Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Helgarblað 14.–16. janúar 2011
Hatrömm átök
um auðlindirnar
„Geir H. Haarde,
formaður Sjálf stæðis-
flokksins á þessum tíma, lýsti
því yfir á landsfundi flokksins í
apríl sama ár að stefna bæri að
einkavæðingu Landsvirkjunar
og orkufyrirtækja.
Jarðvarminn virkjaður Auðugustu
útrásarvíkingar landsins reyndu á árunum 2005
til 2008 að komast inn í stærstu orkufyrirtæki
landsmanna, meðal annars í krafti samþykkta
Sjálfstæðisflokksins og þáverandi ríkisstjórnar.
auðlindum yrði ekki sett í stjórn-
arskrá í samræmi við stjórnarsátt-
málann.
Sjálfstæðismönnum var vart
haggað. „Ætla menn að fara að
breyta stjórnarskránni, hugsanlega
umbylta núverandi fiskveiðistjórn-
unarkerfi og atvinnugreininni þeg-
ar það eru tíu dagar eftir af þing-
inu – ég get ekki ímyndað mér það,“
sagði Sigurður Kári Kristjánsson á
Alþingi.
Stöðugar jarðhræringar
Snemma í mars 2007 náðu for-
menn stjórnarflokkanna, Jón Sig-
urðsson og Geir H. Haarde, sam-
komulagi um að leggja fram
frumvarp um auðlindir. „Hafa þeir
orðið sammála um að flytja með-
fylgjandi frumvarp til stjórnarskip-
unarlaga. Þar kemur fram kjarninn
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar en jafnframt er ákvæðið látið
ná til allra náttúruauðlinda Íslands.
Áréttað er að réttinda einstaklinga
og lögaðila sem njóta eignarréttar-
verndar 72. greinar stjórnarskrár-
innar skuli gætt. Því er lýst yfir að
náttúruauðlindir Íslands skuli nýta
til hagsbóta fyrir þjóðina alla, sem
standi því samt ekki í vegi að veita
megi einkaaðilum heimildir til af-
nota eða hagnýtingar á sameigin-
legum auðlindum. Eðli málsins
samkvæmt eru slíkar heimildir aft-
urkræfar og fela ekki í sér fullnað-
arafsal, þótt í þeim geti falist óbein
eignarréttindi,“ sagði í sameigin-
legri yfirlýsingu formannanna.
Skemmst er frá því að segja að
eftir miklar deilur og átök logn-
aðist málið út af. Þingfundum var
slitið snemma og flokkarnir hófu
undirbúning kosninga. Ekki þarf
að fara í grafgötur um að niður-
staðan var sjálfstæðismönnum
þóknanleg eins og lesa má úr orð-
um Sigurðar Kára, sem vitnað er til
hér að framan.
Mútur?
Átökin og deilurnar um hið ný-
stofnaða félag Orkuveitu Reykja-
víkur, REI, og eignarhald GGE á
félaginu, áttu eftir að harðna þeg-
ar leið á árið 2007 og enduðu með
því að upp úr meirihlutasamstarfi
Framsókarflokksins og Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavíkurborg slitn-
aði.
Þann 16. nóvember 2007 gengu
viðskiptafélagarnir Jón Ásgeir Jó-
hannesson, Hannes Smárason og
Þorsteinn M. Jónsson til fundar
við Geir H. Haarde, þáverandi for-
sætisráðherra. Vitað er að rætt var
alvarlegt bakslag varðandi einka-
væðingu og útrás innan orkugeir-
ans.
Ýmsir hafa lýst því opinberlega
yfir að styrkirnir frá FL Group og
Landsbankanum, sem hér hefur
verið lýst, hafi verið mútugreiðslur.
Engin rannsókn hefur þó enn farið
fram sem hefur það að markmiði
að ganga úr skugga um hvort slík-
ar fullyrðingar eigi við rök að styðj-
ast. Athyglisvert er að stjórnvöld
hafa nú lagt drög að því í samræmi
við tilmæli GRECO, eftirlitsnefnd-
ar Evrópuráðsins með spillingu, að
herða viðurlög við mútubrotum og
sjá meðal annars til þess að ákvæði
hegningarlaga um mútur og mútu-
þægni nái einnig til kjörinna full-
trúa.
