Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 34
34 viðtal 8. október 2010 föstudagur fyndinn eða að hann skildi mig ekki nógu vel, afskrifaði ég hann strax. Ég var mjög kaldhæð- in langt fram eftir aldri og enn blundar bullandi kaldhæðni í mér. En ég hef lært að taka fólki eins og það er. Það breytir því ekki að mér þykja sumir skemmtilegri en aðrir og sumir bara alls ekki. Ég refsa mér ekki fyrir það. Í dag á ég góðar vinkonur sem ég met mikils og líklega meira af því að ég fór á mis við það í æsku. Ég er ekkert að gráta það samt, ég vildi hafa þetta þannig þá og hafði hvorki vit né þroska til að hafa þetta öðruvísi. Lengi vanmat ég þess- ar stelpur. Ég hélt að ég væri svo mikill töffari, strákastelpa sem átti hvorki Buffalo-skó né Tark- buxur. En svo er ég enginn töffari og fer auðveld- lega að gráta.“ Síðast grét hún í gær. Hún vill samt ekkert ræða það nánar. Ég spyr hvort hún sé ástfangin. „Þú mátt ekkert spyrja að þessu!“ segir hún vand- ræðaleg og hlær. Brosir svo angurvært og segir stutt og laggott. „Kannski.“ En hún vill ekki tala um þetta. Kona í KarlaKlúbbi Oftar en ekki hefur Heiða Kristín verið eina kon- an í karlahópi. „Þetta hefur verið gegnumgang- andi stef hjá mér. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en einhver benti mér á það að ég er alltaf ein í ein- hverjum strákahópi. Mér líður mjög vel þannig. Einu sinni fór ég til miðils og hann sagði eins og er, að ég er feitur fertugur karl inni í mér. Mér fannst það passa. Ég upplifi það aldrei sem ógn að koma inn í karlahóp. Hins vegar hlakkar í mér og ég tek áskoruninni fagnandi. Ég dýrka ekkert meira og tek alveg eftir því þegar karlar átta sig á því að það er eitthvert vit í því sem ég er að segja.“ Í Besta flokknum er Heiða Kristín eina konan í karlahópi í innsta kjarna flokksins. „Það er al- veg hægt að líta á Besta flokkinn sem karlaklúbb. Þetta eru allt gamlir vinir en svo dett ég inn í hóp- inn. En mér hefur aldrei liðið eins og ég þurfi að sanna mig fyrir þeim. Ég fann fyrir fullkomnu trausti í kosningabaráttunni. Auðvitað eru þessi stjórnmál ofsalega karlamiðuð og karllæg. Mér finnst það hluti af einhverju tilfinningaleysi að það þurfa allir að vera töffarar sem frekjast og vaða áfram.“ EKKi lýðræðislEgasti floKKurinn Síminn hringir, í þriðja skiptið í kvöld. Þetta er Jón. Heiða Kristín slekkur á hringingunni og sendir honum SMS. „Ég er upptekin. Það er ekki oft sem ég get sagt það!“ segir hún glettin og glottir út í annað. Leiðir þeirra munu liggja áfram saman þó að hún kveðji starf sitt sem aðstoðarmaður hans. Hún er ekki aðeins vara- formaður flokksins heldur einn- ig framkvæmdastjóri hans. „Við erum gott teymi. Þetta eru allt svo miklir snillingar. Þess vegna hvíli ég í trausti með þetta. Það er ekki verið að ýta mér til hliðar. Við erum bara að reyna að finna bestu leiðina til að gera þetta best,“ segir hún og leggur áherslu á orðið ‘best’ með breiðu brosi. „Við höfum alltaf verið fjögur eða fimm í öllum ákvarðanatökum. Það þótti mjög skrýtið niðri í ráðhúsi að Björn væri alltaf á fundinum endalausa, og eins Einar og Óttarr. Hefðin er sú að borgarstjórinn og aðstoðarmaðurinn hans eru bara tveir eitthvað að rotta sig saman. Reyndar spurði Bjössi mig að því í dag, hvíslaði því að mér á fundi, hvort hann væri þá orðinn annar valda- mesti maður borgarinnar núna.“ Hún hlær. „Ég myndi segja það. Ég myndi ekkert segja að Besti flokkurinn væri lýðræðislegasti flokkur í heimi en ég held að hann sé opnasti og tilfinningalega heilasti flokkur sem fyrirfinnst.