Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Blaðsíða 45
Fókus | 45Helgarblað 6.–8. maí 2011 notið þess til þessa dags, að Leik- félagi Reykjavíkur var gert, samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg, að taka inn í Borgarleikhúsið sjálfstæða leik- hópa. Þau voru svo heppin, að Guð- jón Pedersen, sem þá stýrði leikhús- inu, tók þeim vel og gaf þeim fyrsta tækifærið: Rómeó og Júlíu. Síðar kom Woyzeck og fleiri sýningar í Borgar- leikhúsinu, en aðeins ein í Þjóðleik- húsinu til þessa, Hamskiptin. Augljóst er að það hefur skipt þau sköpum að geta komið verkum sínum á framfæri erlendis. Íslenskt leikhús hefur alltaf liðið fyrir þá miklu einangrun sem það býr við, fámennið og þröngbýlið; það eru margir sjúkdómar sem herja á það, ótti við leikhússtjóra sem sitja alltof lengi, tilfinnanlegur skortur á faglegri gagnrýni, svo fátt eitt sé nefnt. Með aðgangi sínum að breskum leik- listarheimi hefur Porturunum gefist kostur á að leggja verk sín í dóm að- ila sem eiga engra hagsmuna að gæta, fólki sem er ekki einungis vel mennt- að og mótað af aldalangri leiklistar- hefð, heldur getur sagt álit sitt afdrátt- ar- og umbúðalaust, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af viðbrögðum þeirra sem dómunum sæta. Annað sem þau hafa haft gagn og gróða af, er sá langi líftími sem sýn- ingum þeirra gefst með því að flytjast á milli landa. Ég sá Fást þegar hann var frumsýndur í byrjun síðasta árs og var ekki nema rétt miðlungi hrifinn, eins og dómur minn hér í blaðinu var til vitnis um. Síðan sá ég leikinn aftur nú snemma á þessu ári og þá hafði hann verið sýndur bæði á Englandi og í Þýskalandi í millitíðinni. Á margan hátt var þetta eins og ný sýning; aug- ljóst að Gísli Örn, sem var leikstjóri og lék að þessu sinni ekki með, hafði breytt ýmsum lausnum, þétt og fág- að. Þetta er eitt af því sem gerir mann glaðan í leikhúsinu, að verða vitni að slíku: að sýningum fari fram í stað þess að sjúskast og koðna niður, eins og er því miður alltof algengt bæði hér og víðar. Ég nefndi þetta í pallborðsum- ræðunum, sem fram fóru að morgni dagsins sem Fást var sýndur þarna úti; eftir sýninguna hitti ég Billington sem kvaðst hafa séð frumsýninguna á Fást í London og svo aftur nú í Skt. Péturs- borg, og ekki færi á milli mála að hún hefði tekið miklum framförum; jafn- vægið á milli fimleikanna og allra til- þrifanna í háloftunum annars vegar og textans hins vegar hefði verið orðið þar miklu betra. Ég sé að í fyrrnefnd- um dómi hans á vef Guardian, eða öllu heldur frásögn hans af ævintýrum Skt. Pétursborgar, hefur hann einnig sérstakt orð á þessu. Og dregur ekkert úr lofinu á Portarana. Fyrir alla muni, lesið það sem hann skrifar; það er ekki oft sem gagnrýnandi á þessu stigi tjáir sig um íslenska leiklist. Ekkert að hjá þeim? Eru þau þá hafin yfir gagnrýni, ekk- ert sem þau geta gert betur? Jú, jú, það hefur vel verið hægt að finna að ýmsu hjá þeim, og er enn. Sýningar þeirra hafa verið misgóðar, Kommúnan í Borgarleikhúsinu var til dæmis alls ekki góð; Ást kunnu ekki allir að meta, þó ég hefði gaman af henni, en ég verð þá víst að játa það að ég er alltaf svoldið veikur fyrir svona tilfinninga- samri alþýðukómík. Brelluverkið og fimleikarnir eiga til að yfirskyggja leik- inn, hið mannlega drama; það hef- ur ekki aðeins gerst í Fást, fleiri dæmi má nefna. Ég fann að því í dómi, sem ég skrifaði um Hamskiptin, þegar þau voru frumsýnd hér í Þjóðleikhúsinu, að Gísli Örn hefði verið svo upptekinn af klifrinu í dauðaatriði bjöllumanns- ins, að hann hefði ekki mátt vera að því að túlka dauðastríð persónunnar. Ég sá sýninguna aftur nú í Skt. Péturs- borg og mér fannst enn