Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 18
er að tillit yrði tekið til þess að vandinn er af mis- jöfnum toga. En að sjálfsögðu þurfti þetta að vera þannig að væri um sambærilegan vanda að ræða yrði hann meðhöndlaður með sambæri- legum hætti frá einum banka til annars. Hvað skal gera við banka sem er að komast niður undir sett mörk um eigið fé? Hvernig á að meðhöndla banka sem líklegur er til þess að lenda undir mörkunum en hugsan- lega er hægt að bjarga? Hvernig veit maður að banki sem er á góðri leið með að tapa öllu eigin fé á sér ekki við- reisnar von? Þetta þarf allt að meta út frá fyrir- liggjandi gögnum. Við höfum reiknilíkan af því hvernig þetta getur farið í hverju tilviki. Við leggj- um miklar upplýsingar um bankana inn í þetta reiknilíkan sem skilar síðan niðurstöðu. Við reynum að miða spárnar við að minnsta kosti tvö ár. Ef menn telja að eigið fé banka sé nálægt hættumörkum en að þeir eigi góða lífsmögu- leika nægir oft að votta það opinberlega með eins konar yfirlýsingu. Stuðningsnefnd bank- anna innleiddi í þessu sambandi það sem við köllum fjármagnstryggingu. Hún fólst í loforði um að færi eigið fé banka undir 9 prósent myndi ríkið leggja til fé til að hífa það upp yfir sett mark. Í flestum löndum er það svo að ríkið sjálft sér um að leggja til nýtt eigið fé en seðlabankar ábyrgjast lausafjárstöðu. Þannig er það í flestum löndum. Það er ekki gott að blanda þessu saman því að það getur verið viðkvæmt í pólitísku tilliti. Nordbankinn fór aðeins undir 8 prósenta markið og horfur hans voru ekki sérlega góðar. Það var hins vegar mat manna að sá banki hefði góðar lífslíkur og gæti endurgreitt stuðninginn. Sú varð raunin og matið reyndist rétt. Slæmur banki – góður banki Í þriðja tilvikinu, tilviki Gotabankans, var lána- safnið svo slæmt að lífslíkur bankans voru hverf- andi og ljóst að björgunaraðgerðir myndu ekki duga. Í þessu sambandi má nefnda það sem við höf- um notast við hér í Svíþjóð, en það er að skipta bönkunum upp í góða og vonda banka. Þetta er ennig kallað eignasýslufélög bankanna. Þeg- ar verið er að meðhöndla banka með afar slæmt lána safn verður álagið á eigið fé hans mikið og taphættan mikil. Þetta verður stundum til þess að menn freistast til að selja lánasafn af þessu tagi með miklum afföllum, á brunaútsölu eins og það er kallað. Ríkið er hins vegar þolinmóður eigandi með gott úthald. Þetta leiddi til þess að ákveðið var að skilja milli góðra og slæmra út- lána. Stofnuð voru tvö eignasýslufélög, Secur- um og Retriva, hið fyrra tók yfir slæmar skuld- bindingar Nordbankans, hitt tók að sér slæm lán Gotabankans. Þessi „slæmi banki“ hafði vitan- lega aðgang að þessum vondu eignum og verk- efnið var að hámarka endurheimtur af lánunum. Hinum megin, í góða bankanum, var sett inn nýtt þolinmótt fjármagn. Í rauninni var bankakreppan hér eins konar fasteignakreppa. Hér í miðborg Stokkhólms lækkaði fasteignaverð um 60 prósent. Áður hafði verðið hækkað upp úr öllu valdi. Það var ekkert vit í því að selja fasteignir við þessu verði árin 1992 og 1993 og vildum vitanlega bíða. Þess vegna settum við eignirnar inn í þennan „vonda banka“, eða félagið á hans nafni, og þess utan nægilega mikið fjármagn frá ríkinu til þess að halda utan um þetta og ráða fólk til verka. Þetta er ekki lítið mál. Ég þekki mann sem sá um eignasafnið. Skjölin um þetta eru nú varðveitt í Linköping á 3.000 hillumetrum. Vel heppnuð aðgerð Hér erum við komnir að því sem heppnaðist afar vel og vakið hefur athygli víða því að með þessu tókst okkur að endurheimta allt og þar að auki var ágóðinn það mikill að talsvert endurheimt- ist af því sem ríkið lagði í þetta. Þetta byggðist á þolinmæði og úthaldi. Þetta er eiginlega saga um sigurgöngu að þessu leyti. Svo eru það „góðu bankarnir“. Í þeim voru góðu eignirnar, ef svo má segja. Það var að vísu smávægilegu af „vondum eignum“ haldið eft- ir í þeim. Það þurfti að styðja þá með eiginfjár- framlagi frá ríkinu. Þessi hluti Gotabankans var seldur hæstbjóðanda þegar fram liðu stundir og nú er Gotabankinn fínn banki í fullum rekstri. Vandinn er sá að ef þú selur banka í kreppu- ástandi sem ekki hefur verið skipt upp með þess- um hætti vill væntanlega enginn kaupa hann á viðunandi verði. Allir eru hræddir við slæma hluta eignasafnsins og þora ekki fyrir sitt litla líf að kaupa. Þegar Bear Sterns-bankinn var seld- ur þurfti bandaríski seðlabankinn að gefa út tryggingu