Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 6.–8. maí 2011 Helgarblað Þriggja ára samningar vekja vonir og kjark Guðmundur Gunnarsson, fráfar­ andi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, er ánægður með nýgerða kjarasamninga. Samstaðan meðal samtaka launafólks hafi tryggt þeim lægst launuðu meiri launahækkanir en menn dreymdi um fyrir nokkr­ um vikum. Hann vill líta á þriggja ára samninga sem örvandi afl fyrir þjak­ að hagkerfið. Guðmundur má því vel við una þegar hann hefur ákveðið að fara út á hliðarlínuna meðal félaganna í Rafiðnaðarsambandinu. Það er þó ekki aldur eða heilsufar sem knýr hann til þess. Guðmundur segir að besta leiðin til að fá dæluna í gang og „hrista rýtingasettið úr bakinu“ sé að ganga á Esjuna. Það gerir hann nokkrum sinnum í hverri viku. Herfræði LÍÚ Kjaraátök undir óvenjulegum skil- yrðum enduðu með því að þið náð- uð betri samningi en þið voruð með á borðum fyrir 15. apríl. Hvernig má það vera? „Þetta á sér þá skýringu að at­ vinnurekendahópurinn hefur spil­ að á mjög órökréttan hátt úr spilum sínum með því að velja jafn umdeilt mál og auðlindirnar eru og stilla öll­ um upp við vegg með því að í kjara­ samningum skyldi vera ákvæði um sjávar útveginn og að öðrum kosti yrði ekkert rætt um kjarasamning. Fyrst neituðu þeir alveg að ræða launamálin og vildu ræða alla aðra þætti. Launamálin yrðu ekkert rædd fyrir en fyrir lægi yfirlýsing frá ríkis­ stjórninni. Þetta varð til þess að iðn­ aðarmannahópurinn gekk út um miðjan febrúar. Til þess að fá okk­ ur aftur að samningaborðinu varð að setja ákveðinn öryggisventil sem verkaði með þeim hætti að ef þetta kæmi fyrir aftur gætum við gengið út en haldið einhverju eftir í vasanum ef svo má segja. Þetta varð til þess að samið var um tvær 50 þúsund króna eingreiðslur sem átti að vera trygg­ ing ef þeir myndu hleypa þessu upp aftur Þarna var um að ræða skamm­ tímasamning frá mars til september. Þetta er fundið út frá meðalheildar­ hækkun launa á mánuði innan ASÍ eða 16.700. Vaxandi spenna í lokin Síðan spilaði SA þessum sjávarút­ vegsmálum út aftur og þá sprakk allt enn á ný. Til þess að fá okkur aftur að borðinu þurftu þeir að leggja eitt­ hvað nýtt fram. Þetta gerðist raun­ verulega þrisvar sinnum og í hvert skipti urðu þeir að spila meiru út til þess að fá fólk að samningaborð­ inu. Samfara þessu ólu þeir í raun á meiri óvild í sinn garð. Ég hef aldrei fyrr í kjarabaráttunni séð jafnlitla herkænsku og klaufalega hernaðar­ list. Það er svo kaldhæðni örlaganna að þeir sem borga herkostnaðinn af þessu er ekki LÍÚ. Þetta skiptir út­ vegsmenn fjáhagslega engu máli nema ef vera kynni að þeir hagn­ ist á því að hafa óbreytt ástand sem lengst. Þetta lendir á þeim fyrirtækj­ um sem síst mega við því. Það er er vitanlega allaf verið að reyna að hækka lægstu launin og alltaf reynt að hækka kauptryggingu, bætur og þess háttar. Alltaf hækkar þar með kostnaður ferðaþjónustunnar og verslunar og þjónustu í hvert skipti sem LÍÚ spilar þessu út. Þau stilltu sér upp með LÍÚ og ég skil einfald­ lega ekki lógíkina í þessu.“ Það virðist augljóst að hagsmun- ir mismunandi atvinnugreina hafa ekki runnið í sama farvegi að þessu leyti. Hefur þetta skapað spennu milli ýmissa greina innan Samtaka at- vinnulífsins? „Maður skynjar að svo sé án þess að ég ætli að lýsa því hvernig staðan er hjá þeim. En ég fann það á loka­ sprettinum að viðsemjendur okkar úr ferðaþjónustu og öðrum þjónstu­ greinum voru mjög stóryrtir og töldu að þessir samningar væru orðnir allt of kostnaðarsamir fyrir slíkar greinar. Hækkanirnar vega þyngst hjá þess­ um greinum. Hjá okkur iðnaðar­ mönnum verkar hækkun lægstu launa ekki eins þungt og hjá hinum greinunum því við erum með þessa svokölluðu millitekjuhópa.“ Grunnstærðir samninganna Ertu ánægður með samningana? „Já, ég er það. Að því er varð­ Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is n Guðmundur Gunnarsson lætur af störfum sem formaður Rafiðnaðar- sambands Íslands n Hann fagnar því að hafa tekið þátt í gerð þriggja ára kjarasamninga sem eigi að örva hag- kerfið eftir djúpa lægð n Botnar ekkert í herkænsku SA og segist í viðtali við Jóhann Hauksson ætla að finna meiri tíma fyrir sjálfan sig og fjölskylduna „Ég hafði hugsað mér að fara í til- tekin verkefni og þvælast ekki fyrir væntanlegum formanni. Fara kannski í menntamálin aftur. Undirritun samninga Guðmundur Gunnarsson undirritar kjarasamninga í húsi ríkissáttasemjara fyrir helgina. mynd SiGtRyGGUR ARi JóHAnnSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.