Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 37
föstudagur 8. október 2010 viðtal 37 aranámið nýtist vel í fréttamannsstarfið. Þar lærði ég framsögn, að setja saman texta og æfð- ist í að koma fram. Kennarar eru alla daga uppi á sviði að tala fyrir framan hóp og það eru ekki allir sem geta það. Í fréttamannsstarfinu þarftu líka að vita dálítið um mjög margt og kennara- námið er mjög almennt. Þar lærirðu lítið um mikið,“ segir hún en bætir við að hún hafi eng- an sérstakan áhuga á að snúa aftur til kennslu, í það minnsta ekki strax enda hafi hún ekki próf- að allt sem fjölmiðlar bjóði upp á. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á fréttum og samfélagsmálum. Hún hafði sótt um á hin- um ýmsu miðlum þegar hún var yngri en þar sem hún var ómenntuð hafði hún enga vinnu fengið. Eftir kennaranámið var hún atvinnu- laus um tíma en fékk svo vinnu á lager. „Það var ekkert endilega það sem mig langaði mest að gera og þegar ég frétti að það vantaði fólk á fréttastöðina NFS dreif ég mig að sækja um eftir hvatningu frá Þorfinni bróður. Ég sendi Gunn- ari Smára tölvupóst, hitti svo Róbert Marshall sem þá var framkvæmdastjóri NFS og byrjaði nánast sama dag. Ég var VJ, eða „video journa- list“, og gerði því allt sjálf og lærði þannig hratt og mikið. Eftir hálfs dags kennslu var mér hent í djúpu laugina. Í fyrstu var efnið mitt algjört rugl en þetta var fljótt að koma. Ég var hepp- in að því leyti að ég er fljót að læra og er mjög tölvulæs. Ég fann mig því fljótt og var alsæl þeg- ar ég kom heim eftir fyrsta daginn og skildi ekk- ert í mér að hafa ekki farið þessa leið fyrr.“ Gjaldþrota fyrir kreppu Fjölskylda Láru hefur ekki farið varhluta af hruninu. Sjálf var hún nýkomin með vinnu á Morgunblaðinu þegar kreppan skall á. „Þegar 24 stundir var lagt niður fór ég yfir á Moggann en var sagt þar upp eftir tvær vikur. Ég var ekk- ert örg yfir því þá og hlýt að vera ánægð með það núna en það var erfitt að vera atvinnulaus. Við hjónin misstum bæði vinnuna á sama tíma. Ég var búin að vera atvinnulaus í fimm mánuði þegar ég fékk afleysingar á RÚV en hann fékk ekki vinnu fyrr en í júní. Það er mjög erfitt að lifa af atvinnuleysisbótum og við náðum ekki endum saman. Það er bara ekki hægt. Fyrsta mánuðinn fær maður bara 20 daga greidda og er því strax kominn í vandræði og eftir þrjá mánuði detturðu á grunnatvinnuleysisbætur. Við áttum að framfleyta sjö manna fjölskyldu á 220 þúsund krónum og þar af fór helmingur í leigu,“ segir Lára sem notaði tímann á meðan hún var atvinnulaus til að skrifa bókina Hag- sýni og hamingja þar sem hún gefur lesendum uppbyggileg ráð til að takast á við kreppuna. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði bókina var sú að ég var svo heppin að hafa áður farið í gegn- um fjárhagserfiðleika því við hjónin urðum gjaldþrota árið 2002. Ég var því í betri sporum en margur því ég hafði lært af þeirri reynslu og vissi út í hvað ég var að fara. Þegar ég var í hvað mestum vandræðum fjárhagslega árin 2002 og 2003 var ekkert greiðsluaðlögunarferli í boði eða umboðsmaður skuldara. Þá fór mað- ur bara á hausinn. Nú er komið embætti um- boðsmanns skuldara en ég veit ekki hvort það er það sem þarf til að bjarga fólki.