Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Side 38
38 ÆTTFRÆÐI UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 8. október 2010 FÖSTUDAGUR
90 ÁRA Á LAUGARDAG
Fjölnir Stefánsson
FYRRV. SKÓLASTJÓRI TÓNLISTARSKÓLA KÓPAVOGS
Fjölnir fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann innritaðist í Tón-
listarskólann í Reykjavík 1943 lagði
stund á sellónám hjá dr. Heinz Ed-
elstein, hóf nám í hljómfræði 1947
og síðar í tónsmíðum hjá Jóni Þór-
arinssyni, lauk burtfararprófi í þeirri
grein 1954 og stundaði framhalds-
nám hjá Matyas Seiber í London
1954–58.
Fjölnir var kennari við Tónlist-
arskólann í Reykjavík 1958–68, tók
jafnframt að sér stundakennslu við
Tónlistarskólann í Mosfellsbæ 1965–
66, við Tónlistarskólann í Kefla-
vík 1965–67 og við Tónlistarskóla
Kópavogs 1966–67. Hann var ráðinn
skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs
1968 og gegndi því starfi til 2000.
Tónverk eftir Fjölni hafa m.a.
verið flutt á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands, á íslenskum
og norrænum tónlistarhátíðum og
á tónlistarhátíð International Soci-
ety of Contemporary Music. Fjöln-
ir var einn af stofnendum Musica
Nova 1959 og er félagi í Tónskáldafé-
lagi Íslands frá 1963. Hann hafði for-
göngu um stofnun Taflfélags Kópa-
vogs 1966, er heiðursfélagi þess frá
1994, var kosinn til trúnaðarstarfa
við stofnun Íslenskrar tónverkamið-
stöðvar 1968, sat þar í stjórn til 1984
og var formaður síðasta árið, tók
þátt í stofnun STS, samtaka tónlist-
arskólastjóra og sat í fyrstu stjórnum
þeirra, og sat í stjórn STEFs 1974–88.
Fjölnir var valinn heiðurslista-
maður Kópavogs 1994.
Fjölskylda
Fjölnir kvæntist 1.1. 1958 Arndísi Guð-
mundsdóttur, f. 1.4. 1938, fyrrv. full-
trúa á bæjarskjalasafni Kópavogs. Hún
er dóttir Guðmundar Þorkelssonar frá
Valdastöðum í Kjós, f. 25.2. 1909, d.
8.11. 1969, bónda og síðar innheimtu-
manns á Bæjarleiðum, var búsettur í
Reykjavík, og Guðrúnar Ágústu Hall-
dórsdóttur, f. 20.11. 1914, d. 27.3. 1991,
verkstjóra á saumaverkstæði Ander-
son & Lauth, ættuð úr Árnessýslu.
Börn Fjölnis og Arndísar eru Ingi-
björg, f. 31.10. 1958, hjúkrunardeildar-
stjóri við Landspítala við Hringbraut,
búsett í Kópavogi, gift Brynjari Kvar-
an, lögfræðifulltrúa hjá sýslumannin-
um í Kópavogi og eru börn þeirra Hlíf,
f. 30.9. 1984, og Fjölnir, f. 7.4. 1988;
Þorbera, f. 20.1. 1962, kennari, búsett
í Vogum á Vatnsleysuströnd, gift Karli
Sesari Karlssyni skósmið, sem rekur
Skóarann í Hafnarfirði, og eru börn
þeirra Stefán Björn, f. 12.9. 1991, Arn-
hildur, f. 1.11. 1994, og Hrafnkell, f. 7.
6. 1998; Brynhildur, f. 28.5. 1967, hús-
móðir, búsett í Kópavogi, en sam-
býlismaður hennar er Grétar Pétur
Geirsson, formaður Landssambands
Sjálfsbjargarfélaganna og er dóttir
þeirra Arndís Anna, f. 8.1. 2010.
Systkini Fjölnis eru Hanna Kristín,
f. 24.12. 1939, M.ed., og fyrrv. deildar-
stjóri fræðsludeildar Vinnueftirlits rík-
isins, búsett í Reykjavík; Elín, f. 13.10.
