Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 38
38 ÆTTFRÆÐI UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 8. október 2010 FÖSTUDAGUR 90 ÁRA Á LAUGARDAG Fjölnir Stefánsson FYRRV. SKÓLASTJÓRI TÓNLISTARSKÓLA KÓPAVOGS Fjölnir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann innritaðist í Tón- listarskólann í Reykjavík 1943 lagði stund á sellónám hjá dr. Heinz Ed- elstein, hóf nám í hljómfræði 1947 og síðar í tónsmíðum hjá Jóni Þór- arinssyni, lauk burtfararprófi í þeirri grein 1954 og stundaði framhalds- nám hjá Matyas Seiber í London 1954–58. Fjölnir var kennari við Tónlist- arskólann í Reykjavík 1958–68, tók jafnframt að sér stundakennslu við Tónlistarskólann í Mosfellsbæ 1965– 66, við Tónlistarskólann í Kefla- vík 1965–67 og við Tónlistarskóla Kópavogs 1966–67. Hann var ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs 1968 og gegndi því starfi til 2000. Tónverk eftir Fjölni hafa m.a. verið flutt á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, á íslenskum og norrænum tónlistarhátíðum og á tónlistarhátíð International Soci- ety of Contemporary Music. Fjöln- ir var einn af stofnendum Musica Nova 1959 og er félagi í Tónskáldafé- lagi Íslands frá 1963. Hann hafði for- göngu um stofnun Taflfélags Kópa- vogs 1966, er heiðursfélagi þess frá 1994, var kosinn til trúnaðarstarfa við stofnun Íslenskrar tónverkamið- stöðvar 1968, sat þar í stjórn til 1984 og var formaður síðasta árið, tók þátt í stofnun STS, samtaka tónlist- arskólastjóra og sat í fyrstu stjórnum þeirra, og sat í stjórn STEFs 1974–88. Fjölnir var valinn heiðurslista- maður Kópavogs 1994. Fjölskylda Fjölnir kvæntist 1.1. 1958 Arndísi Guð- mundsdóttur, f. 1.4. 1938, fyrrv. full- trúa á bæjarskjalasafni Kópavogs. Hún er dóttir Guðmundar Þorkelssonar frá Valdastöðum í Kjós, f. 25.2. 1909, d. 8.11. 1969, bónda og síðar innheimtu- manns á Bæjarleiðum, var búsettur í Reykjavík, og Guðrúnar Ágústu Hall- dórsdóttur, f. 20.11. 1914, d. 27.3. 1991, verkstjóra á saumaverkstæði Ander- son & Lauth, ættuð úr Árnessýslu. Börn Fjölnis og Arndísar eru Ingi- björg, f. 31.10. 1958, hjúkrunardeildar- stjóri við Landspítala við Hringbraut, búsett í Kópavogi, gift Brynjari Kvar- an, lögfræðifulltrúa hjá sýslumannin- um í Kópavogi og eru börn þeirra Hlíf, f. 30.9. 1984, og Fjölnir, f. 7.4. 1988; Þorbera, f. 20.1. 1962, kennari, búsett í Vogum á Vatnsleysuströnd, gift Karli Sesari Karlssyni skósmið, sem rekur Skóarann í Hafnarfirði, og eru börn þeirra Stefán Björn, f. 12.9. 1991, Arn- hildur, f. 1.11. 1994, og Hrafnkell, f. 7. 6. 1998; Brynhildur, f. 28.5. 1967, hús- móðir, búsett í Kópavogi, en sam- býlismaður hennar er Grétar Pétur Geirsson, formaður Landssambands Sjálfsbjargarfélaganna og er dóttir þeirra Arndís Anna, f. 8.1. 