Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 8. október 2010 FÖSTUDAGUR Fimmtán manna hópur með mismun- andi menntun og bakgrunn hefur frá því í júní starfað saman að hugmynd- um um nýtt fjármálakerfi á Íslandi. Á blaðamannafundi í Norræna húsinu á miðvikudaginn kynnti hópurinn tillög- ur sínar. Í grunninn er hér um að ræða tíu tillögur sem hafa það að markmiði að skapa almenna umræðu um úrbæt- ur á því fjármálakerfi sem við búum við og höfum búið við hér á landi sem og alþjóðasamfélagið. Tillögur hóps- ins voru settar fram undir heitinu Ice- land Financial Reform Initia tive, IFRI. Á meðal þeirra sem hafa starfað með hópnum er stjórnmálafræðingurinn Jón Þór Ólafsson, en DV hefur fjall- að um hugmyndir hans þess efnis að Reykjavíkurborg stofni nýjan banka undir heitinu: Besti bankinn. Fjögur úr IFRI-hópnum kynntu hugmyndirnar á blaðamannafundin- um og byrjaði tæknimaðurinn Pétur Fjeldsted Einarsson á því að kynna til- lögurnar. Sagði hann meðal annars að færa mætti rök fyrir því að hér á landi og erlendis hefði þróun bankastarf- semi, skuldabréfamarkaðar og hluta- bréfamarkaðar byggst á tilraunum og græðgi þröngra sérhagsmunahópa, þar sem spilling, svik og prettir hafi kom- ið við sögu. Pétur tók fram að listi IFRI hópsins yfir hugmyndir að úrbótum í fjármálakerfinu væri ekki tæmandi, en hann væri til þess gerður að skapa al- menna umræðu leiðir til úrbóta á fjár- málakerfinu. Stefnir hópurinn að því að halda röð opinna borgarfunda um „hið nýja fjármálakerfi“ í samstarfi við háskólana. 200 milljarðar á ári í vexti Í kjölfar efnahagshrunsins hefur far- ið fram nokkur umræða um það hvort skilja eigi fjárfestinga- og viðskipta- banka í sundur. Fyrsta tillaga IFRI hópsins snýr einmitt að því. Pétur vís- aði til svokallaðra Glass - Steagall laga, sem samþykkt voru í Bandaríkjunum árið 1933, og sagði tilganginn með slík- um lögum vera þann að aðskilja áhætt- una af þessum rekstrarformum. Næst kynnti hann til sögunnar til- lögu númer sem snýr að íþyngjandi innistæðum í bankakerfinu. „Að sögn eru um 2.000 milljarðar íslenskra króna geymdar hjá íslenskum fjármálastofn- unum. Sé það rétt kostar hver vaxta- prósenta tuttugu milljarða á ári. Mið- að við tíu prósent vexti er vaxtagjaldið 200 milljarðar á ári. Hverjir borga þessa milljarða?“ Spurði Pétur og velti því upp hvort réttlætanlegt væri að einkabank- ar fengju vaxtatekjur af þeim fjármun- um sem geymdir væru hjá Seðlabank- anum, og þjóðin greiddi á endanum. Vaxtalaus peningaútgáfa Guðmundur Ásgeirsson kerfisfræðing- ur sagði að hér á Íslandi og víðast hvar í heiminum væru það fyrst og fremst bankar í einkaeigu sem hefðu valdið til að búa til peninga, og það í gegnum útlán. Þriðja tillaga hópsins gengur út á að breyta þessu. Guðmundur vísaði meðal annars í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um bankahrunið, og benti á að með óábyrgri útlánastefnu geti bankarnir, valdið óstöðugleika í peningakerfinu. Þá líkti hann óábyrg- um lánum einkabanka við peningaföls- un sem skerði kaupmátt almennings með því að grafa undan verðgildi gjald- miðilsins.  Lausnin á þessum vanda, að mati IFRI hópsins, er sú að að færa valdið til peningasköpunar aftur undir beint umboð þjóðarinnar sjálfrar. „Út- gáfu gjaldmiðilsins ætti að vera stjórn- að af sjálfstæðri stofnun sem starfar á gegnsæjan hátt eftir skýrum, einföld- um reglum, og ber ábyrgð gagnvart al- mannahagsmunum.“ Guðmundur sagði að á Íslandi eins og í fleiri löndum sé stefnan sú að leyfa einkabönkum að búa til mikinn meiri- hluta þeirra nýju peninga sem verða til í hagkerfinu með rukkun vaxta. Hag- kerfið sé því í heild sinni skuldsett einkabönkum. Hann sagði kröfuna um sífellt hraðari vöxt hagkerfisins til að greiða vexti hvetja til ósjálfbærs arð- ráns á fólki og takmörkuðum auðlind- um jarðar: „Ósjálfbærni, óstöðuleiki og óhagkvæmni eru innbyggð í peninga- kerfið.