Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Fréttir | 17 Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála við Háskóla Íslands boðaði til hádegisfundar á fimmtudag und- ir yfirskriftinni „Eru skýrslur er- lendra sendimanna traust heimild um íslensk stjórnmál?“. Frummæl- endur á fundinum voru þeir Krist- inn Hrafnsson, talsmaður Wiki- leaks, Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Fóru þeir þrír um víðan völl og reyndu ekki aðeins að greina heimildagildi skýrslnanna sem skrifaðar voru af bandarískum sendiráðunautum og birtust í heild sinni á Wikileaks, sama dag og fund- urinn fór fram. Einnig reyndu þeir að greina heimildagildi skýrslna frá sendiráðunautum í heild sinni í þeirri miklu hulduveröld sem utan- ríkisþjónustan er. Kenndi þar ým- issa grasa en einn frummælenda taldi utanríkisþjónustu vera orðna úrelta með öllu. Embættismenn sýndu meiri fagmennsku Kristinn Hrafnsson tók fyrstur til máls og benti á að ætíð gæti reynst erfitt að meta heimildagildi gagna, sérstaklega frétta frá fjölmiðlum. Benti hann á að erfitt hefði til að mynda verið að leggja mat á leiðara Styrmis Gunnarssonar, þegar hann gegndi stöðu ritstjóra Morgun- blaðsins. Ætíð yrði að taka til greina í hvaða þágu fréttir væru skrifað- ar, hvort þær þjónuðu hagsmunum einhverra aðila eða samtaka. Kristinn sagði að það sem með- al annars kemur fram í sendiráðs- gögnunum sem snerta Ísland væri það álit sem Bandaríkjamenn hefðu haft á íslenskum stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Hefði oft og tíðum verið farið háðulegum orð- um um íslenska stjórnmálamenn, sérstaklega í tíð Carol von Voorst, fyrrverandi sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi. Væri það háð á skjön við þá útbólgnu sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar, sem var að minnsta kosti við lýði í tíð von Voorst. Að mati Kristins hefði von Voorst að sama skapi álitið íslenska embættis- menn hafa sýnt fagmennsku í starfi, ólíkt kjörnum yfirmönnum þeirra, sem sátu í ráðherrastóli. Nefndi von Voorst í því tilliti oft til sögunn- ar Stefán Eiríksson lögreglustjóra, sem áður var skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneyti. Hefði honum ver- ið hrósað það mikið að það minnti helst á svipað hrós sem njósnarar eða uppljóstrarar fá alla jafna. Íslendingar vilja vita hvað útlendingum finnst Jón Ólafsson sagði nauðsynlegt að líta á slíka gagnabanka, eins og þann sem hefur komið í ljós hjá Wikileaks, í stærra samhengi. Sjálfur rannsak- aði hann mikið skjöl sem urðu al- menningi opinber eftir fall Sovétríkj- anna. Líkt og þau gögn sem nú hafa komið fram í dagsljósið, rannsakaði hann skjöl sem send voru frá sendi- ráði hér á landi, sovéska sendiráð- inu í hans tilfelli, til heimalandsins. Hefði þar ýmislegt komið í ljós. Það sem einkenndi hins vegar bæði þessi skjalasöfn, frá sjónarhóli Íslendinga, væri áhugi á „ómerkilegum hlutum.“ Íslendingar vildu til að mynda helst vita um eitthvað sem viðkæmi pen- ingastyrkjum hvers konar, hvort Ís- lendingar hefðu þegið styrki frá er- lendum stjórnvöldum á laun. Einnig væri áberandi, og sérstaklega hvað varðar skjölin frá Bandaríkjunum sem nú eru í brennidepli, hvað Ís- lendingar væru forvitnir um álit út- lendinga á landi og þjóð. Skýrslurnar eru langtímaheimild Um heimildagildi skýrslnanna frá Íslandi sagði Jón að þær væru í raun ekki traustar frekar en aðrar heim- ildir. Skýrslurnar veita bara innsýn í hugarheim þeirra sem þær skrifa og jafnvel þeirra sem voru viðmæl- endur skýrsluhöfunda. Þær eru ekki traustar með tilliti til þess sem gerðist í raun og veru, en hafa samt heimildagildi í sjálfu sér. Þær eru heimildir um samræður sem hafa yfir sér leyndarhjúp, jafnvel þó um- fjöllunarefni skýrslnanna sé yfir- leitt eitthvað sem engu máli skiptir. Í heild sinni gætu skjölin sagt heil- mikla sögu þegar upp er staðið. Þetta er langtíma heimild sem seg- ir sögu samskipta milli ríkja. Íslend- ingar fá þarna sjónarhorn, ekki að- eins hvað varðar sýn útlendinga á Íslendinga, heldur einnig sjónhorn á Íslendinga sjálfa – hvernig þeir hegða sér í samræðum við sendi- fulltrúa erlendra ríkja. Vanþekking sendifulltrúa áberandi Styrmir Gunnarsson sagði að hann teldi „skýrslur erlendra sendi- fulltrúa ekki traustari heimild en dómgreind þeirra sem þær skrifa.“ Sá sem skrifi skýrslurnar verði að hafa aflað sér þekkingar á íslensku samfélagi og hafa rætt við fólk sem hefur þekkingu fyrir. Þær skýrsl- ur fyrirfinnist vissulega en þó er það algengara, að mati Styrmis, að skýrslur séu oftar en ekki skrifað- ar af sendiráðunautum sem ekk- ert hafi á sig lagt til að kynnast ís- lensku samfélagi og oft lítið annað en skýrslur um spjall við Íslendinga – spjall sem engu máli skipti. Allt snýst þetta um hæfni þeirra sem að skýrslunum koma. Styrmir átti í talsverðum n Málþing var haldið á fimmtudag um heimildagildi bandarískra sendiráðsgagna um íslensk stjórnmál n Kristinn Hrafnsson, Jón Ólafsson og Styrmir Gunnarsson tóku til máls n Eru ekki á einu máli um gildi Wikileaks-gagnanna n Styrmir segir utanríkisþjónustu úrelta Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Hefði honum verið hrósað það mik- ið að það minnti helst á svipað hrós sem njósn- arar eða uppljóstrarar fá alla jafna. Kristinn Hrafnsson kominn til Íslands Kristinn hvatti viðstadda til að kynna sér sendiráðsgögnin á síðu Wikileaks. „Milliríkjasamskipti orðin úrelt“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.