“ búst fyrir sjálfstraustið Framtíðin er björt. „Mér finnst eins og ákveðn- ir hlutir séu að falla í rétt form. Ég veit að ég get stutt Jón miklu betur sem varaformaður og fram- kvæmdastjóri flokksins. Þetta er mjög gott tæki- færi. Erlendis er mikill áhugi á Besta flokknum því að þetta eru sögulegar kosningar. Það er sögu- legt að við höfum náð 34% atkvæða með stjórn- málaflokk sem var stofnaður i desember. Það hef- ur haft góð áhrif á sjálfstraustið. Ég sé mig því í þessu hlutverki næstu árin, nema það fari fram lýðræðislegar kosningar inni í flokknum sem ég mun berjast hatrammlega gegn.“ Hún glottir út í annað. Raunverulega er hún mikill áhugamað- ur um lýðræðislegar pælingar og hlakkar mik- ið til þess að leggjast út í fræðilegar vangaveltur um það hvernig hægt er að færa fólkinu í landinu meiri völd. Kuldi og ömurlEiKi Þetta er annar dagur mótmæla. Fjöldi fólks geng- ur eftir götunni á leið í mótmælin. Í sjónvarpinu berast fréttir af ástandinu. Heiða Kristín segist þó ekki vilja taka þátt í þessu, allavega ekki að sinni. Hún vill frekar meðmæla. „Hér á Íslandi hafa ríkt sérstakir tímar síðustu tvö ár, reyndar lengur en eftir hrunið höfum við verið að reyna að finna okkur stað en það hefur ekki tekist. Við höfum ekki náð að jafna okkur og komast á eitthvert flug. Þjóðin er að ýta einhverju gömlu í burtu og þá myndast þörf fyrir eitthvað nýtt. Við vorum mjög lengi að sætta okkur við það að þetta gamla virkaði ekki, engan veginn. Þessi hraði, þetta til- finningaleysi, þessi kuldi og ömurleiki. Það tengir enginn við það. Það langar engan að tengjast því.“ Hvað Besti flokkurinn er og hvað hann stend- ur fyrir er enn svolítið óljóst. „Það vantar svolít- ið upp á að við vitum það sjálf fyrir hvað hann stendur og fókuserum á það sem við erum sam- mála um. Við höfum þó komist að því að við erum sammála um fjórar grunnstoðir, eða önd- vegissúlur eins og Óttarr orðaði það svo fallega. Við munum setja fram maniBesto fljótlega en fram að því get ég ekki sagt hvað við erum að hugsa. Besti flokkurinn getur orðið að einhverju mögnuðu afli.“ Eins og aa-dEild Markmiðið er að skapa vettvang fyrir fólk sem vill taka þátt í þessu afli. „Við höfum oft hugsað það hvort flokkurinn yrði ekki byggð- ur upp svipað og AA-samtökin. Þar ertu með sjálfstæðar deildir. Í Besta flokknum hafa flestir ver- ið í tólf spora samtökum og heið- arleikaprógrömmum, þannig að það er okkur eðlilegt að hugsa hlutina út frá því. Fullt af fólki vill ganga í flokk- inn og taka þátt í þessu starfi en enn sem kom- ið er höfum við verið að einbeita okkur að því að koma okkur inn í ráðhúsið. Það hefur verið mjög krefjandi verkefni fyrir okkur. Það er mjög flók- ið. Við þurfum að læra margt. Enginn í þessum hópi var uppalinn í stjórnmálaflokki og vissi hvað bókun, greinargerð, tillögur, EBITDA og eitthvað þess háttar er.“ Hún hlær. „Ég veit ekki einu sinni sjálf hvað EBITDA er en ég lærði það á fyrsta fundinum um Orkuveituna og gleymdi því fljót- lega aftur.“ jón Kóngur Tilkoma flokksins varð til þess að kerfið þurfti að taka við sér. „Í mjög langan tíma hefur þetta bara verið svona af því að þetta er svona. Þó að einn eða tveir nýir borgarfulltrúar hafi komið inn þá krafðist það einskis af kerfinu. Þeir gátu annaðhvort leitað skjóls í faðmi flokksfélaga eða þóst hafa skilning á málum sem þeir vissu ekk- ert um, sem ég held að hafi oftar verið raunin. Í dag var okkar fjórði borgarstjórnarfundur og það var fyrsti fundurinn sem við sátum þar sem við vorum nokkuð örugg, en samt ekki alveg. Eng- inn í þessum hópi, nema ég sem hef fylgst með stjórnmálum frá því að ég var allt of lítil, hefur haft nokkurn áhuga á stjórnmálum hingað til. Ég er því mjög spennt fyrir því að taka þennan hóp upp á mína arma og flokkinn um leið. Hingað til hefur flokkurinn setið á hakanum. En mér þyk- ir mjög vænt um það hvað hann hefur vaxið frá því að við sátum þrjú saman á Mokka að plotta eitthvað. Við vissum ekkert hvernig þetta myndi enda. Það hefði getað farið svo að Jón yrði kos- inn inn á