Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 15
Fréttir | 15Helgarblað 14.–16. janúar 2011 n Fjölskylduhjálp Íslands segir mikla þörf fyrir aðstoð á Snæ- fellsnesi n Félagsþjónusta Snæfellinga segir tölurnar koma sér á óvart n Bent er á að lítið atvinnuleysi sé á svæðinu Deilt um neyðina „Í stuttu máli þá koma þessar tölur okkur á óvart og eru ekki í nokkurri líkingu við þær töl- ur sem við höfum,“ segir Sveinn Þór Elínbergsson, forstöðu- maður félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Fjölskylduhjálp Ís- lands hefur ákveðið að reyna að opna starfsstöð samtakanna á Snæfellsnesi og yrði hún stað- sett í Grundarfirði. Í samtali við DV.is á miðvikudag sagði Ás- gerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Fjölskylduhjálpar Íslands, að um sjötíu til hundrað fjölskyldur þyrftu á aðstoð að halda á svæð- inu. Þessi tala kemur Sveini Þór og öðrum sveitarstjórnarmönn- um á Snæfellsnesi á óvart. Leita að húsnæði „Þetta vekur athygli en menn reka náttúrulega augun í allt sem varðar þeirra svæði,“ segir Sveinn Þór sem tekur það fram að hann hafi ekki forsendur til að meta það hvort tölur Fjöl- skylduhjálparinnar séu réttar eða rangar. Rúmlega fjögur þús- und manns búa á Snæfellsnesi og reynast þær tölur sem Ás- gerður nefndi réttar er ljóst að þörfin er mikil. Samtökin eru nú á höttunum eftir húsnæði í Grundarfirði og er vonast til að hægt verði að opna útibú fljót- lega. Gangi allt að óskum verða starfsstöðvar Fjölskylduhjálpar Íslands orðnar fjórar en auk þess að vera í Reykjavík eru starfs- stöðvar í Keflavík og á Akureyri. Lítið atvinnuleysi „Staða á okkar svæði er og hefur verið mjög góð. Þegar við tölum um viðmið eins og atvinnu þá er atvinnuleysi mjög lítið. Við höf- um verið heppin miðað við önn- ur landsvæði,“ segir Sveinn og bætir við að erfitt sé að svara því beint hvort og þá hversu marg- ar fjölskyldur séu í vanda. „Það er auðvitað hér eins og annars staðar fólk í vanda en sú tala er ekki í neinni líkingu við þessa tölu. Okkar sjónarhorn miðast við umsótta fjárhagsaðstoð sam- kvæmt lögum um félagsþjón- ustu sveitarfélaga. Við höfum ekki annan mælikvarða en þann sem við almennt þekkjum og skynjum á svæðinu.“ Sveinn tekur þó fram að Fjöl- skylduhjálp Íslands, eins og öll önnur mannúðarsamtök í land- inu, eigi allt gott skilið. „Við vilj- um ekki sjá fólk í biðröðum. Við viljum búa betur að fólki en svo.“ Allt Snæfellsnesið Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálpar Ís- lands, segir að samtökin hafi valið Grundarfjörð vegna þess að hann sé miðja vegu fyrir ein- staklinga á Snæfellsnesi til að sækja sér aðstoð. Hún legg- ur áherslu á að samtökin muni þjónusta allt Snæfellsnes, ekki eingöngu Grundarfjörð. Aðspurð hvaðan þær upplýs- ingar komi, að sjötíu til hundr- að fjölskyldur þurfi á aðstoð að halda, segir hún: „Þetta er manneskja sem þekkir ágætlega til á öllu Snæfellsnesi. Hún telur þetta vera um sjötíu til hundrað fjölskyldur. Við vitum ekki ná- kvæma tölu fyrr en á reynir,“ seg- ir hún og bendir í því samhengi á Akureyri. Þar opnuðu samtökin útibú á haustmánuðum og hefur þörfin þar verið mikil, að sögn Ásgerðar. Vona að fáir komi Ásgerður bendir á að á Snæfells- nesi sé töluvert af eldra fólki sem byrjaði seint á borga í lífeyris- sjóð. Þá hafi öryrkjar á Snæfells- nesi það ekkert betra en öryrkj- ar annars staðar á landinu. „Við vonum að sem fæstir komi, að sjálfsögðu er það okkar ósk. Við erum til þess að hjálpa á meðan þetta gengur yfir.“ Ásgerður segir að lokum að henni sé Snæfellsnesið sérstak- lega kært. „Móðurættin mín er þaðan og það spilar auðvitað inn í þessa ákvörðun.“ Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Við viljum ekki sjá fólk í biðröð- um. Við viljum búa bet- ur að fólki en svo. Fjórða útibúið Fjölskylduhjálp Íslands stefnir að því að opna fjórða útibú sitt á Snæfellsnesi. Ættuð frá Snæfellsnesi Ásgerður segir að Snæfellsnesið sé sér kært. Hún bendir á að á svæðinu séu margir eldri borgarar sem hafi byrjað að borga seint í lífeyrissjóð. Verið heppin Sveinn Þór segir að Snæfellingar hafi verið heppnir. Þar sé atvinnuleysi til dæmis lítið. Tónræktin Fjölbreytt og skemmtilegt tónlistarnám fyrir alla. Við í Tónræktinni leggjum metnað okkar í: n að fólk hafi ánægju og gagn af náminu. n að kenna nemendum að spila bæði eftir nótum/hljómum og eftir eyranu. n að námið nýtist hverjum og einum sem allra best Nemendur okkar eru á öllum aldri og allir hjartanlega velkomnir. Kennsla á vorönn hefst 17. janúar. Umsóknir á tonraektin.is Símar: 462 1111 Björn Þórarinsson skólastjóri, 695 3217 Tónræktin-tónlistarskóli Hafnarstræti 101 Akureyri Kennslugreinar: n Píanó/hljómborð n Gítar n Söngur n Rafbassi n Trommur n Harmóníka n Upptökutækni og hljóðvinnsla n Músíksmiðja – fjölbreyttir tón- listartímar fyrir börn 4 til 7 ára. NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 9. APRÍL NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 9. APRÍL VinnuVélanámskeið Staðsetning í Mjódd www.ovs.is Upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Næsta námskeið hefst 21. janúar Sími 568 9009 gaski@gaski.is www.gaski.is Tilboð í líkamsrækt 12 mánaða kort á 24.900 kr. gildir til 31. janúar 2011 Frír tími með sjúkraþjálfara sem setur upp æfingaráætlun Gáski sjúkraþjálfun er til húsa á eftirfarandi stöðum: Bolholti 8, Reykjavík Þönglabakka 1, Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.