Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 28
KviKmyndahátíð unga fólKsins Ljós- vakaljóð, stuttmynda- og handritahátíð unga fólksins, verður haldin í fimmta sinn föstudaginn 22. október í Norræna húsinu. Einstaklingum á aldrinum 15 til 25 ára gefst kostur á að keppa um bestu stuttmyndina eða besta frumsamda stuttmyndahandritið. Verðlaunin fyrir bestu myndina eru 50.000 krónur en 20.000 krónur fyrir besta handritið. Frestur til þess að senda inn bæði stuttmyndir og handrit er til og með mánudeginum 18. október næstkomandi. Á heimasíðu Ljósvakaljóða eru upplýsingar og leiðbeiningar um innsendingu, ljosvakaljod.is. ÚtgáfutónleiKar O.m. Rappsveitin Original Melody gaf á dögunum út aðra plötu sína sem ber nafnið Back & fourth. Á laugardaginn munu strákarnir með raddirnar hljómþýðu svo halda útgáfutónleika á veitingastaðnum Domo. Upphitun- arbandið er ekkert slor, piltarnir úr Forgotten Lores og Mælginn ætla að láta í sér heyra áður en Original Melody stígur á svið. Húsið er opnað klukkan 20.00 en tónleikarnir klárast klukkan 01.00. Fimm hundruð krónur kostar á tónleikana en platan verður til sölu á 2.000 krónur og sé hún keypt fylgir miði á tónleikana með. Sálin hans Jóns míns fagnar útgáfu ásamt Stórsveit Reykajvíkur: Stórtónleikar Sálarinnar Sálin hans Jóns mín heldur upp á útgáfu plötunnar Upp og niður stig- ann með tónleikum í Laugardalshöll þann 13. nóvember. Henni til halds og trausts verða meðal annars 13 blásturshljóðfæraleikarar úr Stór- sveit Reykjavíkur en blásturshljóð- færi verða áberandi á nýju plötunni. Upp og niður stigann er fyrsta breiðskífa Sálarinnar í ein fimm ár eða frá því að Undir þínum áhrif- um kom út árið 2005. Séu allar plöt- ur sveitarinnar teknar með í reikn- inginn er hér um að ræða 15. plötu þeirra á 22 ára ferli. Sálin sendi frá sér fyrsta lag plötunnar í sumar en það heitir Fyrir utan gluggann þinn. Þar komu umrædd áhrif blásturs- hljóðfæranna í ljós enda er platan unnin í miklu samstarfi við Stórsveit Reykjavíkur. Tónleikarnir sjálfir verða tví- skiptir. Annars vegar verður leikið efni af nýju plötunni og hins vegar gamlir smellir með Sálinni en þeir eru orðnir ófáir eftir árin 22. Aðeins er um þessa einu tónleika að ræða og er sérstaklega tekið fram í fréttatilkynningu sem sveitin sendi frá sér að þeir verði ekki endurtekn- ir. Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is miðvikudaginn 13. október og er miðverð í stúku 4.500 krónur en 3.500 í stæði. 28 fókus 8. október 2010 föstudagur fólKið frumsýnt Leikverkið Fólkið í kjallaranum er frumsýnt á Nýja sviði Borgarleik- hússins laugardaginn 9. október. Verkið er byggt á samnefndri verð- launabók Auðar Jónsdóttur. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun- in árið 2004, var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs og hefur hlotið einróma lof gagnrýn- enda víðs vegar um heim. Hún hefur selst í yfir 10.000 eintökum hérlend- is. Leikstjórn er í höndum Kristín- ar Eysteinsdóttur en hún hefur til dæmis stýrt verkunum Rústað, Rautt brennur fyrir og Dúfunum. Leikar- ar í sýningunni eru Ilmur Kristjáns- dóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Hallgrímur Ólafs- son og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Fólkinu í kjallaranum er lýst sem „... kraftmiklu verki sem skoði dirfsku ólíkra heima ‘68-kynslóðarinnar og góðæriskynslóðarinnar.