sumir þoldu hann ekki en flestir dáðu hann og ég er í hópi þeirra sem dáðu Pavarotti. Hann átti sínar perl- ur, kannski tíu óperur í sögunni sem ekki nokkur maður hefur gert betur en hann.“ Ekki annað hægt en að gráta Á löngum ferli hefur Kristján upplif- að margt. Hann er beðinn um að velja einhverjar af bestu stundunum. Hann minnist fyrst þess þegar það þurfti að stöðva sýningu í Metropolitan-óper- unni vegna lófataks og húrrahrópa eft- ir að hann hafði geirneglt eina aríuna. „Við svoleiðis stund grætur maður. Það er ekkert annað hægt,“ segir Krist- ján. „Það var líka frábær stund þegar ég söng fyrst í Arena di Verona sem er stærsta útileikhús veraldar og söng arí- una Nessun dorma sem margir þekkja. Það var frekar magnað að vera Íslend- ingur og að syngja árið 1990 og þeir létu mig ekki í friði fyrr en ég var búinn að endurtaka aríuna. Ég get varla lýst til- finningunni sem kemur upp við svona atvik. Maður verður bara eins og barn. Það voru líka svo margir Íslendingar þarna á staðnum og mér fannst ynd- islegt að þeir hafi orðið vitni að þessu líka,“ segir hann. Eitt sinn þurfti Kristján einnig ekki bara að endurtaka heldur syngja þrisv- ar sömu aríuna þegar hann var að syngja í óperunni í Parma, fæðingar- stað Verdis. „Mér var sko ekki þakkað fyrir það því óperan lengdist um korter og þá þurftu menn að fara að borga yfir- vinnu,“ segir Kristján og skellihlær. Það gerðist svo enn og aftur fyrir ekki svo löngu að Kristján þurfti að end- urtaka aríu. Nú hér heima við flutning á verki í Íslensku óperunni. „Í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar þurfti að endurtaka aríuna. Það hafði aldrei gerst áður og var ofsalega yndislegt. Ég söng hana tvisvar og ég vona nú að menn hafi sloppið við það að borga yfirvinnu þar.“ Gæti jarðað hvaða verk sem er Aðspurður hvort hann geti litið um öxl sáttur, fari svo að ferillinn erlendis sé búinn, svarar Kristján: „Já, auðvitað. Ég held samt að þessu sé ekki lokið. Mig langaði að taka þennan tíma núna frá vegna fjölskyldunnar og konunnar minnar. Núna er ég bara á Íslandi og ætla að vera hér í tvö til þrjú ár.“ Hann viðurkennir þó að myndi sím- inn hringja og eitthvert af stóru óperu- húsunum úti væri á línunni myndi hann grípa tækifærið samstundis enda í fullu fjöri þótt sextugur sé. Lokaspurn- ingin hljómar svo: „Gætirðu tekið eina af þessum stóru óperum í stóru óperu- húsi og jarðað hana í dag?“ Svarið frá manninum sem er einfaldlega stund- um stærri en lífið er afskaplega einfalt: „Ekki málið.“ tomas@dv.is 38 viðtal 3. september 2010 föstudagur Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn og þriðjudaginn 6. og 7. september, kl. 18, báða dagana í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Valtýr Pétursson Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: í dag föstud. 10–18, laugard. 11–17, sunnud. 12–17, mánud. 10–17 (öll verk) þriðjud. kl. 10–17 (verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Ég var nú svolítill fantur og frekar grófur. Unir Sér VEl á klAkAnUm Kristján Jóhannsson hefur það gott hér heima og það er nóg að gera. mynD SiGTryGGUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.