hið sama; ég skynjaði ekki sjálft andartakið þegar maðurinn deyr, og því lét atriðið mig lítt snortinn. Annars áttu þau Gísli Örn og Nína Dögg þar sums staðar góðan samleik, rétt eins og á frumsýningunni hér heima. Gísli Örn taldi í þessu til- viki ekki eftir sér að leika bæði aðal- hlutverkið og stjórna sýningunni, en slíkt vinnulag hefur að langmestu leyti verið aflagt í leikhúsi nútímans og ekki að ástæðulausu; fyrir því eru góð list- ræn rök sem allt leikhúsfólk þekkir og ekki verða tíunduð hér. Sir Henry Irving gerði þetta að sönnu og fleiri stórstirni á hans tíð, en það var á 19. öld; nú gilda önnur viðmið. Reynslan hefur kennt okkur – og kennir okkur stöðugt – að langfarsælast sé að leik- stjórinn standi sjálfur utan við verkið og hafi yfir það sem allra besta yfirsýn. Fástleikurinn er ágætt dæmi um það; ég er ekki viss um að Gísli Örn hefði átt eins gott með að endurskoða hann og betrumbæta, ef hann hefði sjálfur verið á þeytingi upp um öll rjáfur með hinum. Ég er einnig nokkuð viss um að það hefði bætt verk hópsins, ef hann hefði náð góðum vinnutengslum við leikskáld eða kláran dramatúrg; það hafa sumir mikilhæfir leikstjórar gert og nægir að benda á samstarf Peters Stein og Bothos Strauss á sinni tíð. Leikgerðin á Hamskiptunum leið að mínum dómi fyrir það hversu fyrir- sjáanlegt dramað var nánast frá upp- hafi; hún hefði, trúi ég, grætt eitthvað á meiri samþjöppun. Í Fástsleiknum varð textinn einnig heldur beinaber á köflum, persónur út af fyrir sig dregn- ar skýrt upp, en grunnar. En það kom ef til vill ekkert stórlega að sök, nema helst hjá gamla leikaranum sjálfum sem gott leikskáld hefði eflaust get- að gert miklu meira úr; bænamálin í leikslok voru, svo dæmi sé tekið, ekki ýkja sannfærandi í munni Þorsteins Gunnarssonar sem skilaði hlutverk- inu annars með ágætum og lofsvert af Gísla Erni að gefa okkur aftur tækifæri til að njóta listar hans enn á ný. Við eigum alltof fáa jafn góða karlleikara í eldri flokki og fásinna að nýta ekki krafta þeirra betur en gert er. En hvað sem öllum aðfinnslum líðum: á stundum sem þessari langar mann fremur til að bregða hinu betra en því sem miður hefur farið. Við eig- um margt að þakka þessum hópi: þau hafa borið með sér ferskleik inn í leikhúsið og sá ferskleiki hefur farið saman við góð fagleg vinnubrögð, einkum í því sem að leiksviðinu snýr. Með Rómeó og Júlíu sýndu þau að sýningar á klassískum verkum GETA verið skemmtiefni; þau virtust með henni ná til margra af yngri kynslóð- inni sem mig grunar sterklega að hafi Á ÞEIM TÍMA verið tekin að fráfælast slík verk, eftir alltof margar lélegar og leiðinlegar útgáfur af leikritum bæði Shakespeares og Ibsens. Um það gæti ég nefnt mörg dæmi – alltof mörg – en sleppi því hér; flestum lesendum mín- um finnst örugglega nóg vera komið af leiklistarsögu. Alla hluti þarf að skoða í sínu samhengi; slíkt er ekki ávallt auð- velt á líðandi stund; þegar frá líður veitist það kannski ívið léttar. Það verð ég þó að segja, að mér finnst leikhúsin, einkum auðvitað Þjóðleikhúsið, sem á að hafa alla burði til að gera betur, hafa verið furðu sein að bregðast við þeirri ögrun sem í þessu fordæmi unga fólks- ins hefur falist. En vonandi stendur það til bóta, eins og svo margt fleira í þeirri ágætu stofnun. Og hver verður svo framtíð þeirra? Um slíkt er vandi að spá, eins og seg- ir í kvæðinu. Ætli svarið sé nú ekki nokkuð mikið undir Gísla Erni sjálf- um komið, hvort hann kýs að halda samstarfinu áfram með þeim hætti sem verið hefur, eða leita á önn- ur mið. Það var að minnsta kosti á samstarfsfólki hans og aðstandend- um að skilja í ágætri umfjöllun um hann í Ísland í dag fyrr í