Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 46
46 | Lífsstíll 25.–27. mars 2011 Helgarblað Stakkahrauni 1 – Sími 553 8383 Íslensk framleiðsla ATH: Höfum flutt starfsemina á Stakkahraun1 í Hafnarfirði (áður Mónuhúsið) á stílabókum og gjafaöskjum fyrir handverksfólk Stílabækur A4 og A5 fjórir litir Stílabækur, stórar og litlar, fjórir litir Skrift - æfingabækur 1,2 og 3 Reikningsbókin mín, stór og lítil, 10 mm rúður Stílabækur, gormaðar í tveimur stærðum Verkefna- og úrklippubók, fjórir litir Sögubókin mín, stór og lítil Úrval af allskonar öskjum, tilvalið fyrir handverksfókið Reikningsbækur, tvær stærðir, 7mm rúður NÝTT 48 BL S Bollar og teboð Átta hönnuðir sýna saman bolla í Kaolin undir yfirskriftinni Spáð‘í bolla. Fjölbreytt form og gerðir bolla, innsetning og gjörningur þar sem gestir sýningarinnar fá að taka þátt eru það sem lýsir viðburðinum best. Laugardaginn 26. mars verður svo spáð í bolla sýningarinnar en sýningin stendur frá 24. til 31. mars og er hún opin frá klukkan 12 til 18. Teboðsfélagið býður svo til teboðs í Íslensku óperunni laugardaginn 26. mars á milli klukkan 15 og 17. Fjórar gerðir tebolla úr íslenskum leir, eftir jafnmarga leirlistamenn, verða til sýnis. Gestum býðst að bragða te úr bollunum sem blandað er úr fjórum íslenskum jurtategundum af Þóru Þórisdóttur. Þá verða kaffibollar og mál Auðar Ingu til sýnis á Súfistanum í Iðu við Lækjargötu um helgina. Skemmtilegir tískuviðburðir Helgin er spennandi fyrir þá sem fylgjast grannt með tísku og hönnun. HönnunarMars er fjögurra daga hátíð sem er nú haldin í þriðja sinn og er dagskráin ekki af verri endanum. Hér eru hápunktar dagskrárinnar fyrir þá sem fylgjast með tísku. Sruli storkar þyngdarlögmálinu Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi, hýsir sýningu fatahönnuðar- ins Sruli Recht, When Gravity Fails. Sýningin er hans fyrsta á karlmannsfötum og þetta er umfangsmesta lína sinnar teg- undar sem hefur verið unnin í íslensku hönnunarstúdíói. Notast verður við villt íslensk hráefni á borð við hreindýrs- og hrosshúð og þorskroð og mokkaskinn. Línan endurspeglar þær séríslensku hindranir sem fylgja hönnun og framleiðslu hér á landi. Sýningin var opnuð á fimmtudag og er opin til enda dagskrárinnar. Mundi í kanínuholu Mundi sýnir fyrstu stuttmynd sína Rabbit Hole í Tjarnarbíói á föstudagskvöld. Myndin hefur nú þegar verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum víða um heim og fengið mjög góða dóma. Fyrir sýninguna býður Mundi upp á veitingar og sýnir flíkur úr sumarlínu sinni 2011. Tveir rómantíkerar saman Fatahönnunarfyrirtækin Andersen og Lauth og Farmers Market munu, í samstarfi við kvikmyndagerðar– og tónlistarmenn, standa að viðburði á HönnunarMars í porti Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á föstudagskvöld klukkan 20.30. Hugmyndin er að búa til litla ástarsögu úr Reykjavík og undir hana verður spiluð tónlist sem á að ylja gestum um hjartarætur. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tvær rómantísku línur vinna saman og þess má vænta að afraksturinn verði afar áhugaverður. Sýning fata- hönnunar- nema LHÍ Nemendur á 1. og 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands sýna afrakstur fimm vikna námskeiðs þar sem þeir hönnuðu og saumuðu tvo til fjóra alklæðnaði. Þeir sem vilja hafa púlsinn á hæfileikaríku fólki mega ekki missa af þessum viðburði á föstudagskvöldi klukkan 22.00 á Nasa. Treflaverksmiðja Vík Prjónsdóttir opnar treflaverksmiðju á föstudag á Laugavegi 6. Þar geta boðsgestir fylgst með framleiðslunni og keypt nýgerða trefla. Bæði hönnuðir og starfsmenn Víkurprjóns verða á staðnum til að sinna framleiðslunni og gestir fá innsýn í venjulegan vinnudag þessara hæfileikaríku hönnuða. Scintilla frumsýnir nýja línu af heimilistextíl í Spark Design Space. Sýningin verður opin allan HönnunarMars. Áherslan er á framsækna grafík og vönduð náttúruleg efni. Scintilla-vörurnar eru hannaðar af Lindu Björg Árnadóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.