2010. Systkini Fjölnis eru Hanna Kristín, f. 24.12. 1939, M.ed., og fyrrv. deildar- stjóri fræðsludeildar Vinnueftirlits rík- isins, búsett í Reykjavík; Elín, f. 13.10. 1943, B.ed. í talmeinafræði með radd- þjálfun sem sérsvið og veflistakona í kirkjulist, búsett á Jótlandi; Sigríður, f. 10.8. 1945, leik- og grunnskólakenn- ari, búsett í Reykjavík; Árni Erlendur, f. 14.2. 1949, viðskiptafræðingur og eig- andi fasteignasölunnar Gimli, búsett- ur í Reykjavík. Foreldrar Fjölnis voru Stefán Krist- insson, f. 28.6. 1896, d. 21.3. 1982, full- trúi tollstjóra í Reykjavík, og Hanna Guðjónsdóttir, f. 16.5. 1904, d. 18.11. 1984, píanókennari. 80 ÁRA Á LAUGARDAG Guðmundur fæddist í Stekkjatröð í Eyrarsveit. Hann byrjaði tíu ára til sjós og var tvö sumur á skaki. Guð- mundur fór aftur á sjóinn 1943, tók minnapróf hjá Skúla Skúla- syni í Stykkishólmi 1945 og stund- aði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1958–59. Guðmundur hóf formennsku á Svani 1946, var skipstjóri m.a. á Hring SI 34 1955– 60 og Runólfi 1960–68. Hann eign- aðist fyrst bát í félagi með öðrum 1947, mb. Runólf SH 135. Annar Runólfur var byggður í Noregi 1960 og þriðji Runólfur hjá Stálvík 1974. Þá stofnaði Guðmundur frystihús- ið Sæfang með fleirum 1979. Guð- mundur var formaður UMFG í tíu ár, formaður Útvegsmannafélags Snæfellsness, sat í stjórn Fiskifé- lags Íslands og sat í hreppsnefnd Eyrarsveitar. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 27.12. 1947, Ingibjörgu Sigríði Kristjánsdóttur, f. 3.3. 1922, d. 9.10. 2008, húsmóð- ur. Foreldrar hennar voru Kristj- án Jóhannsson, bóndi á Þingvöll- um í Helgafellssveit, og k.h., María Kristjánsdóttir húsfreyja. Börn Guðmundar og Ingibjarg- ar eru Runólfur, f. 12.5. 1948, skip- stjóri í Grundarfirði, kvæntur Eddu Svövu Kristjánsdóttur og eru börn þeirra Vignir Már og María; Kristj- án, f. 13.2. 1950, vélstjóri í Grund- arfirði, kvæntur Ragnheiði Þórar- insdóttur og eru synir þeirra Arnar og Þórarinn; Páll Guðfinnur, f. 27.7. 1952, netagerðarmaður í Grundar- firði, kvæntur Guðbjörgu Hrings- dóttur og eru synir þeirra Hring- ur og Guðmundur; Ingi Þór, f. 9.5. 1955, netagerðarmaður í Grund- arfirði, kvæntur Hjördísi Hlíðkvist Bjarnadóttur og eru börn þeirra Ingibjörg Hlíðkvist, Davíð Hlíð- kvist og Rebekka Hlíðkvist; Guð- mundur Smári, f. 9.5. 1955, d. 4.12. 1955; Guðmundur Smári, f. 18.2. 1957, framkvæmdastjóri í Grund- arfirði, kvæntur Jónu Björk Ragn- arsdóttur og eru börn þeirra Run- ólfur Viðar, Rósa og Ragnar Smári; Svanur, f. 3.11. 1958, sjávarút- vegsfræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Guðfinnu Guðmundsdóttir en sonur Svans með Elínu Theód- óru Jóhannesdóttur er Jóhannes; Unnsteinn, f. 28.6. 1966, vélstjóri í Grundarfirði, börn hans með Alex- öndru Sólveigu Arnarsdóttur eru Örn Ingi, Rúna Ösp og Lydía Rós; María Magðalena, f. 28.6. 