Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 31
A ð fylgjast með degi í lífi Jóns Gnarr þýðir að sjá á eftir honum hlaup-andi á milli funda. Ekki mínúta fer til spillis og í kringum hann er hóp-
ur fólks sem sér um að hann sé á réttum stað
á réttum tíma og viti hvað er á dagskránni. Ég
hitti Jón Gnarr klukkan 9:30 eftir að hann er
búinn í viðtali fyrir Reykjavíkurblaðið. Það bíð-
ur eftir honum maður sem pantaði viðtal hjá
honum fyrir þremur mánuðum en Jón tekur
sér tíma til að heilsa mér. Hann er grannur og
spengilegur, klæddur í bláa skyrtu, gallabux-
ur og mótorhjólastígvél. Hulda Gunnarsdótt-
ir, upplýsingafulltrúi skrifstofu borgarstjóra,
fer aðeins yfir dagskrá dagsins með honum og
segir honum að það standi meðal annars til að
afhenda honum bleiku jakkafötin í dag í tilefni
af brjóstakrabbameinsátaki Krabbameinsfé-
lags Íslands. „Nú, er það í dag?“ spyr Jón. „Átti
ég ekki bara að fara í mátun hjá klæðskeran-
um? Ég fæ á tilfinninguna að Jón væri eins og
fiskur á þurru landi ef ekki væri fyrir her að-
stoðarmanna sem fylgja honum hvert fótmál.
Jón fer ásamt Hans Orra Kristjánssyni verk-
efnisstjóra inn á skrifstofu sína með mannin-
um sem er búinn að bíða.
Á meðan fundurinn er í gangi leiðir Hulda
Gunnarsdóttir mig um hæðina og kynnir mig
fyrir starfsfólkinu. Allir tala um hversu gott
sé að vinna með Jóni. En þegar ég spyr hvort
mikill munur sé á að vinna með Jóni og Besta
flokknum kemur fát á flesta og segja að þeir
megi ekki og vilji ekki vera með samanburð.
Einn starfsmaður vill ekki svara mér og seg-
ir að það væri ósanngjarnt þar sem það er
ekki komin næg reynsla á hlutina. Annar tal-
ar um að fólk geri sér ekki grein hversu mikil
vinna það er að vera borgarstjóri: Hann er op-
inber persóna, pólitískur leiðtogi og yfirmað-
ur stærsta vinnustaðar Íslands þar sem starfa
yfir átta þúsund manns, allt frá leikskólakenn-
urum yfir í forstjóra Orkuveitunnar. Þetta er of
mikil vinna fyrir eina manneskju eru þau öll
sammála um.
FÆR HÖFUÐVERK AF PÓLITÍSKU
FAGMÁLI
Jón kemur út af fundinum og allir eru ánægðir
á svip. Hann býður mér sæti inn á skrifstofu og
ég spyr hvernig gangi. „Þetta starf er náttúru-
lega bara rugl! Við þyrftum að hafa tvo borg-
arstjóra,“ segir hann í fullri alvöru og bætir við:
„Það eru tveir borgarstjórar í Noregi og það er
eitthvað sem við ættum að skoða hérna. En
mér finnst þetta líka rosalega gaman. Ég held
að þetta sé það skemmtilegasta sem ég hef tek-
ist á við. Það er gaman að vera í Besta flokkn-
um, hafa búið hann til, fengið fólk í hann með
mér og vinna með hann og þróa.“ Ég spyr
hvað honum þyki skemmtilegast við starfið?
„Það er fjölbreytnin og tækifærin sem í starf-
inu felast. Þetta virkar kannski, eins og fyrir
þig, ekkert svakalega skemmtilegt, ég veit það
ekki?“ Ég segi að þetta virðist vera erfitt. „Já,
þetta er mjög erfitt og mjög krefjandi en það
koma svona „móment“ í deginum sem ylja
mér og mér hlýnar um hjartaræturnar að hafa
átt þetta „móment“, sko. Um 90 prósent af því
sem ég geri er gott. Það er að segja, 90 prósent
af því sem borgarstjóri gerir er gott og hin 10
prósentin eru túlkunaratriði. En það er oft það
sem er í brennidepli.
