Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Side 13
föstudagur 8. október 2010 fréttir 13 Sólrún lilja ragnarSdóttir blaðamaður skrifar: solrun@dv.is Raðhús poppstjörnunnar Her- berts Guðmundssonar í Breið- holti var nýverið sett á nauðung- arsölu. Hann er því kominn í hóp þeirra fjölmörgu einstaklinga og fjölskyldna á Íslandi sem sjá fram á að missa heimili sín og þurfa að horfa á eftir þeim seld á upp- boði. Í samtali við DV segist Her- bert þó ekki alveg vera kominn á götuna en mál hans er inni á borði hjá umboðsmanni skuldara og fær hann því nokkurra vikna frest á framhaldssölu á eign sinni. Hann býr enn þá í húsinu en segir það fljótlega koma í ljós hvort málið fari alla leið og húsið selt á upp- boði. „Formlega er ég ekki búinn að missa það en það er svona í far- vatninu.“ nýtt mál á borðinu Eins og frægt er orðið hefur Her- bert staðið í hatrömmum deilum við nágranna sína í Breiðholtinu undanfarin 5 ár eða alveg frá því að húsfélagið í raðhúsalengjunni þar sem hann býr réðst í kostnað- arsamar viðgerðir á þökum raðhús- anna. Herbert og þáverandi kona hans neituðu að taka þátt í þess- um viðgerðarkostnaði enda höfðu þau látið gera við þakið á sínu húsi stuttu eftir að þau festu kaup á því árið 1991. Málið endaði sem dóms- mál fyrir Hæstarétti en var að lok- um vísað frá. Herbert segir að málinu sé þó ekki lokið. Hann sé enn þá með lögmann og að húsfélagið sé búið að höfða nýtt mál gegn honum. „Maður ætti í raun bara að fara í skaðabótamál við þetta fólk,“ segir Herbert. Hann segir að gífurlegur kostnaður hafi fylgt þessum mála- ferlum og að þau séu ein megin- orsök fyrir þeirri stöðu sem hann er kominn í. Hvergi banginn Þrátt fyrir þessar raunir er Her- bert ekki mjög stressaður og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. „Það þýðir ekkert að vera að hafa einhverjar áhyggjur af því strax,“ segir Herbert léttur í lund þegar hann er spurður hvort hann muni hafa í einhver hús að venda komi til þess að hann missi heimili sitt. „Nú er bara að sjá hvað umboðsmaður skuldara er góður í sér,“ segir Her- bert og er hvergi banginn. Herbert hefur líka um nóg ann- að að hugsa þessa dagana held- ur en uppboð og illdeilur en hann vinnur að nýrri plötu með syni sín- um Svani sem kemur út fyrir jól- in. Feðgarnir eru nú þegar byrjaðir að kynna lögin á plötunni og lagið Time hefur hljómað á öldum ljós- vakans um nokkurt skeið. Heimili Herberts guðmundssonar hefur verið sett á nauðungarsölu. Hann hefur lengi staðið í deilum og málaferlum við nágranna sína vegna þakviðgerða sem hann neitaði að taka þátt í. Kostnaður vegna málaferlanna á stóran þátt í þeirri stöðu sem Herbert er kominn í. Hann reynir þó að vera léttur í lund og vinnur að plötu með syni sínum. Herbert á uppboð Nú er bara að sjá hvað umboðs- maður skuldara er góð- ur í sér. Hvergi banginn Herbertvinnurað plötumeðsynisínum Svanisemerhérmeð honumámyndinni. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.