1943, B.ed. í talmeinafræði með radd-
þjálfun sem sérsvið og veflistakona í
kirkjulist, búsett á Jótlandi; Sigríður, f.
10.8. 1945, leik- og grunnskólakenn-
ari, búsett í Reykjavík; Árni Erlendur, f.
14.2. 1949, viðskiptafræðingur og eig-
andi fasteignasölunnar Gimli, búsett-
ur í Reykjavík.
Foreldrar Fjölnis voru Stefán Krist-
insson, f. 28.6. 1896, d. 21.3. 1982, full-
trúi tollstjóra í Reykjavík, og Hanna
Guðjónsdóttir, f. 16.5. 1904, d. 18.11.
1984, píanókennari.
80 ÁRA Á LAUGARDAG
Guðmundur fæddist í Stekkjatröð í
Eyrarsveit. Hann byrjaði tíu ára til
sjós og var tvö sumur á skaki. Guð-
mundur fór aftur á sjóinn 1943,
tók minnapróf hjá Skúla Skúla-
syni í Stykkishólmi 1945 og stund-
aði nám við Stýrimannaskólann í
Reykjavík 1958–59. Guðmundur
hóf formennsku á Svani 1946, var
skipstjóri m.a. á Hring SI 34 1955–
60 og Runólfi 1960–68. Hann eign-
aðist fyrst bát í félagi með öðrum
1947, mb. Runólf SH 135. Annar
Runólfur var byggður í Noregi 1960
og þriðji Runólfur hjá Stálvík 1974.
Þá stofnaði Guðmundur frystihús-
ið Sæfang með fleirum 1979. Guð-
mundur var formaður UMFG í tíu
ár, formaður Útvegsmannafélags
Snæfellsness, sat í stjórn Fiskifé-
lags Íslands og sat í hreppsnefnd
Eyrarsveitar.
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist 27.12. 1947,
Ingibjörgu Sigríði Kristjánsdóttur,
f. 3.3. 1922, d. 9.10. 2008, húsmóð-
ur. Foreldrar hennar voru Kristj-
án Jóhannsson, bóndi á Þingvöll-
um í Helgafellssveit, og k.h., María
Kristjánsdóttir húsfreyja.
Börn Guðmundar og Ingibjarg-
ar eru Runólfur, f. 12.5. 1948, skip-
stjóri í Grundarfirði, kvæntur Eddu
Svövu Kristjánsdóttur og eru börn
þeirra Vignir Már og María; Kristj-
án, f. 13.2. 1950, vélstjóri í Grund-
arfirði, kvæntur Ragnheiði Þórar-
insdóttur og eru synir þeirra Arnar
og Þórarinn; Páll Guðfinnur, f. 27.7.
1952, netagerðarmaður í Grundar-
firði, kvæntur Guðbjörgu Hrings-
dóttur og eru synir þeirra Hring-
ur og Guðmundur; Ingi Þór, f. 9.5.
1955, netagerðarmaður í Grund-
arfirði, kvæntur Hjördísi Hlíðkvist
Bjarnadóttur og eru börn þeirra
Ingibjörg Hlíðkvist, Davíð Hlíð-
kvist og Rebekka Hlíðkvist; Guð-
mundur Smári, f. 9.5. 1955, d. 4.12.
1955; Guðmundur Smári, f. 18.2.
1957, framkvæmdastjóri í Grund-
arfirði, kvæntur Jónu Björk Ragn-
arsdóttur og eru börn þeirra Run-
ólfur Viðar, Rósa og Ragnar Smári;
Svanur, f. 3.11. 1958, sjávarút-
vegsfræðingur í Reykjavík, kvænt-
ur Guðfinnu Guðmundsdóttir en
sonur Svans með Elínu Theód-
óru Jóhannesdóttur er Jóhannes;
Unnsteinn, f. 28.6. 1966, vélstjóri í
Grundarfirði, börn hans með Alex-
öndru Sólveigu Arnarsdóttur eru
Örn Ingi, Rúna Ösp og Lydía Rós;
María Magðalena, f. 28.6. 1966,
húsmóðir í Grundarfirði, gift Eiði
Björnssyni og eru dætur þeirra Ka-
ritas, Stefanía, Monika og stjúp-
dætur hennar María Helen og Sig-
urrós.
