Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 40
Jóhannes fæddist að Ytralóni á
Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu
en flutti með fjöldskyldu sinni til
Þórshafnar 1930 og þaðan til Reykja-
víkur 1935.
Jóhannes gekk í Samvinnuskól-
ann við Sölvhólsgötu og útskrifaðist
þaðan 1937.
Á sínum yngri árum sinnti Jó-
hannes almennum sveitastörfum,
vegavinnu, beitningu og síðar meir
byggingarvinnu, bókbandi og próf-
arkalestri. Hann stundaði verslun-
ar- og skrifstofustörf til 1961, fyrst hjá
Pöntunarfélagi verkamanna, síðan
hjá KRON 1937-42, var gjaldkeri hjá
Grænmetis- og áburðarsölu ríkis-
ins 1943 og sinnti skrifstofustörfum
hjá Áfengisverslun ríkisins 1945-61.
Lengst af stundaði hann þó þular-
störf við Ríkisútvarpið eða á árunum
1956-87 og var með þekktustu út-
varpsþulum þjóðarinnar. Þá stund-
aði hann prófgæslustörf við Háskóla
Íslands um langt árabil frá 1970.
Jóhannes starfaði að félagsmál-
um berklasjúklinga. Hann var mikill
útivistar- og veiðimaður, unni tón-
list og söng með blönduðum kórum
frá tvítugsaldri, s.s. Útvarpskórnum
og Söngsveitinni Fílharmóníu. Hann
var búsettur að Þórsgötu 25 frá 1942,
fyrst með móður sinni og systkinum
og síðan eiginkonu og börnum.
Fjölskylda
Jóhannes kvæntist 29.12. 1945, eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Elísabetu
Einarsdóttur, f. 8.6. 1922, húsmóður.
Foreldrar hennar voru Einar Hall-
dórsson, f. 18.11. 1883, d. 19.12. 1947,
bóndi og hreppstjóri á Kárastöðum í
Þingvallasveit, og k.h., Guðrún Sig-
urðardóttir, f. 7.7. 1892, d. 25.2. 1955,
húsfreyja.
Börn Jóhannesar og Elísabetar
eru Ása, f. 18.6. 1946, leikskólakenn-
ari en barnsfaðir hennar er Jón Snorri
Þorleifsson, f. 3.6. 1929, smiður og er
sonur þeirra Einar Örn, f. 28.12. 1976,
kvæntur Birnu Ósk Hansdóttur, f. 6.8.
1976 og eru börn þeirra Agnar Daði
og Elísabet Ása.
Ari Jón, f. 26.7. 1947, læknir en
eiginkona hans er Jóhanna Fjóla Jó-
hannesdóttir, f. 8.10. 1960, hjúkrun-
arfræðingur og eru synir þeirra Egill,
f. 17.6. 1989, og Teitur, f. 23.6. 1993,
en fyrri eiginkona Ara er Vilborg Sig-
ríður Árnadóttir, f. 7.1. 1946, og eru
synir þeirra Jóhannes, f. 12.9. 1970
en sambýliskona hans er Bjarney
Bjarnadóttir, f. 3.11. 1975 og eru börn
þeirra Telma og Ari; Árni Gautur, f.
7.5. 1975, en sambýliskona hans er
Sólveig Þórarinsdóttir, f. 28.11. 1980
og er dóttir þeirra Vilborg Elísabet,
Einar, f. 16.8. 1950, klarinettuleik-
ari en sambýlismaður hans er Ívar
Ólafsson, f. 4.3. 1962 en fyrrverandi
eiginkona Einars er Helga Egilson, f.
3.12. 1950, teiknari og er sonur þeirra
Ólafur Daði, f. 14.6. 1972, kvæntur
Ingibjörgu Agnesi Jónsdóttur, f. 8.10.
1971, og eru börn þeirra Nína Ísfold,
Fríða Lovísa og Viggó Jón.
Systkin Jóhannesar: Guðrún, f.
29.6. 1917, d. 24.11. 2005; Þóra Sig-
kels, f. 17.8. 1918; Jón, f. 31.1. 1922, d.
25.2. 1925; Þorsteinn, f. 7.2. 1923, d.
12.5. 2009; Jón, f. 15.4. 1928, d. 28.9.
1985.
Foreldrar Jóhannesar voru Ari
Helgi Jóhannesson, f. 5.12. 1888, d.
20.7. 1938, bóndi, kennari og söng-
stjóri á Ytra-Lóni og síðar á Þórshöfn
og loks starfsmaður hjá Skattstofunni
í Reykjavík, og k.h., Ása Margrét Að-
almundardóttir, f. 5.9. 1890, d. 9.11.
1983, húsfreyja.
