Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 23
föstudagur 8. október 2010 erlent 23 Atvinnutækifæri í Evrópu Vinnumálastofnun og EURES standa fyrir starfakynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur 15. og 16. október Föstudagur 15. október kl. 17:00 – 20:00 Laugardagur 16. október kl. 12:00 – 18:00 Á kynningunni verða kynnt laus störf og veittar upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði víða í Evrópu. Einnig gefst fólki færi á að ræða beint og milliliðalaust við evrópska atvinnurekendur. Sjá má hluta þeirra starfa sem í boði eru á síðunni www.eures.is með því að smella á „Laus störf“ Eftirtalin fyrirtæki kynna laus störf og taka á móti umsóknum: Frá Noregi koma fulltrúar Adecco, AM Direct AS, Bergen Personal AS, Hyllestad Kommune, Kongvold Fjeldstue, Wave Personell AS og frá Svíþjóð Sykes Datasvar Support AB. EURES ráðgjafar frá eftirtöldum löndum kynna atvinnutækifæri í sínum löndum: Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu, Hollandi, Eistlandi, Tékklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Einkum er eftirspurn eftir fólki úr eftirtöldum starfsstéttum: Iðnaðarmönnum svo sem smiðum, pípulagningamönnum, járniðnaðarmönnum og bifvélavirkjum. Bifreiðastjórum og landbúnaðarverkafólki. Matreiðslumönnum og kennurum. Læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðaum. Verkfræðingum, kerfisfræðingum og upplýsingatæknifólki. Your Job in Europe - European Job Days 2010 The Directorate of Labour and EURES IS host a European Job fair in Reykjavik City Hall on the following dates: Friday 15th October 17:00 – 20:00 Saturday 16th October 12:00 – 18:00 Are you interested in finding a job opportunity abroad? At the fair you will find a wide range of vacancies, get a chance to meet employers and to discuss your plans with EURES Advisers from different countries. You also get first hand information about living and working abroad. Some of the vacancies are listed on our website www.eures.is under “Laus störf”. Yfirvöld í Washington gáfu í vik- unni út hryðjuverkaviðvörun og ráðlagði fólki frá því að ferðast til Evrópu, þar sem skipulagðar hryðjuverka- árásir á valin skotmörk í stórborgum Evrópu væru yfirvofandi. Í viðtali við breska blaðið Guardi- an segir Wajid Sham- sul Hasan, sendiherra Pakistans í Bretlandi, að eina ástæða við- vörunarinnar sé að réttlæta loft- árásir sem gerðar hafa verið á skot- mörk í Pak- istan. Árás- irnar hafa verið gerðar úr óm- önnuðum flugvélum, svokallaðar „drone attacks“. Hasan bætir við: „Ég get ekki séð neina rök- rétta ástæðu fyrir því að Bandaríkja- menn gefi út hryðjuverkaviðvörun aðra en þá að réttlæta fyrir banda- rískum almenningi óréttmætar árás- ir og ef til vill svo að Obama og demó- krataflokkurinn nái betri árangri en ella í komandi kosningum til full- trúadeildar bandaríska þingsins.“ Gömul saga og ný Búist er við því að repúblikanar muni styrkja stöðu sína í fulltrúa- deildinni í komandi kosningum en helsta gagnrýni þeirra á ríkisstjórn Obama lýtur oftar en ekki að varn- armálum. Hasan telur að Obama sé aðeins að búa til ímyndaða hættu svo hann geti brugðist við og þar með sýnt að hann sitji ekki með hendur í skauti þegar kemur að ör- yggi Bandaríkjamanna. Þrátt fyr- ir að bresk og frönsk stjórnvöld hafi tekið undir með Obama um að fólk á meginlandi Evrópu ætti að vera á varðbergi eru ráðamenn í Þýskalandi ósammála, en sam- kvæmt upplýsingum Bandaríkja- manna mun þar vera mesta hættan á hryðjuverkum. Innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas de Maizière, lét hafa eftir sér í vikunni að engar vísbendingar lægju fyrir um mögu- lega hryðjuverkaárás á Þýskaland þótt öllum slíkum vísbendingum yrði tekið alvarlega kæmu þær á annað borð fram. Er samstarf mögulegt? Málið er alvarlegra í augum Has- ans og segir hann Obama gera mikil mistök í að vinna gegn pakistönsk- um yfirvöldum þegar hann gæti unnið með þeim. Segir Hasan að ef stríðið gegn hryðjuverkum eigi að vinnast verði Pakistan að vera með í ráðum. Hann bætir við að síend- urtekið virðingarleysi Bandaríkj- anna gagnvart fullveldi Pakistans verði ekki liðið miklu lengur: „[Pak- istönsk] stjórnvöld vilja ekki feta þessa leið en það er verið að ganga yfir okkur. Ef þeir [Bandaríkjamenn] halda morðum sínum áfram munu stjórnvöld bregðast við. Það eru um 3.000 bandarískir hermenn í Pakist- an og þeir yrðu auðveld skotmörk.“ HRYÐJUVERKAVIÐVÖRUN TIL AÐ RÉTTLÆTA ÁRÁSIR Barack Obama er sagður hafa gefið út hryðjuverkaviðvörun til að réttlæta loftárásir í Pakistan og styrkja stöðu demókrata. Sendiherra Pakistans í Bretlandi hótar afleiðingum. „Það eru um 3.000 bandarískir hermenn í Pakistan og þeir yrðu auðveld skotmörk,“ segir hann. Björn tEitssOn blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Hryðjuverkaviðvörun Ekkierualliráeinumáliumástæðurhryðjuverkaviðvörunar bandarískrayfirvalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.