Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 27
föstudagur 8. október 2010 umræða 27 Undanfarið höf- um við verið vitni að öflug- ustu mótmælum hérlendis síðan í Búsáhaldabylt- ingunni. Er ný bylting yfirvof- andi, og verður hún þá eins og sú síðasta? Hvers- vegna er fólki heitara í skap- inu en það hefur verið lengi? Allar þessar spurning- ar bjóða upp á eina aðra: Hvað hefur breyst síðan síðasta vetur? Fyrir utan deilur á Alþingi um Ic- esave var síðasti vetur merkilega frið- samlegur miðað við það sem á undan var gengið, og miðað við þjóð í kreppu. Þó er varla hægt að segja að það hafi fyrst og fremst verið vegna þess að sátt ríkti um stjórnina. Fólk virtist þó vera reiðubúið til að gefa stjórnvöldum ráð- rúm til þess að sinna starfi sínu, og fyr- ir því er líklega ein stór ástæða: Rann- sóknarskýrslan. Allur síðasti vetur var eins og ein löng bið eftir skýrslunni, sem stöðugt var slegið á frest. Fólk var líklega farið að búast við því að þegar skýrslan loks birtist myndu himnarn- ir opnast og réttlæti ríkja hér á landi. Flestir eru sammála um að skýrslan var vel unninn þegar hún loks kom. Á hinn bóginn virðist hún litlu hafa breytt. Alþingisnefnd skilaði síðan sinni skýrslu, sem virðist einnig hafa verið vel unninn. Niðurstaðan, þrem sleppt og einn ákærður, virðist hins- vegar hafa glatt fáa. Efnahagsleg mótmæli og pólitísk Mótmælin nú hafa tvo anga. Annar snýr að yfirvofandi gjaldþroti heim- ila. Sá angi er í raun ópólitískur. Fólk krefst aðgerða, en í raun skiptir ekki máli hvaða flokkar standa að þeim svo lengi sem eitthvað er gert. Hinn ang- inn snýr að hugmyndafræði, og ekki síður að réttlæti. Það er ekki að undra að fólk sé farið að verða úrkula vonar um að stjórnkerfið geti tekið til í eigin húsi. Hver hrunaþingmaðurinn á fæt- ur öðrum, fyrst Þorgerður og nú Björg- vin, snúa aftur til starfa eins og ekkert hafi í skorist. Þau hvorki biðjast afsök- unar né einu sinni boða breytta stefnu. Mótmælendur eru handteknir á með- an hrunakóngar eru hafnir yfir lög. Á sama tíma berast stöðugt fleiri frétt- ir af afskriftum auðmanna, en aðr- ir lenda á götunni. Forsætisráðherra verndar samflokksmenn sína, enda óheyrt á Íslandi að forsætisráðherra taki hagsmuni þjóðar fram yfir hags- muni flokks. Það er ekki að undra að fólk sé farið að efast um að réttlætið geti þrifist á Íslandi. Og þar sem rétt- lætinu sleppir tekur reiðin við. Réttlæti eða reiði Í raun höfum við aðeins um þessa tvo kosti að velja, réttlæti eða reiði. Þeir sem vilja forðast átök í dómssölum eru í raun á sama tíma að biðja um að þau færist út á göturnar. Hvort sem mót- mælin halda áfram eða ekki er ljóst að án réttlætis mun reiðin finna sér ein- hvern farveg. Í versta falli mun hún beinast inn á við. Ef þjóðin fær stöðugt þau skilaboð að það borgi sig að stela missir hún smám saman trú á sjálfa sig. „Hvers vegna á maður ekki bara að stela eins og maður getur, fyrst þeir komast upp með það,“ sagði leigubíl- stjóri um daginn. Mótmæli, þó þau kunni að vera ómarkviss, eru þá skárri kostur en alger uppgjöf, jafnt siðferði- lega sem hugmyndafræðilega. En er þá einhver von? Líklega felst hún helst í réttahöld- um yfir Geir Haarde. Slík réttarhöld eru ekki réttarhöld yfir einum manni, heldur uppgjör við þá stefnu sem leiddi þjóðina í efnahagslega glötun. Í sjálfu sér skiptir engu máli hvort Geir fær skilorðsbundinn dóm í einn dag eða hvort hann verði dæmdur í ævi- langt fangelsi. Aðalatriðið