Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 45
föstudagur 3. september 2010 umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is krýtið 45 fyrir 150 árum, á sjöunda áratug nítjándu aldar, tóku ljósmyndarar í Moskvu og St. Pétursborg röð ljósmynda í cartes-de-visite-stíl, en það var ódýr ljósmyndatækni í þá daga sem varð gjafavara á meðal almennings. Þessar ótrúlegu myndir eru frábær heimild um almúgann af verkamannastétt, handverks- menn, götusala og fátæklinga. Á þeim er hverdagsleikinn aðalatriðið, fólkið á myndunum sést drekka kaffi, spila og vinna dagleg störf. Þetta gefur okkur frábæra mynd af lífinu í Rússneska keisaradæminu á árunum 1860–70. Þetta eru ljósmyndir frá tímabilinu í rússneskri sögu er Fjodor Dostojevskí (1821–81) fjallaði um í sögum sínum um Raskolnikoff laganema og Karamazovbræðurna. skoskir ljósmyndarar Um ljósmyndarana er mismikið vitað. J. Monstein, sem tók myndir í Moskvu, var hugsanlega Þjóðverji, en ann- að vitum við ekki. Meira er vitað um William Carrick, sem ljósmyndaði í St. Pétursborg. Hann var fæddur í Edinborg í Skotlandi árið 1827, en faðir hans var skosk- ur timbursali við höfnina í St. Pétursborg og var William alinn upp þar. Hann lærði við Listaháskólann í St. Pét- ursborg, og uppgötvaði þar ljósmyndatæknina, og var í Edinborg um stutta hríð, þar sem hann kynntist ung- um atvinnuljósmyndara, John MacGregor að nafni. Árið 1859 stofnuðu þeir félagarnir ljósmyndastofu í St. Péturs- borg og unnu saman í þrettán ár, þangað til MacGregor lést árið 1872. Carrick hélt starfinu áfram til dauðadags árið 1878. erfiður bransi Ekki er talið að ljósmyndararnir hafi grætt mikið á ljós- myndastofu sinni og það er helst þrennt sem liggur að baki því. Ljósmyndavarningur í Rússlandi var mun dýr- ari en í Vestur-Evrópu, dagurinn var styttri á veturna og síðast en ekki síst var ekki nein millistétt í Rússlandi á þessum tíma. Millistéttin var hvarvetna sú þjóðfélags- stétt sem sá ljósmyndurum fyrir tekjum með venju- legum portretttökum en í Rússneska keisaradæminu, sem líktist lénsveldi að uppbyggingu, var hana hvergi að finna. William Carrick er þó talinn hafa verið virtur fyrir listræna hæfileika sína í ljósmyndun og hlaut mik- ið lof fyrir myndröðina af rússnesku verkamönnunum, þrátt fyrir að hún væri aðallega hugsuð sem söluvara. ódýrar myndir „Í upphafi voru ljósmyndir dýrar og ekki á færi nema auðugra að láta taka af sér portrettmynd. Fljótt þró- uðu menn þó tækni til að taka margar myndir á eina plötu og náðu þannig verði myndanna umtalsvert nið- ur. Þessar smærri myndir, sem eru að stærð ekki mik- ið minni en ljósmyndir nútímans, kölluðust cartes-de- visite (heimsóknarkort) myndir og náðu fljótt miklum vinsældum. Fólk gat farið til ljósmyndara og í einni setu látið taka af sér og fjölskyldu sinni margar mynd- ir, yfirleitt um 12 á sömu plötu. Þessar smámyndir gátu menn svo gefið vinum og kunningjum til minningar um sig,“ segir í námsefni Bergsveins Þórssonar, kenn- ara í ljósmyndasögu við Borgarholtsskóla. Ljósmyndir af venjulegu fólki frá Rússlandi á árunum 1869–1870 gefur okkur frábæra mynd af hversdags- lífi almúgafólks í Moskvu og St. Pétursborg á þessum árum, í árdaga ljósmyndatækninnar. Myndirnar sýna götusópara, sótara, fátæklinga og allt þar á milli. 150 ár aftur í tímann fátæklingur Ein frægasta mynd Williams Carrick frá st. Pétursborg af heimilislausum fátæklingi. sótari ungur sótari í st. Pétursborg fyrir 150 árum síðan. skósali sjómaður sem selur skó úr tauefni. síld á höfði sjómaður selur hollenska síld. Nýfætt barn Rússnesk ljósmóðir með nýfætt barn. drekka te Húsverðir slaka á og drekka te. Hjólbörusali Barnungur drengur selur fallegar hjólbörur. mynd j. monstein fuglafangari Kona kaupir fugla af fuglafangara í moskvu. skúringamaður maður skúrar gólfin fyrir 150 árum í Rússlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.