Ætt
Ari Helgi var bróðir Þorsteins, próf-
asts í Vatnsfirði, föður Tryggva lækn-
is og Hauks tannlæknis. Ari Helgi var
sonur Jóhannesar, b. í Ytritungu, síð-
ar á Ytralóni Jóhannessonar, hrepp-
stjóra í Saltvík, síðar b. í Fellsseli,
bróður Þorkels, b. á Syðrafjalli, afa
Indriða Indriðasonar ættfræðings og
Þorkels Jóhannessonar háskólarekt-
ors. Systir Jóhannesar var Sigurbjörg,
móðir Sigurjóns skálds, alþm. og
oddvita að Litlulaugum, föður Hall-
dóru skólastjóra, móður Kristínar
Halldórsdóttur, fyrrv. alþm., en með-
al annarra barna Sigurjóns má nefna
Arnór, skólastjóra og rithöfund,
Braga, alþm., ráðherra og ritstjóra,
Dag skólastjóra og Unni, móður Inga
Tryggvasonar, fyrrv. formanns Stétt-
arsambands bænda. Sigurbjörg var
einnig móðir Guðmundar skálds og
b. á Sandi í Aðaldal, föður Bjartmars,
fyrrv. alþm. og Heiðreks skálds. Jó-
hannes var sonur Guðmundar, b.
á Sílalæk Stefánssonar, b. á Síla-
læk Indriðasonar gamla, b. á Síla-
læk, ættföður Sílalækjarættar Árna-
sonar, b. í Torfunesi Jónssonar, b. á
Gvendarstöðum Þórðarsonar, ætt-
föður Jóns Þórðarsonar-ættar. Móð-
ir Jóhannesar á Ytralóni var Jóhanna,
systir Sigurjóns, óðalsb. á Laxamýri,
föður Jóhannesar á Laxamýri, afa
Benedikts Árnasonar leikstjóra, föð-
ur Einars borgarfulltrúa. Sigurjón
var einnig faðir Jóhanns skálds og
Snjólaugar, móður Sigurjóns, fyrrv.
lögreglustjóra og ömmu Magnús-
ar Magnússonar, sjónvarpsmanns á
BBC, föður Sallýjar og Önnu Snjó-
laugar á BBC. Jóhanna var dóttir Jó-
hannesar, ættföður Laxamýrarættar,
bróður Jóns í Sýrnesi, langafa Jónasar
frá Hriflu. Jóhannes var sonur Kristj-
áns, b. á Halldórsstöðum í Reykjadal
Jósepssonar, b. í Kasthvammi Tóm-
assonar, b. í Hvassafelli, ættföður
Hvassafellsættarinnar, bróður Jónas-
ar í Hvassafelli, afa Jónasar Hall-
grímssonar skálds.
Móðir Ara Helga var Þuríður Þor-
steinsdóttir, pr. á Þóroddsstað, bróð-
ur Sólveigar á Gautlöndum, móður
Kristjáns háyfirdómara, alþm. og ráð-
herra, afa Péturs Eggerz sendiherra.
Sólveig var einnig móðir Péturs,
alþm. og ráðherra, Steingríms, bæj-
arfógeta og alþm., og Rebekku, móð-
ur Haraldar Guðmundssonar, alþm.,
og ráðherra, og ömmu Jóns Sigurðs-
sonar, fyrrv. alþm. og ráðherra. Bróð-
ir Þorsteins var Jón, þjóðfundarmað-
ur á Lundarbrekku, afi Árna, alþm. í
Múla, föður Jónasar, rithöfundar og
alþm., og Jóns Múla, tónskálds og út-
varpsmanns. Annar bróðir Þorsteins
var Benedikt, b. og smiður á Refstað,
afi Geirs Hallgrímssonar forsætisráð-
herra. Þorsteinn var sonur Jóns, pr. í
Reykjahlíð, ættföður Reykjahlíða-
rættarinnar Þorsteinssonar. Móðir
Þuríðar var Guðbjörg Aradóttir, b. á
Skútustöðum, hálfbróður Friðriku,
móður Jóns í Múla. Ari var einnig
hálfbróðir Þuríðar, móður Sigurðar,
ráðherra í Ystafelli, afa Jónasar bún-
aðarmálastjóra. Ari var sonur Helga,
b. á Skútustöðum, ættföður Skútu-
staðaættar Ásmundssonar.
Ása Margrét var dóttir Aðalmund-
ar, b. á Eldjárnsstöðum á Langanesi
Jónssonar, b. þar Þorsteinssonar, b.
þar Jónssonar. Móðir Aðalmundar
var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Hraun-
felli í Vopnafirði Jónssonar og Val-
gerðar Sigurðardóttur.
Móðir Ásu Margrétar var Hans-
ína Benjamínsdóttir, b. á Brimn-
esi á Langanesi Ásmundssonar, frá
Hallgilsstöðum Sölvasonar. Móðir
Hansínu var Guðný, dóttir Eymund-
ar, b. í Fagranesi Eymundssonar, b.
í Skálum Ólafssonar, b. í Skoruvík
Finnbogasonar, b. á Haugsstöðum
í Vopnafirði Steinmóðssonar, Árna-
sonar, pr. í Vallanesi Þorvarðarson-
ar. Móðir Árna var Ingibjörg Árna-
dóttir, b. á Burstarfelli, ættföður
Burstarfellsættarinnar Brandsson-
ar.
