Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Qupperneq 16
16 | Fréttir 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Fréttir | 17 Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála við Háskóla Íslands boðaði til hádegisfundar á fimmtudag und- ir yfirskriftinni „Eru skýrslur er- lendra sendimanna traust heimild um íslensk stjórnmál?“. Frummæl- endur á fundinum voru þeir Krist- inn Hrafnsson, talsmaður Wiki- leaks, Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Fóru þeir þrír um víðan völl og reyndu ekki aðeins að greina heimildagildi skýrslnanna sem skrifaðar voru af bandarískum sendiráðunautum og birtust í heild sinni á Wikileaks, sama dag og fund- urinn fór fram. Einnig reyndu þeir að greina heimildagildi skýrslna frá sendiráðunautum í heild sinni í þeirri miklu hulduveröld sem utan- ríkisþjónustan er. Kenndi þar ým- issa grasa en einn frummælenda taldi utanríkisþjónustu vera orðna úrelta með öllu. Embættismenn sýndu meiri fagmennsku Kristinn Hrafnsson tók fyrstur til máls og benti á að ætíð gæti reynst erfitt að meta heimildagildi gagna, sérstaklega frétta frá fjölmiðlum. Benti hann á að erfitt hefði til að mynda verið að leggja mat á leiðara Styrmis Gunnarssonar, þegar hann gegndi stöðu ritstjóra Morgun- blaðsins. Ætíð yrði að taka til greina í hvaða þágu fréttir væru skrifað- ar, hvort þær þjónuðu hagsmunum einhverra aðila eða samtaka. Kristinn sagði að það sem með- al annars kemur fram í sendiráðs- gögnunum sem snerta Ísland væri það álit sem Bandaríkjamenn hefðu haft á íslenskum stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Hefði oft og tíðum verið farið háðulegum orð- um um íslenska stjórnmálamenn, sérstaklega í tíð Carol von Voorst, fyrrverandi sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi. Væri það háð á skjön við þá útbólgnu sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar, sem var að minnsta kosti við lýði í tíð von Voorst. Að mati Kristins hefði von Voorst að sama skapi álitið íslenska embættis- menn hafa sýnt fagmennsku í starfi, ólíkt kjörnum yfirmönnum þeirra, sem sátu í ráðherrastóli. Nefndi von Voorst í því tilliti oft til sögunn- ar Stefán Eiríksson lögreglustjóra, sem áður var skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneyti. Hefði honum ver- ið hrósað það mikið að það minnti helst á svipað hrós sem njósnarar eða uppljóstrarar fá alla jafna. Íslendingar vilja vita hvað útlendingum finnst Jón Ólafsson sagði nauðsynlegt að líta á slíka gagnabanka, eins og þann sem hefur komið í ljós hjá Wikileaks, í stærra samhengi. Sjálfur rannsak- aði hann mikið skjöl sem urðu al- menningi opinber eftir fall Sovétríkj- anna. Líkt og þau gögn sem nú hafa komið fram í dagsljósið, rannsakaði hann skjöl sem send voru frá sendi- ráði hér á landi, sovéska sendiráð- inu í hans tilfelli, til heimalandsins. Hefði þar ýmislegt komið í ljós. Það sem einkenndi hins vegar bæði þessi skjalasöfn, frá sjónarhóli Íslendinga, væri áhugi á „ómerkilegum hlutum.“ Íslendingar vildu til að mynda helst vita um eitthvað sem viðkæmi pen- ingastyrkjum hvers konar, hvort Ís- lendingar hefðu þegið styrki frá er- lendum stjórnvöldum á laun. Einnig væri áberandi, og sérstaklega hvað varðar skjölin frá Bandaríkjunum sem nú eru í brennidepli, hvað Ís- lendingar væru forvitnir um álit út- lendinga á landi og þjóð. Skýrslurnar eru langtímaheimild Um heimildagildi skýrslnanna frá Íslandi sagði Jón að þær væru í raun ekki traustar frekar en aðrar heim- ildir. Skýrslurnar veita bara innsýn í hugarheim þeirra sem þær skrifa og jafnvel þeirra sem voru viðmæl- endur skýrsluhöfunda. Þær eru ekki traustar með tilliti til þess sem gerðist í raun og veru, en hafa samt heimildagildi í sjálfu sér. Þær eru heimildir um samræður sem hafa yfir sér leyndarhjúp, jafnvel þó um- fjöllunarefni skýrslnanna sé yfir- leitt eitthvað sem engu máli skiptir. Í heild sinni gætu skjölin sagt heil- mikla sögu þegar upp er staðið. Þetta er langtíma heimild sem seg- ir sögu samskipta milli ríkja. Íslend- ingar fá þarna sjónarhorn, ekki að- eins hvað varðar sýn útlendinga á Íslendinga, heldur einnig sjónhorn á Íslendinga sjálfa – hvernig þeir hegða sér í samræðum við sendi- fulltrúa erlendra ríkja. Vanþekking sendifulltrúa áberandi Styrmir Gunnarsson sagði að hann teldi „skýrslur erlendra sendi- fulltrúa ekki traustari heimild en dómgreind þeirra sem þær skrifa.“ Sá sem skrifi skýrslurnar verði að hafa aflað sér þekkingar á íslensku samfélagi og hafa rætt við fólk sem hefur þekkingu fyrir. Þær skýrsl- ur fyrirfinnist vissulega en þó er það algengara, að mati Styrmis, að skýrslur séu oftar en ekki skrifað- ar af sendiráðunautum sem ekk- ert hafi á sig lagt til að kynnast ís- lensku samfélagi og oft lítið annað en skýrslur um spjall við Íslendinga – spjall sem engu máli skipti. Allt snýst þetta um hæfni þeirra sem að skýrslunum koma. Styrmir átti í talsverðum n Málþing var haldið á fimmtudag um heimildagildi bandarískra sendiráðsgagna um íslensk stjórnmál n Kristinn Hrafnsson, Jón Ólafsson og Styrmir Gunnarsson tóku til máls n Eru ekki á einu máli um gildi Wikileaks-gagnanna n Styrmir segir utanríkisþjónustu úrelta Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Hefði honum verið hrósað það mik- ið að það minnti helst á svipað hrós sem njósn- arar eða uppljóstrarar fá alla jafna. Kristinn Hrafnsson kominn til Íslands Kristinn hvatti viðstadda til að kynna sér sendiráðsgögnin á síðu Wikileaks. „Milliríkjasamskipti orðin úrelt“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.