“ KviKmynd Brim Frábær mynd sem er byggð á samnefndu leikverki Jóns Atla Jónassonar. Vesturportshópurinn fer á kostum í mynd sem fjallar um unga konu sem fer á sjó. Hún er eina konan um borð og það setur hlutina heldur betur úr jafnvægi um borð. LeiKverK Enron í Borgarleikhúsinu Leikritið um Enron er komið til Íslands. Það er lent á Stóra sviði Borgar- leikhússins með glæsibrag. Í afar vandaðri sviðsetningu sem verður ekki annað séð en taki það í meginatriðum réttum tökum. TöLvuLeiKur SportS Cham pionS PS Move Vel heppnaður íþróttaleikur sem notast við PlayStation Move-tæknina. Ótrúlega raunveru- legar hreyfingar og skemmtilegur leikur. mælir með... mælir ekki með... TöLvuLeiKur Kung Fu ridEr Gjörsamlega glataður leikur sem PlayStation Move mun fljótt gleyma. Rúllu- stóla-, hindrana-, spark-leikur. Glataður. Sálin hans Jóns míns Heldur tónleika ásamt Stórsveit Reykjavíkur 13. nóvember. mynd Hörður SveinSSon Hún segir sjálf að það hafi ver-ið fífldirfska að fara út í þetta og það er örugglega hverju orði sannara en sem bet- ur fer borgaði fífldirfskan sig í þetta skiptið,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson fréttamaður sem ásamt kvikmynda- gerðarmanninum Ragnari Santos hef- ur gert heimildamyndina Vigdís – fífl- djarfa framboðið en í ár eru 30 ár frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin til embættis forseta Íslands.  Kreddur og fordómar „Mér datt þetta fyrst í hug í sumar en þá var ég að leita að myndefni úr safni sjónvarpsins frá þessu ári. Það er til gífurlega mikið efni frá þessum tíma og mér fannst synd að láta það rykfalla í geymslu og fannst sniðugt að gera heimildamynd um þetta örlagaríka ár. Ég minntist á þessa hugmynd við Sig- rúnu Stefánsdóttur dagskrárstjóra sem tók mig á orðinu og spurði hvort ég vildi ekki gera þessa mynd,“ segir Guð- finnur og bætir við að hann hafi verið mjög hissa að ekki væri til mynd um framboð og embættistöku Vigdísar.  „Ég nefndi þetta við Auði Hauks- dóttur, forstöðumann Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Bæði hún og Ástríð- ur Magnúsdóttir, dóttir Vigdísar, urðu strax mjög spenntar og Vigdís sjálf tók einnig vel í hugmyndina. Unglingar í dag hafa bara haft Ólaf Ragnar sem forseta og það er mikilvægt að segja þessa sögu aftur svo fólk átti sig á mik- ilvægi hennar í Íslandssögunni. Þegar Vigdís steig fram þurfti hún að glíma við alls kyns kreddur og fordóma gagn- vart konum. Framboð hennar var ekki sjálfsagt mál á þessum tíma og þótt við tökum því sem slíku í dag eru þessar kreddur langt frá því að vera dauðar.“ Ósköp venjuleg manneskja Guðfinnur, sem hefur þekkt Vigdísi í nokkur ár, segir að hún hafi verið til í að rifja upp þennan tíma og að- spurður segir hann Vigdísi njóta mik- illar virðingar meðal þjóðar sinnar. „Íslenska þjóðin horfir á hana sem þá þjóðargersemi sem hún er. Ég hef fundið fyrir gífurlegum hlýhug við framleiðslu á þessari mynd og þegar ég nefni nafn hennar galopnast allar dyr. Það eru allir af vilja gerðir til að hjálpa og enginn biður um greiðslu fyrir,“ segir hann og bætir við að al- menningur hafi rétt fyrir sér varðandi forsetann fyrirverandi. „Vigdís er allt þetta góða sem fólk ímyndar sér að hún sé og svo miklu meira. Ef mað- ur hefur eytt tíma með henni gleym- ir maður fljótt að hún hafi verið for- seti enda er hún ekki á neinum stalli gagnvart manni. Hún er ósköp venju- leg manneskja, ef það er eitthvað til sem heitir að vera venjulegur. Mað- ur verður fljótt afslappaður í kringum hana og það er sömuleiðis óþarfi að setja sig í einhverjar stellingar gagn- Guðfinnur Sigurvinsson fréttamaður og kvikmyndagerðarmaðurinn ragnar Santos hafa gert heimildamyndina Vig- dís – fífldjarfa framboðið en í ár eru 30 ár frá því að vigdís Finnbogadóttir var kjörin til embættis forseta Íslands. Mikilvægt að segja þessa sögu rifja upp örlagaríkt ár Guðfinnur ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og Ástríði Magnús- dóttur en þær mæðgur koma báðar fram í myndinni. mynd davíð JÓn öGmundSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.