Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 6.–8. maí 2011 Helgarblað Ljúf og góð stúlka látin „Hún var ein lífsglaðasta manneskja sem ég hef hitt,“ sagði Bára Brynjarsdótt- ir í DV á mánu- dag, vinkona Hörpu Bjartar Guðbjartsdóttur, sem lést síðastlið- inn laugardag. Harpa Björt var fædd þann 29. apríl 1990 og hélt því upp á 21 árs afmæli sitt á föstudaginn. Grunur leikur á að Harpa hafi látist eftir neyslu á svokölluðu PMMA- amfetamíni en hún var stödd í íbúð í Árbænum ásamt fjórum öðrum. Neyðarkallið barst um ellefuleytið á laugardag. Í kjölfarið fór lögreglan á vettvang og þegar ljósmyndara DV bar að garði voru alls níu lögreglubíl- ar fyrir utan húsið. Búa í sama húsi og tveir barnaníðingar Steingrím- ur Njálsson og Ágúst Magnússon, báðir margdæmdir barnaníðingar, búa í félagsleg- legum íbúðum á vegum borgar- innar á Skúlagötu. Íbúðirnar eru í blokkarlengju og aðskilur eitt hús- númer þá. Nafn hvorugs þeirra er við dyrabjöllu. Nágranna sem býr í sama stigagangi stendur ekki á sama, að vita af Ágústi í húsinu, og segist fyrst hafa heyrt af því að hann byggi þar í gegnum kunningja. „Það er ekk- ert gaman að búa í sama stigagangi og svona menn,“ sagði nágranninn ósáttur. Vitisenglar herja á ríkið Leif Ivar Kristiansen, leiðtogi Vítis- engla, Hells Ang- els, í Noregi hefur höfðað skaða- bótamál á hendur íslenska ríkinu vegna frávísunar úr landi. Annar meðlimur samtakanna, Jan Anfinn Wahl, hefur einnig stefnt ríkinu vegna hliðstæðs máls. Vítisenglar hafa áður stefnt ríkinu fyrir ólögmætar aðgerðir og haft er- indi sem erfiði. Sjö meðlimum Fáfnis voru í fyrra dæmdar bætur frá ríkinu vegna ólögmætrar handtöku. Þá boð- ar foringi samtakanna á Íslandi, Einar „Boom“ Marteinsson, fleiri máls- höfðanir á hendur ríkinu. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Æfingaboltar Bjóðum gott úrval æfingabolta í mörgum stærðum Henta vel í margskonar æfingar Verð frá: 2.980 kr. „Það var búið að skera trossuna í sundur og stinga á belgina á báð- um bólum,“ segir sjómaðurinn Ægir Thorarensen á Agnesi Guðríði IS 800 sem var á grásleppuveiðum við Gjögur út af Norðurfirði á dögun- um. Þegar hann kom á Agnesi Guð- ríði, sem er tæplega 5 tonna smábát- ur, að netunum tók hann eftir því að augljós skemmdarverk höfðu verið á unnin á veiðarfærunum. Heimildar- maður sem er vel kunnur grásleppu- veiðum úti fyrir Ströndum segir það forkastanlegt að veiðimenn geti ekki einu sinni gengið að því vísu að aðrir skemmi ekki fyrir þeim. Heimildar- maðurinn segir að vel hafi fiskast hjá grásleppuveiðimönnum að undan- förnu, en telja megi víst að ástæða skemmdarverkanna sé að einhver álíti að Agnes Guðríður hafi verið fyrir öðrum. Samkeppnin um bestu miðin sé greinilega mikil. „Þykjast eiga miðin“ Ægir sjómaður vildi þó ekki gera mikið úr málinu þegar DV hafði sam- band við hann. „Þetta eru nú bara þessar erjur sem eru alltaf á þessum grásleppuveiðum. Það eru heima- ríkir menn sem þykjast eiga miðin. Við erum frá Ísafirði og erum hérna á Norðurfirði að gera út,“ segir hann. Ægir tekur undir þau orð heim- ildarmannsins að líklega hafi ein- hver talið hann vera fyrir sér á grá- sleppumiðunum og ákveðið að fæla hann burt með því að stinga á belg- ina. Hann segir að þetta hafi ekki haft í för með sér neitt fjárhagstjón fyrir hann. „Nei, við bætum bara belgina og notum þá strax aftur,“ segir hann. Leiðir jólasveina fram hjá sér Aðspurður segir Ægir að það verði ekki neinir eftirmálar af þessu máli af hans hálfu. „Við leiðum svona jólasveina bara fram hjá okkur. Við bindum þetta saman og leggjum aftur sömu trossur. Við förum síð- an bara með belgina á hjólbarða- verkstæði og bætum þá,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hyggist ekki reyna að hafa uppi á skemmdar- vörgunum segir Ægir: „Ég veit alveg hver gerði þetta. Maður reynir bara að hafa vit í þessum málum.