Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Siðfræðingurinn Stefán Einar Stef- ánsson tilkynnti um framboð sitt til formanns VR á framhaldsaðalfundi VR á Reykjavík Hilton Nordica síðast- liðið þriðjudagskvöld. Stefán Einar hefur starfað með Sambandi ungra sjálfstæðismanna, SUS, en árið 2009 var fjallað um aðkomu hans að smöl- un fimmtíu ungra sjálfstæðismanna til Ísafjarðar til þess að tryggja skoð- anabróður hans formannssæti. Stéttarfélagið VR, eða „Virðing, réttlæti“, hefur logað í illdeilum und- anfarið og hörð átök hafa verið í for- ustu félagsins. Í desember fjallaði DV um það að hópur stjórnarmanna sem kallaðir hafa verið „Skuggarnir“ hafi undirbúið formannsframboð Stef- áns Einars, en þeir hafa verið sagðir bíða átekta eftir því að koma sínum manni í formannsstólinn. Skuggarn- ir hafa fundað á skrifstofu Stefáns Einars í Hallgrímskirkjuturni. Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, sagði í samtali við DV 21. desember að þeir sem stæðu fremstir í flokki Skugganna hefðu kerfisbundið unn- ið gegn hagsmunum félagsins og fé- lagsmanna VR með „þaulskipulögðu aðgerðaleysi og leynimakki“. Reyndi að sætta deiluaðila Samkvæmt heimildum DV hringdi Stefán Einar í stjórnarmeðlimi VR rétt fyrir jól og leitaði eftir stuðningi þeirra ef hann yrði næsti setti for- maður VR og færi í framboð á aðal- fundi. Mun hann hafa haft það á orði að Sigurður Sigfússon og Óskar Kristjánsson hefðu beðið hann um að taka að sér formannsstarfið og eft- ir því sem fram kom í pistli á blogg- síðu Ragnars Þórs leiða þessir tveir plottið í stjórn VR. Í samtali við DV sagði Stefán Ein- ar að honum hefði borist hvatningar- orð frá stjórnarmönnum VR um að hann byði sig fram til formennsku verkalýðsfélagsins. Þá sagði hann upphaflega aðkomu sína að átök- unum innan stjórnar VR hafa verið að miðla málum og leita sátta. Stef- án Einar komst í kynni við stjórnina þegar hann hafði umsjón með setn- ingu siðareglna VR í fyrra. Hann hef- ur sagt að leitað hafi verið til hans í þeim tilgangi að reyna að sætta deiluaðila. Leynimakk hjá SUS Stefán Einar, sem hefur oft verið titl- aður viðskiptasiðfræðingur í fréttum, var árið 2009 í fréttum vegna aðildar hans að smölun fimmtíu ungra sjálf- stæðismanna í leiguflugvél til Ísa- fjarðar til að tryggja formannskjör Ólafs Arnar Nielsen í SUS. Sú aðgerð olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma en smölunin hafði úrslitaáhrif á kosn- ingarnar því að litlu munaði að Fan- ney Birna Jónsdóttir hefði sigrað í kosningunum. Hlaut hún 48 pró- sent atkvæða á móti 52 prósentum atkvæða sem féllu Ólafi í vil. Stefán Einar er sagður tilheyra armi Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar innan Sjálfstæðis- flokksins en vera andsnúinn Deiglu- hópnum, þeim hópi sem Fanney Birna hallast í áttina að. Stefán Einar var auk þess sjálfur kosinn í stjórn SUS á þessum fundi. Plottað í kirkjuturni Eins og DV hefur greint frá deildi stjórnarmaður VR á Stefán Einar fyrir að nota skrifstofuaðstöðu þá í Hallgrímskirkju sem hann hef- ur afnot af sem formaður Hins ís- lenska biblíufélags til að vinna gegn sitjandi stjórn félagsins. Inntakið í gagnrýninni var sú að verið væri að nota eignir meðlima Þjóðkirkjunnar undir pólitískt