Kærur þriggja einstaklinga vegna
framkvæmdar kosninganna til stjórn-
lagaþings voru teknar fyrir í Hæsta-
rétti á miðvikudag. Kærendurnir Óð-
inn Sigþórsson og Skafti Harðarson
báru brigður á að lögum hefði verið
fylgt við framkvæmd kosninganna.
Kjörklefar hefðu ekki tryggt leynilegar
kosningar og sjá hefði mátt á kjörseðla
þar sem þeir voru ekki brotnir saman
áður en þeir voru settir í kjörkassa. Þá
hefði úthlutun 14 sæta á stjórnlaga-
þingi ekki stuðst við lágmarksfjölda
atkvæða og dræm kjörsókn gæti vald-
ið því að fámennur hópur gæti í krafti
fárra atkvæða ráðið endurskoðun
stjórnarskrár lýðveldisins. Skafti sagði
að sérstök lög um stjórnlagaþing
drægju ekki úr skilyrðum um leyni-
legar kosningar. Flókin staða með 522
frambjóðendur í persónukjöri hefði
ekki átt að koma á óvart þar sem fárra
meðmælenda hefði verið krafist á bak
við hvern frambjóðanda. „Ótrúlega
losaraleg kosningaframkvæmd verð-
ur að hafa afleiðingar,“ sagði hann og
hélt því fram að framkvæmd kosning-
anna hefði haft áhrif á úrslit þeirra.
Margar spurningar
Ástráður Haraldsson, formaður yf-
irkjörstjórnar, rakti ítarlega einstök
framkvæmdaratriði kosninganna.
Hann benti meðal annars á að það
væri sameiginleg skylda kjósenda og
þeirra sem framkvæma kosningarnar
að fara að lögum. Bæði hann og full-
trúar innanríkisráðuneytisins rök-
studdu að kosningarnar hefðu ver-
ið leynilegar. Meðal annars var vísað
til þess að á kjörseðlana voru ritaðar
auðkennistölur fyrir hvern frambjóð-
anda og ómögulegt fyrir aðra að átta
sig á hvað hver og einn kaus.
Dómarar í málinu spurðu margs,
en þeir eru Jón Steinar Gunnlaugs-
son, Gunnlaugur Claessen, Garðar
Gíslason, Árni Kolbeinsson og Páll
Hreinsson. Meðal annars var spurt
um kjörklefa, eftirlit og tæknileg og
lögformleg atriði varðandi talningu
atkvæða. Hæstiréttur ráðgerir að úr-
skurða um málið síðla í næstu viku.
Tveir kjörnir fulltrúar, Gísli
Tryggvason og Þorkell Helgason,
tóku til máls. Gísli taldi kosning-
arnar hafa fullnægt öllum venjuleg-
um skilyrðum laga og verið jafnvel
leynilegri en venjulegar þingkosn-
ingar þar sem í persónukjöri stjórn-
lagaþingskosninganna hefði verið
ógerningur að greina nöfn, aðeins
tölur. Einnig var bent á lítinn fjölda
óvissuatkvæða, sem skoða varð sér-
staklega, í samanburði við sambæri-
legar kosningar annars staðar.
Telur kosningakerfi í lagi
Þorkell sýndi réttinum margvísleg-
ar tegundir af kjörklefum víða um
lönd en gerði svo að umtalsefni efa-
semdir kærenda um atkvæðamagn
bak við kjörna fulltrúa. Um þetta eru
skýr ákvæði í lögunum um stjórn-
lagaþingið. Þorkell hefur reyndar
ritað um þetta áður sem sérfræðing-
ur um kosningar. Hann fjallar meðal
annars um lok úthlutunar sætanna
25 og staldrar við þá 11 sem hljóta
sæti á grundvelli atkvæða. Alls
voru frambjóðendur 522 til stjórn-
lagaþings: „Þegar hingað er komið
sögu hafa 11 náð kjöri á grundvelli
fulls sætishlutar og jafnframt hafa
497 frambjóðendur verið útilokað-
ir. Eftir sitja 14 frambjóðendur. Eng-
in þeirra hefur náð sætishlut en allir
hafa þeir samt fleiri atkvæði en sér-
hver hinna 497 frambjóðenda.
