Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 36
36 viðtal 8. október 2010 föstudagur Ég var aldrei tilbúin til að fullyrða að ég væri hætt fyrr en ég fékk strákinn. Þá var ég viss um að þetta væri komið,“ segir fréttakonan Lára Ómarsdóttir en Lára og eiginmaður hennar, Sigurður Haukur Olavsson, eiga fimm börn. Lára var aðeins nítj- án ára þegar hún varð mamma. Hún segir að þótt þau hafi bæði verið ung hafi þau verið til- búin fyrir foreldrahlutverkið. „Við vorum farin að búa saman svo það var ekki eins og ég væri enn heima hjá mömmu. Auðvitað var þetta ákveðið áfall en samt bara yndislegt.“ Því fleiri Því betra Sjálf kemur Lára úr stórum systkinahópi en hún er fimmta í röðinni af sjö systkinum. „Það var mjög gaman að alast upp í svona stórum hópi og þess vegna vildi ég eignast svona mörg börn. Ég gat ekki hugsað mér að halda jól í fjögurra manna fjölskyldu. Það hlýtur að vera svakalega tómlegt. Svo eru líka meiri líkur á að einhver heimsæki mann í ellinni ef maður á fleiri börn. Ég vil hafa líf og fjör í kringum mig og fannst alltaf tómlegt á heimilum vinkvenna minna sem áttu ekki mörg systkni,“ segir hún og bætir við að samgangur milli systkinanna sé mikill enn þann dag í dag. „Við erum þrjár syst- ur sem komum í seinna hollinu og búum allar í Mosfellsbænum. Önnur þeirra á fjögur börn og hin þrjú og börnin eru flest á svipuðum aldri svo samgangurinn er mikill. Sú elsta í hópnum er í Grafarvogi svo hún er ekki langt frá. Sam- bandið er líka gott við bræðuna og þótt Þorf- innur dvelji mikið erlendis þá tölum við sam- an reglulega. Hópurinn er mjög stór þegar við hittumst og þar sem maðurinn minn á fimm systkini eru barnaafmæli hjá okkur lágmark 65 manns eða svona meðalstór fermingarveisla,“ segir hún brosandi en bætir svo við: „Svona vil ég hafa þetta. Mér finnst fólk skemmtilegt og því fleiri því betra. Það versta sem gæti komið fyrir mig væri ef enginn kæmi þegar ég væri að halda upp á eitthvað. Þá færi ég alveg í mínus.“ Dóttir fæDDist fyrir tímann Lára var meira og minna ófrísk allan þrítugs- aldurinn og hafði eignast fjögur börn fyrir þrí- tugt. Þá tók hún stutt hlé á barneignum en þau Sigurður Haukur eignuðust eina soninn árið 2004. „Mig langaði alltaf að eignast mörg börn en þegar fjórða barnið mitt fæddist fyrir tím- ann var ég ekkert voðalega hrifin af hugmynd- inni um að eignast fleiri en um leið og ég hafði jafnað mig á því vildi ég drífa mig í annað,“ seg- ir Lára en dóttir hennar var aðeins sex merk- ur þegar hún kom í heiminn á 31. viku. „Hún var mjög lasin og mátti ekki við neinu fyrstu tvö árin. Þegar hún var tveggja mánaða varð hún alvarlega veik og var aftur lögð inn á vökudeild þar sem gjörgæslan treysti sér ekki til að taka á móti henni enda bara átta merkur. Þar var henni haldið sofandi í öndunarvél og þetta var ansi tæpt um tíma. Læknar sögðust hafa gert allt sem í þeirra valdi stæði og nú væri það und- ir henni komið hvernig þetta færi. Í dag er hún að verða 11 ára og er stór og stæðileg stelpa. Hún er eiginlega alveg ótrúleg og það er því- líkt kraftaverkafólk sem vinnur þarna á sjúkra- húsinu. Ég geri ekki mikið af því að dvelja við liðna tíma en auðvitað var þetta erfitt og ekki bara fyrir mig og manninn minn heldur hin börnin líka og þá aðallega elstu dóttur mína sem var níu ára á þessum tíma. Eins og svo oft með elstu börn er ábyrgðartilfinningin mik- il og það mæddi á henni greyinu en við kom- umst öll heil út úr þessu. Erfiðast var að þurfa að halda áfram með þetta daglega vesen, svona eins og að borga reikninga og fara í banka. Við hjónin vorum bæði í háskólanámi en urðum að hætta þegar hún fæddist. Við upplifðun mikið vesen í kringum Lánasjóðinn en LÍN veitti að- eins undanþágu fyrir annað þegar hjón hætti í námi vegna veikinda barns. Svo var alls kyns annað vesen sem manni finnst ósanngjarnt að þurfa að hugsa um þegar maður er með veikt barn á sjúkrahúsi. Því miður held ég að ástand- ið sé enn þá svona og það er sorglegt til þess að hugsa að fólk geti ekki einbeitt sér að því að ná heilsunni aftur án þess að þurfa að hafa pen- ingaáhyggjur ofan á allt saman. Krabbi og aðgerð í beinni Lára þekkir líka veikindi á eigin skinni en hún fékk krabbamein aðeins 24 ára gömul. Hún seg- ist hafa verið heppin með staðsetningu en æxl- ið sem var í kviðvöðva, var fjarlægt og Lára var frá vinnu í um tvo mánuði. Eins er frægt þeg- ar hún sjónvarpaði aðgerð þar sem æxli úr lif- ur hennar var fjarlægt. „Mér fannst svo magnað að það væri verið að taka eitthvað úr lifrinni og spurði læknana hvort ég