Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 30
É g var kosinn á stjórnlagaþing í almennum kosningum í nóvember síðastliðnum. Og ef ég má vera persónulegur, þá var ég bara töluvert stoltur yfir því að vera treyst til að taka þátt í því mikilvæga verkefni að setja landinu nýja stjórnarskrá. Því það er löngu orðið tímabært. Og í brjóstinu bærðust ýmsar barnalegar tilfinningar og heit­ strengingar um að gera mitt besta, bregðast ekki trausti, leggja mig allan fram fyrir þjóð þína. Auðvitað voru það vonbrigði að ekki skyldu fleiri mæta á kjörstað í þessum kosningum en raun bar vitni, en á því voru nokkrar augljósar skýringar. Í fyrsta lagi barðist einn stjórn­ málaflokkur beinlínis gegn því að stjórnlagaþing yrði haldið, og þar af leiðandi að fólk mætti á kjörstað. Í öðru lagi töldu margir að það væri ekki tímabært að fara að hrófla við stjórnarskránni, og stjórnlaga­ þing væri dýrt uppátæki í miðri kreppu. Enginn svindlaði En samt, þó þátttakan væri minni en ég og fleiri hefðum kosið, þá var það nú samt prýðilega marktækur hluti þjóðarinnar sem tók þátt í henni, og engin leið að draga það í efa. Og við 25 sem vorum kosin fórum að búa okkur undir að taka til starfa. Þótt ég hafi þekkt til margra þessara nýju félaga minna, og þá aðeins af góðu einu, þá kom mér samt þægi­ lega á óvart hve metnaðarfullur og samhentur þessi hópur virtist ætla að verða, og allt lofaði þetta bara býsna góðu. Úrskurður Hæstaréttar um að ógilda kosninguna kom svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég hef áður fjallað um hann á þessum vettvangi, og ætla ekki að endurtaka það allt, en læt duga að segja að aldrei í lífinu hefði hvarflað að mér að hæstaréttar­ dómararnir sex myndu ganga svo langt að ógilda þessa kosningu. Því enginn svindlaði í kosning­ unni, og daginn sem hún fór fram lýsti enginn yfir óánægju með fram­ kvæmd hennar. Enginn dró réttmæti þeirra sem kosnir voru í efa, nema þeir örfáu sem kærðu. Jafnvel þótt hæstaréttardómar­ arnir hefðu með góðum vilja getað fett fingur út í einhver smáatriði, þá var algjör óþarfi hjá þeim að ógilda kosninguna. En það var gert, og þá var að taka því. Ég lýsti strax yfir því að ég teldi eina rétta svarið að kjósa upp á nýtt, og lýsti samdægurs yfir nýju fram­ boði. Mér leist þá illa á hugmyndir um að skipa stjórnlagaþingsfulltrúa 25 án frekari umsvifa á sérstakt stjórnlagaráð. Ýmislegt varð til að milda afstöðu mína til þeirrar hugmyndar. Til dæmis það hvað útskurður hæstaréttardómaranna var langt frá því að vera ásættanlegur. Þegar hann var skoðaður nánar, varð hann alltaf meira og meira út í hött. Og þar af leiðandi minni ástæða til að líta á hann sem lögmál klapp­ að í stein. „Að ganga á svig við Hæstarétt“ Í öðru lagi reyndust vera ýmis rök fyrir því að það væri nákvæmlega ekkert athugavert við að skipa okkur 25­menningana í stjórnlagaráð. Það væri engan veginn „að ganga á svig við Hæstarétt“, eins og svo margir tönnluðust á. Nú sé ég persónulega ekkert að því að „ganga á svig við Hæsta­ rétt“, svo fremi sem fylgt sé lögum. Ef Hæstiréttur gerir mistök, eins og í þessu tilfelli, þá er ekkert athugavert við að leitast við að leiðrétta mistök hans. En það verður auðvitað að gera það í samræmi við lög og rétt, og með fullri virðingu fyrir þrískiptingu ríkis­ valdsins. Þeir sem hömuðust mest á móti þeirri hugmynd að skipa þetta sér­ staka stjórnlagaráð, það voru þing­ menn Sjálfstæðisflokksins sem vildu að þingið tæki að sér að skrifa nýja stjórnarskrá, þótt þinginu hafi reynd­ ar tekist það mjög illa hingað til. En segjum að farið hefði verið að vilja þeirra? Ef Birgir Ármannsson, Árni Jo­ hnsen, Sigmundur Davíð Gunn­ laugsson, Vigdís Hauksdóttir, Krist­ ján Möller, Helgi Hjörvar, Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason (allt þing­ menn sem voru á móti eða sátu hjá í gær) – ef þessir prúðu þingmenn