Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 24
F rétt Viðskiptablaðsins um að vátryggingafélagið VÍS væri stærsti hluthafi netmiðilsins Pressunnar vakti nokkra at- hygli í vikunni. Viðskiptablaðið hafði þessar upplýsingar úr ársreikningi Pressunnar sem miðillinn skilaði nýverið til ársreikningaskrár ríkis- skattstjóra. VÍS er sem kunnugt er í eigu Exista, eignarhaldsfélags Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Hávær orðrómur hefur ver-ið um það lengi að meðal hluthafa Pressunnar séu aðilar tengdir Kaupþingi og Exista. Pressan hefur þótt taka á mörgum af útrásarvíkingunum með silkihönskum og tekur oft afstöðu með þeim í samfé- lagsumræðunni. Einn af þekktustu bloggurum Press- unnar, Ólafur Arnarson, hefur til dæmis verið á launum hjá Ex- ista, þótt þau hafi borist í gegnum almannatengilinn Gunnar Stein Pálsson, og Björn Ingi Hrafnsson, út- gefandi og einn af hluthöfum Press- unnar, fékk fleiri hundruð milljón- ir króna að láni hjá Kaupþingi fyrir hrun. Gagnrýnislausar fréttir og blogg Bubba Morthens um Jón Ás- geir Jóhannesson og Pálma Haralds- son og Iceland Express hafa sömu- leiðis verið áberandi á miðlinum og ekki aukið trúverðugleika hans. Ekkert hefur fengist staðfest um þetta eignarhald Ex-istabræðra fyrr en nú og er ljóst að tíðindin koma sér ekki vel fyrir trúverðugleika Björns Inga og félaga. Almenningur getur nú lesið Pressuna með þessa vitn- eskju í huga því eignarhaldið skýrir margt í áðurnefnd- um efnistökum Pressunn- ar. Miðillinn er í raun meiri málpípa fallinna útrásar- víkinga en nokkur annar í landinu: Þetta er lítil frétt sem varpar ljósi á svo margt. Björn Ingi var hins vegar ekki lengi að svara fyrir sig eftir að Viðskiptablað-ið kom með þessa upp- ljóstrun sem legið hafði í loftinu svo lengi. Degi eftir að fréttin var sögð sagði Pressan nefnilega frá því að ríkisskattstjóri væri undrandi á því að Viðskiptablaðið og fleiri miðlar hefðu ekki skilað ársreikn- ingi. Björn Ingi hefur líklega ætlað að hefna sín á Viðskiptablaðinu með því að finna einhvern skít á það í ársreikningi blaðsins. Þegar hann komst að því að ársreikning- ur blaðsins lá ekki fyrir hefur hann einfaldlega gert sér mat úr því í staðinn að blaðið hefði ekki enn skilað ársreikningi. Hefnd Binga var því fullkomnuð með fréttinni. F ræg er sagan af framsóknarmann-inum sem sagðist vera með hnífasett í bakinu eftir Björn Inga og er ljóst að hann hefur engu gleymt þrátt fyrir skakkaföll og álitshnekki liðinna ára. Hann er enn Hefni-Bingi. HEFNI-BINGI „Ég er maður sem kann að stjórna svona hlut- um.“ n Hörður Torfason, um mótmælin sem áttu sér stað á Austurvelli á mánudag en hann segir þau eiga meira skylt við uppþot. Þau séu orsökuð af reiði og að kröfurnar séu óskýrar. - DV „Þetta er sóðaskap- ur, skítamál. Punktur.“ n Vilhjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta, en DV leitaði til hans eftir mati á því að félag Bjarna Ármannssonar, Imagine Investment, fékk 800 milljónir króna afskrifaðar samkvæmt ársreikningi félagsins vegna ársins 2009. - DV „Maður vonar að þetta hafi verið einhverjir ruglu- kollar.“ n Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur um það hvort öfgahópar séu að ná fótfestu hér á landi eftir að sást til nasistafána á Austurvelli í mótmælunum. - DV „Afhverju geta þessir listamenn ekki bara farið að vinna vinnu eins og eðlilegt fólk.