Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Page 17
Fréttir | 17Helgarblað 25.–27. mars 2011 25% afsláttur af hvítum háglans innréttingum Sérhæfum okkur í innréttingum fyrir heimili á lágmarksverði Siv fær 100 milljónir – þú færð fimmtán „Þetta er bara hans prívatmál. Ég get ekki séð annað en að þetta sé storm- ur í vatnsglasi. Mér finnst þetta mjög sérstök framkoma af hálfu Hreyfing- ar, en hef ekki rætt málið við Pálma,“ segir Árni Sigurjónsson, varaformað- ur sóknarnefndar Bústaðakirkju, um mál séra Pálma Matthíassonar sem var vísað frá Hreyfingu eftir að hann sparkaði í rassinn á kennara á stöð- inni. Hreyfing hrekur orð Pálma Pálmi sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hann sagði að þetta hefði verið óviljaverk, hann hefði af gáleysi sparkað út í loftið. „Ég gætti ekki nægilega að umhverfi mínu, og hitti með ristinni á utan- og ofan- verðan afturhluta kennarans. Þetta var algjört óviljaverk og enginn ásetningur til staðar. Að sjálfsögðu bað ég hlutaðeigandi strax velvirð- ingar og afsökunar og tíminn hélt áfram.“ Í kjölfarið sendi Hreyfing frá sér yfirlýsingu þar sem orð Pálma voru hrakin og sagt að þau væru „ekki í nokkru samræmi við upplifun við- komandi starfsmanns, vitna eða ann- arra starfsmanna heilsuræktarstöðv- arinnar.“ Þar sagði meðal annars að ekki hafi verið að iðka sparkæfingar í tímanum þegar Pálmi sparkaði í rass starfsmannsins. „Starfsmaðurinn, sem er kona, var að útskýra næstu æfingalotu, nánar tiltekið armbeygj- ur og spretti á staðnum þegar hann sparkaði í hana.“ Þá var einnig tekið fram að séra Pálmi hefði ekki beð- ist afsökunar á framferði sínu og að til grundvallar ákvörðuninni um að vísa honum frá stöðinni hefði fyrri samskiptasaga hans og þessa kenn- ara legið. Trúir Pálma Árni tekur það fram að hann viti ekki hvað gerðist, þarna sé orð á móti orði. „Svo virðist sem þau stangist á og ég veit ekki hvað hefur orðið til þess, eða hvað þarf til svo mönnum sé vísað á dyr þarna. Pálmi hefur sent frá sér yfirlýsingu um málið og ég geri ráð fyrir því að hann standi við það sem hann sagði þar, án þess að hafa rætt málið sérstaklega við hann. Ég held að þetta sé ekkert sem breyti hans stöðu í sókninni.“ Sjálfur treysti Pálmi sér ekki til þess að útskýra ósamræmið í frá- sögn sinni og Hreyfingar af málinu og sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið þegar DV óskaði eftir því en ítrekaði þó að hann harmaði þetta. Ekki á dagskrá sóknarnefndar Samkvæmt sóknarnefndarmönnum ætlar nefndin að ræða málið en Árni sagði að það væri hvergi á dagskrá, alla vega ekki enn sem komið er. Ekki er búið að boða sérstakan fund vegna málsins og formaður sóknar- nefndar hefur ekki rætt sérstaklega við Árna vegna málsins, en hann er varaformaður nefndarinnar. Ekki náðist í formann nefndarinnar. Árni bendir á að sóknarnefndin sé stór og þar sem hún hafi ekki rætt þetta mál geti hann ekki talað í nafni hennar. „Ég geri samt ekki ráð fyrir öðru en að menn sýni honum fullan stuðning. Við erum með reglulega fundi og þar kemur allt mögulegt til umræðu. Sjálfsagt kemur þetta til umræðu eins og annað. Menn ræða saman. Ég geri ráð fyrir því að Pálmi geri grein fyrir sínum sjónarmiðum og þar með verði ákveðið hvort það þurfi að ræða það eitthvað frekar. Ég sé ekki annað en að hann beri af sér þær sakir sem á hann eru bornar.“ Fær fullan stuðning Biskupsstofa telur ekki ástæðu til þess að bregðast við, þrátt fyrir þetta ósamræmi í frásögnum af atvikinu og öllu sem því tengist, þar sem eng- inn þar til bær aðili hafi vísað því þangað. Og Pálmi á enn stuðning sóknar- nefndarinnar: „Ég held að allir sem þekkja Pálma, hans sóknarbörn og félagar í sóknarnefndinni, þekki hann bara af góðu einu,“ segir Árni. „Þetta er úrvalsmaður. Þannig að við sjáum bara hvað setur. Ég held að það sé engin ástæða til að blása mál- ið út og geri ráð fyrir því að Pálmi hafi fullan stuðning okkar nú, sem endra- nær. Alla vega minn persónulega,“ segir Árni. nýtur stuðnings sóknarbarna n Vísað frá Hreyfingu eftir að hann sparkaði í rass kennara n Sagði þetta óviljaverk, spark af gáleysi n Hreyfing segir frásögn hans ekki í neinu samræmi við upplifun starfsmanns, vitna eða annarra starfs- manna n Varaformaður sóknarnefndar telur málið storm í vatnsglasi Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Séra Pálmi Matthíasson Vill ekki ræða málið frekar en segist harma þetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.