Þegar ég spyr hvað honum þyki erfiðast
dæsir hann og segir: „Erfiðast finnst mér hvað
mikill tími, fyrirhöfn, orka og athygli fara í bull.
Að verið sé að búa til bull í þeim tilgangi að
eyða tíma. Þetta pólitíska „jargon“ eins og við
sjáum í stjórnmálum inni á Alþingi. Þessi teg-
und af samskiptum finnst mér vera erfið og ef
ég stend í þeim lengi fæ ég oftast höfuðverk. Ég
er mjög greindur, en þegar „jargonið“ byrjar
og fólk verður reitt þá leiðist mér.“ Hann seg-
ir að hann kunni ekki við elítismann sem sé í
gangi. Hann tekur sem dæmi skrifstofuna sína
sem skiptist í tvö stór herbergi. „Ég þyrfti bara
eitt, það er alveg nóg, skilurðu.“ Annað sem
honum finnst óþarfi er einkabíll og einkabíl-
stjóri. „Mér finnst bara algjör óþarfi að vera
með einkabíl og bílstjóra, ég er líka búinn að
losa mig við bílinn. Ég sé mig í vetur ferðast um
gangandi, hjólandi eða í strætó þegar strætis-
vagnakerfið er farið að virka betur. Ég sé mikla
möguleika í þessu almenningssamgöngukerfi
en ég vil vera góð fyrirmynd. Mér er reynd-
ar stundum skutlað á milli staða í japönskum
pallbíl, það er mjög töff,“ segir hann og skell-
ir upp úr. (Ég bar þetta undir bílstjórann sem
sagði hlæjandi að bíllinn væri bandarískur og
að Jón hefði ekkert vit á bílum.) „Annað sem
mér finnst ekki rétt er að borgarstjórinn er
með alveg sér-ræðupúlt fyrir sig í fundarsaln-
um. Þau eru tvö og annað er bara fyrir borgar-
stjóra. þetta eru nokkur dæmi um þennan elít-
isma og óþarfa sem ég vil burt, en það gengur
hægt. Þetta er víst líka spurning um arkitektúr
með púltin.“
BER GYLLINÆÐARKREM Á HÚÐFLÚRIÐ
Næstu fundargestir eru mættir en þeir eru
Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, Arnþór
Jónsson varaformaður, Gunnar Smári Egilsson
og Ásgerður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs SÁÁ, til að ræða um málefni SÁÁ
og samstarfið við borgina. Þórarinn spyr hvort
ég sé komin til að skrifa um húðflúrið hans
Jóns og þau strolla hlæjandi inn á skrifstofuna.
Eftir þann fund finnst mér við hæfi að spyrja
hann út í húðflúrið og Jón brettir upp skyrtuna
á stundinni. Ég spyr af hverju hann hafi feng-
ið sér þetta. „Til að sýna borginni og íbúum
hennar virðingu í verki og svo langaði mig að
sýna hollustu mína í verki. Ég er núna að bera
gyllinæðarkrem á þetta. Það dregur víst saman
æðarnar og flýtir fyrir því að þetta grói.“
Hulda segir mér að næst eigi Róbert Spanó
fund með borgarstjóra til að ræða um vist-
heimilaskýrsluna en síðan komi starfsmað-
ur ÍTR sem muni afhenda honum ljósmynd-
ir sem hann sjálfur tók af Reykjavíkurtjörn og
það geti verið gaman að fylgjast með því. Hún
segir afsakandi á meðan hún býður mér upp
á kaffi inni á kaffistofu að svona séu allir dag-
ar, fundur eftir fund, en það sé þó sérstaklega
mikið að gera þessa dagana þar sem verið sé
að fara yfir fjárlögin fyrir næsta ár.
