Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Qupperneq 54
54 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 3. september 2010 föstudagur Lewis Hamilton fór létt með að vinna Belgíu-kappaksturinn á hinni mögnuðu Spa-braut um síðustu helgi þegar Formúla 1 sneri aftur eftir sumarfrí. Nýju reglurnar sem kveða á um að liðin megi ekki æfa á brautunum nema í sömu viku fyrir keppni gera fyrstu keppni eftir sum- arfrí æ meira spennandi. Í sumar- fríinu mega liðin ekki snerta bílana fyrstu tvær vikurnar en svo fer allt á fullt seinni tvær til þess að bæta bíl- inn eins og þarf fyrir lokasprettinn. Ferrari-menn eru án efa svekktast- ir með gengið á Spa en fyrir sum- arfrí virtust þeir vera heldur betur að rétta úr kútnum, þá sérstaklega Fernando Alonso. Sebastian Vett- el virðist ekki ætla að verða yngsti ökuþórinn til að vinna Formúlu 1 en endalaus mistök hans hafa kost- að hann og aðra keppendur mikið. Næsta keppni verður annan sunnu- dag á Monza á Ítalíu. Hamilton geggjaður Lewis Hamilton á McLaren er að- eins með þriggja stiga forystu á Mark Webber á Red Bull á toppi stigakeppni ökuþóra. Tuttugu og átta stigum á eftir Webber kemur liðsfélagi hans Sebastian Vettel og þar rétt á eftir hinn McLaren-mað- urinn, Jenson Button. Fernando Alonso er svo í fimmta sætinu og á raunhæfa möguleika á titlinum því ekki má gleyma að gefin eru 25 stig fyrir sigur samkvæmt nýja stigakerf- inu. Lewis Hamilton fór annar af stað á eftir Mark Webber á Spa en var fljótt kominn með forystuna. Henni tapaði hann aldrei og keyrði lang- fyrstur í mark eins og honum er ein- um lagið. Honum tókst meira að segja á gjörsamlega magnaðan hátt að sleppa við það að festa bílinn í mölinni fyrir utan brautina þeg- ar hann keyrði út af vegna rigning- ar. Þannig ökuhæfni tryggði honum heimsmeistaratitilinn fyrir tveimur árum og verður Hamilton að teljast líklegastur til að vinna heimsmeist- aratitilinn. mistök hjá Vettel Eins mikið undrabarn og Þjóðverj- inn Sebastian Vettel er, þá eru mis- tök hans að gera út af við hann og aðra keppendur. Á Spa ætlaði hann að taka fram úr Jenson Button á McLaren en tókst að snarsnúast og beint á Button. Button þurfti að yf- irgefa keppnina strax en Vettel náði þó að klára, reyndar aðeins í fimmt- ánda sæti. Þetta eru ekki fyrstu mis- tökin sem Vettel gerir í sumar því ekki má gleyma því þegar hann keyrði á liðsfélaga sinn Mark Webb- er þegar þeir voru tveir saman lang- fremstir og negldi þá báða úr leik. „Ég veit ekki hvað hann var að gera. Ég veit alveg að þetta var ekki viljandi, Vettel hafði enga ástæðu til þess að keyra á mig,“ segir Jenson Button, fórnarlamb þýska klaufa- bárðsins. „Vettel er gífurlega hæfi- leikaríkur ökumaður og hann mun verða heimsmeistari einn daginn. Það verður þó ekki í ár. Hann er einfaldlega búinn að gera of mikið af mistökum til að svo megi verða. Þessi árekstur var miklu verri fyrir mig heldur en hann. Ég var á góðu róli þarna og hefði getað haldið í við Lewis og Mark. En nú þarf ég að vinna upp frekar mikið af stigum. Ég er ekkert reiður út í Vettel en frekar pirraður,“ segir Jenson Button. sagan endalausa hjá Ferrari Þegar Ferrari-menn náðu fyrstu tveimur sætunum í fyrstu keppni ársins í Barein héldu margir að þeir rauðu væru farnir að rífa sig upp úr skítnum sem liðið var í í fyrra. Svo var þó ekki og hefur sumarið ver- ið Ferrari-mönnum erfitt eins og áhugamenn um sportið þekkja. Á síðustu tveimur mótunum fyr- ir sumarfrí leit þó út fyrir bjartari tíma. Þeir náðu efstu tveimur sæt- unum í Þýskalandi og svo öðru og fjórða sæti í Ungverjalandi í keppn- inni fyrir sumarfrí. Í Belgíu náði þó Fernando Alonso ekki að klára þrátt fyrir að líta langbest út á æfingum en Felipe Massa endaði þó í fjórða sæti. Hann á samt engan möguleika á titlinum. „Spa var einfaldlega vonbrigði,“ segir Stefano Domenicali liðsstjóri Ferrari. „Við ætluðum svo sannar- lega að fylgja eftir uppganginum fyrir sumarfríið og það leit vel út á æfingunum. En síðan fór tímatak- an illa með okkur og Alonso þurfti að leggja mikið í sölurnar til þess að vinna sig upp. Því miður snerist hann út af og verður eltingarleik- ur hans erfiðari fyrir vikið. Massa gerði vel og keyrði af öryggi eins og hann gerir svo vel. Þetta voru mik- ilvæg stig fyrir liðið því við ætlum okkur í það minnsta á pall í keppni bílasmiða úr því sem komið er. Við höfum fulla trú á að Alonso geti náð forystusauðunum og jafnvel landað titlinum,“ segir Stefano Domenicali. fljótastur eftir sumarfríið formúlan hófst á ný eftir fjögurra vikna sumarfrí um síðustu helgi. Línur eru farnar að skýrast og eiga nú aðeins fimm ökumenn möguleika á titlinum, heldur fleiri en undangengin ár. Sebastian Vettel hefur gert of mörg mistök og þá gekk ferrari afleitlega eftir sumarfríið. Lítur VeL út Lewis Hamilton var magnaður á spa. tómas þór þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is stigakeppni Ökuþóra keppandi Lið stig 1. Lewis Hamilton mcLaren 182 2. mark Webber Red Bull 179 3. sebastian Vettel Red Bull 151 4. Jenson Button mcLaren 147 5. Fernando alonso Ferrari 139 6. Felipe massa Ferrari 109 7. robert kubica Renault 104 8. nico rosberg mercedes 101 9. adrian sutil Force India 45 10. m. schumacher mercedes 44 stigakeppni BíLasmiða Lið stig 1. red Bull 330 2. mcLaren 229 3. Ferrari 248 4. mercedes 145 5. renault 123 staðan negLdi Button úr Leik Vettel náði þó sjálfur að fá nýjan framvæng og klára keppnina, sá fimmtándi í röðinni. sVekktur Alonso náði ekki að klára og er orðinn frekar langt á eftir fremstu mönnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.