Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Qupperneq 38
38 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kgk@dv.is 25.–27. mars 2011 Helgarblað Jón Bjarman Fyrrv. fangaprestur og síðan sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar f. 13.1. 1933 – d. 17.3. 2011 Páll Valdimar Magnússon Fyrrv. bóndi á Vindhæli í Austur-Húnavatnssýslu f. 4.12. 1921 – d. 12.3. 2011 Jón Bjarman fæddist á Akur- eyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1954 og embættisprófi í guðfræði frá Há- skóla Íslands 1958. Þá aflaði hann sér víðtækrar sérmenntunar á sviði sálgæslu í Bandaríkjunum 1974 og 1983–84 er hann lauk mastersnámi í klínískri sálgæslu. Jón sinnti prestsþjónustu meðal Vestur-Íslendinga í Lundar í Mani- toba í Kanada 1958–61, var sóknar- prestur í Laufási við Eyjafjörð 1961– 66 en flutti þá til Reykjavíkur og var æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunn- ar 1966–70. Hann var fangaprestur 1971–86 en var þá ráðinn sjúkrahús- prestur þjóðkirkjunnar með starfs- svið á Landspítalanum og gegndi því embætti til starfsloka árið 2000. Jón var meðal stofnenda Æsku- lýðsfélags Akureyrarkirkju á æsku- árum sínum. Hann sat m.a. í starfs- háttanefnd þjóðkirkjunnar, í nefnd um alþjóðleg nemendaskipti, var þingforseti alþjóðlegu skiptinema- samtakanna ICYE og kjörinn heið- ursfélagi þeirra 1983 og var heiðurs- félagi Prestafélags Íslands frá 1998. Þá var Jón kjörinn af ráðherranefnd Evrópuráðsins 1992 í eftirlitsnefnd sem fylgist með aðbúnaði í fang- elsum aðildarríkjanna með það að markmiði að koma í veg fyrir pynd- ingar og ómannúðlega meðferð á föngum. Þeim nefndarstörfum gegndi hann í átta ár. Jón stundaði ritstörf frá unga aldri. Meðal bóka hans er „Af föngum og frjálsum mönnum. Endurminning- ar sérþjónustuprests“, tvö smásagna- söfn, fimm ljóðabækur, hugleiðing- ar og þýðingar, m.a. úr færeysku. Fjölskylda Jón kvæntist 26.6. 1954 Hönnu (Jó- hönnu Katrínu) Pálsdóttur, f. 10.2. 1933, á Skinnastað í Öxarfirði. Börn Jóns og Hönnu eru Páll, f. 19.6. 1957, sjávarútvegsfræðingur; Anna Pála, f. 4.10. 1957, matvæla- fræðingur en eiginmaður hennar er Páll Loftsson, f. 15.11. 1959, líffræð- ingur og eru börn þeirra Jóhanna Katrín, f. 6.2. 1984, viðskiptafræð- ingur en unnusti hennar er Jón Karl Stefánsson, f. 19.6. 1981, bakara- meistari, Jón Bragi, f. 16.11. 1988, háskólanemi en unnusta hans er Helga Jónsdóttir, f. 15.10. 1988, há- skólanemi, og Leifur, f. 13.11. 1996, nemi. Systkini Jóns: Björn Bjarman, f. 23.9. 1923, d. 19.4. 2005, lögfræðing- ur og kennari í Reykjavík, var kvænt- ur Sveinbjörgu Stefánsdóttur; Anna Pála Sveinsdóttir, f. 20.10. 1925, hús- móðir í Kópavogi; Ragnheiður Jens- ína Sveinsdóttir, f. 26.5. 1927, d. 12.11. 2007, var húsmóðir á Sauðár- króki, var gift Marteini Friðrikssyni forstjóra; Steinunn Bjarman, f. 7.10. 1928, fyrrv. stjórnarráðsfulltrúi í við- skiptaráðuneytinu, búsett í Kópa- vogi, gift séra Hirti Pálssyni rit- höfundi; Sigurlaug Sveinsdóttir, f. 27. 12. 1929, d. 27.12. 2007, var gift Snorra Sigurðssyni skógfræðingi; Árni Aðalsteinn Bjarman, f. 7.1. 1935, bifvélavirki á Akureyri, kvænt- ur Karólínu Bernharðsdóttur; Guð- björg, f. 6.7. 1936, húsmóðir á Akur- eyri. Foreldrar Jóns voru Sveinn Bjarman, f. 5.6. 1890, d. 23.9. 