Lögin kveða því skýrt á um það
þessir 14 sem eftir sitja hljóti sæt-
in 14 sem enn eru laus. Hliðstæð
ákvæði eru alls staðar þar sem
STV-aðferðinni er beitt og reyn-
ir á ákvæðið í nánast öllum slíkum
kosningum.“
Hæstiréttur
undir feldi
n Hæstiréttur úrskurðar um lögmæti
kosninga til stjórnlagaþings í næstu viku
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
Kærur teknar fyrir Fulltrúar innanríkisráðuneytis, landskjörstjórnar og kærendur fluttu
mál sitt í Hæstarétti í vikunni. Lengst til hægri eru kærendurnir Óðinn Sigþórsson og Skafti
Harðarson. Mynd SigTryggur Ari
Þótt Hæstiréttur kæmist að því að
framkvæmd kosninganna til stjórn-
lagaþings hafi verið ólögmæt og því
ógild er ekki þar með sagt að átökum
um eignarhald og afnotarétt á auð-
lindum linni. Ríkisstjórnin hefur það
yfirlýsta markmið að staðinn skuli
vörður um sameign þjóðarinnar.
Hins vegar kynnu margvíslegar aðrar
hugmyndir um breytingar á stjórnar-
skránni að renna út í sandinn.
Þorvaldur Gylfason, hagfræði-
prófessor og einn af 25 kjörnum
fulltrúum á stjórnlagaþingi hefur í
tveimur greinum í Fréttablaðinu,
síðast 13. janúar, bent á ríkan sam-
hljóm milli skoðana kjörinna fulltrúa
á stjórlagaþingi, frambjóðendanna
allra og almennings samkvæmt svör-
um sem fjöldi manna veitti í könnun
DV og birt var á DV.is og í blaðinu í
nóvember síðastliðnum. „Hverju
sætir það að stjórnarskráin stangast
nú á við þjóðarviljann eins og hann
birtist í könnun DV,“ spyr Þorvaldur
í grein sinni síðastliðinn fimmtudag.
Hann bendir á að árum saman hafi
meirihluti þjóðarinnar árum saman
verið andvígur fiskveiðistjórnunar-
kerfinu þótt það standi enn óbreytt.
Þorvaldur rýnir meðal annars í
eftirfarandi og vísar til þess að 34
þúsund svör hafi borist DV fyrir kjör-
dag. Svör lesenda rími mjög vel við
svör kjörinna fulltrúa og frambjóð-
endanna. johannh@dv.is
Stjórnlagaþing vill auðlindaákvæði
n nær allir fulltrúar á stjórnlagaþingi eru hlynntir ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum
Þarf að breyta stjórnarskránni?
Já 65% Nei 17% Annað 18%
Á atkvæðisréttur að vera
óháður búsetu?
Já 72% Nei 17% Annað 11%
Á landið að vera eitt kjördæmi?
Já 68% Nei 23% Annað 10%
Persónukjör frekar en listakjör?
Já 74% Nei 12% Annað 13%
Á að fækka þingmönnum?
Já 57% Nei 30% Annað 13%
Svör 34 ÞúSund leSendA dv.iS
Lesendur DV
Af 25 kjörnum fulltrúum svörðum 22 spurningum DV.
Þarf að breyta stjórnarskránni? 19 af 22 eru hlynntir
Þjóðareign auðlinda fest í stjórnarskrá 22 af 22 eru hlynntir
Á forsetinn að hafa málskotsrétt? 18 af 22 eru hlynntir
Aukinn réttur til þjóðaratkvæðagreiðslna 21 af 22 eru hlynntir
Persónukjör frekar en listakjör? 16 af 22 eru hlynntir
Eiga ráðherrar að sitja á þingi? 20 af 22 eru andvígir
Á ráðherra einn að skipa dómara? 22 af 22 eru andvígir
Á atkvæðisréttur að vera óháður búsetu? 22 af 22 eru hlynntir
Á landið að vera eitt kjördæmi? 14 eru hlynntir 5 eru andvígir
Á að fækka þingmönnum? 14 eru hlynntir 7 eru andvígir
Aukinn réttur almennings til upplýsinga 20 eru hlynntir
Kjörnir fulltrúar