Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 8. október 2010 FRÉTTIR 21
ÖGMUNDUR ÚTILOKAR EKKI
SÉRSTAKAN SAKSÓKNARA
„Með hliðsjón af því sem á undan var gengið og aðstæðum öllum var ekki unnt að
byggja á því að sú háttsemi sem hann játar, að hafa sett lim sinn í stutta stund inn
í leggöng hennar, hafi falið í sér refsivert athæfi, þar sem hann taldi að hún væri
samþykk því sem þau voru að gera.“
„Þarna játaði hann verknaðinn en hann játaði ekki að hafa ætlað að nauðga
manneskjunni. Það er heljarinnar munur þar á. Ég er hræddur um að það þyrfti
þá að byggja ansi stór fangelsi ef menn ætluðu sér að telja öll svona atvik sem
nauðganir og dæma alla. Það væri ekki bara alvarlegt heldur skelfilegt að senda
menn á Litla-Hraun án þess að þeir viti nokkurn tímann af hverju, hvað þeir gerðu.
Menn geta bara hugsað það sjálfir, hver fyrir sig. Maður vill ekki búa í þannig ríki.“
„Það vantaði eitthvað í þetta mál. Það var alveg ljóst að hún
mótmælti aldrei eða hafði ekki þorað því. Hann var nú eitthvað
ofbeldishneigður.“
„Ef þú frýst verður gerandinn samt að vita að þú stirðnir upp
vegna þess að þú vilt þetta ekki. Einhvern veginn verður
hann að vita að hann sé að brjóta á annarri manneskju ...“
„Á hann bara að ganga út frá því að konan sé andsnúin
þessu? Hvernig á hann að vita það? Er mælikvarðinn
endilega sá að hún sé virk í rúminu með honum, taki
þátt? Það held ég að sé nú bara mismunandi.“ Þarna þyk-
ir hann afhjúpa þekkingarleysi á kynferðislegu ofbeldi
og algengum viðbrögðum við því. Hann þykir einnig
leggja ábyrgðina á konuna sem á að láta nauðgarann
vita að hann sé að nauðga henni í stað þess að gera
gerandann ábyrgan.“
„Ef þær eru mjög drukknar er það oftast þannig
að þær muna verr hvað gerðist og þá er minna
að marka það sem þær segjast hafa sagt og gert.
Það er eðlilegt. Að sjálfsögðu skiptir það máli
hversu drukknar þær eru.“
„Manneskja sem verið er að nauðga biður ekki
um smokk.“
Um ælin
Atli Gíslason segir að nauðgun af gáleysi sé ekki til:
Ósammála saksóknara
Atli Gíslason, lögmaður og þing-
maður Vinstri grænna, segist alfar-
ið ósammála þeim ummælum sem
ríkissaksóknari hefur látið falla. „Ég
er sérstaklega ósammála því þeg-
ar hann sagði að það væru rangar
sakargiftir í þessum málum. Rangar
sakargiftir eru ekki fleiri í kynferðis-
brotamálum en í öðrum málum. Þær
eru innan við eitt prósent í þessum
málum sem öðrum.“
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari
telur upp mál í helgarviðtali við DV
þar sem hann vísar í ástand konunn-
ar og hvernig það getur gert það að
verkum að gerandi hreinlega viti ekki
hvort hann er að nauðga henni eða
ekki. Blaðamaður spyr Atla hvort það
sé til eitthvað sem má kalla nauðgun
af gáleysi?
„Ég hugleiddi það mikið á sín-
um tíma hvort þetta hugtak eigi
rétt á sér,“ segir Atli. „En ég komst
að þeirri niðurstöðu að hugtakið
nauðgun af gáleysi er ekki til. Það
er til manndráp af gáleysi, líkams-
árás af gáleysi og því má hugsa
þessa hugsun til enda en mín nið-
urstaða er að hugtakið eigi ekki rétt
á sér.“
Atli segist ósáttur við margt af
því sem einkennir ummæli Valtýs
og bendir á að sú vanþekking sem
þau lýsi séu því miður algeng. „Ég
er líka ósáttur við þessa áherslu á
verknaðinn. Það þarf allsherjarhug-
arfarsbreytingu í þessum málum og
leggja frekari áherslu á samþykki
fyrir kynmökum og að verknaðar-
lýsing sé tekin út úr lögum.“
Valtýr afhjúpaði viðhorf til nauðg-
unamála sem eru þess eðlis
að það verður ekki við þau
unað. Hann lætur að því liggja
að þessi mál séu óæðri öðrum
ofbeldisverkum, ekki jafn
alvarleg. Það hlýtur að
útskýra hversu fáir
leita til dómstóla eftir
nauðgun.
Svo virðist sem það sé ekki ver-
ið að reyna að ná fram
réttlæti heldur þagga þessi
mál niður. Það er eins og
hjá ríkissaksóknara sé
alltof mikil samúð
með nauðgur-
um. Eins og
það sé hægt
að nauðga
af gáleysi.
Ég gat ekki séð að hann gerði þá
kröfu til karla að þeir
bæru ábyrgð á drykkju
sinni og það hefði áhrif á
ábyrgð þeirra í kynlífsat-
höfnum. Mér þætti eðlilegt
að hann gerði sömu
kröfu til þeirra.
Krefjast afsagnar
Fjölmargar konur hafa skorað á Valtý Sigurðsson að segja af
þér embætti nú þegar. Þykir þeim ummæli hans í DV í lok
september afhjúpa vanhæfni hans til að gegna embætti ríkis-
saksóknara.
GERIR KRÖFU
UM VIRÐINGU
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta,
segir að Valtýr hafi orðið uppvís að fordóm-
um, þekkingarleysi og virðingarleysi gagn-
vart konum.
VALTÝR ER
VANHÆFUR
Lilja Ólafsdóttir segir að viðhorf Valtýs
endurspegli gamlar hugmyndir um
að það sé konum sjálfum að kenna ef
þeim er nauðgað. Eftir viðtöl við DV
sé hann vanhæfur til þess að fara með
kynferðisbrotamál.
BLÖSKRAÐI
UMMÆLIN
Auður Styrkársdóttir segir að viðhorf
ríkissaksóknara í nauðgunarmálum
séu óviðunandi. Réttast væri að segja
honum upp og borga honum bætur í
stað þess að veita honum áminningu.
Innan við eitt prósent Atli er
sérstaklega ósáttur við ummæli
Valtýs um rangar sakargiftir í
kynferðisbrotamálum.
Átti fund með ríkissaksókn-
ara Dómsmálaráðherra setur
fram spurningar um það hvort
umfjöllun ríkissaksóknara verði
til þess að efla traust brotaþola
á réttarvörslukerfinu og biður
hann um greinargerð vegna
ummæla sinna.