Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Síða 6
6 | Fréttir 6.–8. maí 2011 Helgarblað
Starfsmenn eignarhaldsfélagsins
Baugs lögðu línurnar í samskiptum
félagsins við Landsbankann um mál-
efni eignarhaldsfélagsins Styrks In-
vest ehf. í aðdraganda bankahruns-
ins um haustið 2008. Meðal þess sem
Baugur lagði áherslu á var að ábyrgð
vegna útistandandi láns hjá Lands-
bankanum yrði felld niður. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í tölvu-
póstum um Styrk Invest, sem áður hét
BG Capital, á milli starfsmanna Baugs
og Landsbankans sem DV hefur und-
ir höndum þar sem rætt er um kaup
félagsins á hlutabréfum í FL Group
fyrir nærri 14 milljarða króna.
Styrkur Invest er gjaldþrota og
fékkst ekkert upp í 47 milljarða króna
kröfur á hendur félaginu. Þar af átti Ís-
landsbanki kröfu upp á 17 milljarða
króna, Landsbankinn átti 13 milljarða
kröfu og þrotabú Baugs gerði kröfu
upp á tíu milljarða.
Líkt og fram kom í Morgunblaðinu
á laugardaginn gerði Styrkur Invest
tvo framvirka samninga um kaup á
hlutabréfum í FL Group fyrir yfir-
verð í aðdraganda bankahrunsins
árið 2008. Viðskipti Styrks voru við
Glitni sem hélt utan um FL-bréfin. Í
Morgunblaðinu kom fram að samn-
ingarnir hefðu verið dagsettir þann 1.
október 2008 en tveimur dögum áður
hafði íslenska ríkið tekið 75 prósenta
hlut í Glitni. Glitnisyfirtakan markaði
upphaf íslenska bankahrunsins. FL
Group, sem að stærstu leyti var í eigu
Baugs og tengdra aðila, var stærsti
hluthafi Glitnis. Þess vegna virðast
viðskiptin alls ekki hafa verið gerð á
viðskiptalegum forsendum þar sem
stærsta eign félagsins, Glitnishlutur-
inn, var orðin verðlítill og þar af leið-
andi höfðu hlutabréfin í FL Group
fallið umtalsvert í verði. Samt áttu við-
skiptin sér stað á þessum tíma og var
gengið sem Styrkur keypti bréfin á 12
og 50 á hlut.
Styrkur hafði áður, í apríl 2008
keypti 40 prósenta hlut Baugs í FL
Group. Skuldir félagsins eru væntan-
lega að mestu tilkomnar vegna þeirra
kaupa en ætla má að lánin sem hvíldu
á FL-bréfum Baugs hafi þar með færst
yfir á Styrk Invest.
Endurskipulagning á Styrk
Tölvupóstsamskiptin, sem eru frá
því 18. og 24. september 2008, voru á
milli Stefáns Hilmarssonar, fjármála-
stjóra Baugs, Árna Maríassonar, for-
stöðumanns fyrirtækjaviðskipta á fyr-
irtækjasviði Landsbankans, og Óskars
Veturliða Sigurðssonar, starfsmanns
Baugs.
Í fyrsta tölvupóstinum sem DV
hefur undir höndum, sem er frá 18.
september, spurði Árni að því hvort
Baugur myndi leggja bréfin, væntan-
lega í FL Group, sem lán inn í félagið,
væntanlega Styrk Invest. Stefán Hilm-
arsson svaraði því þá til að setja þyrfti
hlutabréfin í sérstakt félag og endur-
fjármagna það. „Fyrstu hugmundir að
því að setja þetta saman í sér félag og
endurfjármagna það upp á nýtt. Þyrft-
um að fara yfir þetta áður en þú sýnir
þetta.“
Á þessum tíma átti sér stað alls-
herjar endurskipulagning á lánamál-
um Styrks Invest hjá lánardrottnum
félagsins og virðast viðræðurnar við
Landsbankann einungis hafa verið
hluti af viðræðunum við lánardrottna
félagsins.
Niðurfelling ábyrgðar
Tæpri viku síðar sendi Óskar Vetur-
liði, starfsmaður Baugs, svo tölvu-
póst til Árna, með afriti til Stefáns, þar
sem fram kom tillaga að því hvaða
veð Landsbankinn ætti að taka í eign-
um Baugs gegn því að tiltekin ábyrgð,
sem ekki er nefnd í tölvupóstinum,
yrði felld niður. „Hér er tillaga að
auknu veði að því gefnu að ábyrgðin
verði felld niður. Gott væri að fá draft
að lánasamningi í þessari viku þannig
að við getum klárað þetta sem fyrst,“
sagði Óskar í tölvupóstinum.
