Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 8. október 2010 föstudagur
Unnið er því í Arion banka þessa
dagana að tryggja áframhaldandi
rekstrargrundvöll matvælafyrir-
tækisins Ölgerðarinnar Egils Skalla-
grímssonar. Ölgerðin, og dótturfé-
lög hennar, skulduðu Kaupþingi,
nú Arion banka, rúmlega 15 millj-
arða króna í lok febrúar í fyrra, sam-
kvæmt ársreikningi félagsins fyrir
árið 2008 og fyrstu tvo mánuði árs-
ins 2009. Skuldameðferð fyrirtæk-
isins felur það í sér að afskrifa þarf
hluta af skuldum félagsins.
Svar Arion banka við fyrirspurn
DV um hvort búið sé að afskrifa
hluta af skuldum Ölgerðarinnar er
á þá leið að engar skuldir hafi ver-
ið afskrifaðar en að málefni fyrir-
tækisins séu í vinnslu í bankanum
líkt og gildi um fjölmörg önnur fyr-
irtæki.
Forstjóri Ölgerðarinnar, Andri
Þór Guðmundsson, staðfestir að fé-
lagið sé í fjárhagslegri endurskipu-
lagningu hjá Arion banka og að
það styttist í að henni ljúki. „Þetta
er væntanlega á lokametrunum,“
segir Andri og bætir við að líkast til
ljúki þessari endurskipulagningu á
næstu tveimur mánuðum.
Í ársreikningnum kemur fram að
265 starfsmenn hafi starfað hjá fyr-
irtækinu að meðaltali og er því ljóst
að margir eiga mikilla hagsmuna að
gæta í fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu félagsins.
Óljóst með umfang afskrifta
Andri segir að fjárhagsleg endur-
skipulagning Ölgerðarinnar feli það
meðal annars í sér að komið verði
með nýtt hlutafé inn í félagið. „Við
erum að taka inn nýtt hlutafé en ég
get ekki staðfest á þessari stundu að
eitthvað verði afskrifað hjá okkur.
Það er ekki tímbært að tala um það
núna.“
Hann segir að rekstrarfélag Öl-
gerðarinnar skuldi rúma níu millj-
arða króna og fasteignafélag fyrir-
tækisins, G-7 sem er í eigu Arion
banka að 49 prósenta leyti, skuldi
um fimm milljarða króna. Fast-
eignafélagið á höfuðstöðvar Öl-
gerðarinnar á Grjóthálsi auk fram-
leiðsluhúsnæðis í Borgarnesi.
Aðspurður segir Andri að líklegt
sé að núverandi hluthafar leggi fé-
laginu til nýtt hlutafé auk þess sem
nýir hluthafar muni að öllum líkind-
um koma að félaginu.
Gengislán þungbær
Andri segir að lán í erlendri mynt
vegi þungt í erfiðri skuldastöðu Öl-
gerðarinnar. Hann segir að um 60
prósent af lánum Ölgerðarinnar séu
í erlendri mynt. „Við höfum tapað
einhverjum þremur milljörðum út
af gengismun. Þetta hefur auðvit-
að sett strik í reikninginn líkt og hjá
mörgum öðrum fyrirtækjum.“
Í ársreikningi fyrirtækisins fyr-
ir árið 2008 kemur fram að geng-
ismunur hafi numið um 2,2 millj-
örðum króna á árinu og að þessi
staðreynd skýri tap félagsins á árinu
en tapið nam nærri 1.800 milljónum
króna. Þar segir jafnframt að þetta
tap hafi rýrt eigið fé samstæðunnar
verulega. Þrátt fyrir þetta var eigin-
fjárstaðan jákvæð um 135 milljónir
króna þegar ársreikningum var skil-
að í febrúar í fyrra. Til samanburðar
má geta þess að eigið fé fyrirtækis-
ins var jákvætt um rúma tvo millj-
arða í febrúar 2008. Gengishrun ís-
lensku krónunnar setti því stórt strik
í reikninginn og skýrir að miklu leyti
erfiða skuldastöðu fyrirtækisins.
Neikvætt eigið fé
Forstjórinn segir að nú sé svo kom-
ið að eiginfjárstaða fyrirtækisins sé
orðin neikvæð, öfugt við það sem
hún var í febrúar í fyrra. „Eiginfjár-
hlutfallið er orðið neikvætt og við
getum auðvitað ekki unað við það
og við verðum að taka á því fyrr eða
síðar,“ segir Andri sem vill ekki gefa
upp hver eiginfjárstaða fyrirtækisins
er nákvæmlega.
