Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 49
föstudagur 8. október 2010 LífsstíLL 49 Offituaðgerðir, líkt og hjáveitu- aðgerð á maga, auka líkur á sjálfsvígum meðal karlmanna ef marka má niðurstöður rannsóknar sem birtist í The Ameri can Journal of Medicine. Af þeim 16.683 sjúklingum í Pennsylvaniu sem gengust undir aðgerðina á árunum 1995 til 2004 hafði 31 framið sjálfs- víg í enda árs 2006. Það eru 14 prósent af hverjum 10 þúsund mönnum miðað við 2,5 prósent af hverjum 10 þúsund þegar tíðni sjálfsvíga allra manna í borginni er skoðuð. Tíðnin jókst einnig á meðal kvenna en ekki jafn mikið. Um 30 prósent þeirra sem frömdu sjálfsvíg gerðu það innan tveggja ára eftir aðgerðina og 70 prósent innan þriggja ára. Vísindamenn geta ekki útskýrt af hverju. Meiri líkur á sjálfsvígi Mýta: Sum börn hafa ofnæmi fyrir brjóstamjólk Læknirinn Andrew Adesman segir börn ekki geta haft ofnæmi fyrir mjólk móður sinnar. Hins vegar geti þau fengið ofnæmi fyrir því sem móðirin borðar. Leitaður ráða ef þú ert í vand- ræðum með brjóstagjöfina. Mýta: Ungbörn þurfa líka vatn Adesman segir brjóstamjólkina nægja í flestum tilfellum. „Barn á brjósti ætti ekki að fá vatn fyrr en það er farið að borða mat eða eftir sex mánaða aldur.“ Mýta: Þú getur ekki orðið ófrísk þegar þú ert með barn á brjósti „Þegar kona mjólkar vel og þarf ekki á hjálp að halda, hvorki með pumpu né fæðubótarefnum, er ólíklegt að hún verði ófrísk fyrstu mánuðina eftir fæðingu. Þegar hún byrjar aftur á blæðingum er hún aftur komin í hættu á að verða ófrísk,“ segir Adesman. Mýta: Börn undir eins árs aldri ættu ekki að drekka léttmjólk Samkvæmt Adesman er í lagi að breyta úr nýmjólk yfir í léttmjólk um tveggja ára aldur og þau börn sem eru líkleg til að þjást af offitu ættu frekar að drekka léttmjólk þegar þau ná þeim aldri. Mýta: Barnið erfir ofnæmi foreldra sinna „Sum ofnæmi erfast en það er ekki öruggt að barnið muni hafa ofnæmi fyrir því sama og foreldrar sínir,“ segir Adesman. Mýta: Sykur veldur ofvirkni í börnum „Sannleikuirnn er sá að það er veislan, ekki kakan, sem veldur því að barnið þitt virkar ofvirkt,“ segir Adesman en bætir við að aðrar ástæður mæli gegn mikilli neyslu sykurs. * Dr. Andrew Adesman er yfirlæknir á Schneider- barnaspítalanum í New York and og prófessor við Albert Einstein-læknaháskólann. Upplýsingarnar eru upp úr bók hans Baby Facts. sex mýtur um kornabörn Samvera með vinum og fjölskyldu eykur hamingju okkar: Peningar ekki hamingjan Ný rannsókn gefur til kynna að ham- ingja okkar geti aukist og rýrnað sem gefur í skyn að hamingja ákvarðast ekki með erfðum eða persónuleika. Margir sálfræðingar hafa hingað til haldið því fram að menn fái ákveðið mörg stig á hamingjuskalanum – sama hvað á dynji. Kenningin snýst um að stórir atburðir, jákvæðir eða neikvæðir, hafi áhrif á hamingju fólks en með tím- anum lendi einstaklingar á fyrirfram ákvarðaðri línu. Nýja rannsóknin, sem gerð var á yfir 150 þúsund Þjóðverjum, gefur hið gagnstæða til kynna auk þess sem rannsóknin staðfesti fyrri niður- stöður um að peningar kaupi ekki hamingju. „Ríkt fólk er ánægðara með líf sitt en aðallega vegna þess að störf þeirra eru áhugaverðari,“ segir Gert Wagner sem stóð að rannsókninni. „ Peningar eru einfaldlega afurð góðra og full- nægjandi starfa. Ef þú vilt auka ham- ingju þína skaltu eyða meiri tíma með vinum og fjölskyldu,“ segir Wagner en samkvæmt niðurstöðu hans eykur gott hjónaband líkur á hamingju. „Þeir sem eiga maka sem eru kvíðnir, í til- finningalegu ójafnvægi eða þunglynd- ir eru líklegri til að vera óhamingju- samari en þeir sem eiga maka í góðu jafnvægi. Trú, vinnusemi, líkamsrækt og félagslyndi hafi einnig jákvæð áhrif á hamingju okkar.“ Gott hjónaband skiptir máli Samkvæmt Wagner og félögum skiptir gott hjón- band, trú, vinnusemi og góður félagsskapur meira máli en peningar þegar kemur að hamingju manna. mynd Photos.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.