Í yfirliti í tölvupóstinum kemur
fram að gegn 15,9 milljarða króna
lánum verði lagðar fram eignir upp á
nærri 24 milljarða króna. Þar af voru
tveir milljarðar hluta í Stoðum, áður
FL Group, sem metnir voru á tæplega
14 milljarða króna á genginu 6,68 en
einnig hlutabréf í Glitni, Kaupþingi
og Byr sem líkast til voru ekki í eigu
Styrks heldur annarra Baugstengdra
aðila. Allar þessar eignir voru gróf-
lega ofmetnar í ljósi þess að um var
að ræða hlutabréf í félögum sem
voru öll að hruni komin þegar þetta
var.
Af tölvupóstinum að dæma virð-
ist sem Landsbankinn hafi átt að fá
veð í hlutabréfum í Glitni, Kaupþingi
og Byr sem voru í eigu Baugstengdra
aðila. „Við erum að reyna að setja
upp lánin hjá Styrk þannig að allir
séu svipað settir en allir lánveitend-
ur hafa lagt mikla áherslu á það og og
hefur verið mjög erfitt að réttlæta að
við séum að láta Glitnis, Kaupthing
og BYR bréfin til ykkar. Því helst þetta
í hendur með ábyrgðina og hlutfall
bréfa með atkvæðisrétti.“
Nokkrum dögum eftir þetta varð
ljóst að hlutabréfin sem leggja átti
fram sem aukin veð voru lítils eða
einskis virði og að Landsbankinn
myndi ekki fá mikið upp í kröfur sín-
ar vegna lánanna til Styrks.
n Tölvupóstar sýna hvernig Baugur stýrði
viðræðum við Landsbankann n Vildi
skipta á auknum veðum og ábyrgð rétt
fyrir hrun n Styrkur Invest er gjaldþrota„Gott væri að fá
draft að lána-
samningi í þessari viku
þannig að við getum klár-
að þetta sem fyrst.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Baugur vildi losna við
ábyrgð rétt fyrir hrun
Leynigögn
DV sendi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni spurningar um þær fyrirætlanir um Styrk Invest sem
fram koma í tölvupóstunum á milli starfsmanna Baugs og Landsbankans. Svar Jóns Ás-
geirs var eftirfarandi:
„Ég er ekki að átta mig á fullyrðingu þinni um að hlutabréfaeign Styrks hafi verið ofmetin.
Félagið átti nær eingöngu hlutabréf í FL Group, síðar nafnabreytt í Stoðir hf. og voru þau
ávallt metin á markaðsvirði eins og þau voru skráð í Kauphöll á hverjum tíma. Eftir af-
skráningu Stoða úr Kauphöll var byggt á verðmæti sem svarar til eigin fjár Stoða. Aðferð
sem er viðurkennd af endurskoðendum og fjármálafyrirtækjum. Fyrirhugað var að auka
hlutafé Styrks um mitt ár 2008 og greiða þá aukninguna að hluta með bréfum í Kaupþingi
og BYR, en sú aukning kom ekki til framkvæmda, þar sem Glitnir banki féll rétt fyrir hlut-
hafafund Styrks, sem taka átti ákvörðun um hækkun hlutafjárins. Því eignaðist Styrkur
ekki þau hlutabréf sem fyrirhugað var að leggja til félagsins og því er ekki hægt að segja að
þar sé um ofmat að ræða á hlutum sem Styrkur eignaðist ekki. Þá er mér ekki kunnugt um
að Styrkur hafi átt hlutabréf í Glitni.“
Segir bréfin ekki hafa verið ofmetin
Stýrði viðræðunum Stefán Hilmarsson stýrði viðræðunum við Landsbankann fyrir hönd
Baugs. Hin auknu veð sem lögð voru fram fyrir lánum Styrks voru í verðlitlum félögum.
m
y
N
d
H
ö
r
ð
u
r
S
V
EI
N
SS
o
N
SUMARHÚSIÐ
& GARÐURINN
NÝTT BLAÐ KOMIÐ Í VERSLANIR
Tryggðu þér eintak!
Áskrift í síma 578 4800
og á www.rit.is
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Persónuvernd úrskurðar:
Vildu vita um
fjárhag barnanna
Borgun vildi í fyrra fá upplýsing-
ar um fjárhag og hlutabréfaeign
starfsmanna sinna að kröfu Fjár-
málaeftirlitsins. Athugasemd var
gerð við þessa kröfu og var hún
send til Persónuverndar. Málið
var látið niður falla eftir að Borgun
bakkaði með kröfuna á hendur
starfsmönnum sínum og fékkst því
ekki úrskurður í málið. Engu að
síður kemur fram í nýlegri niður-
stöðu Persónuverndar, þar sem
málið er látið falla niður, að ekki
séu til stoðir í íslenskum lögum
fyrir því að fara fram á slíkar upp-
lýsingar.
