Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 64
Hirðum 37. sætið! Eiríkur kominn með vinnu n Eiríkur Jónsson, sjálftitlaður blaðamaður án hliðstæðu, hefur verið ráðinn sem ritstjórnarfulltrúi á nýjum karlavef sem heitir menn. is Í tilkynningu á vefnum er haft eftir Eiríki að hann og aðrir starfsmenn vefjarins stefni á landvinninga á vefnum þar sem allur heimurinn sé undir en Ísland í forgrunni. Eiríkur hefur verið án atvinnu síðan hann var rekinn sem ritstjóri tímaritsins Séð & heyrt fyrir nokkrum mánuðum. Útgefandi vefjarins er Vef- pressan sem gefur út fjölda annarra vefja með Björn Inga Hrafnsson í brúnni. Bubbi skammar Jóhönnu n Tónlistarmaðurinn og þjóðfélags- rýnirinn lætur Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Steingrím J. Sigfússon fá það óþvegið í nýjum bloggpistli. Bubbi sem lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi, segir þau tvö vera „aumkunarverð“ og „gott dæmi um gamla skóla stjórnmálamanna.“ Ástæðan fyrir pirringi Bubba er hvernig Jóhanna hefur varið sig eftir að hafa brotið jafnréttislög og hvernig Steingrímur J. lét eins og allt væri í lagi í tengslum við Árbót. „Við skiljum allt mjög vel syngja þau,“ skrifar Bubbi en bætir því svo við að eina sem þau skilja ekki sé sú einfalda staðreynd að leikurinn sé á enda runninn.  Markvarðastríð á Kýpur n Algjört Twitter-æði hefur gripið um sig í fótboltasamfélaginu á Íslandi en þangað hrannast nú inn knattspyrnu- menn og spekingar til að tjá sig um boltann. Sá sem lengst er kominn er sparkspekingurinn Hjörvar Hafliða- son en hann á langflesta fylgjendur og hefur breytt Twitter-síðu sinni að einhverju leyti í litla fréttastofu. Íslenska landsliðið er á Kýpur þar sem það á leik í undankeppni EM á laugardaginn en Hjörvar greindi frá því í vikunni að Gunnleifur Gunn- leifsson og Stefán Logi Magnússon slægjust um markvarðar- stöðuna í liðinu. Líkti hann því stríði við samskipti Kahns og Lehmans í Þýska- landi á árum áður en bætti þó við: „Stebbi og Gulli eru þó mun þroskaðri en Lehm- an og Kahn.“ „Já, þú segir mér fréttir. Þá er ekkert annað gera en að lyfta því upp,“ segir Pálmi Sigurhjartarson, einn flytjenda íslenska Eurovision-lagsins Áfram heim, eða Coming home eins og það heitir á ensku. Þetta voru fyrstu við- brögð Pálma við þeim fréttum að helstu veðbankar heims spá íslenska laginu ekki góðu gengi í aðalkeppninni sem fer fram í Düsseldorf þann 14. maí næstkomandi. Á vefsíðunni eurovisi- onodds.co.uk eru stuðlar helstu veð- bankanna teknir saman eftir því hvaða þjóðir þykja sigurstranglegastar og er íslenska lagið í 38. til 40. sæti á þeim lista. Pálmi segist ekki vita hve mikið mark megi taka á slíkum veðbönkum en að hópurinn hafi trú á öllum hliðum verkefnisins. Aðspurður hvort fréttirn- ar fái á hann segir Pálmi svo ekki vera. „Það myndi fá á mig ef ég vissi að við værum með glatað atriði,“ segir hann. Maður hefur fengið verri fréttir en þetta,“ bætir hann við. Hann segir það skipta miklu máli að hópurinn sé að fara út með góðan texta, fyrir utan lag- ið, og telur að það eigi eftir að kveikja í fólki hvort sem það þekki forsögu lags- ins eða ekki. Sigurjón Brink heitinn samdi lagið sem var flutt á íslensku í forkeppninni í Sjónvarpinu, en eftirlif- andi eiginkona hans, Þórunn Clausen, samdi við það enskan texta. Eistlendingar, Frakkar og Bretar skipa efstu þrjú sætin samkvæmt kerf- inu á vefsíðunni og mun ganga vel. Eistlendingar og Frakkar fá stuðulinn 7,50 en Bretar 8. Til að gera illt verra stærir síðan sig af því að hafa spáð efstu fjórum sætunum rétt í fyrra. solrun@dv.is Pálmi Sigurhjartarson hefur fulla trú á laginu Coming home: Hefur fengið verri fréttir Ármúla 4 | 108 Reykjavík | 422 8000 | www.verkis.is Öryggi og heilbrigði Orkusparnaður Kveiktu á erunni á réttum tíma Viðhald Lagnakerfi Hljóðvist Útboðsgögn Eftirlit Ástandsskýrsla Kostnaðaráætlun Mat á tilboðum Gerð útboðsgagna Yfirferð tilboðaGerð verksamninga Reyndarteikningar Skráningartöflur Eignaskiptayfirlýsingar Lýsing Rafkerfi Loftræsikerfi Verkefnastjórnun Kostnaðargát Þarfagreiningar Rekstrarráðgjöf Lýsingarráðgjöf Verkís rekur uppruna sinn allt aftur til ársins 1932 þegar fyrsti ráðgjafarverkfræðingurinn hóf starfsemi á Íslandi. Í dag er Verkís öflugt, leiðandi íslenskt ráðgjafar- og þekkingarfyrirtæki á meginsviðum verkfræði og tengdra greina. Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 25.–27. MARS 2011 36. TBL. 101. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 595 KR. Góður texti Pálmi segir það skipta máli að hópurinn fari út með góðan texta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.