Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 26
26 umræða 8. október 2010 föstudagur
Hvað veldur því
að Sjálfstæð-
isflokkurinn
neitar að taka
þátt í því sam-
ráði um skulda-
vanda heimila
sem ríkisstjórn-
in hefur nú
boðað? Bjarni
Benediktsson
vafningsmeist-
ari N1s held-
ur því fram
að um „sjónarspil“ sé að ræða og
Sjálfstæðisflokkurinn taki ekki
þátt í slíku. Líklega af því hann sé
svo hreinlyndur og heiðarlegur og
hafi aldrei tekið þátt í neinu rugli,
sá góði flokkur. Nú veit ég nátt-
úrlega ekki nákvæmlega hvað er
boðið upp á í þeim viðræðum sem
stjórnin hefur boðað til, en ég ætla
þó að leyfa mér að trúa því að ekki
sé um „sjónarspil“ að ræða. Ef for-
ystumenn ríkisstjórnarflokkanna
eru ekki þeim mun skyni skroppn-
ari, þá hljóta þeir við núverandi
aðstæður að leggja öll sjónarspil á
hilluna og róa að því öllum árum að
finna ráð til að skapa sæmilega sátt
í samfélaginu.
EKKERT UPPÞOT
Enda kom í ljós á mánudaginn var
að ef slík sátt skapast ekki, þá verð-
ur þessari ríkisstjórn sópað eins og
sprekum í stórsjó lengst út í hafs-
auga. Og það sem meira er, stjórn-
arandstöðunni verður sópað þang-
að líka.
Ég er sammála Herði Torfasyni
um að mótmælin á mánudagskvöld
hefðu vel mátt hafa skýrari baráttu-
mál. Á fundunum sem hann stóð
fyrir fyrsta hrunveturinn var ævin-
lega klárt og kvitt hver baráttumálin
voru, og aldrei var hvikað frá þeim.
Baráttumál fundarmanna á Austur-
velli á mánudaginn voru ekki ljós,
og ég verð að viðurkenna að þegar
ég fór á fundinn og lenti inni í hópi
Heimdellinga, þá kunni ég ekki
nógu vel við mig. Meiri maður er ég
nú ekki, að mér fannst ég varla geta
verið á sama baráttufundi og þeir.
En þó var það kannski um leið
á sinn hátt styrkleiki þessa fund-
ar, hvað baráttumál fjöldans voru
mörg og margvísleg. Þótt mót-
sagnakennt megi teljast. Ég er alla
vega alls ekki sammála Herði um
að þessum fundi megi helst líkja
við uppþot – en það sagði hann ein-
hvers staðar, og vísaði til þess hve
fókus fundarins hefði verið óljós.
Krafturinn í fundinum var nefni-
lega miklu meiri en svo, og einbeit-
ingin mun beittari.
Jafnvel þó ekki væru allir að
berjast fyrir nákvæmlega því sama.
ÆÐASLÁTTUR ÞJÓÐARINNAR
Á sínum tíma hrökklaðist ríkisstjórn
Geirs Haarde frá, ekki nákvæmlega
af því að nokkur þúsund manns
stóðu á Austurvelli og börðu bús-
áhöld, heldur af því það rann loks
upp fyrir forráðamönnum þeirrar
stjórnar (að minnsta kosti Samfylk-
ingarhluta hennar) að fólkið á Aust-
urvelli var fulltrúi miklu stærri hóps.
Að barsmíðarnar á búsáhöldin voru
örvæntingarfullur æðasláttur meg-
inþorra þjóðarinnar, sem var bú-
inn að fá sig fullsaddan af aðgerða-
leysi og ráðleysi þeirrar stjórnar – og
þótti ekki lengur sæmandi að sú rík-
isstjórn, sem anað hafði blindandi
út í hrunin, skyldi ætla sér þá dul
að bjarga okkur aftur upp úr feninu.
Að því leyti steypti fólkið á Austur-
velli ríkisstjórn Geirs Haarde; það
var ekki baktjaldaspil flokksstofnana
sem varð þeirri stjórn að aldurtila,
heldur fólkið sem sagði hingað og
ekki lengra.
Og stjórnmálamenn, sem voru
sem í losti, skildu loks hvað til síns
friðar heyrði.
Á ekki ósvipaðan hátt voru mót-
mælin á Austurvelli á mánudag-
inn til marks um vaxandi óánægju.
Óánægju sem mun óhjákvæmilega
fá útrás, ef ekki verður gerð þegar í
stað gangskör að því að lina hana.