Í athugasemdinni sem send var
til Persónuverndar sagði meðal
annars: „Ekki er hér gerð athuga-
semd við þá kröfu FME að veittar
séu upplýsingar um hverjir teljist
venslaðir aðilar, þ.e. hverjir teljist
til nánustu fjölskyldu minnar. Ekki
er heldur hægt að mótmæla kröfu
FME um að ég gefi upp fyrir mig og
maka minn (né ef um væri að ræða
ófjárráða börn á framfæri mínu)
upplýsingar um stjórnarsetur, störf
og hlutafjáreign okkar. Hins vegar
er FME að krefja mig um ítarlegar
persónuupplýsingar annarra að-
ila í nánustu fjölskyldu minni. Þar
með talið aðila sem ekki eru mér
fjárhagslega tengdir.“
Starfsmaðurinn sem sendi at-
hugasemdina var ekki á því að það
kæmi honum nokkuð við hvernig
foreldrar sínir eða uppkomin börn
höguðu fjármálum sínum. „Kraf-
ist er upplýsinga um hlutafjáreign
(yfir 10%) foreldra minna og barna
(í mínu tilviki uppkominna barna)
í öðrum félögum, en ég tel þessar
upplýsingar þeirra einkamál og
mér óviðkomandi. Þá krefur FME
mig um upplýsingar um hjá hvaða
vinnuveitendum þessir fjölskyldu-
meðlimir starfa ásamt starfsheiti
og í hvaða stjórnum þeir sitja.“
Í svarbréfi Fjármálaeftirlitsins til
Persónuverndar kemur skýrt fram
að tilmælin séu ætluð til leiðbein-
ingar og séu ekki stjórnvaldsfyrir-
mæli. Það kom því í hlut Borgunar
að ákveða fyrir sig hversu nákvæm-
lega þessum leiðbeiningum væri
fylgt.
Viðskiptavinir Glitnis sem keyptu bréf Milestone skoða rétt sinn:
Jóhannes skrifaði upp á útboðið
Jóhannes Baldursson, framkvæmda-
stjóri markaðsviðskipta hjá Íslands-
banka og áður Glitni, skrifaði upp
á verðbréfa- og útgefandalýsingu
í skuldabréfaútboði Milestone hjá
Glitni á haustmánuðum 2007, sam-
kvæmt heimildum DV. Rúmlega sex
milljarðar króna söfnuðust í skulda-
bréfaútboðinu.
Eignastýringardeild Glitnis lét
marga af viðskiptavinum sínum fjár-
festa í þessum bréfum Milestone þrátt
fyrir að félagið hefði staðið illa á þess-
um tímapunkti. Milestone hafði reynt
að endurfjármagna sig hjá erlendum
bönkum um nokkurra mánaða skeið
en án árangurs – í kringum 50 bankar
höfðu neitað að veita félaginu fyrir-
greiðslu. Skuldabréfaútboðið var því
viss þrautalending.
Nokkrir af viðskiptavinum eign-
astýringardeildar Glitnis íhuga nú að
leita réttar síns vegna þeirra fjármuna
sem þeir töpuðu á fjárfestingunni í
skuldabréfum Milestone. Einhverj-
ir þeirra telja að starfsmenn Glitn-
is hafi látið þá fjárfesta í skuldabréf-
unum gegn betri vitund vegna þess
að hagsmunir bankans og Milestone
fóru saman – Milestone var stór hlut-
hafi í Glitni. Viðskiptavinir lýstu marg-
ir hverjir kröfum í þrotabú Milestone
sem nær ekkert fékkst upp í. Margir
þeirra sitja eftir með tap upp á tugi eða
jafnvel hundruð milljóna króna vegna
þessa.
Aðkoma Jóhannesar að skulda-
bréfaútboðinu umdeilda er einungis
eitt af nokkrum málum sem Jóhann-
es tengist sem fjallað hefur verið um
í fjölmiðlum. Jóhannes hefur einnig
verið yfirheyrður hjá sérstökum sak-
sóknara vegna kaupa Glitnis á skulda-
bréfi Stíms frá Saga Capital upp á
milljarð króna auk þess sem hann á í
málaferlum við Glitni út af launum og
hlunnindum sem hann telur sig eiga
inni hjá bankanum.
Heimildir DV herma að á næstunni
muni skýrast nánar hvort viðskipta-
vinir eignastýringardeildarinnar stefni
Glitni út af skuldabréfaútboði Mile-
stone. ingi@dv.is
Kom að skuldabréfaútboðinu Jó-
hannes Baldursson tengist mörgum málum
sem komið hafa upp á yfirborðið frá banka-
hruninu árið 2008.