1966, húsmóðir í Grundarfirði, gift Eiði Björnssyni og eru dætur þeirra Ka- ritas, Stefanía, Monika og stjúp- dætur hennar María Helen og Sig- urrós. Langafabörn Guðmundar eru nú orðin tólf talsins. Systkini Guðmundar, samfeðra: Þorkell Daníel, f. 16.12. 1894, d. 4.12. 1965, sjómaður á Fagurhóli í Grundarfirði, kvæntur Margréti Gísladóttur; Jóhanna, f. 9.6. 1896, d. 27.5. 1972; Kristín, f. 21.2. 1898, d. 16.11. 1972, var gift Cecil Sig- urbjörnssyni, sjómanni í Grund- arfirði, móðir Soffaníasar, út- gerðarmanns í Grundarfirði; Páll Guðfinnur, f. 18.9. 1901, d. 5.12. 1929; Halldór, f. 14.2. 1904, d. 23.3. 1951, bóndi í Naustum í Grund- arfirði, kvæntur Halldóru Þórð- ardóttur; Sigurþór, f. 9.4. 1907, d. 3.12. 1970, vefari á Selfossi, kvænt- ur Ástbjörgu Erlendsdóttur; Lilja, f. 23.10. 1908, d. 31.5. 1909. Systkini Guðmundar, sam- mæðra, Guðmundarbörn, eru Gísli, f. 14.1. 1901, d. 22.7. 1981, skipstjóri á Suðureyri við Súg- andafjörð, var kvæntur Þorbjörgu Guðrúnu Friðbertsdóttur; Magn- ús Þórður, f. 24.2. 1905, drukknaði af Agli rauða 27.1. 1955, sjómaður á Fáskrúðsfirði, var kvæntur Þór- laugu Bjarnadóttur; Móses Bene- dikt, f. 10.12. 1909, d. 24.12. 1936, sjómaður í Reykjavík, var kvænt- ur Sigurborgu Sveinbjörnsdóttir; Geirmundur, f. 28.8. 1914, d 25.6. 2005. verkamaður í Reykjavík, var kvæntur Lilju Torfadóttur. Foreldrar Guðmundar voru Runólfur Jónatansson, f. 2.1. 1873, d. 18.1. 1947, oddviti og verslunar- stjóri í Grafarnesi, og Sesselja Sig- urrós Gísladóttir, f. 18.4. 1880, d. 9.9. 1948, húsfreyja í Götuhúsum í Grafarnesi. Ætt Runólfur var sonur Jónatans, b. í Vindási í Eyrarsveit Jónssonar, b. í Svarfhóli í Miklaholtshreppi Jóns- sonar. Móðir Runólfs var Halldóra, dóttir Daníels, b. á Haukabrekku á Skógarströnd Sigurðssonar, bróð- ur Sigurðar, langafa Daða, föður Sigfúsar skálds. Móðir Halldóru var Halla, systir Kristínar, konu Þorleifs gamla í Bjarnarhöfn. Önn- ur systir Höllu var Kristín yngri, móðir Magnúsar Sigurðssonar í Miklaholti og Elísabetar, konu Árna Þórarinssonar, pr. á Stóra- Hrauni. Halla var dóttir Sigurðar, b. í Syðra-Skógarnesi Guðbrands- sonar, bróður Þorleifs, föður Þor- leifs gamla, læknis í Bjarnarhöfn. Móðurbróðir Guðmundar var Elís, b. á Vatnabúðum í Eyrarsveit, afi Pálínu, kaupmanns, Elísar, skip- stjóra í Grundarfirði, Hólmfríðar Gísladóttur, ættgreinis í Reykjavík, og Hjálmars Gunnarssonar, út- gerðarmanns í Grundarfirði. Sesselja var dóttir Gísla, b. og sjómanns á Vatnabúðum í Eyrar- sveit Guðmundssonar, b. og sjó- manns á Naustum í Eyrarsveit Guðmundssonar. Móðir Guð- mundar var Guðríður Hannes- dóttir, sjómanns á Hrólfsskála á Seltjarnarnesi Bjarnasonar og Guðrúnar Grímsdóttur. Móðir Guðrúnar var Oddný, systir Magn- úsar, sýslumanns í Búðardal, lang- afa