Og ég ætla rétt að vona að þær sam-
ræður sem ríkisstjórn Jóhönnu Sig-
urðardóttur á nú í við hagsmunaað-
ila fari fram í fullri alvöru, og leiði
fljótt og vel til einhverrar þeirrar
niðurstöðu sem þorri þjóðarinn-
ar getur sætt sig við. Það er að vísu
undarlegt ef núna, tveim árum eftir
hrun, á allt í einu að vera hægt að
finna einhver ráð til að lina þjáning-
ar fólks, sem ekki hefur verið hægt
að brydda upp á fyrr – en látum svo
vera. Ef einhver góð ráð finnast, þá
er það gott og gilt, og við getum síð-
ar gert það upp hví ekki var gripið
til þeirra fyrr.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
ÞURRKAR FINGRAFÖR SÍN AF
HRUNINU
En það ber alla vega öllum skylda
til að taka þátt í þeim viðræðum
sem nú standa yfir af fullri alvöru.
Líka Sjálfstæðisflokknum – það er
að segja ef hann getur þá gert eitt-
hvert gagn við núverandi aðstæð-
ur. Ekki veit ég það, en hitt veit ég
að það hefði engu breytt þótt Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði verið við
völd frá hruni – það hefði auðvitað
engu betur gengið að koma málum
á þurrt, en raun hefur orðið á hjá
Samfylkingu og Vinstrigrænum.
Og langlíklegast er að ástandið
væri mun verra ef Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði verið að þvælast við
stjórnvölinn, því mestöll hans orka
hefði líklega farið í að reyna að
þurrka fingraför sín af hruninu.
Það mun auðvitað ekki takast,
hann situr uppi með stærstan hluta
„heiðursins“ af hruninu, og gorgeir
nú mun engu breyta.
Þannig að „sjónarspilið“ er lík-
lega helsta afreksverk Sjálfstæðis-
flokksins sjálfs.
En það mun heldur ekki duga
framar fyrir ríkisstjórnina að vísa til
þess að viðræður hennar við stjórn-
arandstöðu og/eða hagsmunaaðila
hafi steytt á skeri. Sú afsökun verð-
ur ekki tekin gild í þeim stórsjó sem
fundurinn á mánudag var til marks
um að gæti skollið á þegar minnst
varir.
Ég bjó á Kópaskeri sem barn og ólst þar upp. Um engan stað þykir mér vænna.
Þar var hins vegar margt öðru-
vísi en í stærri byggðarlögum.
Eitt af því sem var öðruvísi en
í stærri bæjum var að kona á
miðjum aldri, Fríða í Grund,
ákvað upp á sitt eindæmi (eft-
ir því sem ég best veit) að byrja
að kenna krökkunum í þorp-
inu körfubolta um miðjan tí-
unda áratuginn. Hún kunni
engan körfubolta sjálf en las sér til um
öll helstu lykilatriði og boðaði krakkana
á æfingar. Á þessum árum var íþrótta-
aðstaða í þorpinu með versta móti og
íþróttahús var ekki til staðar frekar en
munaður á borð við sundlaug.
Þeir sem glíma við skort af ein-hverju tagi læra yfirleitt að bjarga sér. Ég vil ekki segja að fólkið á Kópaskeri hafi búið við
skort – síður en svo. Skortur á sóma-
samlegu íþróttahúsi hafði hins vegar
verið ákveðið vandamál um langt skeið
þótt við krakkarnir í þorpinu hefðum
ekki hugmyndaflug í að kvarta. Inn-
anhússíþróttir voru nefnilega á Kópa-
skeri iðkaðar í kaffistofu sláturhússins
Fjallalambs. Uppi á annarri hæð var
kaffistofa sem var frekar stór vegna þess
að í sláturtíð var og er Fjallalamb mjög
fjölmennur vinnustaður á mælikvarða
landsbyggðarþorps. Í þessum dúka-
lagða sal, sem var á að giska um 100
fermetrar, hafði blak verið stundað um
langt árabil. Á daginn var þetta sum sé
kaffistofa stærsta vinnustaðarins í þorp-
inu en á kvöldin æfingasalur fyrir blak
og síðar körfubolta.
Í þessum sal fengum við aðstöðu og æfðum í nokkur ár þótt ýmsir gall-ar væru á gjöf Njarðar. Fyrir utan þá staðreynd að salurinn var ein-
ungis um einn fjórði af stærð hefðbund-
ins körfuknattleiksvallar voru körfurn-
ar misháar. Öðrum megin í salnum var
lægra til lofts en hinum megin þannig
að töluverða lagni þurfti til að skjóta
af færi þeim megin. Sturtuaðstaða var
þess utan engin og búningsklefar voru
eitthvað sem við krakkarnir þekktum
bara af afspurn. Við skiptum um föt í
fatahenginu, bæði stelpur og strákar, og
spiluðum körfubolta tvisvar í viku.
Í hvert sinn sem við spiluðum hófst æfingin á því að allir unnu sameig-inlega að því að taka niður borðin og stólana og fara með þá inn í eld-
hús svo rými væri til að spila. Eftir æfing-
una þurfti að sjálfsögðu að koma öllu í
fyrra horf.
