Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 55
Sport | 55Helgarblað 25.–27. mars 2011 körfuboltaliðsins, KU Jayhawks, sem var þá og er enn eitt af allra stærstu háskólaliðum Bandaríkjanna. „Það var mjög gaman,“ svarar Nick með bros á vör aðspurður um daga sína í háskólanum. „Ég var í einum allra stærsta og besta háskóla Bandaríkjanna og hafði þjálfara sem nánast fann upp körfubolta. Mað- ur hitti þarna fólk sem kom í skól- ann eiginlega bara til þess að horfa á körfuboltaliðið spila. Því var mað- ur náttúrulega smástjarna á skóla- lóðinni. Maður sveif samt ekkert um á bleiku skýi. Þjálfarinn okkar gerði okkur grein fyrir því að við værum ekki að spila fyrir okkur sjálfa. Við værum að spila fyrir liðið, fyrir sögu skólans, fyrir fólkið í skólanum og fyrrverandi leikmenn skólans. Auð- vitað var þetta samt gaman líka,“ seg- ir hann með bros á vör. Spilaði með NBA-stjörnum Aðspurður hvort háskólalífið sé eins og því er lýst í bíómyndum, stanslaus veisla, bæði játar Nick og neitar. Það sé ýmislegt til í þessari steríótýpu en fyrst og fremst verði íþróttamenn- irnir að hugsa um boltann. „Körfu- boltinn er bara eins og starf á þessu stigi. Auðvitað vill maður djamma og skemmta sér en maður verður að hugsa um sjálfan sig. Ég eyddi öllum þessum árum í að lyfta, skjóta á körfu og passa hvað ég borðaði. Lífið er auðvitað frábært þarna en þetta var bara vinna,“ segir Nick sem spilaði á sínum tíma með NBA-stjörnum á borð við Kirk Heinrich sem nú leikur með Atlanta Hawks, Drew Gooden hjá Milwaukee Bucks og Paul Pierce sem fyrir tveimur árum varð NBA- meistari með Boston Celtics. „Paul Pierce er frábær náungi. Hann kenndi mér allt um háskóla- lífið. Allt sem ég veit um háskóla og lærði þar er honum að þakka. Við höldum ennþá sambandi en ég næ ekki að hitta hann eins mikið og ég myndi vilja. Við erum alltaf að spila á sama tíma. En það er eins með hann og aðra, Kansas-fjölskyldan heldur öll góðu sambandi,“ segir Nick sem var fyrirliði Jayhawks á lokaári sínu og hélt því ræðuna á síðasta heimaleiknum eins og tíðk- ast. „Lokakvöld nemanna á loka- ári er magnað. Fólk hendir rósum inn á völlinn til að þakka fyrir sig og fyrirliðinn þarf að segja nokkur orð. Það var mikill heiður fyrir mig að vera fyrirliði í liði með þrjá verð- andi NBA-leikmenn innanborðs. Þegar ég lít til baka finnst mér eins og þetta hafi gerst í gær en svo eru náttúrulega ellefu ár síðan,“ segir Nick. Ræðuna er hægt að sjá á mynd- bandavefnum YouTube en sjálfur segist Nick ekki geta horft á mynd- bandið. „Nei, vá. Ég get ekki horft á þetta frá byrjun til enda. Stundum hefur mér verið sýnt þetta en ég bið fólk bara um að slökkva,“ segir hann hlæjandi. Elskar Ísland Eftir háskólann komst Nick ekki í nýliðavalið og var því draumur- inn um NBA farinn eins og hjá svo mörgum. Hann fór í sumardeildina þar sem menn reyna að komast að í NBA en var látinn fara eftir nokkr- ar vikur. Hann spilaði í ABA-deild- inni í Bandaríkjunum og varð meist- ari þar undir stjórn Kevins Pritchard sem seinna meir átti eftir að taka við sem framkvæmdastjóri Portland Trail Blazers og stýra því batteríi þar til í fyrra. Eftir tíma sinn í ABA lang- aði Nick að fara til Evrópu en fyrsti áfangastaðurinn var Ísland. „Eina sem