Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Síða 48
48 | Útlit 25.–27. mars2011 Helgarblað Litagleði í nýrri línu frá OPI: Sykurbleikt, blátt og svört sprunguáferð Naglalökkin frá fyrirtæk­ inu OPI hafa hingað til þótt vönduð og klassísk. Það kom því mörgum á óvart að fyrirtækið færi í samstarf við litaglöðu poppstjörnuna Katy Perry. Nýja línan hefur vakið mikla lukku og litirnir eru mjög í anda Katy Perry, sykurbleikir og skærbláir lit­ ir sem eru hennar einkenn­ islitir auk svarts naglalakks sem hefur á sér sprungu­ áferð og er langvinsælasta varan í línunni. Klassískt útlit Wonder Woman ræður för í nýrri línu snyrtivöruframleiðandans MAC: S túlkur og drengir hafa lesið um ævintýri Wonder Woman frá árinu 1942. Í gegnum árin hefur hún skartað bláum silkistuttbuxum, misefnislitlu, rauðu korseletti með gylltri skreytingu og svakalegu sixtís hári. Svolítið eins og henni hafi verið sniðinn þröng­ ur stakkur úr bandaríska fánanum. Nú hefur sænska snyrtivörufyrirtæk­ ið MAC sett á markað snyrtivörulínu þar sem þessi ofurhetja er heiðruð. Snyrtivörurnar eru all­ ar í yfir­ stærð og umbúðirn­ ar í einkennislitum Wonder Woman, bláum, rauðum og gylltum. POW–BANG– BÚMM Saga Wonder Wo­ man sem teikni­ myndahetju er nokkuð merkileg en margoft hef­ ur verið fiktað í útliti henn­ ar og bakgrunni. Búningur hennar þessa dagana er til að mynda ekki þessi klassíski sem við könnumst við. Í nýjustu sögum af ofurhetjunni berar hún ekki leng­ ur naflann heldur er klædd svört­ um, þröngum buxum, rokkara­ skóm með gylltum sporum og bláum silkijakka. Hárið hefur verið sléttað niður og kórónan stíliseruð. Svo virðist sem þessum breytingum hafi ekki verið vel tekið. Klassíska lúkkið ræður för, enginn meðtekur nýju rokkgelluna sem lagt var upp með, sixtís­klass­ íkin er það útlit sem MAC hefur til fyrirmyndar. Litríkt og kraft­ mikið. Wonder Woman með öllu því POW, BANG og BOOM­i sem þörf er á. Wonder Woman sem forseta Það er vert að minnast þess að líklega væri Wonder Woman ekki til í dag ef ekki væri fyr­ ir kvenréttindakonuna Gloriu Steinem. Wonder Woman var nefnilega slátrað af hugmynda­ smiðum árið 1968. Þá missti hún krafta sína og systur henn­ ar, Amazónurnar, misstu kraft­ ana líka og yfirgáfu „heim karl­ manna.“ Wonder Woman ákveður hins vegar að verða eftir og sætta sig við kraftleysið. Hún opnar tísku­ búð og æfir karate! Þessi nýja Wonder Woman átti að vera nútímaleg og töff gella í anda vinsælu þáttanna „Aven­ gers“ en féll kylliflöt. Ofurhetjunnar var sárt saknað þangað til femínistinn og aktívistinn Gloria Steinem bjargaði málum og kom henni til bjargar. Eft­ ir áróðursherferð Gloriu þar sem hún setti Wonder Woman á forsíðu fyrsta tölublaðs Ms. Magazine árið 1972 með fyrirsögninni „Wonder Woman sem forseta“ og leið ekki á löngu þar til Wonder Woman hafði endurheimt bæði kraftana og ofurhetjubúning­ inn. kristjana@dv.is Wonder Woman Golden Lariat Defiance Deep Truth Mighty Afrodite Förðun í anda Wonder Woman Áfram, Wonder Woman! Klæðningar og viðgerðir á gömlum húsgögnum Iðnbúð 5 - 210 Garðabæ - Sími: 554 1133 - asgrimur@bolstra.is Skrautlegar og skemmtilegar umbúðir Í einkennislitum Wonder Woman; bláum, rauðum og gylltum. Þegar Wonder Woman var slátrað Hugmynda­ smiðir gerðu Wonder Woman kraftlausa gellu sem vann í tískuvöruverslun. Wonder Woman sem forseta Kvenréttinda­ konan Gloria Steinem kom Wonder Woman til bjargar. Vinsælasta lakkið í línunni Svart naglalakk með sprungu­ áferð hefur slegið í gegn. Sprunguáferð Hér er svart sprungunagla­ lakk notað yfir annað lakk. Útkoman er skemmtileg. Blátt naglalakk Bleikt glimmerlakk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.