hefðu verið skipaðir í stjórnlagaráð á vegum Alþingis, hefði þá verið allt í lagi? Já, vafalaust – ekkert við slíka skipan að athuga. Nema hvað það hefði reyndar komið mjög á óvart ef slíkt stjórn­ lagaráð þingmanna hefði komist að niðurstöðu um eitthvað – það hefur þingmönnum gengið svo dæmalaust illa að gera hingað til! En ef farin hefði verið sú leið að velja í stjórnlagaráðið fólk sem ekki ætti sæti á Alþingi, til dæmis Sigurð Líndal og einhverja 24 aðra, hefði það þá ekki líka verið í lagi? Jújújú, það hefði verið í fínu lagi. Bara besta mál! En hvað var þá svo skelfilega rangt við að skipa í stjórnlagaráð einmitt það fólk sem hefur verið kosið til þess af þjóðinni (vissulega ekki meirihluta hennar, en þjóðinni samt) – kosið í almennum kosning­ um og treyst til að taka þátt í smíði nýrrar stjórnarskrár. Þegar til kom gat ég ekki komið auga á svar við þeirri spurningu. Loksins ákvörðun! Og þá afréð ég að taka sæti í stjórn­ lagaráðinu, ef mér yrði boðið það. Jafnvel þótt ég væri enn þeirrar skoðunar að affarasælast væri að kjósa upp á nýtt. En nú er sem sagt búið að ákveða þetta, loksins! Það er víst bréf á leið­ inni þar sem ég er beðinn að gera upp við mig hvort ég segi já eða nei. Og ég mun segja já, og því vænt­ anlega taka þátt í starfi stjórnlaga­ ráðs. Og ég hlakka satt að segja til. Upp­ hafið var vissulega vandræðalegra en ég hefði kosið, en ef við stöndum okkur í stykkinu, þá mun það ekki skipta máli þegar upp verður staðið. Því gangi allt að óskum þá getum við skilað af okkur stjórnarskrá sem vonandi vísar okkur veginn til bjart­ ari framtíðar með bættri stjórnsýslu og opnara samfélagi. Já, svei mér þá ef ég finn ekki aft­ ur bærast í brjóstinu ýmsar barna­ legar tilfinningar og heitstrengingar um að gera mitt besta, bregðast ekki trausti, leggja mig allan fram fyrir þjóð þína! STJÓRNLAGARÁÐ!! Flestir hafa einhvern tímann á sinni lífsleið fellt huga til ann­arrar manneskju. Stundum er tilfinningin gagnkvæm, þó örugg­ lega í færri tilfellum en hitt. Ég velti því oft fyrir mér hve mörg sambönd, sem mörg hver hafa jafnvel verið far­ sæl, hafa orðið til af þeirri einföldu þörf að hafa einhvern sér við hlið. Það virðist vera eitthvað í mannlegu eðli, eða eins og predikarinn Sol­ omon Burke orðaði það: „Everybody, Needs Somebody To Love.“ Þarna erum við reyndar strax komin í smá­ þýðingarvanda. Á ensku virðist orð­ inu „love“ nokkuð meira fleygt fram en íslenska orðinu „ást“. Ef til vill orð­ aði íslenska hljómsveitin Rúnk þetta betur, í lagi sem heitir einfaldlega „Það er svo gott að kúra.“ Það er nefnilega svo gott að kúra, það viðurkenni ég fús­lega. Það er einnig hægt að læra að elska, sem ég held að sé einmitt tilfellið í flestum sambönd­ um. Pör geta verið mynduð af full­ komnum andstæðum, fólki sem vill einmitt kúra – og fer á endanum að elska hvort annað. Skipulögð hjóna­ bönd í framandi menningarheimum Langt­í­burtistan eru ef til vill góð dæmi um slíkt. En hvað með hina eldheitu ást, þetta umfjöllunarefni popplaga, kvikmynda, skáldsagna og ljóða? Er hún yfir höfuð til? Þá legg ég spilin á borðið, og brenni þar með þær síðustu brýr sem eftir standa, því ég, kaldhæðni hipsterinn, segi auð vitað já við þeirri spurningu. Ástæðan er sú, að ég hef upplifað ást, og ekki nóg með það, ég hef líka upplifað þessa ást sem er „áunnin,“ – sem er auð­ vitað ekkert svo slæm, sem slík, á meðan báðir aðilar sætta sig við sitt hlutverk. Nú er ég kominn á hálan ís, hættulega braut. En svoleiðis er ástin úr garði gerð, hún er hættuleg. Mað­ ur leggur mikið undir fyrir ástina, oft­ ar en ekki allt of mikið. Margir kann­ ast við það að hafa tapað veðmálinu, og það er sárt. Roy Orbison sagði réttilega: „Love Hurts.