Útför Jóhannesar fór fram frá
Hallgrímskirkju, miðvikudaginn
6.10. sl.
Jóhannes Arason
útvarpsþulur
Jakob Jóhannesson
Smári
f. 15.3. 1920, d. 26.9. 2010
f. 9.10. 1889, d. 11.8. 1972
Jakob Jóhannesson Smári fæddist á
hinu sögufræga Sauðafelli í Miðdölum
í Dalasýslu. Hann var sonur Jóhann-
esar Lárusar Lynge Jóhannssonar, pr.
á Kvennabrekku, og f.k.h., Stein-
unnar Jakobínu Jakobsdóttur
húsfreyju.
Jakob var hálfbróðir,
samfeðra, Ragnheið-
ar, móður Vífils verk-
fræðings og lækn-
anna Ólafs Hergils
og Þengils Odds-
sona. Hálfsyst-
ir Jóhannesar á
Kvennabrekku var
Valgerður, lang-
amma Jóns Steff-
ensen læknapró-
fessors sem var einn
helsti hvatamaður að
Læknasafninu í Nes-
stofu.
Jakob lauk stúdents-
prófi í Reykjavík 1908, stund-
aði nám í norrænum fræðum við
Kaupmannahafnarháskóla og lauk
þar meistaraprófi í norrænni málfræði
árið 1914.
Jakob var kennari við ýmsa skóla í
Reykjavik 1914-1920 og við Mennta-
skólann í Reykjavík 1920-36.
Jakob var orðin nokkuð þroskað-
ur höfundur er hann sendi frá sér sína
fyrstu ljósabók, en ljóðabækur hans
eru Kaldavermsl, 1920; Handan
storms og strauma, 1936; Undir
sól að sjá, 1939, og Við djúp-
ar lindir, 1957. Hann var
mjög dæmigert nýróm-
antískt skáld, skáld-
skapurinn ljóðrænn
en átakalítill. Son-
nettan var hans að-
alljóðaform en yrk-
isefnið gjarnan sótt
í kyrrð og fegurð ís-
lenskrar náttúru.
Hann var því ekki
beint barn síns tíma
þegar leið á ferilinn.
Samt urðu ýmis Ijóða
hans vel þekkt og oft
sungin. Meðal þekktari og
fegurstu ljóða hans er son-
nettan Þingvellir, ort í tilefni Al-
þingishátíðarinnar 1930
Jakob þýddi m.a. sum verka Gunn-
ars Gunnarssonar, leikrit eftir Ibsen og
Strindberg, óperettur, og Bókina um
veginn eftir Lao-tse, ásamt Yngva Jó-
hannessyni.
40 minning 8. október 2010 föstudagur
andlátmerkir íslendingar
Helgi Ingvarsson
yfirlæknir á vífilsstöðum -
f. 10.10. 1896, d. 14.4. 1980
Helgi Ingvarsson fæddist í Gaulverja-
bæ í Flóa. Hann var sonur Ingvars Nik-
ulássonar, pr. þar, og Júlíu Guðmunds-
dóttur húsfreyju.
Kona Helga var Guðrún Lár-
usdóttir en meðal barna
þeirra má nefna Guðrúnu,
skólastjóra Kvenna-
skólans, móður Ólafs
Oddssonar mennta-
skólakennara og
læknanna Helga og
Jóns Jónssona; Ingv-
ar, stórkaupmann
og forstjóra, föður
Júlíusar Vífils, borg-
arfulltrúa og óp-
erusöngvara; Lárus
Jakob, geðlækni og
yfirlækni, og Sigurð,
sýslumann og bæjar-
fógeta.
Helgi lauk stúdents-
prófl frá MR 1916, embættis-
prófi í læknisfræði við HÍ 1922 og
stundaði framhaldsnám í berklalækn-
ingum í Þýskalandi og á Norðurlönd-
unum.
Helgi var aðstoðarlæknir á Vífil-
staðaspítala 1922-38 og yfirlæknir þar
1939-67. Hann var auk þess læknir við
Kópavogshælið í rúman áratug.
Helgi er sá læknir sem flestum kem-
ur í hug þegar baráttan við Hvíta dauða
ber á góma en yngri kynslóð-
in á af skiljanlegum ástæð-
um erfitt með að gera sér
grein fyrir þeim hrika-
lega tolli sem berklarn-
ir tóku, einkum með-
al ungs fólks á árum
áður. Ævistarf Helga
var helgað barátt-
unni við berklana
frá upphafi starfsfer-
ils hans. Hann festi
sjálfur kaup á rönt-
gentæki og fylgdist
mjög gaumgæfilega
með öllum nýjung-
um i berklavörnum
og berklalækningum.
Þá þótti hann sérstaklega
nærgætinn og skilningsríkur
gagnvart sjúklingum sínum sem
oft var alvarlega veikt ungt fólk.
Nú nýverið var endursýnd í ríkis-
sjónvarpinu prýðileg heimildarmynd
um baráttuna við berklana og ómet-
anlegan þátt Helga í þeirri baráttu.