Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 46
NAFN OG ALDUR? „Georg Helgi Seljan Jóhannsson, 31 árs.“ ATVINNA? „Fréttamaður og háseti í hjáverkum.“ HJÚSKAPARSTAÐA? „Trúlofaður henni Kötu hans Bessa.“ FJÖLDI BARNA? „Eitt og bráðum tvö.“ HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR? „Já, hamstur sem ég van- rækti og helmingshlut í eignarhaldsfélagi um kött með bróður mínum, sem ég þoldi ekki. Þá á ég við köttinn en ekki bróður minn. Hann er sómamaður.“ HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST? „Ég man það ekki en upp í hugann kemur listrænn gjörningur Dj. Júlís á Svækaranum á Reyðarfirði.“ HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN? „Já og fengið kast á lögin líka.“ HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU? „Ætli það sé ekki nýja úlpan mín. Fékk hana á fimm- hundruð kall og er helsáttur við hana.“ HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN? „Ég hef tekið eftir því að karlmenn svara þessari spurningu alltaf með nei-i. Ég fæ að rjúfa þá hefð.“ HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆL- UM? „Já.“ TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF? „Æi veistu, nei.“ HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA HALDIÐ UPP Á? „Þau eru fjölmörg. Þegar Stebbi fór á sjóinn er eitt af þeim.“ HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR? „Midnight rider með All- man brothers band, Bulls on parade með Rage aga- inst the machine og Hate it or love it með 50 Cent eru lög sem fíra upp í mér.“ TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA? „Að takast á við verkefnið; tveggja barna faðir. Því fylgir óttablandin tilhlökkun.“ HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFT- UR? „Málverk Jakobs Bjarnars Grétarssonar, lifaði sjómaðurinn. Örlí Jakob, frá 1977. Mynd sem ég get endalaust horft á.“ AFREK VIKUNNAR? „Að átta mig á því að Erna Ómarsdóttir dansari er ekki með Parkinsons. Sá heimildarmynd um hana og fékk skyndilegan áhuga á nútímadansi og kyngdi fordómum í leiðinni.“ HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR? „Já, meira að segja á Jamaica.“ SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI? „Ég á einhverjar mis- heppnaðar tilraunir neðarlega á afrekaskránni í bassaleik. Svo var ég auðvitað gítarleikari í hljóm- sveitinni Marblettum.“ VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? „Ég er sammála þeim skilyrðum sem Sigmundur Davíð gerði og snúast um það að Evrópusambandið gangi í Ísland.“ HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU? „Fjölskyldan.“ HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ? „Einar Karl Haraldsson, stundum uppnefndum Karl Rove. Mað- urinn sem gerði Ólaf Ragnar að forseta.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST VILJA HITTA OG AF HVERJU? „Ég get nefnt fjölmarga en efast satt best að segja um að þeir nenni að hitta mig.“ HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ? „Já.“ NÝLEGT PRAKKARASTRIK? „Ég þyrfti að senda inn uppsagnarbréf til að forðast brottrekstur ef ég greindi frá því hér.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING LÍKIST ÞÚ MEST? „Horst heitnum Tappert sem Íslendingar þekkja lík- legast flestir sem bæverska bófagleypinn Derrick.“ ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA? „Það held ég ekki.“ Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI? „Það bendir margt til að núverandi stefna sé hræsnisfull og röng.“ HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN? „Geithúsar- árgilið er fallegt og hefur sérstaka þýðingu í lífi okkar hjónaleysanna.“ HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AÐ SOFA? „Segi góða nótt.“ HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚTÚR KREPPUNNI? „Beygja til vinstri við Vogaafleggjarann.“ Frétta- og sjómaðurinn Helgi Seljan er öllum kunnur fyrir hárbeitt viðtöl sín í Kastljósinu. Helgi á að baki misheppnaðar tilraunir í bassaleik og myndi helst vilja hitta þann mann sem gerði Ólaf Ragnar að forseta. ÞOLDI EKKI KÖTTINN 46 HIN HLIÐIN 3. september 2010 FÖSTUDAGUR TVÆR KONUR 2 JÁKVÆÐARNÝJUNGAR Sykurveiðarinn Suco Bloc. 180 töflur. Hentar öllum, stöðvar sykurinn áður en hann verður að fitu. STÖÐVIÐ SYKUR OG KOLVETNI NÝJUNG! BRENNIÐ FITU 30 Days 120 töflur ásamt samnefndu kremi vinnur á appelsínuhúð. 30 Days (120 töflur)ásamt OxyTarm (60 eða 150)töflur gegn kviðfitu gefur 35% meiri virkni. Valin heils uvara ársin s 2008 & B e t r i a p ó t e k i n o g M a ð u r l i f a n d i w w w . s o l o g h e i l s a . i s www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.