Þegar reynsla var komin á þetta sam-
band Fjallalambs og körfuboltans var
okkur krökkunum treyst fyrir því að fara
eftirlitslaust í salinn á kvöldin. Þá hringd-
um við einfaldlega í framkvæmdastjór-
ann og báðum um leyfi til að spila í kaffi-
stofunni. Það fengum við að sjálfsögðu
endurgjaldslaust. Eina skilyrðið var að
við myndum taka niður borðin og setja
þau aftur upp á sama hátt að æfingu lok-
inni. „Svo munið þið bara að skúra vel á
eftir,“ sagði framkvæmdastjórinn gjarn-
an sinni dimmu röddu. Það töldum við
ekki eftir okkur og skúruðum
þennan sal í hverri einustu
viku eftir nánast hverja ein-
ustu æfingu.
Þetta kann að hljóma frekar undarlega fyr-ir íbúa stærri sveit-arfélaga en aldrei
nokkru sinni fundum við fyr-
ir því að okkur væri ekki treyst
fyrir því að fá lyklana að þessu
stóra húsi sem var fyrir for-
vitna stráka uppfullt af spenn-
andi stöðum; ólæstum frystiklefum og
birgðageymslum, matvöru, hnífum,
sögum og ekki síst sælgæti en það var
yfirleitt í miklu magni inni í eldhúsinu
þar sem við röðuðum borðunum upp
meðan á æfingum stóð. Þótt freisting-
arnar væru á hverju strái man ég aldrei
eftir því að komið hafi til álita að fikta í
einhverju sem var bannað eða stela svo
miklu sem einu súkkulaðistykki. Á milli
aðila ríkti einfaldlega gagnkvæmt traust
sem maður spáði svo sem lítið í á þeim
tíma.
Að fáeinum árum liðnum var
ákveðið að innrétta íþróttahús í stórri
skemmu þar sem fram að því hafði ver-
ið trésmiðja. Íþróttahúsið, sem nær því
reyndar ekki að vera körfuboltavöllur í
fullri stærð, var ógnarstórt á okkar mæli-
kvarða og við tókum stórstígum fram-
förum.
Þegar við höfðum æft und-ir handleiðslu Fríðu í Grund í nokkurn tíma fórum við að keppa á Íslandsmótum. Fáein-
ir krakkar í öðrum bæjarfélögum í sýsl-
unni (Raufarhöfn og Þórshöfn) bættust
við svo við næðum í lið. Hinn ógnar-
strangi Sæmundur frá Þórshöfn kom til
sögunnar og lét okkur óspart heyra það
á æfingum og í keppni. Saman mynd-
uðu þau Fríða öflugt þjálfarateymi.
Þau fóru svo með okkur nokkrum
sinnum á hverjum vetri í langferðalög
til Reykjavíkur, Akureyrar, Ólafsfjarðar,
Borgarness og jafnvel Grindavíkur þar
sem við kepptum við lið þar sem iðkend-
ur voru ekki 10 til 15 eins og á Kópaskeri,
heldur mörg hundruð. Við náðum þeim
árangri að vinna Norðurlandsriðilinn
nokkrum sinnum og kepptum bæði á
Íslandsmótum og í bikarkeppni við lið
á suðvesturhorninu. Hæst ber glæsta
sigra í unglingaflokki gegn Skallagrími,
Fjölni og fleiri stórum félögum en við
strákarnir vorum eitt árið hársbreidd
frá því að leggja bæði aðallið KR (með
þá Jón Arnór og Jakob Sigurðar innan-
borðs) og Grindavík í bikarkeppni. Ör-
fáum stigum munaði í bæði skiptin en
Grindavík varð bikarmeistari það árið.
Stelpurnar, undir formerkjum UNÞ,
sem höfðu notið góðs af því að æfa með
okkur strákunum öll árin, urðu lands-
mótsmeistarar í sínum flokki þegar
mótið var haldið í Grafarvogi árið 1998.
Það var titill sem ég kýs að kalla Kaffi-
stofubikarinn til minningar um kaffi-
stofuna í Fjallalambi, æfingasal okkar
til margra ára. Þetta var gullaldartímabil
körfuboltans á Kópaskeri og ljóslifandi
dæmi um það hvað tveir einstaklingar,
í þessu tilviki Fríða og Sæmundur, geta
gert fyrir lítið samfélag með lítil fjárráð.
Höfum það hugfast í kreppunni.
kaffistofubikarinn í
körfubolta
stÓrsJÓr Í
VÆNduM?
trésmiðja
illugi
jökulsson
rithöfundur skrifar
HELGarPistiLL
baldur
guðmundsson
blaðamaður skrifar
Illugi Jökulsson ætlast til þess bæði af ríkisstjórninni og
öðrum að viðræður um skuldavanda heimila fari fram í al-
vöru. Annars sé illt í efni.
Sigur á héraðsmóti Fríða og Sæmund-
ur með okkur krökkunum á góðri stund. Á
innfelldu myndinni er æft í kaffistofunni.
Þannig að „sjón-arspilið“ er lík-
lega helsta afreksverk
Sjálfstæðisflokksins
sjálfs.