1952, aðalbókari hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga á Akureyri og k.h., Guðbjörg Björnsdóttir Bjarman, f. 13.5. 1895, d. 29.9. 1991, húsmóðir. Ætt Sveinn var sonur Árna, bankagjald- kera á Akureyri Eiríkssonar, b. á Skatastöðum í Austurdal Eiríksson- ar. Móðir Árna var Hólmfríður Guð- mundsdóttir, systir Eiríks, afa Eiríks Hreins Finnbogasonar. Móðir Sveins var Steinunn, systir Eggerts, langafa Pálma Jónssonar í Hagkaupi. Steinunn var dóttir Jóns, pr. á Mælifelli Sveinssonar, lækn- is og náttúrufræðings í Vík í Mýrdal Pálssonar. Móðir Jóns var Þórunn Bjarnadóttir, landlæknis Pálsson- ar og Rannveigar Skúladóttur, land- fógeta Magnússonar. Móðir Stein- unnar var Hólmfríður Jónsdóttir, pr. í Reykjahlíð Þorsteinssonar, ættföður Reykjahlíðarættar. Meðal systra Guðbjargar voru Gunnhildur, móðir Björns Jóns- sonar, pr. á Akranesi, Jensína, móð- ir Ragnars Fjalars Lárussonar, pr. í Reykjavík, og Guðrún, móðir Stef- áns Lárussonar, pr. í Odda. Guðbjörg er dóttir Björns, próf- asts á Miklabæ Jónssonar, b. í Broddanesi Magnússonar. Móð- ir Björns var Guðbjörg Björnsdótt- ir, b. á Stóra-Fjarðarhorni í Kolla- firði Guðmundssonar og Sigríðar Jónsdóttur, b. á Þórustöðum í Bitru Guðmundssonar. Móðir Sigríðar var Valgerður Jónsdóttir, systir Ein- ars, langafa Ragnheiðar, móður Snorra Hjartarsonar skálds og Torfa Hjartar sonar tollstjóra, föður Ragn- heiðar, fyrrv. rektors MR og Hjart- ar, fyrrv. hæstaréttardómara. Móðir Guðbjargar, ömmu Steinunnar, var Guðfinna Jensdóttir, b. á Innri-Veðr- ará í Önundarfirði Jónssonar. Móðir Guðfinnu var Sigríður Jónatansdótt- ir, b. á Vöðlum í Önundarfirði Jóns- sonar og Helgu, systur Ólafs, föður Bergs Thorbergs, landshöðingja og langafa Einars Guðfinnssonar, út- gerðarmanns í Bolungarvík, og Ólaf- ar, móður Jóhannesar Nordal, föður Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar og Ólafar Nordal alþm. Helga var dótt- ir Hjalta, pr. á Kirkjubóli Þorbergs- sonar Thorbergs og Guðrúnar Ólafs- dóttur, ættforeldra Thorbergsættar. Útför séra Jóns Bjarman var gerð frá Hallgrímskirkju í gær, fimmtu- daginn, 24.3. Páll Valdimar fæddist á Bergstöðum í Hallárdal og ólst upp með foreldrum sínum og systkinum á ýmsum bæjum í Vindhælishreppi, lengst af á Bergstöð- um, Þverá og Sæunnarstöðum í Hallár- dal á Skagaströnd. Páll hóf búskap með foreldrum sínum og bræðrum á Sæunnarstöð- um í Hallárdal og stundaði þar búskap með þeim til 1944. Þá festi Guðmann, bróðir hans, kaup á jörðinni Vindhæli á Skagaströnd. Þeir bræður og foreldr- ar þeirra fluttu að Vindhæli 1944 og þar stunduðu þeir bræðurnir, Páll, Guð- mann og Guðmundur, búskap til 1997, er Magnús, bróðursonur Páls, keypti jörðina og tók við búskapnum á Vind- hæli. Páll bjó, ásamt Magnúsi og fjöl- skyldu hans, áfram að Vindhæli til 2008, er hann flutti á Heilbrigðisstofn- unina á Blönduósi. Páll og bræður hans lögðu stund á sauðfjárbúskap á Vindhæli og fyrstu árin voru þeir auk þess með þrjátíu kýr og seldu þá mjólk til íbúa í Höfðakaup- stað. Árið 1970 hættu þeir mjólkursölu, fjölguðu sauðfénu en höfðu kýr ein- ungis til heimanota. Fjölskylda Páll var alla tíð ókvæntur og barnlaus, en börn Guðmanns, og konu hans, Maríu Ólafsdóttur, voru ætíð í miklu uppáhaldi hjá Páli. Sama má segja um barnabörn Guðmanns þegar þau komu til sögunnar. Öll nutu þau mikils ástríkis af hálfu Páls, frænda síns. Börn Guðmanns og Maríu eru Guð- rún, Anna, Einar, Ólafur, Magnús og Halldóra. Systkini Páls eru Steingrímur, f. 15.6. 