Á meðan þessi fundasyrpa gengur yfir fer ég
og ræði við Björn Blöndal, nýráðinn aðstoðar-
mann borgarstjóra, en hann og Heiða Kristín
Helgadóttir skiptu um störf og er hún nú orð-
in framkvæmdastjóri Besta flokksins. Björn
Blöndal er sennilega frægastur fyrir að hafa
verið bassaleikari í hljómsveitinni HAM en sit-
ur núna við skrifborð með útsýni yfir Tjörnina,
virðulegur í svörtum jakkafötum. „Ég var með
kvikmyndafyrirtæki áður en ég byrjaði hérna.
Gekk í Besta flokkinn í vor og svo var ég bara
að harka, sko.“ Svo þetta er allt mjög nýtt fyrir
þér? „Já, pólitíkin þannig, en ég hef verið í svona
rekstrarumhverfi áður, það er ekki nýtt. Það eru
bara aðeins fleiri sem vinna hérna en ég er van-
ur, eða átta þúsund manns. En þetta blessast nú
allt, við erum svolítið að reyna að læra þetta á
hlaupum. Það er mjög margt sem maður þarf
að setja sig inn í og við erum enn þá að reyna
átta okkur á hlutunum. Þetta kerfi hérna er ekk-
ert rosalega „quick“ og „snappy“ og maður sér
stundum pínu eftir því að hafa talað mjög illa
um stjórnmálamenn og sagt að þeir gerðu ekk-
ert. Það er kannski ekki alveg satt, en svo er allt-
af spurning hvernig menn gera hlutina, þannig
að það átti kannski einhver hluti gagnrýninnar
rétt á sér,“ segir hann hlæjandi.
HRÚTAHLAUP NIÐUR LAUGAVEGINN
Á næstu skrifstofu við Björn er Regína Ásvalds-
dóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra.
Ég banka upp á og spyr hana hvernig er að
vinna með Jóni Gnarr. Það stendur ekki á svari:
„Það er mjög gott að vinna með Jóni og þá er
ég ekkert að bera hann saman við einhverja
aðra. Ég segi það bara frá hjartanu að hann
er gríðarlega samviskusamur og tekur starfið
mjög alvarlega. Hann býr yfir miklum náunga-
kærleik og hann hefur raunverulegan vilja til
að gera vel.“ Hún segir að þetta séu eins og
tveir heimar. Myndin sem fólk hafi af starfinu
og hvað raunverulega gerist á skrifstofunni sé
ekki fullkomin. „Við förum heim seint á kvöld-
in og vinnum um helgar og hans dagskrá er al-
veg stanslaus. Samt verðum við alltaf að grisja
verkefnin. Það hafa allir skoðanir á öllu. Opn-
unartímar leikskóla, nesti í matinn, hvað það
kostar í sund, nefndu það bara.“
Nú er Andrés Úlfur, starfsmaður ÍTR, mætt-
ur með myndirnar sem hann ætlar að gefa
borginni. Þetta eru myndir sem hann tók að
næturlagi af ljósunum undir brúnni á Tjörn-
inni og það er búið að prenta þær á tvær stór-
ar járnplötur. Hann segist hafa ákveðið fyrir
þremur mánuðum að gefa borginni þær og sé
búinn að bíða í eftirvæntingu eftir tímanum hjá
borgarstjóra en veit og skilur að það er mikið að
gera. Jón kemur, tekur við myndunum og spyr
Andrés hvort hann vilji ekki kaffi, fer síðan sjálf-
ur og sækir það. „Viltu mjólk?“ kallar hann fram
af ganginum. Andrés er að vinna á frístunda-
heimili í Austurbæjarskóla en er mikill áhuga-
maður um ljósmyndun. Hann er mjög ánægð-
ur með Jón Gnarr og segist ekki geta ímyndað
sér betri mann í starfið. Hann segist hafa verið