vikunni. Gísli Örn er hörkuleikari, það hef ég allt- af vitað frá því ég sá hann fyrst í líf- legri sýningu Nemendaleikhússins á Platonov Tsjekhovs fyrir um ára- tug. Ég hefði viljað sjá hann mun oftar á sviði en raunin hefur verið; ég er í litlum vafa um að hann væri orðinn enn betri, hefði hann þrosk- ast í átökum við stærri og bitastæð- ari hlutverk en hann hefur fengist við til þessa. Nú standa honum ber- sýnilega margir vegir færir; hann hef- ur fengið tilboð erlendis sem margir myndu öfunda hann af – en, eins og segir í öðru kvæði, í veröld eru margir stígir hálir. Sumir stórir leikarar hafa ekki farið vel út úr maskíneríinu í Hollý wood, sem hefur að vísu stund- um verið þeim sjálfum að kenna, dómgreindarleysi þeirra og græðgi; dæmi um hið gagnstæða er vel hægt að nefna. Gísli Örn hefur kosið að helga sig leikstjórn jafnframt leiknum og einnig náð að skapa sér nafn sem slíkur; eftir undirtektum við Fást hans í Skt. Pétursborg að dæma, ætti síst að hafa dregið úr þeim möguleikum hans hjá honum. Hvaða stefnu sem þessi hæfileikamaður tekur, er ekki ástæða til annars en að óska honum velfarnaðar – af heilum huga. En auðvitað vona ég – eins og ég held að við öll hljótum að gera – að við fáum að njóta krafta hans áfram hér heima. Og að samfélagið – þar með talin stjórnvöld þjóðarinnar – skapi honum og samstarfsfólki hans aðstöðu til að láta drauma sína ræt- ast. Án þess að þau þurfi að hafa allt- of miklar fjárhagsáhyggjur; þær hafa leikið margan góðan leikhúsmann- inn grátt, bæði hér og annars staðar, og margur notið þess að losna und- an þeim. Gott leikhús hefur það allt- af fram yfir bíómyndirnar að það á sér rótfestu í tilteknu samfélagi, er tilraun til samtals og tjáningar á því sem brennur á borgurunum á líð- andi stund. Mig myndi ekki langa til að sjá Vesturport verða svona hátíða- leikhús sem miðar tilveru sína við frægð og frama á leiklistarhátíðum úti um allan heim; dæmi um slíkt eru kunn og ekki öll aðlaðandi. Er nokkur hætta á því? Ég heyrði það á sumum þarna úti í Rússíá, að þeir höfðu orð- ið fyrir vonbrigðum með að heyra Ís- lendingana ekki leika á móðurmál- inu; norsk vinkona mín, sem ég hitti þarna, sagðist hafa hlakkað svo til að fá aftur að heyra leikið á íslensku. Ég stóð að sjálfsögðu með okkar fólki; benti á að því hefði aldrei tekist að komast inn á breska markaðinn – sem hefur svo opnað þeim leið inn á þann alþjóðlega – ef þau hefðu bara talað þar á okkar óskiljanlegu tungu; þau hefðu þá eins getað leik- ið á velsku eða gelísku sem eru víst sjaldheyrð mál í Lundúnaleikhúsun- um. En ég skal síst neita því að ég skil þetta sjónarmið. Þau Vesturportarar tala ágæta ensku, enda veit ég að þau hafa orðið sér úti um góða þjálfun í því, en það breytir ekki því að þetta er lært tungutak hjá þeim, ekki það sem þeim er eiginlegt frá blautu barns- beini. Og slíkt heyrist. Svo þar hefur framinn vissulega krafist af þeim nokkurrar fórnar. Þegar veisluhöldum er lokið, tekur hversdagsleikinn við – hversdagsleik- inn sem í GÓÐU leikhúsi er oftast ein- hvers konar ævintýri, eða að minnsta kosti heiðarleg tilraun til að búa til ævintýri. Og segja einhvern sann- leik sem máli skiptir. Það er ekki alltaf auðvelt að láta það tvennt fara saman; það getum við lært af sögunni eins og fleira, ef við kærum okkur um. En nú er vor í lofti; við viljum vera bjartsýn, þrátt fyrir allt, og horfum fram á veg- inn. Ný sýning hefur þegar litið sviðs- ins ljós hjá Vesturporti og um hana verður fjallað fljótlega hér í blaðinu. Vesturport stelur senunni Glöð eftir athöfnina Gísli Örn og Nína Dögg ásamt móður Gísla, Kolbrúnu Högnadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.