Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 13
föstudagur 8. október 2010 fréttir 13 Sólrún lilja ragnarSdóttir blaðamaður skrifar: solrun@dv.is Raðhús poppstjörnunnar Her- berts Guðmundssonar í Breið- holti var nýverið sett á nauðung- arsölu. Hann er því kominn í hóp þeirra fjölmörgu einstaklinga og fjölskyldna á Íslandi sem sjá fram á að missa heimili sín og þurfa að horfa á eftir þeim seld á upp- boði. Í samtali við DV segist Her- bert þó ekki alveg vera kominn á götuna en mál hans er inni á borði hjá umboðsmanni skuldara og fær hann því nokkurra vikna frest á framhaldssölu á eign sinni. Hann býr enn þá í húsinu en segir það fljótlega koma í ljós hvort málið fari alla leið og húsið selt á upp- boði. „Formlega er ég ekki búinn að missa það en það er svona í far- vatninu.“ nýtt mál á borðinu Eins og frægt er orðið hefur Her- bert staðið í hatrömmum deilum við nágranna sína í Breiðholtinu undanfarin 5 ár eða alveg frá því að húsfélagið í raðhúsalengjunni þar sem hann býr réðst í kostnað- arsamar viðgerðir á þökum raðhús- anna. Herbert og þáverandi kona hans neituðu að taka þátt í þess- um viðgerðarkostnaði enda höfðu þau látið gera við þakið á sínu húsi stuttu eftir að þau festu kaup á því árið 1991. Málið endaði sem dóms- mál fyrir Hæstarétti en var að lok- um vísað frá. Herbert segir að málinu sé þó ekki lokið. Hann sé enn þá með lögmann og að húsfélagið sé búið að höfða nýtt mál gegn honum. „Maður ætti í raun bara að fara í skaðabótamál við þetta fólk,“ segir Herbert. Hann segir að gífurlegur kostnaður hafi fylgt þessum mála- ferlum og að þau séu ein megin- orsök fyrir þeirri stöðu sem hann er kominn í. Hvergi banginn Þrátt fyrir þessar raunir er Her- bert ekki mjög stressaður og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. „Það þýðir ekkert að vera að hafa einhverjar áhyggjur af því strax,“ segir Herbert léttur í lund þegar hann er spurður hvort hann muni hafa í einhver hús að venda komi til þess að hann missi heimili sitt. „Nú er bara að sjá hvað umboðsmaður skuldara er góður í sér,“ segir Her- bert og er hvergi banginn. Herbert hefur líka um nóg ann- að að hugsa þessa dagana held- ur en uppboð og illdeilur en hann vinnur að nýrri plötu með syni sín- um Svani sem kemur út fyrir jól- in. Feðgarnir eru nú þegar byrjaðir að kynna lögin á plötunni og lagið Time hefur hljómað á öldum ljós- vakans um nokkurt skeið. Heimili Herberts guðmundssonar hefur verið sett á nauðungarsölu. Hann hefur lengi staðið í deilum og málaferlum við nágranna sína vegna þakviðgerða sem hann neitaði að taka þátt í. Kostnaður vegna málaferlanna á stóran þátt í þeirri stöðu sem Herbert er kominn í. Hann reynir þó að vera léttur í lund og vinnur að plötu með syni sínum. Herbert á uppboð Nú er bara að sjá hvað umboðs- maður skuldara er góð- ur í sér. Hvergi banginn Herbertvinnurað plötumeðsynisínum Svanisemerhérmeð honumámyndinni. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.