“ þunGlyndið verst „Ég trúi því að öll reynsla gefi manni í sarpinn og ég reyni alltaf að sjá það jákvæða við allar aðstæður. Þarna vorum við komin í ömurlega stöðu en reyndum samt að gantast og gera grín. Auðvitað er þetta ekkert grín en maður verður að reyna að rækta andlegu hliðina. Þegar ég fór að heyra af fólki sem átti mjög erfitt vegna ástandsins hugsaði ég með mér að ef ég gæti róað einhvern og sannfært um að þetta væru ekki endalokin þá fannst mér það mín sam- félagslega skylda. Það versta er ef fólk lendir í þunglyndi. Maður verður að reyna að halda geðheilsunni enda er engin ástæða til að fallast hendur. Vissulega verður maður þreyttur. Ég hugsaði oft með mér að ég nennti þessu ekki en peningar eru ekki ástæða til að gefast upp. Þeir skipta ekki svo miklu máli,“ segir Lára sem hefur haldið fyrirlestra víða um landið eftir út- komu bókarinnar. „Stemningin var mismun- andi en flestir sem komu á fyrirlestrana voru komnir á þann stað að þeir voru að reyna að sjá fram í tímann og finna eitthvað jákvætt. Aðr- ir voru eyðilagðir og áttu mjög erfitt og ég skil það vel, enda tekur þetta á.  Ég reyndi að tala um praktísk atriði eins og hvernig væri best að kaupa í matinn og einnig hvernig hægt væri að finna það jákvæða til að lífga upp á lífið og til- veruna. Fjölskyldu minni finnst ég ansi opin en ég hef ekkert að fela og vil vera einlæg og tala út frá eigin hjarta.“ fjármálin rædd á fjölskyldufundi Lára býr með fjölskyldunni í Mosfellsbæ í 80 fermetra íbúð. Elsta dóttirin er farin að búa en um tíma bjuggu hún og kærastinn einnig hjá þeim svo þau voru átta í fjögurra herbergja íbúð. Lára segist ekki á leiðinni að stækka við sig. Nema þau vinni í lottóinu. „Við erum búin að vera hér frá árinu 2004 og það eru allir nokk- uð sáttir við ástandið. Stundum tala krakkarn- ir um hvað væri gott að eiga sérherbergi enda eru þau orðin svo stór en við viljum frekar hafa þetta svona en að þurfa að spara allan pening og borða hafragraut í öll mál til að geta keypt íbúð. Það var ákveðið á fjölskyldufundi. Líklega eru ekki margir unglingar á Íslandi í dag sem þurfa að deila herbergi en stelpurnar mínar eru með tjald á milli og geta dregið fyrir ef þær fá leiða hvor á annarri.“ BölvanleGt að skulda Hún segist vissulega hafa íhugað að fara af landi brott en að hér vilji hún vera. „Það hefur alveg verið rætt á heimilinu en það er ég sem stend í vegi fyrir því. Verður maður ekki að taka þátt í uppbyggingunni? Þegar við vorum hvor- ug með vinnu vorum við farin að líta til þeirra landa þar sem vinnu var að fá því maður þarf að vinna. Það er satt – vinnan göfgar mann- inn. Fólki líður betur í vinnu og það er niður- drepandi að vera atvinnulaus. Auðvitað hefur mér stundum þótt sem allt sé ómögulegt en þá reyni ég að hrista það af mér og muna hvað það er sem skiptir máli. Ég hef lært af fyrri reynslu. Ég veit að heimurinn ferst ekki þótt maður missi húsið. Auðvitað er bölvanlegt að vera skuldugur og auðvitað vonaðist ég til að halda húsinu en eftir á sér maður að það er ekkert að- alatriði. Það sem skiptir mestu er fjölskyldan, fólkið í kringum þig og heilsan. Þetta er kannski klént og hallærislegt en svoleiðis er það bara. Það er alveg hægt að gera fullt af skemmtileg- um hlutum og njóta lífsins þótt maður eigi eng- an pening.“ indiana@dv.is Gjaldþ ot Auðvitað gerist eitthvað á lífsleiðinni sem er ekkert skemmtilegt en ég ætla ekki að eyða lífinu í að hugsa um hvort ég sé að deyja. Þá myndi ég bara liggja og grenja. lára Ómarsdóttir Lára vill hafa líf og fjör í kringum sig og segir að það skelfilegasta sem gæti komið fyrir hana væri ef hún héldi veislu og enginn myndi mæta. mynd eGGert jÓhannesson ánægð í vinnunni Lára og eiginmaður hennar misstu bæði vinnuna þegar kreppan skall á. Hún segir þau heppin að hafa áður gengið í gegnum fjárhagserfiðleika en þau fóru á hausinn árið 2002. mynd eGGert jÓhannesson m yn d e G G er t jÓ h a n n es so n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.