Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 50
ERICSSON R380 R380 mætti kalla fyrirrennara P800 og P900 símanna og var einn af fyrstu svokölluðu „symbian” símunum. Margir vilja meina að hann sé fyrsti síminn sem hægt sé í raun að kalla snjallsíma. NOKIA 9120 COMMUNICATOR 9000-línan frá Nokia kom fyrst á markað árið 1996 en þessi sími var sá fyrsti sem hafði litaskjá og keyrði á Symbian. 2002 HANDSPRING TREO 180 Áður en Palm keypti Handspring kom Treo 180 á markað og hlaut góðar viðtökur. Treo varð síðan flaggskip Palm-fyrirtækisins eftir kaupin á Handspring og einn vinsælasti snjallsíminn næstu árin. SONY ERICSSON P800 Eftir að Ericsson hóf samstarf við Sony um hönnun og framleiðslu farsíma varð P800 einn vinsælasti og áhugaverðasti síminn enda einn af þeim fyrstu sem höfðu innbyggða myndavél. 2003 T-MOBILE POCKET PC T-mobile Pocket PC var einn af fyrstu símunum sem keyrðu Windows Mobile (Pocket PC) og varð vinsæll fyrirtækjasími vegna samhæfingar við Exchange-póstmiðla og Office- hugbúnaðinn. PALM TREO 600 Stuttu eftir kaup Palm á Handspring setti fyrirtækið Treo 600 á markað. Síminn hafði baklýst lyklaborð, litaskjá og innbyggða myndavél og næstu þrjú til fjögur árin má segja að Treo-sím- arnir hafi nánast yfirtekið snjallsímamarkaðinn vestanhafs. 2004 BLACKBERRY 6210 6210 var hinn fyrsti BlackBerry sem einnig var raunverulegur sími en áður hafði RIM framleitt nokkrar útgáfur sem þurfti þá að tengja við heyrnartól/ hljóðnema. PALM TREO 650 Þessi útgáfa Treo skartaði 320x320 skjáupplausn, Blátannarstuðningi og EDGE/CDMA-stöðlum varðandi gagnahraða. 2005 MOTOROLA RAZR V3 Fyrir marga Bandaríkjamenn var Motorola Razr fyrsti snjallsíminn sem þeir eignuðust. Síminn varð einn sá vinsælasti í sölu hjá stóru fjarskiptafyrirtækjunum næstu árin. HP IPAQ 6500 IPAQ frá HP var í raun lófatölva í byrjun en með 6500 útgáfunni bætti HP við vél- og hugbúnaði fyrir snjallsíma (Windows Mobile/EDGE 2G) og síminn átti í harðri samkeppni við Treo 650. 2006 DANGER HIPTOP 3 / T-MOBILE SIDEKICK 3 Þessi sími varð vinsæll meðal fræga fólksins og unglinganna, en síminn var bæði útbúinn QWERT- Y-lyklaborði og spjallforriti. Áhugaverðasti eiginleiki símans var þó sennilega innbyggður aðgangur að forritum sem hægt var að sækja á netið. Apple nýtti sér þessa hugmynd með góðum árangri síðar. HTC 8525 8525-snjallsíminn frá HTC var með snertiskjá og keyrði á Windows Mobile. Fyrirtækið var einn af traustum samstarfsaðilum Mic- rosoft en er nú þekktast fyrir Android-snjallsíma sína. 2007 APPLE IPHONE Um mitt árið breyttist snjallsíma- markaðurinn með tilkomu iPhone frá Apple. Viðbrögð almennings gáfu skýr skilaboð til annarra framleið- enda; þetta var það sem fólk vildi. NOKIA N95 Fyrsti síminn sem skartaði öllum þeim eiginleikum sem við teljum sjálfsagða á góðum snjallsíma í dag; meðal annars 5MP myndavél með sjálfvirkum fókus og flassi, GPS, WiFi, Blátönn og sérstaka myndavél fyrir myndspjall. 2008 APPLE IPHONE 3G 3G staðallinn var að ná töluverðri útbreiðslu og Apple jók gagnahraðann fyrir þennan vinsæla síma sinn. Það var þó opnun forritaverslunarinnar (App Store) sem olli straumhvörfum á snjallsímamarkað- inum en nú gat hver sem er farið að þróa forrit fyrir iPhone og komið þeim á markað fyrir tilstuðlan App Store. HTC DREAM / T-MOBILE G1 Fyrsti Android-síminn frá HTC. Síminn kom á markað undir nafninu T-mobile G1, fyrsti „Google-powered” snjallsíminn. 2009 MOTOROLA DROID Verizon-fjarskiptafyrirtækið keyrði í gang öfluga og árangursríka auglýsingaherferð fyrir Droid (nafnið er fengið úr Star Wars) en fyrirtækið hóf að selja Android-síma ásamt öðrum snjallsímum. Android varð í kjölfarið eitt vinsælasta stýrikerfið fyrir nýja kynslóð snjallsíma. PALM PRE Sigurganga Palm á fyrri hluta áratugarins dugði skammt í harðri samkeppni og fyrirtækið réði til sín nokkra af lykilstarfsmönnum iPhone-deildar Apple og setti í kjölfarið Palm Pre á markað. Síminn keyrði á webOs-stýrikerfinu og náði nokkrum vinsældum. Það dugði þó ekki til og HP gleypti fyrirtækið með húð og hári á þessu ári en talið er að HP muni nota webOs í væntanlega snjallsíma/smátölvur. 2010 APPLE IPHONE 4 Þrátt fyrir gagnrýni vegna meints galla í loftneti fjórðu kynslóðar iPhone er þessi sími einn mest seldi snjallsíminn í heiminum í dag. Ýmsar nýjungar, endurbætur og eiginleikar gera hann enn fremstan meðal jafningja. SAMSUNG GALAXY S Fjölmargir snjallsímar sem keyra á Android-stýri- kerfinu komu á markað í ár en Galaxy S frá Samsung er einna vinsælastur og er síminn til í ýmsum útgáfum. Samsung náði að gera samninga við öll stærstu fjarskiptafyrirtækin vestanhafs um sölu á Galaxy S sem er nánast einstakt í sögunni. 50 TÆKNI UMSJÓN: PÁLL SVANSSON palli@dv.is 8. október 2010 FÖSTUDAGUR SNJALLSÍMAR í áratug Síðastliðin tíu ár hafa snjallsímar fest sig rækilega í sessi meðal almennings og tekið örum breytingum, tæknilega og útlitslega séð. Við lítum til baka á áhugaverðustu og vinsæl- ustu snjallsímana allt fram til dagsins í dag. 2000/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.