“ n Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, um listamannalaunin. Hann vil afnema þau og segir að hætta hefði átt við að byggja tónlistarhúsið og leyfa því að standa sem minnisvarða eftir að hrunið skall á. - Visir.is Harmleikur Steingríms J. Mesti nöldurseggurinn í mesta góð-æri Íslandssögunnar var Stein-grímur J. Sigfússon. Hann vakti undrun og síðan leiða í þau fjölmörgu skipti sem hann varaði við því hvert efnahagur landsins stefndi og kvartaði undan siðleysi bankanna. Öllum að óvörum hafði hann rétt fyrir sér. Í síðustu viku vaknaði Steingrímur spá- maður upp við tragíkómískan draum. Hundrað kílóum af slori hafði verið sturtað niður við heimili hans í mótmælaskyni við efnahagsástandið sem hann varaði við. Á mánudagskvöld rankaði hann aftur við sér þegar mótmælandi réðst á bílinn hans með barefli. Steingrímur sá þetta fyrir. Í viðtali við DV í fyrra benti hann sjálfur á að hann myndi verða óvinsæll vegna ákvarðana sem hann þyrfti að taka á komandi misserum. Stein- grímur var skilningsríkur í garð mótmæl- endanna. Hann tengdi mótmælin ekki við sig sjálfan. Enda veit hann betur. Efnahag- urinn var í rúst þegar hann kom að. Þetta er öðrum að kenna, hugsar hann eflaust. Steingrímur hefur skrifað greinar í blöð- in um þann undraverða árangur sem þó hef- ur náðst í efnahagsmálum. Atvinnuleysið er nefnilega minna en talið var og hrunið ekki alveg eins slæmt og búist var við. Hann þakk- ar krónunni fyrir árangurinn. Hún styrkir innlenda framleiðslu. Það breytir því ekki að Steingrímur virð- ist ekki breyta neinu. Ekkert sem hann hef- ur ákveðið hefur skipt sköpum. Andstaða hans við erlenda fjárfestingu hefur til dæm- is ekki hleypt lífi í efnahaginn. Það sem hef- ur batnað í hagkerfinu hefur gert það vegna þess að krónan gerir laun okkar svo lág að það er ódýrara fyrir okkur sjálf að framleiða hlutina heldur en flytja inn. Fyrst Steingrím- ur þakkar fyrir það getur hann beint þökk- unum til Davíðs Oddssonar. Annan árangur getur hann þakkað Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, sem hann ætlaði reyndar að henda úr landi – áður en hann komst til valda. Það var engin önnur leið. Steingrímur J. þurfti að fylgja markaðslögmálunum. Það sem hefur verið gert er ósköp fyrirsjáanlegt. Fólkið er látið borga til að halda bönkunum sterkum. Hann gat engu breytt. Hann get- ur ekki gert annað en að umbreytast í fram- lengingu á vilja æðri máttar og höggva í spað norræna velferðarsamfélagið sem hann boðar. Steingrímur J. er eftir allt saman áhrifa- laus leiksoppur æðri máttarvalda í gríska harmleiknum á Íslandi. Guðirnir eru mark- aðshagkerfið og Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn, andskotar hörðustu vinstrimanna. Örlög hans eru að verða hataðasti maður Ís- lands. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Steingrímur sá þetta fyrir. LEIÐARI SVARTHÖFÐI 24 UMRÆÐA 8. október 2010 FÖSTUDAGUR RÚÐUBROTUM MÓTMÆLT! n Pétur Blöndal er á meðal heil- steyptustu alþingismanna þjóð- arinnar. Pétur er vikulegur gestur í Bítinu á Bylgj- unni þar sem sérstæðar skoð- anir hans koma fram. Í gær- morgun fjallaði hann um mót- mælin á Aust- urvelli. Kom þá fram einhver al- skondnasta lýsing á hugarfari ein- stakra mótmælenda. Taldi Pétur að sumir þeirra sem mættu á Aust- urvöll hefðu verið að mótmæla því að aðrir mótmælendur brutu rúð- ur í Dómkirkjunni. ÓLI BJÖRN Í STUÐI n Ekki er alveg ljóst hvað það var sem rak varaþingmanninn Óla Björn Kárason á Austurvöll. Framan af kvöldi skemmti hann sér konunglega en síðan dró ský fyrir sólu. Myndband af honum illa til reika í haldi lögreglu vakti þjóðarathygli. Óli Björn mun hafa haft margt á hornum sér skömmu áður en til uppnámsins kom. Meðal annars fyrirskipaði hann þekktum komm- únista að slökkva eld nokkurn. Átti hann í undarlegustu samskiptum við aðra mótmælendur og spratt af því ólga. Óli Björn átti snilldarsvar daginn eftir þegar Vísir.is leitaði viðbragða hans. Þakkaði hann lög- reglunni fyrir að hafa bjargað