Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Qupperneq 34
34 | Viðtal 25.–27. mars2011 Helgarblað Þ egar blaðakonan vindur sér úr snjófjúkinu í mars inn í hlý­ lega fornbókabúðina geng­ ur hún inn í miðju bókastafla á gólfinu. Ný sending er á gólfinu í mörgum stöflum. Barnabækur frá sjötta og sjöunda áratugnum í meiri­ hluta og gamalt eintak af Hildu á Hóli grípur augað. „Bragi er ekki hér,“ heyrist einhvers staðar innan úr stöflunum. Það sést glitta í silfurhærðan og síðhærðan koll við búðarborðið. Afgreiðslumað­ ur situr við afgreiðslukassa á fremur lágum kolli. „Hann Bragi er heima að hvíla sig,“ segir hann. „Hann lenti í þeirri ólukku að detta úr sendiferða­ bíl,“ segir hann. Þetta er hann Kristján Sigvaldason, fyrrverandi sögukenn­ ari, sem situr svona lágt á milli bóka­ staflana. Blaðakonan verður því að gera sér aðra ferð í bókabúðina Bókina á horni Hverfisgötu og Klapparstígs þar sem Bragi bóksali hefur glætt borg­ ina lífi síðustu ár. Bókin var fyrst á Skólavörðustíg en lengst af á Vestur­ götunni en flutti sig um set fyrir nokkrum árum. Í seinni tíð reka þeir hana saman, Bragi og Ari Gísli sonur hans. Hættur að fara í sund Þegar blaðakonan fær loks að heyra í Braga er hann í ljómandi skapi og heilsar henni með virktum. Blaða­ konan spyr hann um meiðslin en hann gerir lítið úr þeim þótt hann segist sakna þess að fara í sund en um árabil byrjaði hann hvern dag á því að fara í Seltjarnarnes­ eða Vest­ urbæjarlaugina að synda og verma sig í heitum potti og það gerir hann sjaldnar í dag. „Ég var líkast til að breytast í hval,“ segir Bragi. „Ég fór líka í Kaffivagninn á Granda og fékk mér jólaköku og kaffi áður en ég rölti upp í búð. En það er nú annað ástandið á mér í dag,“ bætir hann við og útskýrir að vegna meiðslanna sé hann fremur kraftlítill, bæði líkam­ lega og andlega. „Í dag læt ég mér nægja að byrja daginn á því að fá mér súrmjólk og finn mér svo eitthvað að dunda heimavið.“ Hornin hans Braga Í fornbókabúðina Bókina kemur fólk haldið fortíðarþrá enda leynast þar ýmsar gersemar. Bókunum er rað­ að þétt í hillurnar og stundum finn­ ast þær á gólfinu líka í háum stöfl­ um. Búðin lyktar af prentsvertu og gömlum pappír og þar inni er ávallt hlýtt, jafnvel þegar snjóbylur lemur gluggana. Bragi hefur líka ávallt haft gaman af því að stilla upp áhugaverðu efni í búðarglugganum og við afgreiðslu­ borðið, stundum með pólitískri skír­ skotun, tilvitnunum í söguna eða eigin skoðunum á mönnum og mál­ efnum og þess vegna er hver heim­ sókn í búðina bæði tímafrek og skemmtileg. Það þarf að líta í hvert horn. „Fólk kemur ekki bara hing­ að til þess að kaupa bækur, heldur til þess að hitta annað fólk, forvitn­ ast um alla hluti og ræða málin og hingað kemur ákaflega mikið af góðu fólki,“ segir Bragi. Konur skilja heiminn betur Bragi segist feginn því að ræða við konu. Hann hafi á þeim sérstakar mæt­ ur. „Konur eru miklu betri en karlmenn að öllu leyti. Þær finna meira til og skilja heiminn betur. Heimurinn verður góð­ ur staður að búa á fái þær að ráða meiru um það hvernig honum er stjórnað.“ – „Er maðurinn þinn ekki góður við þig?“ spyr Bragi svo og segist hafa áhyggjur af því að menn séu almennt ekki nægi­ lega góðir við konur sínar. Bragi hefur alla tíð vanið sig á að virða konur og minnir samferðamenn sína iðulega á að gera hið sama. Sjálfsagt hefur upp­ eldið haft sitt að segja en Bragi er alinn upp á heimili þar sem foreldrar hans skiptu oft með sér verkum. Foreldrar Braga hétu Elísabet Engil ráð Ísleifsdóttir og Kristjón Krist­ jónsson. Móðir hans Elísabet Engil­ ráð vann mikið úti og Bragi segir föður sinn oftast hafa þvegið upp og eldað matinn. „Við nutum ástríkis á heim­ ilinu,“ segir hann. „Pabbi eldaði oft kjötsúpu og við fundum ekkert að því. Mamma vann mikið úti og pabbi sá því oft um að taka á móti okkur og elda ofan í okkur. Það var líka ljúft á milli þeirra sem er öllum börnum hollt.“ Stoltur af sonum sínum Bragi er elstur þriggja systkina. Syst­ ur Braga eru Jóhanna, blaðamaður og rithöfundur, og Valgerður, sem er kennari. Bragi Kristjónsson bókakaupmaður hefur glætt miðborgina lífi í áratugi með rekstri fornbókaverslunarinnar Bókarinnar. Þeir sem þangað koma eru oft haldnir for- tíðarþrá en sækja ekki síður í samtal við Braga um lífið og tilveruna. Kristjana Guð- brandsdóttir ræddi við Braga um konurnar í lífi hans og örlög þeirra, uppvöxtinn, ellina og samstarfið við Egil Helgason í sjónvarpsþætt- inum Kiljunni. Konur finna meira til og skilja heiminn betur „Þeir hafa allir afrekað ýmislegt, synir mínir. Helst er ég stoltur af þeim fyrir að rata sína leið með sínum hætti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.