ég vissi um Ísland þá var Björk,“ segir hann og hlær dátt. „Ég kom hingað ásamt einum strák sem var nýbúinn í háskóla. Við viss- um ekkert út í hvað við vorum komn- ir. Eftir fyrstu leikina fór ég líka að heyra að möguleiki væri á að ég yrði sendur heim. En síðan fór mér nú að ganga betur. Ég var með svolitla heimþrá fyrst og vissi ekki alveg hvað ég væri að gera hérna. En ég var með frábæra liðsfélaga í Gunnari Einars- syni, Jóni Norðdal og Arnari Frey, til dæmis, sem létu mér líða vel. Eins hafði Falur þjálfari verið í Bandaríkj- unum þannig við náðum vel saman. Allir þessir menn og fleiri til hjálpuðu mér að láta mér líða vel. Í dag elska ég Ísland og mæri það hvert sem ég fer. Sumir halda að snjórinn trufli mig eitthvað en það snjóar bæði í Ark- ansas og Kansas. Ef það var eitthvað sem truflaði mig fyrst var það myrkrið en snjórinn og kuldinn hræðir mig ekk- ert,“ segir Nick. Rekinn fyrir Twitter-færslu Eftir góða leiki með Keflavík hér heima og í Evrópukeppni kom kall- ið úr stærri deild. Nick spilaði tvö ár í efstu deild í Frakklandi og eitt í næst- efstu deild, þar sem honum gekk mjög vel. Hann ætlaði sér að vera áfram í Frakklandi en urðu á þau mis- tök að láta umboðsmann sinn fara. „Það voru líklega mín mestu mistök. Hann var mjög umsvifamikill og setti mig á svarta listann. Hann hindraði mig í því að komast að hjá nokkru liði. Því gerði ég ekkert í hálft ár, allt þar til ég fékk svo tækifæri til að spila með Grindavík 2009,“ segir Nick en það ár tapaði Grindavík oddaleik gegn KR í úrslitarimmu Íslandsmótsins. Eftir það fór Nick svo til Finnlands þar sem hann lenti upp á kannt við eiganda liðsins vegna Twitter-færslu. „Ég er á Twitter og skrifaði þar að körfuboltagreind liðsins væri ekki góð og við værum ekki að spila körfu- bolta vel sem lið. Ég minntist ekki orði á neinn leikmann. Þetta skrifaði ég á Twitter eitt kvöldið og það birtist í blöðunum morguninn eftir. Þjálfar- inn og framkvæmdastjóri liðsins voru alveg sammála mér en eigandanum, sem vissi ekkert um körfubolta, lík- aði þetta ekki. Þeir létu mig því fara en þurftu að borga mér allan samning- inn,“ segir Nick. Enginn eftirsjá nema Rúmenía Eftir ævintýrið í Finnlandi kom Nick í þriðja skiptið hingað til lands í fyrra og spilaði í úrslitakeppninni, fyrst með Njarðvík og svo aftur með Keflavík. Fullkomnaði hann þá afar sjaldgæfa þrennu, að spila fyr- ir öll Suðurnesja- liðin. Nick hélt þó aftur út og spilaði í Rúmeníu í byrjun árs en þar upplifði hann slæma tíma. „Rúmenía var það versta sem ég hef upplifað á mín- um körfubolta- ferli. Ég hef heyrt sögur af mönnum sem fá ekki borgað í Evrópu en ég hef aldrei átt í neinum vandræðum með það. Það er að segja fyrr en ég kom til Rúm- eníu. Þar bara fékk enginn borgað og þegar eitthvað kom inn á reikninginn var það alltof lít- ið. Í desember í fyrra bað ég um að losna frá liðinu. Ég vildi bara komast heim og þar hélt ég að ferlinum væri lokið. En þá hringdi Helgi Jónas í mig og bað um að kíkja aftur til Grindavíkur og athuga hvort við gætum ekki unnið titilinn saman áður en ég hætti,“ segir hann. Eftir ellefu ára atvinnumannsfer- il segist Nick eiga eitthvað af pening- um en hann sé þó ekki ríkur maður. „Ég hef náttúrulega spilað körfubolta sem atvinnumaður í ellefu ár og með það er ég ánægður. Þetta hefur verið mikið tækfæri fyrir mig til að sjá Evr- ópu og auðvitað spila körfubolta fyr- ir peninga sem ég lagði upp með. Ég er ekki ríkur maður en ég hef lagt smá til hliðar. Þegar ég horfi til baka sé ég ekki eftir neinu á mínum ferli. Nema auðvitað Rúmeníu.