með þúsund hluti sem hann hafi viljað koma
á framfæri við Jón en geri sér grein fyrir því að
hann sé tímabundinn maður og hafi valið einn
til að ræða við í dag. Hann segir Jóni að hann
vilji hafa árlegt hrútahlaup niður Laugaveginn
líkt og er gert með nautin í Pamplona á Spáni
og er kominn með nafn á atburðinn: „Reykja-
vík Ram Run“. „Þetta væri alveg geggjað,“ seg-
ir Andrés. „Það myndi bara mæta trukkur með
hundrað hrúta upp á Hlemm og svo myndum
við bara hafa réttir niðri á Lækjartorgi. Setja þá
aftur upp í trukkinn og keyra þá burt.“ Jón hlær
og segir þetta vera skemmtilega tilviljun því
svipuð hugmynd hafi komið upp fyrir nokkru
þegar hann var í klippingu á Skólavörðustígn-
um. Þeir ræða síðan aðeins um mannréttinda-
mál sem báðir hafa mikinn áhuga á og seg-
ir Jón að hann hafi nýlega átt fund með Davíð
Þór Jónssyni, formanni Amnesty á Íslandi, um
það með hvað hætti Reykjarvík gæti komið
að mannréttindum sem borg og bætir við að
Reykjavíkurborg sé aðili að Borgarfélagsskap
gegn dauðarefsingum og 1. mars sé einmitt al-
þjóðlegur dagur gegn þeim. Síðan er hann þot-
inn á annan fund.
ÁST Í BLEIKUM JAKKAFÖTUM
Skyndilega fyllist skrifstofan af konum. Þær
eru skreyttar bleikum klútum eða íklædd-
ar bleikum bolum, ein heldur á forláta skær-
bleikum klæðskerasniðnum jakkafötum sem
þær afhenda Jóni. Kastljósið er mætt sem og
blaðamaður og ljósmyndari frá Fréttablað-
inu. Jón tekur sig vel út í fötunum og bregður
á leik fyrir myndavélina. Hann segist ætla að
vera í þeim í allan dag og syngur lagstúf eftir
Pál Óskar, Allt fyrir ástina. Eina sem vantar er
diskókúlan.
Næst skundar Jón í bleiku jakkafötunum á
vikulegan samráðsfund með oddvitum minni-
hlutans. Óttarr Proppé og Sóley Tómasdóttir
eru sest við fundarborðið ásamt Birni Blöndal
og Hulda spyr hvort ég megi ekki taka mynd.
Allir samþykkja það, en þegar Hanna Birna
Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins,
kemur til fundarins vill hún alls ekki að tek-
in sé mynd af sér. Ég tek því mynd af öllum
nema Hönnu Birnu við fundarborðið. Fund-
urinn hefst og hann er langur. Svo langur að
öðrum fundi sem átti að vera á eftir þessum er
frestað. Þegar fundinum lýkur er Hanna Birna
fyrst til að koma fram. Hún gengur rakleitt að
mér og segir: „Þú skrifar sko ekkert um það að
ég hafi verið á þessum fundi!“
Jón kemur að lokum fram, hann er á leið-
inni á annan fund og ég þakka honum fyrir
daginn. Ég horfi á eftir honum og Birni Blön-
dal labba eftir ganginum. Jón í bleiku jakka-
fötunum í mótorhjólastígvélum og önnur
skálmin er farin ofan í stígvélin. Ég heyri Björn
segja: „Jón, hlusta meira, tala minna.“ Síðan
hlæja þeir báðir.
FÖSTUDAGUR 8. október 2010 VIÐTAL 31
Jón sýnir húð-
flúrið „Ég ber
gyllinæðarkrem á
þetta.“
Vatnið í tjörninni
Andrés Úlfur með
myndirnar sem
hann gaf Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Það koma svona „móm-ent“ í deginum sem ylja
mér um hjartarætur.