mætti ekki vera vak- andi til að fylgjast með. Þegar það var ekki hægt bað ég um að aðgerðin yrði tekin upp. Þetta var svo flott sjónvarpsefni og ég vildi sýna það í Kastljósi. Ritstjórinn var hins vegar ekki á því þar sem þarna var ekki vitað hvort þetta væri góð- eða illkynja. Svo reyndist æxlið góðkynja og því var ákveðið að sýna myndbandið í Kast- ljósi,“ segir hún en bætir við að sjálf hafi hún lít- ið leitt hugann að því hvort hún væri aftur kom- in með krabba. „Ég yrði brjáluð ef ég væri alltaf með áhyggjur af öllu og að velta mér upp úr því sem gæti komið fyrir. Auðvitað gerist eitthvað á lífsleiðinni sem er ekkert skemmtilegt en ég ætla ekki að eyða lífinu í að hugsa um hvort ég sé að deyja. Þá myndi ég bara liggja og grenja.“ Kennarinn ómar ragnarsson Það er varla hægt að ræða við Láru án þess að minnast á pabba hennar en Ómar Ragnarsson hlýtur að teljast einn af frægustu Íslending- um allra tíma. Lára segir frægð hans ekki hafa truflað hana í æsku enda hafi hún verið í litlum skóla þar sem allir þekktu alla. „Í Álftamýrar- skóla var ég með krökkum sem ég hafði þekkt alla tíð og þar var ekkert verið að ræða um pabba. Það var frekar á unglingsárunum þeg- ar maður fór að kynnast nýju fólki og þá reyndi ég frekar að gera lítið úr því en hitt. Pabbi var oftast hressi pabbinn þegar ég var lítil. Það var alltaf gaman þegar hann kom heim og fíflaðist í okkur og tók okkur á háhest. Hann var samt ekki mikið heima vegna vinnunnar en við fór- um mikið með honum í staðinn og þvældumst með honum um allar trissur, sama hvort hann var að skemmta eða vinna fréttir. Þá var ýmist flogið eða keyrt um landið þvert og endilangt. Ég fór bara einu sinni með honum til útlanda sem krakki en þá átti hann ekki að fá að fara inn í landið. Við vorum að fara til Spánar og hann ætlaði að nota tímann til að klippa Stikluþætti og tollverðirnir heimtuðu sinn hlut, vildu fá spólur hjá honum. Við komumst þó með þetta í gegn og hann eyddi mestum tíma í að skoða spólurnar,“ segir Lára og bætir við að með tím- anum hafi hann breyst í kennara sem hafi verið duglegur að fræða þau systkinin. „Það er mik- ill kennari í honum og hann sýndi heimavinnu okkar mikinn áhuga og sagði okkur meira en stóð í nokkurri bók og vakti þannig áhuga minn og metnað. Sem barn vildi ég ekki valda hon- um vonbrigðum og vildi læra um skáldin og söguna því hann vissi svo mikið. Hann ræddi mikið við eldri systkini mín og til að geta tek- ið þátt varð ég að vera gjaldgeng í umræðuna.“ Þýðir eKKert að væla Færri þekkja til Helgu Jóhannsdóttur, móður Láru. „Mamma er konan sem stjórnaði heim- ilinu og það var hún sem sá um allt barnaupp- eldið. Það er vegna hennar sem pabbi er, þótt hún vilji gera lítið úr sínum hlut. Ég efast um að hann væri á þeim stað sem hann er á í dag ef hann hefði hana ekki. Hún hefur ferðast með honum um landið og erlendis og oft verið á upptökuvélinni fyrir hann, passað að hann sé með mat með sér og fötin í lagi. Sjálf á ég fimm börn og það kæmi aldrei til greina, hvorki fyr- ir mig né manninn minn, að ég lokaði mig af inni í herbergi til að vinna, svona eins og hann gerði, á meðan allt væri uppi í háalofti frammi,“ segir hún en bætir við að vissulega séu tímarn- ir breyttir. „Ef hann hefði ekki haft hana ætti hann líklega ekki þessa stóru fjölskyldu en ég held að hann hefði ekki þolað við einn,“ segir hún og bætir við að þær mæðgurnar séu góð- ar vinkonur. „Mamma er frábær og týpan sem lætur ekkert mótlæti buga sig heldur brýna. Hún er hörkutól og veit, eins og ég, að væl hef- ur ekkert upp á sig. Ég veit ekki hvar pabbi væri án hennar. Og við öll hin líka.“ alsæl í vinnunni Lára varð stúdent árið 1999 þegar hún var orð- in 26 ára og þriggja barna móðir. Hún hóf nám í verkfræði við Háskóla Íslands um haustið en hætti þegar fjórða barnið veiktist. Árið 2001 fór hún í Kennaraháskóla Íslands og kláraði kenn- aranámið 2004 þegar yngsta barnið var nýfætt. Eftir nokkurra mánaða kennarastarf skall á verkfall og Lára hefur ekki kennt síðan. „Kenn- Gjaldþrot er ekki heimsendir lára Ómarsdóttir fréttamaður þekkir fjárhagserfiðleika á eigin skinni en Lára og eiginmaður hennar fóru í gegnum gjaldþrot áður en kreppan skall á. Lára er fimm barna móðir en fjölskyld- an deilir lítilli íbúð í Mosfellsbænum. Lára ræðir hér um veikindin, vinnuna, peningaleysi og foreldra sína en faðir hennar Ómar ragnarsson er lík- lega einn frægasti Íslendingur allra tíma. Þar var henni haldið sofandi í öndunarvél og þetta var ansi tæpt um tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.