“ Einn þeirra sem virðist ekki trúa á hina einu sönnu ást er banda­ríski menningarrýnirinn Chuck Klosterman. Í bók sinni „Sex, Drugs and Cocoa Puffs“ gerði hann „valda­ jafnvægið“ í ástarsamböndum að umfjöllunarefni. Klosterman lýsir því svo, að samböndum megi líkja við vogarskálar. Best er ef hrifning þeirra sem eru sambandi er í jafnvægi, að þau séu um það bil jafn hrifin af hvort öðru. Um leið og einstaklingur A byrjar að verða hrifnari af B, held­ ur en B er af A, verður einstaklingur B skyndilega fráhuga. Þetta hljómar skringilega við fyrstu sýn; því meir sem þú elskar einhvern – því minni eru líkurnar á að ástin verði endur­ goldin. En sorrí, þannig er þetta bara. Steinunn Sigurðardóttir skrifaði frábæra bók um vogarskálar ástarinnar, Tímaþjófinn. Sag­ an segir frá Öldu, hæfileikaríkri og laglegri konu, sem verður hrifin af manni – hávöxnum og rauðhærð­ um, hvað annað. Maðurinn, Anton, ber ekki sama hug til Öldu. Verður það þess valdandi að Alda upplifir eins konar maníska ást, hún verður gjörsamlega gagntekin, ástfangin, af Antoni. Þetta veldur henni miklu hugarangri sem ágerist einmitt eftir því sem ástmaður hennar fjarlægist hana. Morrissey, sá mikli snillingur, söng „I Want The One I Can‘t Have.“ Átti hann við þetta? En er þetta einhver minni ást? Á óbeinan hátt vitnaði Steinunn Sigurðardóttir í eina frægustu ástarsögu heimsbókmenntanna, söguna af Raunum Werthers eftir Göthe. Aumingja Werther, hann var svo ástfanginn og hann skrifaði svo falleg bréf. Hann elskaði Lottu sína, en Lotta var lofuð öðrum. Hvers átti Werther að gjalda? Hann elskaði hana svo heitt að hann gat bara ekki lifað án hennar. Efaðist einhver um ást Werthers, eða átti hann bara að hætta að væla og finna sér einhverja aðra? Gabriel Garcia Marquez, kól­umbíski nóbelsverðlauna­hafinn, snerti á þessu þema í bókinni Ástin á tímum kólerunnar. Florentino verður ástfanginn af yfir­ stéttarstúlkunni Ferminu, en hún hafnar honum. Niðurbrotinn ákveð­ ur Florentino að hann muni aldrei elska aðra konu á lífsleiðinni, svo ást­ fanginn er hann. Þrátt fyrir ákveðna bresti í persónuleika Florentinos, sem fólust meðal annars í því að sænga hjá, tja, ansi mörgum konum á meðan hann beið í von og óvon eftir Ferminu, þá tókst Marquez full­ komlega að fá lesandann til að halda svo innilega með Florentino. Og af hverju ekki? Voru ekki allir ánægð­ ir þegar Fermina áttaði sig loksins á ást sinni, þótt hún hafi verið orðin hundgömul? Viljum við ekki gleðileg málalok? Ég hélt nefnilega líka með Werther sko, og Öldu, ef út í það er farið. Já, ástin getur sært. En það er nú eitthvað við hana, fæstir eru í það minnsta tilbúnir til að lifa án hennar. Hafirðu upplifað hana, þá veistu hvað ég meina. Bryan Ferry samdi lagið „Love is the Drug“ og var ekki fjarri lagi – ástin er eins og fíkni­ efni. Bryan Ferry átti reyndar síð­ ar eftir að stinga undan syni sínum, sem var trúlofaður fyrirsætu sem var rúmum 30 árum yngri en ofurtöffar­ inn frá Newcastle. Engin ást þar, eða eins og sagt var „this guy just doesn‘t know what karate is all about.“ Draumur minn er auðvitað að við sem skipum þetta mann­kyn getum sýnt þann þroska að vera yfir blessaða valdajafnvægið hafið. Uppáhaldsgrínistinn minn, og jafnframt einn sá vanmetnasti í sögu grínista, er Bill heitinn Hicks. Hann lauk yfirleitt skemmtunum sínum á sömu orðum, en hér skrifa ég þau eftir minni (og vona að ég móðgi enga aðdáendur): „Ekki örvænta því við getum gert heiminn að betri stað. Hvernig? Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir valkostum. Við get­ um valið milli ástar og ótta. Veljum ástina og óttumst ekki.“ Eins og Smokey Robinson sagði „I Second That Emotion.“ 30 | Umræða 25.–27. mars 2011 Helgarblað Trésmiðjan Illugi Jökulsson Af ást og lágmenningu Helgarpistill Björn Teitsson „ Jafnvel þótt hæstaréttardóm- ararnir hefðu með góðum vilja getað fett fingur út í einhver smáatriði, þá var algjör óþarfi hjá þeim að ógilda kosninguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.