Langafabörn Guðmundar eru
nú orðin tólf talsins.
Systkini Guðmundar, samfeðra:
Þorkell Daníel, f. 16.12. 1894, d.
4.12. 1965, sjómaður á Fagurhóli
í Grundarfirði, kvæntur Margréti
Gísladóttur; Jóhanna, f. 9.6. 1896,
d. 27.5. 1972; Kristín, f. 21.2. 1898,
d. 16.11. 1972, var gift Cecil Sig-
urbjörnssyni, sjómanni í Grund-
arfirði, móðir Soffaníasar, út-
gerðarmanns í Grundarfirði; Páll
Guðfinnur, f. 18.9. 1901, d. 5.12.
1929; Halldór, f. 14.2. 1904, d. 23.3.
1951, bóndi í Naustum í Grund-
arfirði, kvæntur Halldóru Þórð-
ardóttur; Sigurþór, f. 9.4. 1907, d.
3.12. 1970, vefari á Selfossi, kvænt-
ur Ástbjörgu Erlendsdóttur; Lilja, f.
23.10. 1908, d. 31.5. 1909.
Systkini Guðmundar, sam-
mæðra, Guðmundarbörn, eru
Gísli, f. 14.1. 1901, d. 22.7. 1981,
skipstjóri á Suðureyri við Súg-
andafjörð, var kvæntur Þorbjörgu
Guðrúnu Friðbertsdóttur; Magn-
ús Þórður, f. 24.2. 1905, drukknaði
af Agli rauða 27.1. 1955, sjómaður
á Fáskrúðsfirði, var kvæntur Þór-
laugu Bjarnadóttur; Móses Bene-
dikt, f. 10.12. 1909, d. 24.12. 1936,
sjómaður í Reykjavík, var kvænt-
ur Sigurborgu Sveinbjörnsdóttir;
Geirmundur, f. 28.8. 1914, d 25.6.
2005. verkamaður í Reykjavík, var
kvæntur Lilju Torfadóttur.
Foreldrar Guðmundar voru
Runólfur Jónatansson, f. 2.1. 1873,
d. 18.1. 1947, oddviti og verslunar-
stjóri í Grafarnesi, og Sesselja Sig-
urrós Gísladóttir, f. 18.4. 1880, d.
9.9. 1948, húsfreyja í Götuhúsum í
Grafarnesi.
Ætt
Runólfur var sonur Jónatans, b. í
Vindási í Eyrarsveit Jónssonar, b. í
Svarfhóli í Miklaholtshreppi Jóns-
sonar. Móðir Runólfs var Halldóra,
dóttir Daníels, b. á Haukabrekku á
Skógarströnd Sigurðssonar, bróð-
ur Sigurðar, langafa Daða, föður
Sigfúsar skálds. Móðir Halldóru
var Halla, systir Kristínar, konu
Þorleifs gamla í Bjarnarhöfn. Önn-
ur systir Höllu var Kristín yngri,
móðir Magnúsar Sigurðssonar
í Miklaholti og Elísabetar, konu
Árna Þórarinssonar, pr. á Stóra-
Hrauni. Halla var dóttir Sigurðar,
b. í Syðra-Skógarnesi Guðbrands-
sonar, bróður Þorleifs, föður Þor-
leifs gamla, læknis í Bjarnarhöfn.
Móðurbróðir Guðmundar var Elís,
b. á Vatnabúðum í Eyrarsveit, afi
Pálínu, kaupmanns, Elísar, skip-
stjóra í Grundarfirði, Hólmfríðar
Gísladóttur, ættgreinis í Reykjavík,
og Hjálmars Gunnarssonar, út-
gerðarmanns í Grundarfirði.
Sesselja var dóttir Gísla, b. og
sjómanns á Vatnabúðum í Eyrar-
sveit Guðmundssonar, b. og sjó-
manns á Naustum í Eyrarsveit
Guðmundssonar. Móðir Guð-
mundar var Guðríður Hannes-
dóttir, sjómanns á Hrólfsskála
á Seltjarnarnesi Bjarnasonar og
Guðrúnar Grímsdóttur. Móðir
Guðrúnar var Oddný, systir Magn-
úsar, sýslumanns í Búðardal, lang-
afa Kristínar, ömmu Gunnars
Thoroddsen. Oddný var dóttir Ket-
ils, pr. í Húsavík Jónssonar, og Guð-
rúnar Magnúsdóttur, systur Skúla
fógeta.