“ Þótt erjurnar á grásleppuveiðun- um á Ströndum séu altalaðar hafði lögreglan á Vestfjörðum ekki fengið málið inn á borð til sín og þar á bæ könnuðust menn ekki við það. Grásleppuvertíðin hefur staðið sem hæst að undanförnu og er eftir miklu að slæðast enda aðeins nokkr- ir dagar eftir af tímabilinu. Svo virð- ist sem ákveðið gullæði hafi runnið á menn, því tímabilið í ár hefur ver- ið stytt um tólf daga, úr 62 í 50 daga. Sjávarútvegsráðherra rökstuddi þessa ákvörðun með því að verið væri að koma í veg fyrir offramboð á hrognum sem myndi leiða til verð- lækkana. n Sjómannaerjur á grásleppuveiðum á Norðurfirði n Skáru trossuna í sundur og stungu á belgi n „Þykjast eiga miðin“ n Sjómaður kallar skemmdarvarga jólasveina Skemmdarverk á grásleppuveiðum Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Þetta eru nú bara þessar erjur sem eru alltaf á þessum grá- sleppuveiðum. Það eru heimaríkir menn sem þykjast eiga miðin. Grásleppa Menn keppa nú við tímann á grásleppuveiðum en vertíðinni lýkur eftir nokkra daga. Á grásleppuveiðum Trillan var á grásleppuveiðum þegar í ljós kom að skemmdarverk höfðu verið unnin á netum. MyNd úr SafNi. 192 milljarðar afskrifaðir Ríkið hefur afskrifað rúma 192 milljarða króna vegna krafna á fjármálafyrirtæki. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra við fyrir- spurn Kristjáns Þórs Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Kristján beindi fyrirspurn til ráðherra er snéri að tapi ríkis- sjóðs vegna fyrirgreiðslu til VBS og Saga Capital en fékk eingöngu svar um heildartap ríkissjóðs vegna krafna á öll fjármálafyrir- tæki. Kristján vildi einnig fá svör við því hvert verðmat ríkisins væri á eftirstöðvum skuldabréfa sem fyrrnefnd fyrirtæki gáfu út og ríkissjóður keypti. Þar sem ríkissjóður seldi kröfurnar áfram til Seðlabanka Íslands gat fjár- málaráðherra ekki gefið upp neinar upplýsingar um fyrrnefnd skuldabréf. Steingrímur J. í Wall Street Journal: Enn efins um kosti ESB „Ég er enn mjög vantrúaður þegar kemur að kostum aðildar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra í samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal. Hann segir að Íslendingar séu betur settir utan Evrópusambandsins en innan þess og telur þar sjávarútvegsmál skipta mestu máli. Steingrímur telur Ísland geta náð betri lendingu með því að gera öðru- vísi samninga við sambandið en að- ildarsamning. Hann benti þá meðal annars í viðtalinu á sérstöðu Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmál- um. Hann sagði að krónan væri betri kostur en aðild að myntbandalagi Evrópu og að krónan hafi „þjónað landinu vel“ enda hafi hún skapað hagstæðar aðstæður fyrir útflutning. Flokkur Steingríms er á móti að- ild Íslands að Evrópusambandinu þrátt fyrir að ríkisstjórnin og þing- meirihluti stjórnarflokkanna hafi fyrr á kjörtímabilinu samþykkt aðild- arumsókn Íslands að sambandinu. Nokkrir af samflokksmönnum Stein- gríms eru þá líka baráttumenn inn- an Heimssýnar, sem eru samtök sem berjast gegn aðild Íslands að ESB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.