Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 56
Mín bara grand á því! Enn ein kjaftasagan n Ástarsamband fjölmiðlakonunnar Margrétar Erlu Maack og Kristins Hrafnssonar, talsmanns Wikileaks, var umræðuefni í síðasta tölublaði Séð og heyrt. Í greininni, sem bar yfirskriftina „Bálskotnir blaðamenn“, var sagt frá því að Margrét Erla hefði flogið til Bretlands til að heimsækja Kristin. Sú kjaftasaga hefur gengið manna á milli að Margréti Erlu hefði í kjölfarið verið tilkynnt af bandaríska sendiráðinu að hún fengi ekki að ferðast til Bandaríkjanna vegna sambands hennar við Kristin. Aðspurð segir Margét Erla að þetta sé ekki rétt og einungis um enn eina kjaftasöguna að ræða. Hún vildi ekki tjá sig um meint samband við Kristin í samtali við DV. Vala vill silíkon n Glamúrpían Vala Grand stefnir nú ótrauð að því að fá sér silíkon í brjóst- in. Vala, sem gekkst undir kynleið- réttingaraðgerð í fyrra, segir í samtali við Monitor að nú sé kominn tími til að klára verkið. „Ekki of stór og ekki of lítil. Ég vil bara venjuleg brjóst. Ég er ekkert að skoða myndir á netinu af brjóstum enda get ég bara fengið að skoða brjóstin á vinkonum mínum ef ég vil,“ segir Vala í samtali við Monitor. Vala er með sjónvarps- þætti á vefsíðu Morgun- blaðsins og segist hún vera ánægð með viðtökurnar sem þættirnir hafa fengið: „Það gengur bara ógeðslega vel.“ Bubbi edrú í fjórtán ár n „Í fjórtán ár hef ég lifað án efna og fjórtán ár er langur tími fyrir mann eins og mig. Maður sem gat ekki verið edrú í fjóra tíma,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem segir frá því á bloggsíðu sinni að hann sé búinn að vera edrú í fjórtán ár. Bubbi segir að edrúmennska sín sé það sem gleðji hann mest í lífinu. „Hún er forsenda þess að börnin mín brosa og að ástin mín er með mér og gengur við hlið mér,“ segir Bubbi hreinskilnislega en bætir við að stundum haldi hann að eitthvað skipti hann meira máli en edrúmennskan. „Áhyggjur, ótti, gremja og reiði bíða þá fyrir utan og ryðjast inn, taka yfir líf mitt um leið og ég gleymi hvað er mikil- vægast.“ Arion banki sagði upp húsverðinum Þresti Þórðarsyni á nýju ári. Þröstur hafði starfað hjá bankanum í 28 ár. „Ég starfaði í þann tíma sem verktaki og launamaður hjá Kaupþingi,“ segir Þröstur í samtali við DV. „En svona er þetta bara og maður er bara að melta þetta með sjálfum sér. Þetta er bara fyrirtæki og eflaust eru þeir að reyna að lifa af eins og aðrir.“ Hann segir tilfinningarnar blendnar eftir að hafa verið sagt upp eftir svo langan starfstíma en ósk- ar fyrirtækinu alls hins besta í fram- tíðinni. „Ég skil í góðu við þetta fyr- irtæki og óska þess alls hins besta í sinni uppbyggingu,“ segir Þröstur. Hann var einn af níu sem var sagt upp hjá bankanum eftir áramót- in. Upplýsingafulltrúi Arion banka, Iða Brá Benediktsdóttir, segir eng- an rauðan þráð hafa verið í upp- sögnum hjá bankanum og störfuðu þeir níu sem sagt var upp í mis- munandi deildum hjá bankanum. „Alls hefur níu manns verið sagt upp hjá bankanum að undanförnu en hjá bankanum starfa rétt yfir 1.000 manns. Starfsmennirnir sem sagt var upp koma af ýmsum sviðum bank- ans en ákveðnar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað hjá bankanum,“ seg- ir í svari Iðu Brár við fyrirspurn DV. Arion banki var áður Nýi-Kaupþing en bankinn breytti nafninu í nóvem- ber árið 2009. Með nafnabreyting- unni tóku við ný gildi hjá bankanum með það að markmiði að byggja upp traustan, öflugan banka sem vinn- ur með og fyrir fólkið í landinu, eins og sagði í tilkynningu frá bankan- um þegar nafninu var breytt í Arion banki. birgir@dv.is Húsverðinum Þresti Þórðarsyni var sagt upp hjá Arion banka um áramótin: Rekinn eftir 28 ára starf Korfu Gríska draumaeyjan 28. maí 7. júní 18. júní 28. júní 9. júlí 23. júlí 2. ágúst 13. ágúst 23. ágúst 24. sept. 1. okt. Flugáætlun Ótal fleiri gistimöguleikar á VITA.is Nýr og ómótstæðilegur áfangastaður BEINT MORGUNFLUG MEÐ ICELANDAIR Í ALLT SUMAR ÍS LE N SK A S IA .IS V IT 5 30 89 0 1/ 11 VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Ipsos Beach Ipsos Beach hótel er snyrtilegt þriggja stjörnu hótel , einungis 50 til 80 metrum frá ströndinni í Ipsos. Við hótelið er sundlaug, barnarlaug, barnaleiksvæði og sólbekkir með ágætri aðstöðu. Verð frá 119.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn (2-11) í 10 nætur, 18. júní. Hálft fæði. Verð á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli: 126.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar. *Verð án Vildarpunkta 129.900 m.v. 2+2. Verð án Vildarpunkta 136.900 m.v.. Louis Corcyra Beach Louis Corcyra Beach er gott fjögurra stjörnu „allt innifalið“ hótel, vel staðsett við ströndina í bænum Gouvia. Einungis um 5 mín. göngufjarlægð frá miðbæ Gouvia. Fallegt útsýni er yfir Gouvia-flóann og á hótelinu er barnaklúbbur og skemmtidagskrá. Verð frá 155.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-11) í 10 nætur, 18. júní. Allt innifalið. Verð á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli: 184.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar. *Verð án Vildarpunkta 165.900 kr. m.v. 2+2. Verð án Vildarpunkta 194.900 kr. m.v. 2. Helion íbúðir Helion íbúðagarðurinn samanstendur af sjö tveggja hæða byggingum í stórum og snyrtilegum garði, sem liggur niður að strönd og er stutt frá miðbænum í Gouvia. Gestamóttaka og smáverslun eru í sérhúsi og í garðinum er sameiginlegt sundlaugarsvæði með sólbaðsaðstöðu og snakkbar fyrir öll húsin. Verð frá 120.190 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-11) í 10 nætur, 18. júní Verð á mann m.v. 2 í íbúð: 130.920 og 15.000 Vildarpunktar. * Verð án Vildarpunkta 130.190 kr. m.v. 2+2. Verð án Vildarpunkta 140.920 kr. m.v. 2. Hálft fæði Allt innifalið! GRIKKLAND ADRÍAHAF ÍTALÍA Korfu Flugsæti Verð frá 79.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallaskattar 28. maí. * Verð án Vildarpunkta 89.900 kr. Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Nýjung! Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HElgarBlaÐ 14.–16. janúar 2011 6. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. níu sagt upp Alls hefur níu starfsmönnum verið sagt upp hjá bankanum að undanförnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.