Móðir Sesselju var Katrín, syst-
ir Jóhönnu, ömmu Valdimars Ind-
riðasonar, útgerðarmanns á Akra-
nesi. Katrín var dóttir Helga, b. á
Hrafnkelsstöðum í Eyrarsveit Jó-
hannessonar, og Sesselju Björns-
dóttur, b. á Mánaskál á Skaga
Björnssonar. Móðir Sesselju
Björnsdóttur var Elín Guðmunds-
dóttir, systir Sigurðar, b. á Heiði
í Gönguskörðum, langafa Valtýs
ritstjóra og Huldu Stefánsdótt-
ur skólastjóra, móður Guðrúnar
Jónsdóttur arkitekts.
Guðmundur
Runólfsson
FYRRV. ÚTGERÐARMAÐUR Í GRUNDARFIRÐI
Aðalsteinn Eiríksson
FYRRV. SKÓLAMEISTARI KVENNASKÓLANS Í REYKJAVÍK
Aðalsteinn fæddist á Núpi í Dýra-
firði og ólst þar upp. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR 1959, fyrrihlutaprófi
í guðfræði við HÍ 1963, BA-prófi í
landafræði, sögu, grísku og uppeld-
is- og kennslufræði við HÍ 1971 og
lauk fyrsta stigi í íslensku í HÍ 1977.
Aðalsteinn var kennari við Hér-
aðsskólann á Núpi 1960-61, við VÍ
1961-63, við Iðnskólann og Austur-
bæjarskólann 1961-63, við Kvenna-
skólann 1964-77, kennari við KHÍ
1978, yfirkennari í Kvennaskólanum
1977-82 og skólameistari þar 1982-
1998. Hann var síðan sérfræðing-
ur og deildarstjóri framhaldsskóla-
deildar við menntamálaráðuneytið
1998-2007.
Aðalsteinn sat í stúdentaráði HÍ
1963-64, var formaður Stúdenta-
félags HÍ 1966-67, formaður Fé-
lags guðfræðinema og formaður
Bræðralags, formaður borðtennis-
klúbbsins Arnarins 1974-78, formað-
ur mótanefndar BTÍ 1975-85, sat í
stjórn og launamálaráði Félags há-
skólamenntaðra grunnskólakenn-
ara 1974-78, í sameininganefnd
FHK og Félags menntaskólakenn-
ara 1978-79, var ritstjóri Stúdenta-
blaðsins 1966, sat í ritnefnd afmæl-
isritsins Kvennaskólinn í Reykjavík
1874-1974 og var í starfshópi um
samfélagsfræði á vegum Skólarann-
sókna 1977-84. Þá hefur hann starf-
að með Vestfirðingafélaginu og setið
í stjórn þess á síðari árum, er for-
maður Hollvina Núpsskóla og situr í
stjórn framkvæmdasjóðs Skrúðs.
Fjölskylda
Aðalsteinn kvæntist 22.7. 1967 Guð-
rúnu Þorgerði Larsen, f. 1.11. 1945,
jarðfræðingi og sérfræðingi við
Raunvísindastofnun HÍ. Foreldrar
Guðrúnar: Kristján Larsen, verkstjóri
á Akureyri, og k.h., Brynhild f. Nilsen
frá Lopra í Færeyjum.
Börn Aðalsteins og Guðrúnar eru
Eiríkur Kristján, f. 22.12. 1966, tækni-
fræðingur en sambýliskona hans var
Anna Sigríður Jökulsdóttir og eiga
þau tvo syni en núverandi sambýlis-
kona hans er Guðrún Sigurjónsdótt-
ir og eiga þau eina dóttur; Brynhild-
ur Kristín, f. 29.9. 1980, lögfræðingur
hjá Umboðsmanni skuldara en sam-
býlismaður hennar var Jónas Gunn-
arsson og eiga þau tvö börn.
Systkini Aðalsteins: Guðmund-
ur, f. 6.5. 1943, d. 10.7. 1946; Jón, f.
