Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 52
52 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 8. október 2010 föstudagur guðjón Þórðarson, einn sigursæl-asti knattspyrnuþjálfari Íslend-inga, skrifaði á miðvikudaginn undir samning við sameiginlegt lið Ísafjarðar og Bolungarvíkur, BÍ/Bolungar- vík. Það eru svo sannarlega breyttir tíma hjá Guðjóni sem hefur á sínum þjálfaraferli stýrt stórliðum hér heima eða verið við stjórnvöl- inn hjá atvinnumannaliðum. Síðast þegar Guðjón tókst á við 1. deildina rúllaði hann henni upp með Skaganum árið 1990 en þar hafði hann í höndunum töluvert betra lið en BÍ/Bolungarvík getur boðið upp á í dag. Markmiðin eru þó greinilega háleit hjá Vest- firðingunum, annars væru þeir ekki að ráða Guðjón Þórðarson, þjálfara sem hefur afrek- að margt sem leikmaður og þjálfari en er þó aðeins 55 ára gamall. óvæntur titill með Ka Fyrsta starf Guðjóns sem þjálfari var heima á Skaganum þar sem hann tók við ÍA. Hann á að baki yfir 400 leiki með ÍA. Hann lét af störf- um ári síðar en átti þó eftir að koma við aftur. Hann var ráðinn þjálfari KA en fyrir norðan sýndi hann strax að í hann væri mikið spunn- ið. Öllum að óvörum varð KA Íslandsmeist- ari árið 1989 undir stjórn Guðjóns. Guðjón var þó aðeins annað ár hjá KA áður en heimahagarnir toguðu aftur í hann. Hann tók við ÍA sem þá var fallið í B-deild- ina. Ólíkt því sem nú er, var ÍA aðeins eitt ár í næstefstu deild. Skaginn rúllaði upp B-deild- inni og ári síðar urðu þeir meistarar í efstu deild, en það var önnur rós í hnappagat Guð- jóns Þórðarsonar sem var með magnað lið í höndunum. Þar voru þá tveir kornungir tví- burabræður, Arnar og Bjarki Gunnlaugssyn- ir, sem flestir ættu að kannast við. Vesturbærinn kallaði Guðjón hampaði Íslandsmeistaratitlinum á Skaganum bæði 1992 og 1993 en hvarf síð- an á braut. Vesturbærinn heillaði en þar á bæ var menn farið að þyrsta í fyrsta Íslands- meistaratitilinn í langan tíma. Þrátt fyrir að vera með magnað lið tókst KR ekki að gera betur en Skaginn sem vann Íslandsbikar- inn samfleytt frá 1992–1996. Guðjón tryggði þó tvo bikarmeistaratitla í röð, árin 1994 og 1995, auk þess sem hann stýrði KR-liðinu í mögnuðum Evrópuleikjum gegn Everton. Guðjón hætti sem þjálfari KR árið 1995 og þá voru Skagamenn ekki lengi að hringja í sinn mann. Hann tók við liðinu og gerði það að Íslandsmeisturum 1996. Það ár var leikinn einn flottasti fótbolta- leikur í íslenskri knattspyrnusögu. Hreinn úrslitaleikur ÍA og KR um Íslandsmeist- aratitilinn var háður á Skipaskaga í loka- umferðinni þar sem KR dugði jafntefli til að hampa sínum fyrsta titli í langan tíma. ÍA hafði þó sigur, 4–1, þar sem ungur Guð- jónsson, Bjarni, fór á kostum eins og allt það tímabil. ógleymanleg stund 1998 Guðjón vann ekki bara Íslandsbikarinn árið 1996 heldur varð ÍA bikarmeistari líka. Þrátt fyrir það var Guðjóni sagt upp störf- um á Skaganum en í júní 1997 var hann ráðinn landsliðsþjálfari. Árangur Guðjóns með landsliðið er magnaður en undir hans stjórn vann liðið 10 leiki, gerði 4 jafntefli og tapaði aðeins átta leikjum. Minnisstæðust er auðvitað stundin á Laugardalsvellinum á haustmánuðum 1998 þegar heimsmeistarar Frakka „steinlágu“ 1–1 með marki Ríkharðs Daðasonar. Guðjón lagði mikla áheyrslu á að verja markið sem landsliðsþjálfari og þó fótbolt- inn hafi aldrei verið sá fallegasti sýnir töl- fræðin það að enginn hefur náð betri árangri sem landsliðsþjálfari en hann. Eftir undan- keppnina var Guðjón á toppi ferilsins og var því aðeins einn þjálfari sem kom til greina þegar Íslendingaliðið Stoke City vildi ráða nýjan þjálfara. stoke-ævintýrið Það tók Guðjón lengri tíma en ætlað var að koma Stoke upp úr 3. deildinni á Englandi. Gríðarlegur fjöldi íslenskra leikmanna kom við sögu hjá Stoke á þessum tíma en á leið- inni hampaði Guðjón Framrúðubikarnum fræga þegar Stoke bar sigur úr býtum í bik- arkeppni neðrideildarliða. Það ár hét bik- arinn Framrúðubikarinn en þessi titill hef- ur loðað við Guðjón lengi. Á vormánuðum 2002 komst Stoke upp um deild eftir sigur í umspili gegn Cardiff. Guðjón, sem var þá þegar orðinn fyrsti íslenski þjálfarinn