Kristínar, ömmu Gunnars Thoroddsen. Oddný var dóttir Ket- ils, pr. í Húsavík Jónssonar, og Guð- rúnar Magnúsdóttur, systur Skúla fógeta. Móðir Sesselju var Katrín, syst- ir Jóhönnu, ömmu Valdimars Ind- riðasonar, útgerðarmanns á Akra- nesi. Katrín var dóttir Helga, b. á Hrafnkelsstöðum í Eyrarsveit Jó- hannessonar, og Sesselju Björns- dóttur, b. á Mánaskál á Skaga Björnssonar. Móðir Sesselju Björnsdóttur var Elín Guðmunds- dóttir, systir Sigurðar, b. á Heiði í Gönguskörðum, langafa Valtýs ritstjóra og Huldu Stefánsdótt- ur skólastjóra, móður Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts. Guðmundur Runólfsson FYRRV. ÚTGERÐARMAÐUR Í GRUNDARFIRÐI Aðalsteinn Eiríksson FYRRV. SKÓLAMEISTARI KVENNASKÓLANS Í REYKJAVÍK Aðalsteinn fæddist á Núpi í Dýra- firði og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1959, fyrrihlutaprófi í guðfræði við HÍ 1963, BA-prófi í landafræði, sögu, grísku og uppeld- is- og kennslufræði við HÍ 1971 og lauk fyrsta stigi í íslensku í HÍ 1977. Aðalsteinn var kennari við Hér- aðsskólann á Núpi 1960-61, við VÍ 1961-63, við Iðnskólann og Austur- bæjarskólann 1961-63, við Kvenna- skólann 1964-77, kennari við KHÍ 1978, yfirkennari í Kvennaskólanum 1977-82 og skólameistari þar 1982- 1998. Hann var síðan sérfræðing- ur og deildarstjóri framhaldsskóla- deildar við menntamálaráðuneytið 1998-2007. Aðalsteinn sat í stúdentaráði HÍ 1963-64, var formaður Stúdenta- félags HÍ 1966-67, formaður Fé- lags guðfræðinema og formaður Bræðralags, formaður borðtennis- klúbbsins Arnarins 1974-78, formað- ur mótanefndar BTÍ 1975-85, sat í stjórn og launamálaráði Félags há- skólamenntaðra grunnskólakenn- ara 1974-78, í sameininganefnd FHK og Félags menntaskólakenn- ara 1978-79, var ritstjóri Stúdenta- blaðsins 1966, sat í ritnefnd afmæl- isritsins Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974 og var í starfshópi um samfélagsfræði á vegum Skólarann- sókna 1977-84. Þá hefur hann starf- að með Vestfirðingafélaginu og setið í stjórn þess á síðari árum, er for- maður Hollvina Núpsskóla og situr í stjórn framkvæmdasjóðs Skrúðs. Fjölskylda Aðalsteinn kvæntist 22.7. 1967 Guð- rúnu Þorgerði Larsen, f. 1.11. 1945, jarðfræðingi og sérfræðingi við Raunvísindastofnun HÍ. Foreldrar Guðrúnar: Kristján Larsen, verkstjóri á Akureyri, og k.h., Brynhild f. Nilsen frá Lopra í Færeyjum. Börn Aðalsteins og Guðrúnar eru Eiríkur Kristján, f. 22.12. 1966, tækni- fræðingur en sambýliskona hans var Anna Sigríður Jökulsdóttir og eiga þau tvo syni en núverandi sambýlis- kona hans er Guðrún Sigurjónsdótt- ir og eiga þau eina dóttur; Brynhild- ur Kristín, f. 29.9. 1980, lögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara en sam- býlismaður hennar var Jónas Gunn- arsson og eiga þau tvö börn. Systkini Aðalsteins: Guðmund- ur, f. 6.5. 