23.9. 1944, dr. í jarðfræði, sérfræð-
ingur á Raunvísindastofnun HÍ;
Hildur, f. 21.3. 1947, starfsmaður
sveitarfélagsins Árborgar; Ágústa,
f. 18.6. 1948, hjúkrunarfræðingur á
Sauðárkróki; Jónína, f. 14.2. 1952,
kennari og starfsmaður Snorrastofu
í Reykholti; Magnús, f. 10.12. 1953,
véltæknifræðingur og kennari við
Iðnskólann í Hafnarfirði, búsettur í
Reykjavík; Guðmundur, f. 14.5. 1955,
byggingatæknifræðingur í Borgar-
nesi; Ásmundur, f. 6.10. 1959, tölvun-
arfræðingur í Reykjavík; Aldís, f. 2.10.
1960, kennari, búsett á Sturlu-Reykj-
um; Ingveldur, f. 9.4. 1965, grunn-
skólakennari, búsettt á Selfossi.
Foreldrar Aðalsteins: Eiríkur J. Ei-
ríksson, f. 22.7. 1911, d. 11.1. 1987,
skólastjóri, prestur og Þjóðgarðs-
vörður á Þingvöllum, og k.h., Sigríð-
ur Kristín Jónsdóttir, f. 5.10. 1917, d.
17.2. 1999, húsmóðir.
Ætt
Eiríkur var sonur Eiríks, trésmiðs
í Vestmannaeyjum og Kaliforníu,
bróður Margrétar, ömmu Ellerts B.
Schram, fyrrv. alþm., ritstjóra og for-
seta ÍSÍ. Önnur systir Eiríks var Her-
dís, amma Magnúsar Magnússonar
ráðherra, föður Páls útvarspstjóra.
Eiríkur var sonur Magnúsar, trésmiðs
í Reykjavík Magnússonar, b. á Hrauni
í Ölfusi Magnússonar, b. og hrepp-
stjóra í Þorlákshöfn Beinteinssonar,
lrm. á Breiðabólsstað Ingimundar-
sonar, b. á Hólum Bergssonar, ætt-
föður Bergsættar Sturlaugsson-
ar. Móðir Eiríks trésmiðs var Aldís
Helgadóttir, b. á Læk Runólfssonar,
og Ólafar Sigurðardóttur, b. á Hrauni
Þorgrímssonar, b. á Leiðólfsstöðum
Bergssonar, bróður Ingimundar.
Móðir Eiríks þjóðgarðsvarðar var
Hildur Guðmundsdóttir, b. á Iðu
Guðmundssonar, og Jónínu Jóns-
dóttur.
Kristín er dóttir Jóns, b. á Gemlu-
falli í Dýrafirði Ólafssonar, b. í Hól-
um Guðmundssonar, b. í Hólum
Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands
var Guðrún Guðbrandsdóttir, b. í
Hólum Sigurðssonar, b. í Hólum
Guðbrandssonar. Móðir Ólafs í Hól-
um var Guðrún Bjarnadóttir. Móðir
Guðrúnar var Elísabet Markúsdóttir,
pr. á Söndum Eyjólfssonar, og Elísa-
betar Þórðardóttur, ættföður Vigu-
rættar Ólafssonar, ættföður Eyra-
rættar Jónssonar.
Móðir Kristínar var Ágústa Guð-
mundsdóttir, skipstjóra á Brekku
Jenssonar, b. á Brekku Guðmunds-
sonar. Móðir Jens var Guðrún Magn-
úsdóttir, skrifara á Núpi í Dýrafirði
Magnússonar, og Jósabetar Jóns-
dóttur, pr. á Hrafnseyri Bjarnason-
ar. Móðir Jósabetar var Þorkatla Sig-
urðardóttir, pr. í Holti í Önundarfirði
Sigurðssonar, bróður Guðbrands
á Gerðhömrum. Móðir Ágústu var
Jónína Jónsdóttir, systir Egils, langafa
Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.
Aðalsteinn heldur upp á afmæl-
ið með sveitungum sínum að Núpi
í Dýrafirði, laugardaginn 9.10. kl.
17.00.
70 ÁRA Á SUNNUDAG