er að hafna þeirri stefnu sem hefur leikið okkur svo grátt, og ekki síst að sýna fram á að á Íslandi er enginn hafinn yfir rétt- lætið, ekki einu sinni fyrrum forsæt- isráðherra. Réttlæti hefur ekkert með hefnd að gera, en það hefur gríðar- legt fordæmisgildi. Ef við fáum ekkert réttlæti á tímum eins og þessum, er þá einhver ástæða til að ætla að það komi einhvern tímann seinna? Án réttlæt- is verður hér óþægilegt um að lítast í framtíðinni, svo mikið er víst. Hvað gerist nú? Mótmælendur eru handteknir á meðan hrunakóngar eru hafnir yfir lög. kjallari Einhver alleið- inlegasta byrjun á samtali sem nokkur venju- legur maður gæti stunið upp á fyrsta stefnu- móti er: „Hvað finnst þér ann- ars um stjórn- arskrármálin?“ Það er nokkuð víst að kvöld- ið mundi ekki enda eins og vonir stóðu til. Þetta finnst mér leiðinlegt, því svona lag- að mundi ég einmitt vilja tala um á fyrsta stefnumóti af þeirri einföldu ástæðu að ég er nörd. Stjórnar- skrárnörd. Þá kemur tvennt til greina: 1. Tala um eitthvað sem ég hef engan áhuga á, til dæmis leikara í Hollívúd eða tilfinningar mínar til kettlinga, heilsuræktar og IKEA. 2. Sannfæra heiminn um að stjórnarskráin sé í raun hrikalega sexí og áhugavert umræðuefni. Sem sannur nörd hlýt ég að velja kost númer tvö, því ég get ekki gúglað tilfinningar mínar og hef því enga leið til að komast að þeim. Um hvað er eiginlega þessi skrá? Það fyrsta sem gera þarf er að kom- ast fram hjá hræðilegum stofnana- frösum eins og þrískipting ríkisvalds, allsherjarnefnd, þingræði, fulltrúa- lýðræði, stjórnlagaþingnefnd, lög- gjafarvald, ríkisráð, stjórnarfram- kvæmdir, landskjörstjórn o.s.frv. Það eru nákvæmlega þrír menn sem skilja öll þessi hugtök til fullnustu – og þeir eru því miður allir látnir. Málið er að stjórnarskráin fjallar ekkert sérstaklega um þetta. Hún fjallar um í hvernig samfélagi við vilj- um lifa og hvernig reglur við viljum hafa. Til dæmis stendur í henni að það megi ekki pynda fólk á Íslandi. Það stendur líka að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum – meira að segja konur! Og að einhver evang elisk, lútersk kirkja sé þjóðkirkjan okkar. Sem sagt – grunnurinn. Það stendur líka að það eigi að vera forseti – en hann sé alveg ábyrgðarlaus og megi því fara mikið á skíði í útlöndum, handleggsbrotna á hestbaki og vera viðstaddur hátíðar dagskrá yngri flokka hjá fimleikafélaginu Gerplu. En það stendur líka að hann eigi að skipa ráðherra (já – alþingi á ekki að gera það heldur forsetinn) og skrifa undir lög þegar hann er ófullur (djók – það stendur ekkert um að hann eigi að vera edrú þegar hann skrifar undir lög). Hvernig hjálpar þetta venjulegu fólki? Jú, þetta er endalaus uppspretta umræðuefna. Hver hefur ekki lent í jæja-vítahringnum á stefnumóti? Eða í kaffistofunni? Eða í strætó? Trikkið er bara að vita hvernig á að orða spurningarnar svo að fólk fari ekki í stjórnmálavörn. Ekki spyrja „hvaða flokk kaustu síðast?“ eða „hverjum er hrunið að kenna?“ heldur frekar „í hvernig landi vilt þú búa?“ eða „á Ísland að vera eit- urlyfjalaust land?“ eða „eiga allir að fá að kjósa um allt?“ eða „hvernig er hægt að fá gott og hæft fólk til að stjórna?“ eða „eigum við að breyta þjóðfánanum?“ eða „á að vera for- seti á Íslandi?