til að stýra liði á Eng- landi, varð fyrsti Norðurlandabúinn til að koma liði upp um deild á Englandi. Þrátt fyrir að takast loks ætlunarverk sitt var Guðjóni sagt upp störfum skömmu síðar en lengi hafði andað köldu á milli hans og stjórnarinnar. Meðal annars hafði Guðjón vitað af þjálfara sem liðið ætlaði að ráða á miðju tímabili sitjandi uppi í stúku með forráðamönnum liðsins. Stoke vann þann leik 4–0 og hélt því Guðjón starfinu aðeins lengur. stutt viðkoma í Keflavík Eftir Stoke tók Guðjón við norska liðinu Start en honum var þar ætlað að bjarga lið- inu frá falli. Það verkefni tókst ekki held- ur og hvarf Guðjón á braut um leið eins og samningar stóðu til. Árið 2003 tók Guð- jón við enska liðinu Barnsley en dvölin þar varð stutt þar sem hann var rekinn þeg- ar nýr eigandi keypti liðið. Það var síðan haustið 2004 að Guðjón kom aftur heim en þó í stutta stund. Hann var ráðinn þjálfari Keflavíkur og lét þar fyrir sér finna. Leikmenn Keflavíkur voru í stífu aðhaldi og miklum hlaupum en Guðjón fór með liðið í gegnum allt undir- búningstímabilið. Kortéri í mót hvarf hann þó á braut þegar enska fjórðu deildar liðið Notts County hafði samband. Sagði Guð- jón við fjölmiðla þá að Keflvíkingar hefðu ekki staðið við gerða samninga og því væri hann í fullum rétti að hætta. Forsvarsmenn Keflavíkur harðneituðu því og sýndu milli- færslur því til sönnunar að Guðjón hefði fengið greitt. Það breytti þó litlu og tók að- stoðarþjálfari Keflavíkur við keflinu, Krist- ján nokkur Guðmundsson. Eitt farsælasta skref í sögu knattspyrnunnar í Keflavík á síðustu árum. aftur heim Guðjón hóf leik af krafti hjá Notts County en lítill peningur var til hjá liðinu og leik- mannakaup sem Guðjóni hafði verið lofað gengu ekki eftir. Fljótlega fór liðið að þjóta niður töflurnar en bjargaði sér á lokadegi árið 2006 frá falli. Guðjón og Notts County slitu samstarfi og hélt hann því aftur heim á leið, beint á Skipaskagann, þar sem gengið hafði ekki verið svo gott. Undir stjórn Guðjóns tókst ÍA afar óvænt að tryggja sér 3. sætið í Landsbanka- deildinni sem þá hét árið 2007. Við miklu var búist af ÍA árið eftir en þá gekk hvorki né rak og var Guðjón rekinn. ÍA féll síðan í kjölfarið. Guðjón tók þá við Crewe sem var að falla úr C-deildinni á Englandi. Guð- jón þótti vinna kraftaverk með Crewe en því miður tókst liðinu ekki að bjarga sér frá falli. Hann ákvað að taka slaginn í D-deild- inni en þar gekk ekki jafnvel og var hann rekinn í október í fyrra. Lengi án starfs Guðjón hefur nú verið lengi án starfs og sinnti hann verkefnum fyrir Stöð 2 Sport í sumar sem aðstoðarlýsandi. Hann hef- ur verið duglegur að láta lið vita að hann er laus og var hann sterklega orðaður við KR um mitt sumar þegar Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn í Vesturbænum. Á miðju tímabili var því haldið fram að Valur væri búinn að ráða Guðjón en eftir stjórn- arskipti þar var Gunnlaugur Jónsson rek- inn og Kristján Guðmundsson ráðinn. Eftir tímabilið fór Guðjón í viðræður við KA og einnig settist hann niður með Vestfirðingunum. Var talið líklegt að hann myndi ráða sig til KA en eitthvað hefur BÍ/ Bolungarvík gert til þess að landa svona vænum bita. Ljóst er að metnaðurinn er mikill fyrir vestan og þarf raunar að vera það þegar jafnkröfuharður þjálfari og Guðjón er mættur til leiks. Guðjón vill án efa líka sanna það að hann er ekki búinn að missa töframáttinn og þyrfti engum að koma á óvart að nafn BÍ/Bolungarvíkur færi að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum. Nýr kafli hefst nú í knattspyrnusögu Guðjóns Þórðarsonar en hann hefur verið ráðinn þjálfari BÍ/Bolungarvíkur. guðjón hefur marga fjöruna sopið og má svo sannarlega segja að hann sé hvalreki af allra stærstu gerð fyrir knattspyrnuna fyrir vestan. hvalreki fyrir vestan ÁKVeðinn Guðjón Þórðarson veit hvað hann vill. 1987–1988 Ía 1989–1990 Ka 1991–1993 Ía 1994–1995 Kr 1996 Ía 1997–1999 Ísland 1999–2002 stoke City 2003–2004 Barnsley 2005 Keflavík 2005–2006 notts County 2007–2008 Ía 2008–2009 Crewe alexandra 2010– BÍ/Bolungarvík þjálfaraferillinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.