einhverju óánægjufylgi og það var allt eins líklegt að það væri bara engin stemning fyr- ir þessu. Útgáfa rannsóknarskýrslunnar varð til þess að við vorum viss um að allt myndi loga í uppþotum. Þá hefði Jón ekki getað gengið um í kóngafötum og breitt út boðskapinn,“ segir hún skellihlæjandi. trEystir innsæi jóns Innsæi Jóns spilar stórt hlutverk í velgengni þeirra segir Heiða. „Ég hef stundum spurt mig hvað Jón sé eiginlega að gera. Eins og um daginn þegar hann sagði í viðtali að hann hefði ekki vit- að af þessu með varaborgarfulltrúana. Sem var alveg rétt. Við gátum ekki svarað fyrir okkur. Jón lagði það bara á borðið og það leit kannski út fyrir að vera alveg bilað en er samt svo brillíant. Það er nákvæmlega þetta sem vantar í íslensk stjórnmál. Það er svolítið magnað með Jón og þetta inn- sæi hans. Hann hefur ofsalega mikinn sans fyr- ir því hvað er rétt að gera. Hann er ekki óskeik- ull en hann hlustar á innsæið sitt og treystir því. Jón er mjög tengdur sínu innsæi og við reynum að virða það og fylgja hans sýn, þó að við gerum það kannski ekki blindandi. Hann finnur oftast hvað er rétt að gera í hverju máli og ræðir það svo við okkur. Þetta er líka spurning um traust og ég treysti honum. Ég finn að hann treystir mér til baka. Út frá því getum við gert góða hluti. Mér finnst eins og við höfum verið leidd áfram. Ef ein- hver hefði sagt mér í janúar að í maí yrðum við komin í ráðhúsið hefði ég fengið sting í hjartað. En við vorum bara í einhverri svona búbblu og stóðum fyrir utan þennan leik. Við pældum ekk- ert í því ef aðrir frambjóðendur töluðu illa um okkur eða hunsuðu okkur.“ rætið, pErsónulEgt og ljótt Ólafur F. Magnússon ætlaði þó einu sinni í þau Jón. „Við vorum bara að reyna að taka honum eins og hann er en hann varð bara brjálaður,“ segir hún og hlær. „Ég vil samt ekki rifja þetta upp, þetta var furðulegt. Kosningabaráttan situr samt í mörgum og ég skil það vel. Ég ætla ekki að gefa mér það að þetta fólk sé illa innrætt. Það er að reyna að gera vel en það vantar eitthvað upp á, það hefur ekki þessa tengingu við sjálfið til að geta tengt við aðra. Þetta er gott fólk og gáfað og vill vel en samt vill enginn vera með þeim í liði. Ekki lengur. Ég held að hefðbundinn stjórnmála- flokkur sé deyjandi fyrirbæri. Ég var til dæmis að hlusta á stefnuræðuna hennar Jóhönnu í gær og það eina sem hún talaði ekkert inn í hjartað á mér. Hún gerði ekkert til að róa þennan ótta sem er inni í okkur öllum vegna þessarar óvissu sem við búum við. Það var engin mannleg tenging í máli hennar. Dagur hefur komið mér á óvart. Í kosninga- baráttunni skildi ég ekki Dag. Hann breytist þeg- ar hann fer að tala um stjórnmál. Ég hef tekið eftir því á borgarstjórnarfundum að það er eins og hann sé með einhvern takka aftan í hnakkan- um sem hann kveikir á og þá fer hann í einhvern svona gír. Hann talar í öðrum tón. Ég skil það að mörgu leyti því að ef þú ætlar ekki að ganga með hjartað á undan þér þá þarftu að brynja þig upp. Þetta verður oft rætið, persónulegt og ljótt. Þannig að það er eðlilegt að gera þetta. Ég held að hann sé ekkert einn um það. Eins og niðri á þingi. Það er alltaf talað um það hvað allir séu góðir vin- ir þegar þeir eru ekki uppi á pöllunum. Myndir þú vinna á vinnustað þar sem allir öskruðu hver á annan inni í einu fundarherbergi en væru rosa góðir á því frammi? Þú myndir aldrei nenna að vinna á svona stað. Þetta er frekar skitsó..“ Er Engin ofurKona „Mér hefur ekki fundist ég þurfa að brynja mig af því að ég veit að ég er á einhverju ferðalagi sem ég mun læra mjög mikið af. Ég veit samt ekki af hverju hraðinn á þessu þarf að vera svona mik- ill. Hann er búinn að vera ofsalega mikill. Ég hef ekki alltaf náð að halda utan um þetta og stund- um alls ekki. Stundum hefur þetta farið fram úr mér og það hafa verið stundir þar sem þetta hefur vaxið mér í augum. Líka af því að ég á litla gæja. Mér finnst erfitt að vera í vinnu sem krefst þess að ég geti ekki sinnt þeim eins vel og mig langar. Þeir eru það litlir, sérstaklega Snorri, að það er ekki þess virði.