“ Síðasti leikurinn Á mánudaginn þegar viðtalið var tek- ið var Nick að jafna sig eftir tap í öðr- um leik Grindavíkur gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Iceland Express- deildarinnar. Hann átti eftir odda- leik sem háður var á miðvikudaginn þar sem Stjarnan braut blað í sögu félagsins og komst í undanúrslit í fyrsta sinn. „Leikurinn á miðvikudaginn er mikilvægur fyrir mig þar sem þetta er mitt síðasta tíma- bil. Þetta verður þó ekki síðasti leikurinn minn,“ sagði Nick þá. Það einfald- lega kom ekki til greina að tala um hvað myndi ger- ast skyldi hann tapa leiknum. „Ég hugsa bara ekki þannig, um hvað gæti gerst ef við töpum. Ég hef komist þetta langt áfram með því að hugsa aldrei um hvað gæti gerst ef ég tapa, þannig að ég mun halda því áfram,“ segir Nick en því miður fyrir hann lauk ferli hans á miðvikudagskvöldið. Hann er þó ekki hættur í körfu- bolta. Langt í frá. Nú heldur hann heim til Fayettville til að hitta nýfædd- an son sinn, hans fyrsta barn, og svo ætlar hann að fara út í þjálfun. „Ég þekki þjálfara Norður-Karólínu-há- skólans vel og hann hefur verið með störf handa mér áður. Hann vildi þó alltaf að ég spilaði eins lengi og ég gæti. Ég mun setjast niður með þjálf- aranum og finna mér eitthvert starf. Ætli ég byrji ekki bara neðst í mynd- bandavinnslunni og þannig, en ein- hvers staðar þarf maður að byrja,“ segir Nick. Mun alltaf halda áfram að tala Utan vallar er Nick Bradford ljúfasta lamb og afskaplega þægilegur við- móts. Þegar í búninginn er komið og út á völlinn breytist hann í algjöran vélbyssukjaft. Hann hættir ekki að masa á meðan leik stendur og stend- ur í sífelldu orðaskaki við leikmenn, dómara og jafnvel stuðningsmenn. „Ég er rólegur gaur en inni á vellin- um snýst þetta um körfubolta og að vinna. Maður vill líka hafa gaman af þessu. Það sem ekki allir vita er að andlegi þátturinn af þessu er alveg sjötíu prósent. Ef maður kemst inn í huga andstæðingsins og fær hann til að gera eitthvað sem hann vill ekki gera er maður kominn með forskotið. Ég niðurlægi aldrei neinn inni á vell- inum. Ég vil bara sjá hvort menn hafa það í sér að taka þessu. Það er bara gaman að þessu. Best er þegar menn sem eru ekkert vanir að rífa kjaft byrja á því og tapa einbeitingunni,“ segir Nick. Aðspurður að lokum um framtíð sína, hvort Íslendingar fái einhvern daginn að sjá hann í sjónvarpinu, jafnvel að stýra liði í NBA lokar Nick ekki á neitt enda vantar lítið upp á sjálfstraustið á þeim bæ. „Það gæti vel verið. Ég vona alla vega að ég komist á stóra sviðið. En það er alveg sama hvar ég verð og hvað ég verð að gera. Ég mun alltaf halda áfram að tala,“ segir Nick Bradford. tomas@dv.isHENGIR UPP SKÓNA EN STEFNIR HÁTT „Þeir létu mig því fara en þurftu að borga mér allan samninginn. „Það er alveg sama hvar ég verð og hvað ég verð að gera. Ég mun alltaf halda áfram að tala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.