“ eða, eða, eða... Ójá, meðan ég man – svo stendur líka til að skrifa nýja stjórnarskrá eft- ir smá stund, þannig að ef þú hefur ekki skoðun á þessum málum núna, þá færðu stjórnarskrána sem óþol- andi nágranninn þinn vildi fá – þú veist, besservisserinn á jeppanum sem hleypir hundinum sínum alltaf í göngutúr í garðinn þinn á morgn- ana. HANN fær þá að ráða. PÆLDU í því! En ef þig langar til að komast í gírinn, þá er nú búið að stofna fé- lag um þetta kynþokkafulla mál – Stjórnarskrárfélagið. Um að gera að athuga heimasíðuna og mæta svo á fundi eða óska eftir kynningu. Reyndar verður það að viðurkenn- ast að ekki er lögð sérstök áhersla á kynþokkafulla umræðu í félag- inu, enda er tilgangurinn ekki sá að koma fólki á stefnumót. Tilgang- urinn er að kynna málið fyrir óinn- vígðum og opna skilningarvit fólks fyrir mikilvægi þess að nú verði all- ir að taka höndum saman til að búa til sem bestan grunn að lifa eftir á landinu okkar góða. En svo er bara að fylgjast með og taka þátt í um- ræðunni – því nú er framboðsfrestur að renna út fyrir þá sem vilja breyta stjórnarskránni, þjóðfundurinn er að bresta á og skyndilega ert ann- aðhvort þú eða óþolandi nágranni þinn búinn að semja nýja stjórnar- skrá. Þitt er valið. Hin kynþokkafulla stjórnarskrá daði ingólfsson tölvunarfræðingur skrifar aðsent valur gunnarsson rithöfundur skrifar mynd SigtRyggUR aRi Pönkast á listamönnum n Þingmaðurinn Ásbjörn Óttars- son er klárlega einn þeirra synd- ugu þingmanna sem mótmælend- ur á Austurvelli vilja senda heim. Ásbjörn hefur orðið uppvís að því að brjóta lög með því að taka sér arð úr fyrirtæki sem rekið var með stórtapi. Hann hefur verið fremur þögull eftir að skattamálið kom upp en þó komið sterkur inn á köflum. Í um- ræðum á Alþingi í vikunni sagð- ist hann ekki þola tónlistarhúsið. Þá vildi hann ekki að listamenn fengju styrki frá ríkinu. Þeir ættu að vinna eins og venjulegt fólk. Vinsæll sægreifi n Sægreifinn Róbert guðfinnsson á Siglufirði er á meðal vinsælustu manna í bænum. Róbert gerðist ungur stýrimað- ur og eignaðist á endanum út- gerðina Þormóð ramma með að- stoð Ólafs Ragn- ars grímsson- ar, þáverandi fjármálaráð- herra. Var Ró- bert þar viðloðandi lengi á meðan veiðiheimildirnar tóku á sig verð. Róbert seldi síðar hlut sinn með gríðarlegum hagnaði en við litlar vinsældir heimamanna. Nú hef- ur Róbert aftur slegið í gegn með því að leggja milljarða króna í að byggja upp gömul hús á hafnar- svæðinu á Siglufirði. Brim slær í gegn n Kvikmyndin Brim fékk glimr- andi dóma hjá Jóni Viðari Jóns- syni, leiklistargagnrýndanda DV, eða fimm stjörnur. Að- standendur myndarinn- ar mega vera ánægðir með þá einkunn. Í aug- lýsingum vegna Brims virðist eitthvað hafa skolast til. Þar segir að þetta sé fyrsta og eina íslenska kvikmynd- in sem fjalli um áhöfn á báti. Þetta er ekki rétt því að myndin Í faðmi hafsins í leikstjórn Lýðs Árnasonar, fyrrverandi læknis á Vestfjörðum, fjallaði einmitt um áhöfn á báti. Hún var frumsýnd árið 2001. fréttatímanum hafnað n Slagur Fréttatímans og Frétta- blaðsins kann að reynast hinu síðarnefnda skeinuhættur. Það er útgáfa Morg- unblaðsins sem annast prent- un og dreifingu Fréttatímans. Áður en samn- ingur komst á þar um var langt komið að semja við Pósthúsið sem er í eigu sömu aðila og Frétta- blaðið. Á lokametrunum kom það babb í bátinn að fyrirtækið treysti sér ekki til að dreifa Fréttatíman- um nema á þriðjudögum. Telja að- standendur vikublaðsins fullvíst að ari Edwald, forstjóri 365, og Jón Ásgeir Jóhannesson aðaleigandi hafi gripið í taumana og þannig misst af miklum tekjum. sandkorn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.