“  Fjórða tillaga hópsins snýr ein- mitt að vaxtalausri peningaútgáfu. Að Seðlabankinn búi til hæfilegt magn nýrra peninga til að koma í veg fyr- ir verðhjöðnun og ná verðbólgumark- miðum sínum. Samfélagsarðinn geti hann svo afhent ríkinu sem kæmi þeim vaxtalaust í umferð sem greiðslum fyr- ir betra velferðarkerfi, endurgreiðslu skulda og til að lækka skatta. Verðbólga er ákvörðun „Viðvarandi verðbólga er búin til í pen- ingakerfi landsins. Hún er ekki inn- byggð kerfisvilla. Hún er stefna Seðla- banka Íslands,“ sagði Guðmundur en fimmta tillaga hópsins snýr að því að leyfa þjóðinni að kjósa sjálf um það hvort verðbólga eigi að vera viðvar- andi. Guðmundur velti því upp hvort væri mikilvægara, að auka mögulega hagkvæmni með viðvarandi verðbólgu eða að tryggja stöðugan kaupmátt launa og forðast hækkun verðtryggðra vaxta með 0 prósent verðbólgu. „Þess- ari spurningu ættu kjósendur að svara, ekki stjórn Seðlabanka Íslands,“ sagði Guðmundur.   Verkfræðineminn Ólafur Ragnar Ólafsson kynnti sjöttu tillögu hópsins, en samkvæmt henni ættu lífeyrissjóð- irnir að lána til húsnæðiskaupa. Vís- aði hann til þess að undanfarin miss- eri hafi lífeyrissjóðir lánað óbeint til húsnæðiskaupa. Árið 2007 hafi rúmur fjórðungur eigna lífeyrissjóðanna ver- ið í formi verðtryggðra húsnæðislána sem bankarnir seldu til lífeyrissjóð- anna í formi húsbréfa. „Ef lífeyrisjóðir skæru út millimanninn og gerðu það að stefnu sinni að lána sjóðsfélögum sínum beint til húsnæðiskaupa myndu sjóðsfélagar bæði fá örugga langtíma ávöxtun á ellilífeyrinn sinn og hagstæð lán til að koma undir sig fótunum fyrr á ævinni,“ sagði Pétur. Þjóðaratkvæðagreiðslur um lántöku Sjöunda tillaga hópsins snýst um það að gera fjármuni rekjanlega. Það yrði gert með upplýsingaskyldu um eig- endur fyrirtækja, ásamt eftirfarandi takmörkunum á eignarhaldi:  „Fyrir- tæki eigi ekki önnur fyrirtæki eða eign- arhaldsfélög.  Eingöngu einstaklingar og eignarhaldsfélög geti átt fyrirtæki og að eingöngu einstaklingar geti átt eignarhaldsfélög. Þannig yrði lagskipt- ing eignarhalds aldrei meira en þre- föld.“  „Í núverandi stjórnskipulagi hafa stjórnmálamenn vald til þess að slá lán fyrir hönd ríkisins, sameignarsjóðs allra landsmanna. Það er alltof algengt að ráðamenn taki óþörf lán,“ sagði Pét- ur en áttunda tillaga hópsins er sú að þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu haldn- ar um lántökur ríkisins. Benti hann að tæpur fimmtungur af öllum gjöldum ríkisins færi nú í vexti til innlendra og erlendra lánastofnana. „Það svarar til reksturs meira en tveggja Landspítala og þriggja Háskóla Íslands á ári,“ sagði Pétur. Aðhald og fræðsla Stefanía Anna Marínósdóttir bókari bar fram níundu tillöguna sem snýr að al- mennri upplýsingaskyldu og opnun opins gagnagruns á netinu. Þar sagði hún að mætti taka til mánaðarlegar tekjur og útgjöld ríkisins, sveitarfélaga og ríkisfyrirtækja, ásamt helstu skuld- um og skuldbindingum. Þá mætti einn- ig birta þar helstu tekjur og skuldir fyrir- tækja svo eitthvað sé nefnt. Pétur kynnti síðustu tillöguna sem snýr að aðhaldi, eftirliti og fræðslu um fjármálakerfið. „Svo virðist sem núverandi kerfi hafi ekki verið hannað með hagsmuni al- mennings í huga. Nú þegar krafan um nýtt kerfi verður sífellt háværari, verð- ur að tryggja að hagsmunir almennings séu í fyrirrúmi en ekki þröngir sérhags- munir,“ sagði hann. Leggja þau því til að í skólum landsins fái börn og unglingar fræðslu um fjármálakerfið, svo að þau geti seinna meira veitt þessu sama kerfi eitthvert aðhald. Pétur sagði að lokum að framundan væru opnir borgara- fundir í tengslum við háskóla á Íslandi, þar sem sérfræðingar bæði íslenskir og erlendir, munu halda framsögur um af- mörkuð svið. Fleiri upplýsingar má finna á heimasíðunni www.ifri.is. Hópur fólks hefur frá því í júní starfað saman að hugmyndum um nýtt fjármálakerfi. Tillögurnar eru hugs- aðar til að opna umræðu um nýjar leiðir í fjármálum þjóðarinnar. Meðal þess sem hópurinn leggur til er aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabanka og vaxtalaus peningaútgáfa. Opnir borgarafundir verða haldnir á næstunni þar sem fólk er hvatt til þess að ræða hugmyndirnar og tjá hug sinn. VILJA BYLTA FJÁR- MÁLAKERFINU JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Tillögur IFRI að nýju fjármálakerfi 1. Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabanka 2. Íþyngjandi innistæður 3. Vald einkaaðila til peningasköpunar 4. Vaxtalaus peningaútgáfa 5. Verðbólga er ákvörðun 6. Lífeyrissjóðir lána til húsnæðiskaupa 7. Rekjanleiki fjármuna 8. Þjóðaratkvæði um lántökur 9. Upplýsingaskylda og opinn gagnagrunnur 10. Aðhald, eftirlit og fræðsla TILLÖGUR IFRI Róttækar hugmyndir Hópurinn kynnti tillögur sínar á blaðamannafundi í Norræna húsinu á miðvikudaginn. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.