Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Síða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2010, Síða 55
Genoa 41,4 milljónir evra dýrastur Miguel Veloso frá Sporting Lissabon á 9 milljónir evra aðrir nýir rafinha frá Schalke 04 Eduardo frá Braga Luca toni frá FC Bayern n Genoa er lið sem knattspyrnuá- hangendur þurfa að taka eftir. Það hefur verið að gera það gott síðustu ár og ætlar sér enn stærri hluti á komandi tímabili. Kaup á borð við Miguel Veloso, Luca Toni og Rafinha sanna það að Genoa-menn ætla sér í það minnsta í meistaradeildina. Chelsea 38 milljónir evra dýrastur ramires frá Benfica á 22 milljónir evra aðrir nýir Yossi Benayoun frá Liverpool n Chelsea keypti aðeins tvo menn en þeir komast samt á topp tíu-lista sumarsins. Það kom mönnum í opna skjöldu þegar tilkynnt var að Chelsea væri að eltast við brasilíska varnar- miðjumanninn Ramires en Carlo Ancelotti sér eitthvað í honum. Ramires er brasilískur landsliðsmaður en ekki er hægt að segja að hann hafi slegið í gegn á HM. VfL Wolfsburg 38,9 milljónir evra dýrastur diego frá Juventus á 15,5 milljónir evra aðrir nýir arne Friedrich frá Hertha Berlín nassim Ben Khalifa frá Grashoppers Mario Mandžukic frá Dinamo Zagreb simon Kjær frá Palermo n Wolfsburg færir Steve McLaren heldur betur flotta sveit á fyrsta ári hans með liðið. McLaren sem gerði Twente að hollenskum meisturum í fyrra fær flotta leikmenn á borð við Diego, Arne Friedrich og Simon Kjær ofan á annars fína sveit manna. Marseille 37,5 milljónir evra dýrastur andré-Pierre Gignac frá Toulouse á 18 milljónir evra aðrir nýir Loïc rémy frá Nice César azpilicueta frá Osasuna n Marseille ætlar sér franska meist- aratitilinn ef marka má eyðslu þess í sumar. Framherjinn stóri og stæðilegi André-Pierre Gignac kostaði liðið fúlgur fjár og þá voru þeir Loïc Rémy og varnarmaðurinn Azpilicueta ekki gefins. Marseille er í meistaradeildinni í ár og þarf liðið því að hafa á að skipa almennilegri sveit manna fyrir tímabilið. 7 9 8 10 föstudagur 3. september 2010 sport 55 sVEKKtur Alonso náði ekki að klára og er orðinn frekar langt á eftir fremstu mönnum. EyðslusEggir sumarsins Það kemur væntanlega engum á óvart að Manchester City var það lið sem eyddi mestu fé í sumar. Þar á eftir koma spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona. topp tíu-listi sumarsins er áhugaverður því þar má finna lið á borð við Rubin Kazan, Wolfsburg og Marseille en svo virðist sem nægir fjármunir séu til á fleiri stöðum en hjá stærstu félögunum. 2 1 3 4 Manchester City 145 milljónir evra dýrastur Yaya touré frá Barcelona á 28,8 milljónir evra aðrir nýir david silva frá Valencia James Milner frá Aston Villa Mario Balotelli frá Inter aleksander Kolarov frá Lazio Jérôme Boateng frá Hamburg n City-menn héldu áfram eyðslufylleríi sínu í sumar og fengu til sín frábæra leikmenn. Þeirra dýrastur var meðaljóninn Yaya Touré sem ekki aðeins kostaði of mikið heldur er hann einnig launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildar- innar. Hann fær betur borgað en Rooney, Lampard, Torres og Tevez svo dæmi séu tekin. Real Madrid 81 milljón evra dýrastur angel di María frá Benfica á 25 milljónir evra aðrir nýir ricardo Carvalho frá Chelsea sami Khedira frá Stuttgart Pedro León frá Getafe Mesut Özil frá Werder Bremen sergio Canales frá Racing Santander n Real Madrid var tiltölulega rólegt í sumar miðað við undangengin ár. José Mourinho styrkti miðsvæðið með Sami Khedira og klófesti feitan bita í Mesut Özil. Ángel di María var liðinu dýrastur en miklar væntingar eru bundnar við þann pilt. Ricardo Carvalho fylgdi einnig sínum gamla þjálfara til Real. Barcelona 71,5 milljónir evra dýrastur david Villa frá Valencia á 40 milljónir evra aðrir nýir Javier Mascherano frá Liverpool adriano frá Sevilla n Börsungar notuðu mest af sínu fé til þess að landa David Villa sem liðið hefur lengi viljað fá. Um leið var Zlatan losaður til AC Milan og kom Barcelona ágætlega út á markaðnum í sumar. Börsungar bættu einnig við sig Mascherano á miðsvæðið og Adriano í vinstri bakvörðinn. Juventus 56,5 milljónir evra dýrastur Miloš Krasic frá CSKA Moskvu á 15 milljónir evra aðrir nýir simone Pepe frá Lazio Marco storari frá AC Milan alberto aquilani á láni frá Liverpool Fabio Quagliarella frá Napoli n Juventus nennir ekki lengur með- almennskunni og ætlar sér stóra hluti í vetur. Auk þess að fá Miloš Krasic, Simone Pepe og Quagliarella fékk liðið til sín urmul manna á láni til þess að vera með sem breiðastan hóp. Alberto Aquilani var einn af þeim sem komu sem lánsmenn. Spennandi verður að fylgjast með Krasic. Rubin Kazan 43,1 milljón evra dýrastur salvatore Bocchetti frá Genoa á 15 milljónir evra aðrir nýir Carlos Eduardo frá Hoffenheim Obafemi Martins frá VfL Wolfsburg aleksei Medvedev frá Sibr Novosibirsk Oleg Kuzmin frá Lokomotiv Moskvu n Það eru til nægir peningar í Moskvu en ein stærstu kaupin voru vistaskipti hins ágæta varnarmanns Salvatore Bocchetti frá Genoa. Ekki stórt nafn í bransanum en hann er ein helsta ástæða upp- gangsins hjá Genoa undanfarin ár. Carlos Eduardo var einnig fenginn í sóknarlínuna frá Íslendingafélaginu Hoffenheim. Zenit St. Pétursborg 43 milljónir evra dýrastur Bruno alves frá Porto á 22 milljónir evra aðrir nýir sergei semak frá Rubin Kazan aleksandr Bukharov frá Rubin Kazan aleksandar Lukovic frá Udinese n Annað rússneskt lið sem eyddi vel í sumar. Zenit-menn vilja endurheimta titilinn aftur frá Rubin og bólstruðu því vörnina með Portúgalanum Bruno Alves. Það má alveg deila um hvort 22 milljónir evra sé ekki töluvert mikið fyrir hann en það virðist nóg til í Rússlandi. 5 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.