sér frá mótmælendum. LÍFHRÆDD JÓHANNA n Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra óttast svo einstaka þegna sína að hún hefur komið sér upp lífverði ef marka má Morgun- blaðið. Rifjað er upp að Geir Haarde hafi haft lífverði á sínum tíma. Það sem Morgunblað Davíðs Odds- sonar fjallar ekki um er að sjálfur þurfti hann lífverði þegar ástandið var sem eldfimast í aðdraganda þess að Jóhanna setti hann af. DABBI OG HALLI n Það er embætti ríkislögreglu- stjóra sem leggur Jóhönnu Sig- urðardóttur til lífvörð. Ekki er ástæða til að efast um að frétt Moggans sé rétt ef litið er til sterkra tengsla milli blaðs og embættis. Har- aldur Johann- essen ríkislög- reglustjóri og Davíð Oddsson eru miklir mát- ar, enda á Haraldur Davíð frama sinn og slímusetu að þakka. Ljóst má vera að Davíð er ágætlega upplýstur um það sem gerist hjá ríkislöggunni. SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is UMSJÓN HELGARBLAÐS: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is UMSJÓN INNBLAÐS: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Hún fæddist árið 1944 og kom hing- að frá Danmörku sem íslenskur rík- isborgari; reifabarn í skókassa. Alin upp í sárri fátækt náði hún að verða afar rík. Hún kynntist Kana og þjónaði honum til borðs og sængur um árabil. Hún álnaðist á ýmsu en eitthvað náðu afkomendur hennar að spila rass- inn úr buxunum því þessa dagana má hún þola smán og er mestmegn- is útskúfuð af svokölluðum vinum. Hún stundar varðhundarækt og tal- ar vel um þá ríku en hundsar fátækt pakk. Hún er millasleikja en reynir þó að láta ekki mikið á því bera. Hún sést annað veifið á vappi með frægum flagara. Sá er kallaður ýmsum nöfn- um og er sagður ein ríkasta karlremba sögunnar. Hann mætir til hennar með flagarabudduna (afar homma- lega smátösku), þar geymir hann allt sem til þarf: ilm- krem, stinning- arlyf, tannbursta, munnskol, andr- emmueyði, fót- sveppakrem, rak- vél, rakspíra og yfirleitt allt sem flagara ber að brúka. Hún er háð honum fjár- hagslega og veit svosem að hann er frægur fyrir ýmiskonar ósóma. Gulltyppið er ekki alltaf gefandi. Sagan segir að stund- um hafi flagarinn farið frá hjásvæfun- um með það litla sem þær áttu eftir þegar hann kom þeim til bjargar. Aldurinn er víst svo afstæður. Hún er ungleg og undurfríð og hann er á óræðum aldri. Þau láta vel hvort að öðru og „samfarir þeirra eru góðar“, eins og skrifað stendur í einhverri skruddunni. Hún má eiga það kerlingin að hún á það til að vera gagnrýnin á sig og sína. Hún talar fjálglega um óhóf og bruðl og segist vilja þjóðnýta all- an fjárann. Hún hefur t.d. haldið því fram að endurskoða beri lög um kvóta og svoleiðis. Hún segist vilja nýja stjórnarskrá og vill meina að per- sónukosning eigi að vera leyfð í þing- kosningum. Hún er sögð hafa réttláta og sanngjarna sýn á allt og allt. En það er einsog flagarinn nái alltaf að tæla hana með sé í bólið þegar hún vill ýta áhugaverðum hugmyndum í framkvæmd. Flagaraklúturinn ilm- smyrslin og lausnir stinningarvand- ans falla svo vel að högum hennar að allt annað gleymist. Hún veit vel að fjölskyldusilfrið, mávastellið, málverkin, flíkur og ýms- ar eigur, sem staðið hafa ónotaðar um langa hríð, gætu orðið börnum henn- ar að notum. En hún þarf að sinna flagaranum; fara með honum í sam- kvæmi hjá yndislegum millasleikjum. Hann segist standa með henni. Alltaf dekrar hún við hann, sinn heittelskaða jöfur, þann glæsilega – góða mann sem gerir miklar kröfur. Gellan og gulltyppið SKÁLDIÐ skrifar KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar Hún er ungleg og undurfríð og hann er á óræðum aldri. BÓKSTAFLEGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.