“ Í fyrstu ætlaði hún að taka þetta á hörkunni. „Ég hugsaði það út frá einhverjum kvennasjón- armiðum. Ég væri ekki ofurkona ef ég væri ekki að vinna geðveikt samhliða barnauppeldi og eitthvað. Í raun skiptir engu máli hvað öðrum finnst, hvort ég sé ofur eða ekki. Ég fann að ég var alltaf að spyrja mig hvort ég væri að gera rétt. Hvort ég væri tilbúin í þetta. Ég hugsaði það líka þannig að ég væri að fá þetta tækifæri núna og ef ég gripi það ekki þá væri ég búin að glata því. En svo fór ég að hugsa að allt sem ég hef gert nú þegar er bara frábært. Ég er bara 27 ára gömul. Ég þarf ekkert að toppa mig núna. Ég þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum nema strákunum mín- um, ég þarf að sanna það fyrir þeim að ég sé til staðar fyrir þá. Ég var ekki að ná því. Það hjálp- aði mér að ná sátt við þessa niðurstöðu. Þeir eru bara litlir í stuttan tíma. Annars held ég að allar útivinnandi mæður þurfi að díla við þetta samviskubit, það skipti engu máli hversu mik- ið maður vinnur. Það er bara svo ríkt í okkur að vilja alltaf vera með barninu, þótt það sé kannski bara hæstánægt að fá að fara í pössun til ömmu og afa.“ KEmur sér í vandræði Hún er hvort eð er engin ofurkona. „Ég þekki sjálfa mig. Ég er engin ofurkona. Það lítur kannski út eins og ég sé með allt á hreinu en ég er oft að skítmixa hluti. Ég er mjög fljót að hugsa, sjá leiðir og tengja.“ Hún segist vaða áfram í starfi og einkalífinu. „Það er mér dýrmætt að hafa fólk í kringum mig sem hnippir í mig, lætur mig heyra það ef ég er að fara fram úr sjálfri mér. Ég hef þurft að horfast í augu við alls konar þætti í mínu fari, eins og stjórnsemi sem er ofboðslega erfitt fyrir stjórn- sama að viðurkenna. Ég get alveg horfst í augu við það en það er ekki þar með sagt að ég geti hætt því. Það er aðeins meira átak. Jón hefur al- veg þurft að hnippa í mig. Það getur verið vont að heyra það og ég fer þá strax í vörn, segi bara: „Nei, ég er ógeðslega dugleg, ég er búin að vera hér frá átta til tíu á kvöldin.“ En þetta snýst ekki bara um það. Þetta snýst líka um það hvernig maður gerir hlutina. Þetta er spurning um með- vitund. Mig langar alveg að ná betra jafnvægi og finna meiri ró. En ég verð aldrei þessi rólega týpa. Það eru alltaf einhver læti í kringum mig og ég er svo mikill spennufíkill að ég bý aðstæðurnar til ef það er ekkert að gerast.“ Hún hlær. „Ég er mjög góð í því. Ég á ekki í vandræðum með að koma mér í vandræði. Auð- mýkt er það sem ég þarf að læra. Í einhverju óör- yggi taldi ég mér trú um að ég væri yfir aðra hafin þegar ég var yngri. Á sama tíma leið mér aldrei þannig inni í mér, þetta var bara einhver gríma sem ég setti upp. Inni í mér var ég skíthrædd og lítil. Þegar ég tala um jafnvægi er ég að tala um að ná jafnvægi þar á milli. Að ég sé ekki annaðhvort yfir fólk hafin eða langt fyrir neðan það, ég geti bara staðið jafnfætis því. Ég hef náð betri tökum á því í dag en þetta er verkefni sem ég þarf að halda áfram að vinna með. Ég er stundum skíthrædd og lítil enn í dag. Og ef það er eitthvað sem ég sé eftir er að hafa ekki verið betri við marga í gegn- um tíðina og verið meira gefandi. En ég bara kunni það ekki og vissi ekki betur. Núna veit ég betur og vonandi næ ég að vera gefandi. Því að mér finnst það mjög mikilvægt. Ég hef fulla trú á mér og mig langar til að gera góða hluti.“ ingibjorg@dv.is Ég bjó til ímynd af mér þar sem ég var ósnertanleg út af óöryggi og töff- araskap. Ég brynj- aði mig fyrir öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.