fyrir kaupandann gagnvart þeim eign- um sem taldar voru verðlitlar eða áhættusamar. Þetta er eiginlega einfalt. Þetta byggðist í reynd- inni á því að ríkið og ríkissjóður hefur miklu meira úthald en aðrir sem eigandi á erfiðum tím- um. Á markaði vilja menn sjá hagnað eftir 2 til 3 ár en þarna var kannski um að ræða 10 ára tíma- bil áður en vænta mátti hagnaðar. Að finna botninn Þegar áfallið verður eiga menn það til að ein- blína á það tap sem verður á pappírunum ef svo má segja. En verðfall til dæmis á hlutabréfum eða fasteignum er ekki eins og steinn sem fellur til botns. Aðstæður breytast og fasteignirnar eru á sínum stað. Allt getur snúist við og tímaþáttur- inn skiptir þar mestu máli. Til eru lönd sem farið hafa þessa leið en mér finnst sum þeirra hafa misnotað þetta kerfi. Þau hafa séð fyrir sér þessa lausn, að skipta upp. Hægt er að gera þrenn mistök. Fyrsta spurning- in er þessi: Á hvaða verði á að flytja verðlítið eða áhættusamt eignasafn frá „góða bankanum“ yfir í þann vonda? Þetta er hægt að gera á nafnvirði eða því sem menn telja æskilegt gangverð. Ég lána þér 100 milljónir og vil fá 100 milljónir til baka þó að ég viti að þú getir ekki borgað. Hvað gerist þá? Góði bankinn verður ekki í mikilli þörf fyrir innspýtingu en vondi bankinn getur tapað gríðarlegum fjármunum og verður í mikilli þörf. Í öðru lagi er hægt að taka áfallið inn í reikning- inn og afskrifa strax. Um leið myndast gríðarleg þörf fyrir endurfjármögnun frá upphafi. Marg- ar ríkisstjórnir eru hræddar við þetta. Kosturinn er hins vegar sá – eins og stuðningsnefnd bank- anna undir stjórn Stefans Ingves hélt fram – að með því að afskrifa strax væru miklu meiri líkur á því að koma hjólum markaðarins af stað aftur. Enginn vill byrja á því að selja með miklu tapi því að slík sala er ekki gott veganesti. Menn bíða því og bíða stundum of lengi. Ef verðlagið er lágt og hreyfing kemst á markaðinn við slíkar aðstæður hefur botninum verið náð. Falli verðið ekki frek- ar finnur markaðurinn fyrir botninum og byrjar að fóta sig upp á við á ný. Þetta heppnaðist í Sví- þjóð.“ Heppni eða hæfni? Spyrja má hvort árangur Svía við endurreisnina hafi byggst á hæfni, kunnáttu og færni eða ein- faldlega heppni. Göran hefur ákveðið svar við þessu og ber þetta saman við fótboltann. „Ég svara þessu stundum á þann veg að spyrja á móti: Hverjir spila fallegasta fótboltann í heim- inum? Þú segir Brasilía og ég spyr þá aftur: Hvers vegna vinnur brasilíska landsliðið ekki alltaf? Kjarni málsins er sá að það er ekki endi- lega samband á milli fegurðar og árangurs eða skilvirkni. Við getum tengt þetta rakleiðis við bankahrunið. Það er hægt að bíða lengi eft- ir því að fá allar upplýsingar í hendur. Eins er það í knattspyrnunni. Menn geta reiknað allt út og vitað mikið um allar aðstæður og and- stæðinginn. Ef menn bíða of lengi getur tím- inn runnið út og andstæðingurinn nær boltan- um. Þetta er einhver blanda af heppni og færni eða hæfni. Hæfnin felur í sér að geta sagt við sjálfan sig: Nú veit ég nægilega mikið, nú hef ég yfirsýn og get metið aðstæður til fulls. Og nú verð ég að skjóta á markið. Þegar skotið ríður af getur tvennt gerst; að skotið er í stöngina og boltinn lendir í markinu eða að boltinn lendir utan marksins. Í sænska tilvikinu lenti boltinn í markinu. Sem sagt: Heppnin liggur í andartak- inu þegar skotið ríður af, en færnin eða hæfn- in er í lykilhlutverki í aðdraganda skotsins. Um bankakreppuna og okkar starf má segja í þess- ari líkingu að ef menn hefðu aldrei aflað sér kunnáttu og þekkingar hefðu menn ekki einu sinni aflað sér tækifæris til að vera heppnir. Við urðum að greina, nota þekkinguna og hæfnina til að skapa okkur stöðu og verkfæri til að gera réttu hlutina. Þitt sjónarmið á erindi Framboðsfrestur rennur út á hádegi 18. október 2010 Stjórnlagaþing - Borgartúni 24 – 105 Reykjavík – sími 422-4400 - www.stjornlagathing.is - www.kosning.is - www.landskjor.is Stjórnlagaþing 2011 18 viðtal 8. október 2010 föstudagur „Yfirvöld í löndum Suður-Evrópu hafa því síður kjark til þess að segja opinberlega það sem segja þarf og mér finnst það ekki gott enda alinn upp við aðrar aðstæður.“ mynd jóHAnn HAukSSon Við sundin í hjarta Stokkhólms Gjaldeyr- isforði Svía þurrkaðist upp á 10 dögum og seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti í 500 prósent yfir eina helgi. mynd jóHAnn HAukSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.