baktjaldamakk. Stef- án játaði því í samtali við DV að hafa átt fundi vegna málsins á skrifstof- unni í Hallgrímskirkju en taldi gagn- rýnina vera storm í vatnsglasi. Þann 21. desember boðuðu Skuggarnir svo til fundar á skrifstofu Stefáns í Hallgrímskirkju. Sá fundur var síðar færður á Kringlukrána þar sem Stef- án sagði að málefni félagsins hefðu verið rædd. Eins og DV greindi frá á dögun- um var Kristni Erni Jóhannessyni sagt upp sem framkvæmdastjóra VR á síðasta stjórnarfundi. Tölvu- póstar sem DV hefur undir hönd- um sýna að það tók langan tíma fyr- ir stjórnarmenn í félaginu að fá það í gegn að fundur skyldi haldinn, en sá fundur varð á endanum til þess að Kristinn féll úr stóli framkvæmda- stjóra. Kristinn Örn neitaði að tjá sig um málið þegar DV hafði sam- band við hann í síðustu viku og gaf ekki upp afstöðu sína til þess hvort stjórnin væri starfhæf. Sakaður um ofsóknir Teitur Atlason bloggari hefur sakað Stefán Einar um að hafa valdið því að hann hrökklaðist úr starfi sínu sem viðskiptastjóri EJS á sínum tíma. Stefán sagði ásakanir Teits vera frá- leitar. „Hann komst að því að ég var meðlimur í Vantrú (nokkuð sem var álitið óhugsandi komandi úr guð- fræðideildinni) og réri að því öllum árum að viðskiptasamningi Bisk- upsstofu og EJS yrði rift vegna þess að ég var trúlaus,“ skrifaði Teitur á bloggsíðu sína. „Samhliða hóf hann svo ofsóknir á hendur mér á blogg- inu sínu sem enduðu með því að ég sagði upp starfi mínu hjá EJS því þarna voru mín prívatmál að þvælast fyrir hagsmunum fyrirtækisins sem ég vann hjá.“ Stefán sagði í samtali við DV málavexti hafa verið þannig að hann sá viðtal við Teit þar sem hann kom fram sem starfsmaður EJS og fjall- aði um vinnu sína og andstöðu sína gegn Þjóðkirkjunni. Stefáni þótti þetta óeðlilegt þar sem Biskupsstofa væri stór viðskiptaaðli fyrirtækisins. Hann setti sig því í samband við einn af framkvæmdastjórum EJS vegna málsins. „Ég sagði að ef þeir myndu ekki koma í veg fyrir að þetta gerð- ist aftur myndi ég setja mig í sam- band við aðila innan kirkjunnar, sem myndu eflaust líta það alvarlegum augum. Fyrirtæki sem þeir væru með viðskiptasamning um tölvukaup og þjónustu við, og þyrftu þá að endur- skoða afstöðu sína til þess samnings. Það er bara málefnalegt sjónarmið sem ég myndi hafa í mínum rekstri,“ sagði Stefán. n Siðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson ætlar að bjóða sig fram til formanns VR n Hópur stjórnar- manna sem kallaðir eru „Skuggarnir“ hefur stefnt að því að koma honum í formannsstólinn n Stefán Einar stóð að smölun ungra sjálfstæðismanna til Ísafjarðar til þess að tryggja skoðanabróður kosningu „Sú aðgerð olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma en smölunin hafði úrslitaáhrif á kosningarnar því að litlu munaði að Fanney Birna Jónsdóttir hefði sigrað í kosningunum. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is UMDEILD FORTÍÐ FORMANNSEFNIS Vildi ekki tjá sig Framkvæmdastjóra VR, Kristni Erni Jóhannessyni, var sagt upp störfum á síðasta stjórnarfundi félagsins. Studdur af „Skuggunum“ Eins og komið hefur fram í DV hafa hinir svokölluðu „Skuggar“ í VR róið að því öllum árum að koma Stefáni Einari í formannssætið hjá VR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.