1908, d. 13.3. 1975, bóndi á Ey- vindarstöðum í Blöndudal; María Kar- ólína, f. 22.11. 1909, d. 10.2. 2005, ljós- móðir á Sauðárkróki, síðast búsett í Hafnarfirði; Sigurður, f. 4.12. 1910, d. 16.12. 1997, verkstjóri, lengst af hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki; Guðmann Einar, f. 9.12. 1913, d. 22.11. 2000, bóndi á Vindhæli; Guðmundur Bergmann, f. 24.7. 1919, d. 3.1. 2010, bóndi á Vindhæli. Foreldrar Páls voru Magnús Stein- grímsson, f. 3.4. 1881, d. 25.7. 1951, frá Njálsstöðum á Skagaströnd, bóndi á Bergsstöðum og víðar, og k. h., Guð- rún Einarsdóttir, f. 10.8. 1877, d. 17.10. 1971, húsfreyja. Ætt Meðal systkina Magnúsar voru Páll, ritstjóri Vísis, Páll, b. á Njálsstöðum á Skagaströnd, og Friðrika, húsmóðir á Kagaðarhóli á Ásum. Magnús var sonur Steingríms, b. á Njálsstöðum á Skagaströnd, bróð- ur Þorgríms, afa Önnu Sigurðardóttur, forstöðumanns Kvennasögusafnsins, og Valborgar, fyrrv. skólastjóra Fóstur- skólans, móður Sigríðar Snævars sendiherra, Sigurðar Snævars borgar- hagfræðings, Stefáns Snævars heim- spekings og Árna Snævars, fyrrv. frétta- manns. Annar bróðir Steingríms var Davíð, afi Brynleifs Steingrímssonar, læknis á Selfossi, og langafi Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Steingrímur var sonur Jónatans, b. á Marðarnúpi í Vatnsdal Davíðssonar, b. í Hvarfi í Víðidal Davíðssonar, hrepp- stjóra á Spákonufelli á Skagaströnd Guðmundssonar. Móðir Jónatans var Ragnheiður Friðriksdóttir, pr. á Breiða- bólstað í Vesturhópi Þórarinssonar, sýslumanns á Grund og ættföður Thor- arensenættar Jónssonar. Móðir Frið- riks var Sigríður Stefánsdóttir, móðir Jóns Espólín sagnaritara og systir Ólafs, stiftamtmanns í Viðey, ættföður Steph- ensenættar. Móðir Ragnheiðar var Hólmfríður Jónsdóttir, varalögmanns í Víðidalstungu Ólafssonar, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar Jónssonar. Móðir Hólmfríðar var Þorbjörg Bjarna- dóttir, sýslumanns á Þingeyrum Hall- dórssonar, og Hólmfríðar Pálsdóttur, lögmanns í Víðidalstungu Vídalín. Móðir Magnúsar var Anna Guð- rún, dóttir Carls Friðriks Schram, b. á Kornsá í Vatnsdal Christianssonar Schram, verslunarstjóra í Höfðakaup- stað, ættföður Schramættar. Móð- ir Önnu var Margrét Stefánsdóttir, frá Hofi í Vatnsdal, amma Árna Pálssonar prófessors. Meðal systkina Guðrúnar voru Gísli, sjómaður á Skagaströnd, og Sig- þrúður, húsmóðir á Skagaströnd. Guðrún var dóttir Einars, b. á Haf- urstaðakoti í Vindhælishreppi Gísla- sonar, b. í Köldukinn á Ásum Jóns- sonar, b. á Höllustöðum í Blöndudal Halldórssonar, frá Fossum í Svartárdal, af Harðabóndaætt. Móðir Guðrúnar var María Guð- mundsdóttir, systir Guðmundar á Torfalæk, föður Páls Kolka læknis og Elínborgar á Kringlu í Torfalækjar- hreppi, móður Guðrúnar Teitsdóttur, ljósmóður á Skagaströnd. Móðir Maríu var Guðrún Guðmundsdóttir, smiðs á Síðu í Víðidal Guðmundssonar, og Guðrúnar Sigfúsdóttur Bergmann, b. og hreppstjóra á Þorkelshóli í Víðidal Sigfússonar, ættföður Bergmannsætt- arinnar. Útför Páls fór fram frá Hólanes- kirkju á Skagaströnd sl. mánudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.