1943, d. 10.7. 1946; Jón, f. 23.9. 1944, dr. í jarðfræði, sérfræð- ingur á Raunvísindastofnun HÍ; Hildur, f. 21.3. 1947, starfsmaður sveitarfélagsins Árborgar; Ágústa, f. 18.6. 1948, hjúkrunarfræðingur á Sauðárkróki; Jónína, f. 14.2. 1952, kennari og starfsmaður Snorrastofu í Reykholti; Magnús, f. 10.12. 1953, véltæknifræðingur og kennari við Iðnskólann í Hafnarfirði, búsettur í Reykjavík; Guðmundur, f. 14.5. 1955, byggingatæknifræðingur í Borgar- nesi; Ásmundur, f. 6.10. 1959, tölvun- arfræðingur í Reykjavík; Aldís, f. 2.10. 1960, kennari, búsett á Sturlu-Reykj- um; Ingveldur, f. 9.4. 1965, grunn- skólakennari, búsettt á Selfossi. Foreldrar Aðalsteins: Eiríkur J. Ei- ríksson, f. 22.7. 1911, d. 11.1. 1987, skólastjóri, prestur og Þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum, og k.h., Sigríð- ur Kristín Jónsdóttir, f. 5.10. 1917, d. 17.2. 1999, húsmóðir. Ætt Eiríkur var sonur Eiríks, trésmiðs í Vestmannaeyjum og Kaliforníu, bróður Margrétar, ömmu Ellerts B. Schram, fyrrv. alþm., ritstjóra og for- seta ÍSÍ. Önnur systir Eiríks var Her- dís, amma Magnúsar Magnússonar ráðherra, föður Páls útvarspstjóra. Eiríkur var sonur Magnúsar, trésmiðs í Reykjavík Magnússonar, b. á Hrauni í Ölfusi Magnússonar, b. og hrepp- stjóra í Þorlákshöfn Beinteinssonar, lrm. á Breiðabólsstað Ingimundar- sonar, b. á Hólum Bergssonar, ætt- föður Bergsættar Sturlaugsson- ar. Móðir Eiríks trésmiðs var Aldís Helgadóttir, b. á Læk Runólfssonar, og Ólafar Sigurðardóttur, b. á Hrauni Þorgrímssonar, b. á Leiðólfsstöðum Bergssonar, bróður Ingimundar. Móðir Eiríks þjóðgarðsvarðar var Hildur Guðmundsdóttir, b. á Iðu Guðmundssonar, og Jónínu Jóns- dóttur. Kristín er dóttir Jóns, b. á Gemlu- falli í Dýrafirði Ólafssonar, b. í Hól- um Guðmundssonar, b. í Hólum Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands var Guðrún Guðbrandsdóttir, b. í Hólum Sigurðssonar, b. í Hólum Guðbrandssonar. Móðir Ólafs í Hól- um var Guðrún Bjarnadóttir. Móðir Guðrúnar var Elísabet Markúsdóttir, pr. á Söndum Eyjólfssonar, og Elísa- betar Þórðardóttur, ættföður Vigu- rættar Ólafssonar, ættföður Eyra- rættar Jónssonar. Móðir Kristínar var Ágústa Guð- mundsdóttir, skipstjóra á Brekku Jenssonar, b. á Brekku Guðmunds- sonar. Móðir Jens var Guðrún Magn- úsdóttir, skrifara á Núpi í Dýrafirði Magnússonar, og Jósabetar Jóns- dóttur, pr. á Hrafnseyri Bjarnason- ar. Móðir Jósabetar var Þorkatla Sig- urðardóttir, pr. í Holti í Önundarfirði Sigurðssonar, bróður Guðbrands á Gerðhömrum. Móðir Ágústu var Jónína Jónsdóttir, systir Egils, langafa Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Aðalsteinn heldur upp á afmæl- ið með sveitungum sínum að Núpi í Dýrafirði, laugardaginn 9.10. kl. 17.00. 70 ÁRA Á SUNNUDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.