Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Síða 53
Apple kynnti ýmsar nýjungar og breytingar á hinni árlegu WWDC- ráðstefnu (Apple Worldwide Deve- lopers Conference) í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum á miðvikudag. Nýr iPod Touch og iPod nano voru með- al þess sem kynnt var á ráðstefn- unni. Mikil spenna var í salnum þeg- ar Steve Jobs, forstjóri Apple, gekk á svið til að kynna nýjungarnar. Nýja útgáfan af iPod Touch býð- ur fólki upp á að hringja myndsímtöl yfir internetið í önnur iPod Touch- tæki og iPhone-farsíma. Tækið er nú búið tveimur myndavélum, einni að aftan og einni að framan. Forritið sem gerir þetta kleift er FaceTime frá Facebook. Með því er hægt að tengj- ast við önnur tæki sem keyra Fac- eTime yfir internetið. Þannig er hægt að tala og jafnvel brosa til þeirra sem eiga fjórðu kynslóðar iPod Touch eða iPhone 4. Venjuleg símtöl eru ekki möguleg en FaceTime er ekki ósvip- að Google Voice eða Skype en er hins vegar einungis hægt að nota með ákveðnum tækjum. Samtölin fara eins og áður segir í gegnum netið og er um Voice over Internet Protocol- tækni (VoIP) að ræða. iPod nano hefur líka fengið and- litslyftingu en tækið hefur verið minnkað svo um munar. Nýja útgáf- an af iPod nano er aðeins rúmir fjór- ir sentímetrar á breidd og tæpir fjórir sentímetrar að hæð. Nýja hönnun- in er 46 prósentum minni og 42 prósentum léttari en fyrri hönnun. Tækið er búið snertiskjá og klemmu þannig að hægt er að festa það á föt. Það er engin myndavél á nýju útgáf- unni. Það lítur út fyrir að iPod sé að verða eitthvað allt annað en tónlist- arspilarinn sem Apple lagði upp- haflega af stað með. Engu var bætt við minni spilaranna og því í raun um sömu tæki að ræða að frátöldum myndsímtölunum — bara öðruvísi í útliti. föstudagur 27. ágúst 2010 tækni 53 Apple kynnir nýja kynslóð iPod-spilara: Mynd- síMtöl og alvöru- nanó Töfraheimurdansarans Eiðstorgi, Seltjarnarnesi - S: 587 8184 og 893 8184 - Opið: 12-18 virka daga og 10-14 laugardaga - www.arena.is Hip Hop Jazzballett Fimleikar Ballett Skautadans Samkvæmisdans NýkomNir FimleikaBolir í úrvali

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.