Ölgerðin er eitt af fjölmörgum
fyrirtækjum sem verið hafa í fjár-
hagslegri endurskipulagningu hjá
Arion banka, líkt og kom fram í til-
kynningu sem bankinn sendi frá
sér á þriðjudaginn. Þar sagði með-
al annars: „Í úrlausnarmálum fyrir-
tækja hefur Arion banki lagt áherslu
á stærri fyrirtæki og er búið að ná
samkomulagi við um tvo þriðju
hluta stærri fyrirtækja sem eiga við
skuldavanda að glíma.“
Andri vill hins vegar meina að
staða Ölgerðarinnar séu töluvert
betri en margra annarra fyrirtækja
þar sem sjóðstreymið sé gott og
reksturinn traustur. „Okkar mál er
örlítið frábrugðið flestum öðrum
málum. Reksturinn er góður [rekstr-
arhagnaðurinn nam tæpum 1.400
milljónum árið 2008, innskot blaða-
manns], við höfum staðið í skilum
með afborganir af lánum og erum
ekki í neinum vanskilum... Það er
mjög sterkt sjóðstreymi hjá okkur
en augljóslega er staðan orðin erf-
ið þegar eiginfjárstaðan er neikvæð.
En þetta fer vel hjá okkur,“ segir
Andri.
Hann segist hafa nokkuð góða
heildarmynd af því hvernig fjárhags-
leg endurskipulagning fyrirtækisins
muni líta út en að ekki sé tímabært
að greina frá því nákvæmlega. Með-
al þess sem hún muni fela í sér, seg-
ir Andri, sé að gengistryggðu lánun-
um verði breytt yfir í lán í íslenskum
krónum.
STEFNIR Í AFSKRIFTIR
ARION HJÁ ÖLGERÐINNI
Ölgerðin Egill Skallagrímsson er í fjár-
hagslegri endurskipulagningu hjá Arion
banka. Skuldir félagsins námu rúmum 15
milljörðum króna í febrúar í fyrra. For-
stjóri fyrirtækisins segir að lán í erlendri
mynt hafi sett stórt strik í rekstur félagsins
og gert það að verkum að eiginfjárstaðan sé
nú neikvæð eftir að hafa verið jákvæð um
rúma tvo milljarða króna. Hann segir of
snemmt að fullyrða nokkuð um væntanleg-
ar afskriftir hjá félaginu.
iNGi f. vilhjálmssoN
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Við höfum tap-að einhverjum
þremur milljörðum út af
gengismun.
Gengismunurinn erfiður
Andrisegiraðgengismunur
vegnagengislánahafi
haftafarslæmáhrifá
reksturÖlgerðarinnarogað
eiginfjárstaðansénúorðin
neikvæð.Hannvillekki
fullyrðaneittumhversu
mikiðverðurafskrifaðhjá
félaginu.myNd GvA
Þekktasti stjórnarmaðurinn Árni
OddurÞórðarson,einnafeigendum
Eyris,erþekktastistjórnarmaður
Ölgerðarinnar.Hannsiturístjórninnisem
óháðurstjórnarmaður.myNd Páll BerGmANN
Blíðviðri um
helgina
Útlit er fyrir að veður verði með besta
móti um helgina miðað við árstíma.
Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræð-
ingur gerir ráð fyrir hægviðri, bjart-
viðri og háum dagshita víða á land-
inu um helgina. Á laugardag gerir
Sigurður ráð fyrir hægri austlægri átt
þótt nokkur strekkingur verði allra
syðst. Víðast hvar verður bjartviðri,
síst allra syðst á landinu og hiti á bil-
inu átta til sextán stig, hlýjast inn til
landsins á Suður- og Vesturlandi. Á
föstudag spáir Sigurður því að suð-
vestanstrekkingur verði á Vestfjörð-
um og úti við norðvesturströndina en
annars hæg suðvestlæg eða breyti-
leg átt.
Lífvörður fylgir
Jóhönnu
Sérsveitarmaður á vegum ríkislög-
reglustjóra fylgir Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra eftir þessa
dagana. Það er embætti ríkislög-
reglustjóra sem fyrirskipar verndina
og samkvæmt upplýsingum sem DV
hefur fengið staðfestar er lítið sem
ráðherrar hafa að segja um ákvörð-
un embættisins þegar ástandið er
metið með þeim hætti að tilefni þyki
til.
Eins og greint var frá á DV.is á
miðvikudag var hundruðum kílóa
af fiskúrgangi dreift við heimili Jó-
hönnu og Steingríms J. Sigfússonar
fjármálaráðherra fyrir helgi. Leiða
má að því líkur að í kjölfar þeirr-
ar árásar, sem og harðra mótmæla
á mánudagskvöldið, hafi embætti
ríkislögreglustjóra metið að öryggi
Jóhönnu væri ógnað og því fylgir
henni nú óeinkennisklæddur sér-
sveitarmaður hvert fótmál.
Eins og DV greindi fyrst frá í októ-
ber 2008 fylgdu vopnaðir lífverðir
Geir H. Haarde, þáverandi forsætis-
ráðherra, Björgvini G. Sigurðssyni,
þáverandi viðskiptaráðherra, og
Davíð Oddssyni í kjölfar banka-
hrunsins.